Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ S TUNDUM er sagt að leikhúsið eigi undir högg að sækja gagnvart kvik- myndunum þar sem alls kyns tækni- brellur eru mögulegar og hægt að skapa sannfærandi furðuveraldir þessa heims og annarra án þess að reyna um of á trúgirni áhorfenda. Franska leikskáldið Gabor Rassov gefur öllum úrtölum um takmarkanir leikhússins langt nef og hefur skrifað sann- kallað B-leikrit sem er uppfullt af tæknilegum brellum og ótrúlegum líkamlegum umbreyting- um leikaranna frammi fyrir augum áhorfenda, að ekki sé minnst á sápukenndan vísindatryll- ingslegan söguþráð sem gefur í engu eftir því ómerkilegasta sem áhorfendur kunna best að meta í kvikmyndaheiminum. Rassov hefur þó stigið einu skrefinu lengra og þar með sýnt fram á yfirburði leikhússins með því að gera stólpagrín að þessu öllu saman og skapa ein- staklega skemmtilegt leikhúsverk sem stendur undir hvorutveggja, kröfunum að vera yfir- gengilega lélegt og framúrskarandi gott, allt eftir því hvernig á það er litið. Gaman að geispa golunni Rassov er staddur hér á landi í tilefni frum- sýningarinnar og skemmti sér konunglega á æf- ingu á Jóni og Hólmfríði í fyrrakvöld. Þetta mun í fyrsta skipti sem leikrit eftir hann er flutt á öðru tungumáli en frönsku. „Þetta var full- komlega súrrealísk upplifun,“ segir hann og er stokkinn á fætur af minnsta tilefni til að út- skýra með látbragði hvað hann á við. Hann tal- ar með öllum líkamanum og segist hafa mest gaman af því að geispa golunni á leiksviðinu með miklum látum, láta skjóta sig í tætlur eða höggva af sér hausinn og gusa úr sér gerviblóði. „Svo birtist maður aftur eftir smástund sprellif- andi í öðru hlutverki af því þetta er leikhús!“ segir hann. Gabor Rassov er fæddur 1964 og hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður í félagi við bróður sinn. Hann kynntist síðan leikstjóranum Pierre Pradinas sem stofnaði og rekur leikhóp- inn Rauða hattinn og segist hafa heillast af leik- húsinu og aðferðum hans. Leikhópurinn hefur gengið í gegnum nokkur æviskeið á 30 ára starfsferli, segir Rassov, sem hefur leikið með og skrifað fyrir hópinn frá árinu 1986. „Þegar sami hópur vinnur hverja sýninguna á fætur ann- arri verður til möguleiki á að vinna hraðar og ná lengra, hvort sem það eru leikarar, eins og til dæmis Denis Lavant, sem ég hef skrifað fyr- ir þrjú hlutverk valdamanna: Picrochole, Ríkarð III og Neró, eða tæknimenn, eins og Jean- Christophe Spadaccini, brellumeistarinn okkar, en það er ótrúlegum hæfileikum hans og færni að þakka sem ég get leyft mér að skrifa hluti eins og: „Fíllinn kremur höfuð kristna mannsins (Neró)“. Gægjuþörfinni fullnægt strax Rassov hefur skrifað 6 leikrit fyrir hópinn og leikið í þeim öllum nema Jóni og Hólmfríði. Hann er einnig meðlimur í skáldahópnum Poesi B, sem dregur nafn sitt af hliðstæðunni í kvikmyndum, B-myndum. „Jón og Hólmfríður er ekki dæmigert fyrir franska samtímaleik- ritun. Þá eru höfundar eins og Erich Emmanuel Schmidt og Yasmina Reza miklu betri fulltrúar. Ég vildi umfaðma afþreyingarmenninguna í Jóni og Hólmfríði, og jafnframt ná unga fólkinu inn í leikhúsið því franskir leikhúsáhorfendur eru komnir á válista yfir tegund í útrýming- arhættu! Þeir eru orðnir svo gamlir. Pradinas bað mig að skrifa leikrit sem höfðaði til yngri áhorfenda. Ég gerði mitt besta.“ Rassov gerir um leið stólpagrín að smáborg- araskapnum í frönsku þjóðlífi og hinum dæmi- gerða borgaralega áhorfanda sem segist kominn í leikhúsið til að fræðast en bíður samt spenntur eftir því að unga leikkonan fækki fötum. „Ég er að gera grín að frönsku búlevarðleikhúsi – öm- urleg tradisjón – sem er hægt að draga saman í eina setningu: Maðurinn minn er að koma! Í Jóni og Hólmfríði eru báðar leikkonurnar á nærfötunum strax í upphafi og allir elskhug- arnir birtast hver ofan í annan á fyrstu mín- útunum. Þá er það afgreitt, gægjuþörfinni er fullnægt og hægt að byrja á sögunni.“ Jón og Hólmfríður eru ungt par sem stefna að hjónabandi og fjölskyldustofnun. Hann er verðandi tannlæknir og hún er verðandi móðir og húsfreyja. Það setur strik í reikninginn að hún hefur verið ástkona Eggerts, föður Jóns, um nokkra hríð og Jón setur það dálítið fyrir sig en það leysist þegar í ljós kemur að Eggert er annar en hann lítur út fyrir að vera og frændi Hólmfríðar hefur haldið við móður Jóns í mörg ár. Þetta gerist á fyrstu fimm mínútum verksins og er þannig séð strax úr sögunni en gefur þó vissulega tóninn fyrir framhaldið. Ætlaði alltaf að verða leikstjóri Jón og Hólmfríður er frumraun Halldóru Geirharðsdóttur í leikstjórn. „Ég ætlaði mér alltaf að verða leikstjóri og fór í leiklistarskól- ann með það í huga að yfirgefa hann eftir tvö ár og halda erlendis til náms í leikstjórn. Af því varð þó ekki og ég hafði ekki tök á því sem ein- stæð móðir að taka að mér leikstjórn á sýn- ingum framhaldsskóla sem er helsti æfingavöll- ur ungra og upprennandi leikstjóra. Ég gat ekki verið að leika á kvöldin um helgar og leikstýra önnur kvöld vikunnar. Þess vegna hef ég ekki leikstýrt fyrr en nú. En ég finn mig mjög vel í þessu og hef sannfærst um að ég er á réttri hillu í leikstjórnarstólnum. Það á svo bara eftir að koma í ljós hvort aðrir sannfærast um ágæti mitt sem leikstjóra af þessari sýningu, næstu sýningu eða þarnæstu, en ég er a.m.k. komin til að vera sem leikstjóri!“ segir Halldóra. „Mér fannst þetta leikrit henta mér vel sem frumraun enda er þetta frábært leikrit og býður upp á svo margt í útfærslunni. Ég er t.d. mikil áhugamanneskja um leiktækni og þetta leikrit gerir svo sannarlega kröfur til leikaranna um mikla tækni.“ Það er ástæðulaust að rekja söguþráð Jóns og Hólmfríðar fyrir væntanlegum áhorfendum, enda er hann sérlega ólíkindalegur og engu er líkara en höfundurinn hafi gefið sér þá forsendu að í hvert sinn sem hillti undir einhvers konar niðurstöðu þá yrðu höfð endaskipti á persónun- um og ný hlið á þeim kynnt til sögunnar og því fráleitari sem hún væri því betra. „Það merki- lega er að þetta svínvirkar,“ segir Halldóra. Úthugsuð endileysa Á Nýja sviði Borgarleik- hússins verður frumsýnt í kvöld Jón og Hólmfríður, frekar erótískt leikrit í þrem þáttum eftir franska leik- skáldið Gabor Rassov. Hávar Sigurjónsson hitti Rassov ásamt leikstjóranum Halldóru Geirharðsdóttur sem þreytir nú frumraun sína í leikstjórastól. Morgunblaðið/Kristinn „Tilraun til að ná í nýja áhorfendur í leik- húsið,“ segir leikskáldið Gabor Rassov. Morgunblaðið/Þorkell Tilvonandi tengdafaðir og elskhugi Hólm- fríðar húsfreyju hótar að svipta sig lífi. Morgunblaðið/Þorkell Ryksugusalar sem koma óvænt í heimsókn til Jóns og Hólmfríðar. ÞETTA finnst mér flott spennu- mynd. Stíllinn er eitthvað svo öðruvísi því sem maður er vanur nú til dags, eiginlega raunveruleg- ur. Já, svo raunveruleg- ur að þegar undir lok myndarinnar kemur eitt ekta nútíma hasaratriði sem hefði sómt sér í xXx 2 eða M:I-3, fannst mér einsog mér væri kippt úr myndinni og hent fyrir framan aðra. Ég var ósátt við það, jafnvel þótt atriðið hafi verið helv… flott. Samt er sagan frekar þunn, m.a.s smá hallærisleg. Þannig er að nokkrir sjóarar á dalli út undan Marseille finna mann fljótandi á sjónum. Þeir bjarga honum um borð, hlúa að honum, fjarlægja nokkrar byssukúlur úr bakinu á honum og úr mjöðminni kroppa þeir hylki með númeri að sviss- nesku bankahólfi. Gaurinn rankar við sér og er minnislaus, en kemst að því að hann kann ótal tungu- mál. Hann heldur til Sviss og í bankahólfinu finnur hann nokkur vegabréf með mynd af sér. Nú þarf hann að komast að því hver hann er og hver er á hælunum á honum. Og um það fjallar myndin. Undirliggjandi saga er um ómennsk örlög njósnara, og hvern- ig bandaríska leyniþjónustan notar ríkisfé á fölskum forsendum til að þjálfa fullkomna leigumorðingja til að afskrifa óvinina. En það skiptir litlu máli þar til í bláenda mynd- arinnar. Ég hefði viljað sjá meira af því og ekki síst að gert væri meira úr tilfinningalegum við- brögðum hans við því að komast smám saman að því að hann til- heyrir meira en miður geðslegri starfsstétt. Myndin er því mikið til einn elt- ingarleikur og oft er gaman. Bíla- eltingaratriðið var m.a.s spenn- andi. Yfirleitt eru það leiðin- legustu atriði allra mynda hjá mér, en nú hélt ég mér í sætið af spenn- ingi. Matt Damon og Franka Potente eru í aðalhlutverkunum og stóðu sig með stakri prýði. Matt Damon hefur hingað til ekki verið ofarlega í áliti hjá mér, en nú verð ég að endurskoða það. Hann var mjög trúverðugur í hlutverki sínu, bara snaggaralegur strákurinn, lipur í bardagaatriðunum, og auk þess bara fínn leikari. Hlutverk þeirra beggja búa nefnilega bæði yfir óvenju breiðum tilfinningaskala miðað við spennumyndir þessara seinustu, ófrjóustu og tæknivædd- ustu tíma. En hér er lítið sem ekk- ert um tæknibrellur (nema í fyrst- nefndu atriði), púðrið sem yfirleitt í þær fer er nú frekar sett í per- sónurnar, rétt einsog það var í gamla daga. Munið þið? Doug Liman tekst að búa til spennandi og ferska spennumynd úr óspennandi efnivið. Gott hjá honum. Snagg- aralegur Damon KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Akureyri Leikstjórn: Doug Liman. Handrit: Tony Gilroy og W. Blake Herron eftir skáldsögu Robert Ludlum. Kvikm.taka: Oliver Wood. Aðalhlutverk: Matt Damon, Franka Potente, Chris Cooper, Clive Owen, Adewale Akinnuoye-Agbaje og Brian Cox. 118 mín. USA/Tékkland. UIP 2202. BOURNE IDENTITY Hildur Loftsdóttir Matt Damon eftir Gabor Rassov í þýðingu Guðrúnar Vil- mundardóttur. Leikarar: Sóley Elíasdóttir, Gunnar Hans- son, Þór Tulinius, Halldór Gylfason, Harpa Arnardóttir. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Tónlist: Hr. Ingi R. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson og Úlf- ur Grönvold. Leikstjóri: Halldóra Geirharðsdóttir. Jón og Hólmfríður havar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.