Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 23 Haust 2002 BLACKY DRESS jean paul BRAX feel good LAUGARVEGUR 53, s. 551 4884 Laugavegi 47 sími 552 9122 Laugavegi 47 sími 551 7575 Ullarfrakkar/ Rykfrakkar 25% afsláttur í dag og laugardag Langan laugardag Laugavegi 25, sími 533 5500 Full búð af nýjum haustvörum olsen Laugavegi 46, sími 561 4465 Villtar & Vandlátar Full búð af nýjum vörum frá M A N O U K S K A R T Verið velkomin! ÚTSALA Silkidamask og bómullarsatín í metratali Dúkadamask í metratali o.fl. o.fl. á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Laugavegi 54, sími 552 5201 Við tökum til 50% afsl. af völdum vörum t.d.: Gallbuxur áður 5.990 Nú 2.990 Peysur áður 3.990 Nú 1.990 30% afsláttur af toppum og bolum o.m.fl. Allt nýjar vörur. Ótrúleg verð RICHARD Reid, breskur ríkis- borgari sem sakaður er um að hafa gert tilraun til að sprengja farþegaflugvél í loft upp yfir Atl- antshafi með sprengiefni földu í skó sínum, mun játa sig sekan um öll atriði ákærunnar gegn honum, sagði verjandi hans, Owen Walk- er. Vill Reid með þessu komast hjá opinberum réttarhöldum og þeim neikvæðu áhrifum sem þau myndu hafa fyrir fjölskyldu hans. Bandarísk yfirvöld lögðu áherslu á að ekkert samkomulag hefði verið gert við Reid, sem kall- aður hefur verið „skósprengj- umaðurinn“. John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði að Reid væri, líkt og öðrum sakborningum, „velkomið að játa sig sekan um það sem hann er ákærður fyrir“. Fyrst eftir að hann var handtekinn kvaðst Reid ekki vera sekur. Um leið og hann breytti framburði sínum fór hann fram á að tveimur ákæruatriðanna yrði breytt og felld- ar niður fullyrðingar um að hann hefði hlotið þjálfun hjá hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda, sem hafa lýst sig ábyrg fyrir hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september í fyrra. Lögregla hefur komist á snoð- ir um það, að Reid, sem ólst upp í Suður-London og snerist til íslam, hafi verið í Pakistan og Afganistan síðla árs 2001, en síðan snúið aftur til Evrópu. Reid hefur ítrekað fullyrt að hann hafi verið einn að verki, en alríkis- saksóknarinn í Massachusetts, Michael Sullivan, sagði að ekki kæmi til greina að ákærunum yrði breytt. „Við höfum óhrekjandi sannanir fyr- ir því að hann hafi hlotið þjálfun hjá al-Qaeda og við erum reiðubúin að leggja þær sannanir fram fyrir rétti,“ sagði Sullivan við fréttamenn. Farþegar um borð í þotu Am- erican Airlines á leið frá París til Miami 22. desember sl. yfirbug- uðu Reid er hann var að reyna að kveikja í sprengiefni sem var skó- sóla hans. Þotunni var snúið til Boston þar sem Reid var handtek- inn. Rannsóknarlögreglumenn segja að Reid hefði að líkindum tekist að sprengja flugvélina í loft upp ef hann hefði notað kveikjara en ekki eldspýtur er hann reyndi að tendra kveikiþráð sprengjunn- ar í skónum. Reid sótti sömu mosku í Lond- on og Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem hefur enn verið ákærður í tengslum við hryðju- verkin 11. september. Breska leyniþjónustan hleraði ennfremur símtöl Reids og Moussaouis. Þeir munu hafa fengið þjálfun í sömu búð- unum hjá al-Qaeda. „Skósprengjumaður- inn“ hyggst játa Boston. AFP. Richard Reid FRAKKAR tilkynntu í gær að þeir hefðu frestað tilraunum með gena- meðferð sem ætlað er að hjálpa ungbörnum sem fæðst hafa með gallað ónæmiskerfi, í kjölfar þess að eitt barnanna hefur tekið veiki er líkist hvítblæði. Opinber frönsk stofnun, er hefur eftirlit með lyfjum og öðrum heilbrigðisvörum, sagði að tilraunin hefði verið stöðvuð uns ljóst væri hverjar væru orsakir veikinda barnsins. Þessar ráðstafanir dekkja horf- urnar á því að genameðferð, sem fyrir áratug var talin marka þátta- skil í læknisfræði, skili þeim ár- angri sem vonast var eftir. Tilraun- in í Frakklandi var eina gena- meðferðin sem leitt hafði til þess að framrás banvæns sjúkdóms stöðv- aðist, og hafði lækkað rostann í gagnrýnendum þessarar nýju tækni, er telja hana geta verið ban- væna. Dökkar horf- ur með gena- meðferð París. AFP. Moggabúðin Derhúfa, aðeins 800 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.