Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 41
„Því að sjálfur Drottinn mun stíga
niður af himni með kalli, með höf-
uðengils raust og með básúnu Guðs,
og þeir, sem dánir eru í trú á Krist,
munu fyrst upp rísa.“ I Þess. 4:16.
Guðjón.
Það var á mánudagsmorguninn
30. september 2002 að hún amma
okkar fékk sína hvíld. Við munum öll
sakna hennar meira en orð fá lýst.
Ljúflyndi hennar og alúð munu seint
úr minnum hverfa. Seint verða máð-
ir úr minningunni þeir sumardagar
þegar amma sá um að strákarnir
hennar fengju sopann sinn. Við
strákarnir sátum við eldhúsborðið á
meðan amma færði okkur trakter-
ingar af sinni bestu snilld. Aldrei leið
sá dagur, á meðan amma hafði heilsu
til, að hún gerði ekki sopann klárann
þó svo að hún hefði stundum ekki
hugmynd um hvort við myndum láta
sjá okkur.
Skyldurækni hennar var með ein-
dæmum og við strákarnir munum
alltaf að því búa að amma hafi fengið
að taka þátt í uppeldi okkar. Það
voru mikil forréttindi að hafa ömmu
alltaf í nálægð. Og nú þegar amma
er farin skammast maður sín fyrir
alla barnaóþekktina og minnist allra
góðu stundanna þegar amma las um
Dýrin í Hálsaskógi og þegar hún af
aðgætni passaði upp á að maður færi
ekki illa klæddur út í vetrarkuldann.
Amma vildi alltaf vera til gagns og
engum til trafala. Hún kenndi okkur
að það mikilvægasta væri að láta
gott af sér leiða. Minning ömmu býr
í hjörtum okkar allra og við óskum
þess að geta miðlað af visku hennar
til þeirra sem í kringum okkur eru.
Amma hafði trú sem var sterk
undirstaða allra hennar gjörða. Þrá
hennar á endurkomu frelsarans var
óbilandi og kærleiki Krists var henni
hugðarefni mikið. Í dag kveðjum við
ömmu með fullvissu um að á Drott-
ins degi munum við fá að faðma hana
aftur að okkur.
„Og ég heyrði rödd af himni, sem
sagði: „Rita þú: Sælir eru dánir, þeir
sem í Drottni deyja upp frá þessu.
Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld
frá erfiði sínu, því að verk þeirra
fylgja þeim.““ (Opb. 14:13) Blessuð
sé minning okkar elskuðu ömmu.
Halldór.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 41
Mig langar að segja
nokkur orð um hann
afa minn. Ég átti alveg
frábæran afa, afi Sibbi
var hann kallaður.
Hann var rólyndismaður en mjög
duglegur. Hann var alltaf að gera
eitthvað, hann var smiður og smíð-
aði því ýmislegt. Má þar nefna húsin
tvö á Digranesveginum. Svo var
hann að dytta að húsinu eða gera
eitthvað í bílskúrnum og líka garð-
inum. Og þegar maður kom í heim-
sókn var alltaf stoppað til að heilsa
upp á mann og sjá um að maður
fengi nú eitthvað að borða. Og ég
man þegar ég var yngri að þá lumaði
hann alltaf á súkkulaði sem hann gaf
okkur eftir matinn. Hann og amma
Nína voru æðisleg hjón og unnu vel
saman og voru held ég bara bestu
vinir. Þau voru alltaf dugleg að fara í
ferðalög, hvort sem það voru dags-
ferðalög eða lengri. Og það voru tínd
ber og gerðar úr þeim sultur og saft.
Og mér fannst mjög töff að eiga afa
sem bakaði handa manni flatkökur
þegar maður vildi.
Alltaf átti afi Skoda og var end-
urnýjað reglulega, og þótt hann
væri að eldast þýddi það ekki að
hann keyrði öfga-hægt eins og gam-
all kall. Í fyrrasumar fórum við á
ættarmót á Stóruvöllum að hitta
ættingja ömmu og þar sem það er
úti í sveit og ég rataði ekki þurfti ég
að fylgja afa. Hann keyrði á undan
mér að vísa veginn og ég fylgdi á eft-
ir. Og þegar kom að malarvegunum
SIGURBERG
MAGNÚS
SIGURÐSSON
✝ Sigurberg Magn-ús Sigurðsson
fæddist á Sauðár-
króki 9. ágúst 1931.
Hann lést á heimili
sínu í Kópavogi laug-
ardaginn 21. septem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Kópavogskirkju
30. september.
þá sá ég hann ekki,
hann keyrði svo hratt
að ég sá bara ryk fyrir
framan mig og gat
varla fylgt honum!
Í fyrra bjó ég úti í
Frakklandi og það var
þegar hann fyrst fékk
krabbamein. Mér leið
ekki vel við þá tilhugs-
un. Þá var ekki svo ein-
falt að kíkja í heimsókn
til hans. En hann vann
bug á því krabbameini,
hann var svo sterkur í
gegnum þetta allt. Allt-
af snemma á fætur og
farið í sund og kannski bíltúr. Ég
kom heim til Íslands í sumar og þá
til að gifta mig. John maðurinn minn
er enskur og ekki lét afi það stoppa
sig þótt hann kynni ekki ensku.
Hann kunni kannski þrjú orð í ensk-
unni og notaði þau óspart. John var
strax velkominn inn á heimilið og í
sumarbústaðinn þar sem var mjög
gaman. Og meira að segja komu
nokkrir útlendir vinir mínir í heim-
sókn þangað og afi alltaf jafn gest-
risinn, spjallaði bara við þau á ís-
lensku!
Eftir það kom krabbameinið aftur
í líkama afa og það rétt fyrir brúð-
kaupið mitt og hann var það veikur
að hann afboðaði komu sína í brúð-
kaupið. Mér þótti það afskaplega
leitt en viti menn, daginn fyrir brúð-
kaupið hringdi mamma til þeirra og
þá var sagt að afi væri á leið til Eyja
í Herjólfi. Þvílíkur dugnaður hjá
honum. Og það var mér mikill heið-
ur að hafa hann viðstaddan á brúð-
kaupsdaginn minn. Og ég er líka
mjög glöð yfir því að John fékk að-
eins að kynnast honum.
Það er erfitt að kveðja í fáum orð-
um, en ég vil bara segja að það var
heiður að eiga svona góðan afa.
Takk fyrir allar góðu stundirnar.
Kveðja
Björk Steingrímsdóttir.
Já, kallið. Ég minnist þess er Eið-
ur kallaði „Hífopp“ á sinn sérstaka
hátt á Hafliða í gamla daga og skips-
hundurinn fékk æðiskast, hljóp eins
og vitlaus væri um allt skip og glefs-
aði í stígvélahælanna á togvaktar-
manninum ef hann var ekki nógu
fljótur að slá úr blökkinni, slíkur var
kraftur og ákveðni raddarinnar.
Eiður Jóhannesson hefur kallað
sitt síðasta kall í þessum heimi, en ef
ég þekkti hann rétt, togar hann nú
um Víkurála himnaríkis, léttur í
lundu, … og það lóðar.
Hvíldu í friði, vinur minn.
Gússý, þér og fjölskyldu þinni, vin-
um og ættingjum, votta ég mína
dýpstu samúð og vona að sá er nú,
sem ætíð, leiðir Eið um ódáinsakra,
veiti þér styrk og trú.
Kristján Elíasson.
Jæja, elsku afi minn, þá ertu far-
inn frá okkur fyrir fullt og allt og við
kveðjum þig með tár í augum og
brostið hjarta.
Þegar pabbi færði mér fréttirnar
af því að þú værir dáinn fannst mér
erfitt að trúa því að Guð gæti tekið
jafn hraustan og lífsglaðan mann eins
og þig frá okkur án þess svo mikið
sem að leyfa okkur að kveðja. En það
þýðir ekki að véfengja gjörðir Skap-
arans því að vegir hans eru eins og
við vitum órannsakanlegir. Núna
ertu kominn í annan og betri heim og
sinnir þínu hlutverki sem Guð al-
máttugur hefur falið þér af þeirri al-
úð og samviskusemi sem þér einum
er lagið.
Það er búið að hífa, aflinn frágeng-
inn og þú heldur af stað yfir móðunna
miklu út á hafsjó skýjanna, ánægður
með aflann, árangur lífsins og von-
arblik í augum um enn eina metsöl-
una, vitandi að með Guðs hjálp er allt
mögulegt.
Minning mín um þig mun lifa í
hjarta mínu það sem eftir er og ég
veit að við hittumst aftur áður en
langt um líður.
Sæll að sinni, elsku afi minn.
Eiður Ágúst.
Hvað er það sem dregur hugann
að því að gera sjómennsku að ævi-
starfi. Kviknaði sú hugmynd þegar
tveir litlir bræður stóðu á bryggjunni
í Hafnarfirði og horfðu á eftir föður
sínum sigla áleiðs til Englands á
drekkhlöðnum kolatogara, rúmlega
350 tonna skipi, ljóslausu að leggja á
hafið í síðari heimsstyrjöld? Var það
ævintýraljóminn um hetjuna sem
bauð hættunni byrginn á meðan fjöl-
skyldan beið milli vonar og ótta hvort
skipið skilaði sér heim aftur? Eiður
Jóhannesson var annar þessara
bræðra. Hann byrjaði ungur að
stunda sjó, fyrst sem hjálparkokkur
á Faxa frá Hafnarfirði, kolakyntum
síðutogara, varð fljótlega fullgildur
háseti. Það var ekki auðvelt fyrir
unga menn með tvær hendur tómar
að brjótast til mennta í þá daga, það
var ekkert sældarlíf að stunda sjó á
þessum skipum, vosbúð og kuldi en
ævintýrið heillaði. Eiður kvæntist
ungur og var kominn með fjölskyldu
er hann hóf nám í Stýrimannaskól-
anum, þá rúmlega tvítugur. Það
þurfti kjark og samheldni en það
tókst með ómetanlegri hjálp eigin-
konu og tengdamóður hans. Taka
varð afleysingatúra um jól og alltaf
þegar færi gafst til að hafa það fram
að vorprófi. Þegar námi lauk og
menn komu aftur um borð voru 4–5
prófmenn fyrir á vakt. Það var ekki
auðvelt að fá stýrimannastöðu en
með dugnaði hafðist það. Fljótlega
var honum treyst fyrir yfirmanns-
stöðu og seinna sem skipstjóra lengst
af á togaranum Viðey frá Reykjavík.
Ég átti því láni að fagna að vera
samskipa bróður mínum á Viðey en
ætlaði aðeins að fara einn túr en sá
túr stóð í þrjú ógleymanleg ár. Eiður
var alla tíð farsæll skipstjóri og eign-
aðist trygga og góða vini um borð.
Við bræðurnir áttum margar góðar
samverustundir með fjölskyldum
okkar sérstaklega minnumst við
hjónin veiðiferðar í Heiðavatn við Vík
í Mýrdal og meiri háttar ferðar að
Baulárvallavatni á Snæfellsnesi í svo
dýrðlegu veðri að okkur hjónum
verður ógleymanleg. Eftir að sjó-
mennskuferli hans lauk fjölgaði aftur
samverustundunum og nutum við
þeirra mjög á síðustu árum.
Skyndilega og allt of fljótt er því
lokið. Ég kveð þig, kæri bróðir, með
miklum söknuði. Megi Guð varðveita
þig um alla eilífð.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Kolbrún eftirlifandi eiginkonu
og afkomendum öllum.
Þinn bróðir.
Smári.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
EIÐUR JÓHANNESSON
fv. skipstjóri,
Gullsmára 11,
Kópavogi,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 20. sept-
ember sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ágústa Lúðvíksdóttir,
Lúðvík Eiðsson, Guðríður Ottadóttir,
Eiður Örn Eiðsson, Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir,
Lilja Eiðsdóttir, Kristján Elíasson,
Jóhannes Eiðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁSGEIR ÁSKELSSON
vélstjóri,
Álfabyggð 5,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 1. október.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10. október
kl. 13.30.
Jóhanna Bogadóttir,
Lovísa Ásgeirsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Bogi Ásgeirsson, Margrét Einarsdóttir,
Jóhanna Margrét Ingvarsdóttir, Kristinn Bjarkason,
Jón Einar Guðmundsson,
Birgir Örn Guðmundsson,
Elín Arna Bogadóttir,
Einar Kári Bogason,
Ásgeir Jóhann Kristinsson,
Daníel Ingi Kristinsson.
Elskuleg móðir okkar, amma, tengdamóðir og
systir,
MARTÍNA ERNA SIGFRIDSDÓTTIR,
Hamrabergi 24,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að
morgni fimmtudagsins 3. október.
Jónína G.H. Daníelsdóttir,
Sigurður M. Daníelsson,
Þröstur S. Daníelsson,
Hanna G. Daníelsdóttir,
Kristján G.H. Daníelsson,
Daníel Daníelsson,
Almut Kühl,
Heidi Jedelsky,
tengdabörn og barnabörn.
Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 65,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
miðvikudaginn 2. október.
Magnús Guðjónsson, Svanheiður Ingimundardóttir,
Steingrímur Guðjónsson, Katrín Guðmannsdóttir,
Sigríður Guðjónsdóttir, Sigurður Harðarson,
Ingólfur Sv. Guðjónsson, Jónína E. Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN HÖJGAARD,
Löngubrekku 22,
lést á Landspítalanum föstudaginn 20. sept-
ember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Ragnheiður Hannesdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.