Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hulda Sigurjóns-dóttir fæddist 3. júlí 1919 í Gesthúsum í Hafnarfirði (nú Vesturgata 16). Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. sept- ember síðastliðinn. Hún var elsta barn hjónanna Sigurjóns Einarssonar skip- stjóra, f. 25.1. 1897, d. 3.1. 1968, og Rann- veigar Vigfúsdóttur, f. 5.1. 1898, d. 7.10. 1991. Systkini Huldu eru Vigfús, f. 19.11. 1920, d.1.7. 1983, Bára, f. 20.2. 1922, Sjöfn, f. 8.7. 1923, d. 9.9. 2000, og Einar, f. 2.4. 1930, d. 27.10. 1996. Ellefu ára fluttist Hulda á Aust- urgötu 40 í Hafnarfirði og bjó þar þar til hún giftist Páli Guðjónssyni kaupmanni, f. 8.1. 1918. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Hellukoti, f. 4.9. 1886, d. 18.1. 1972, og Jóhanna Pálsdóttir, f. 20.6. 1893, d. 23.12. 1966. Hulda og Páll giftu sig 26.10. 1940, fyrsta vetrardag, sem nú ber upp á sama dag, og þá hefðu þau því verið gift í 62 ár. Hulda og Páll eiga fjögur börn: 1) Sigurjón, f. 6.8. 1941, kvæntur Þuríði Gunnarsdótt- ur, f. 7.8. 1943, og eiga þau tvo syni, Gunnar og Einar Bjarka. 2) Jóhanna Ingibjörg, f. 30.7. 1943. Fyrrverandi eiginmaður Paul Hansen, f. 26.1. 1936, þau eiga fjögur börn, Huldu Barböru (látin), Pál Eirík, Karl Emil (látinn) og Kristján. Núverandi eiginmaður hennar er Axel Lund, f. 27.7. 1938, þau eiga einn son, Martin. 3) Kjartan, f. 30.11. 1945. Fyrrver- andi eiginkona Björg Karlsdóttir, f. 20.10. 1946, þau eiga þrjár dæt- ur, Guðnýju, Báru og Huldu Krist- ínu. Núverandi eiginkona hans er Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, f. 14.9. 1951. 4) Rannveig, f. 3.9. 1950, gift Sumarliða Guðbjörns- syni, f. 2.2. 1951, þau eiga þrjár dætur, Huldu, Valgerði Dagbjörtu og Lindu Björk. Alls eiga Hulda og Páll átján langömmu/afabörn og eitt langalangömmu/afabarn. Útför Huldu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku tengdamamma, með þessum fáu línum kveð ég þig með söknuði, um leið og ég þakka þér góð kynni. Okkar stundir urðu kannski ekki mjög margar en þær voru góðar. Þegar við Kjartan komum til ykkar Palla þá bauðst þú ævinlega upp á sérrístaup og við sátum og spjölluð- um saman og nutum þess báðar. Þakka þér fyrir þessar góðu stundir, þessum samverustundum gleymi ég ekki og geymi þær í minningunni. Þegar þið Palli og mágkona þín komuð kvöldstund til okkar tæpri viku áður en þú kvaddir, átti ég ekki von á því að þetta yrði síðasta skiptið sem við hittumst í þessu lífi. Þó viss- um við að þú gætir farið hvenær sem væri þar sem þú hafðir oft verið mikið veik undanfarin ár. Þú fórst með þeirri reisn sem hafði einkennt þig í gegnum tíðina. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku tengdapabbi, missir þinn er mikill. Ég bið Guð að gefa þér og börnum þínum styrk til að takast á við sorgina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir Lilja. Að morgni föstudagsins 27. sept- ember síðastliðins lést tengdamóðir mín Hulda Sigurjónsdóttir. Ég kynntist Huldu síðsumars 1969 þegar mér var boðið inn á heimili hennar og Páls tengdaföður míns á Hverfisgötu 56 í Hafnarfirði og síðan þá höfum við verið tengd sterkum fjölskyldubönd- um. Hulda var einstök, glæsileg kona sem bar af hvar sem hún kom. Hún tók á móti mér sem ungum manni með hlýhug. Hún ásamt Páli hafði skapað fallegt heimili fyrir fjölskyld- una, þangað sem gott var að koma. Hulda starfaði sem verslunarkona lengst af og hún var virk í félagsmál- um, sem hún sinnti af miklum áhuga og einlægni. Áhugi á slysavarnamál- um var henni í blóð borinn, enda voru foreldrar hennar, þau Rannveig Vig- fúsdóttir og Sigurjón Einarsson, bæði í framvarðasveitum Slysavarna- félags Íslands á árum áður og því var ekki að undra þótt Hulda gegndi for- mannsstöðu í Slysavarnadeildinni Hraunprýði í Hafnarfirði til margra ára. Hún var um tíma varaforseti Slysavarnafélags Íslands og sat þar í stjórn í nokkur ár. Hulda var hug- sjónamanneskja á þessu sviði eins og í svo mörgu öðru sem við kemur mannlegum samskiptum. Hún var einnig virk í bæjarstjórnarmálum í Hafnarfirði og hafði mikinn áhuga á velferð bæjarins og þá sérstaklega fjölskyldumálum og umferðaröryggi. Mér eru minnisstæðar þær stundir þegar við sátum saman og ræddum bæjarmálefni eða slysavarnamál, það voru oft fjörugar umræður. Hulda var málefnaleg og greind kona sem gott var að eiga sem tengdamóður. Hún var sérstaklega góð amma og dætur mínar unnu ömmu sinni af öllu hjarta, þar var ekkert kynslóðabil. Þær voru meira vinkonur en ömmu- börn og gátu setið og rætt við hana um öll þau mál sem unglinga snertir og komu aldrei að tómum kofunum. Síðustu tíu árin bjuggu þau Hulda og Páll í Miðvangi 16 hér í bæ og fór vel um þau, en þá voru veikindi henn- ar farin að segja til sín þótt hún léti aldrei deigan síga. Þar sem við hjónin bjuggum í sama húsi var að sjálf- sögðu mikill samgangur og nú þegar horft er til baka þá er mikið að þakka því við slíkar aðstæður fengum við að njóta mikilla samvista við þau hjón og erum við forlögunum þakklát. Það er mikill sjónarsviptir að þess- ari einstæðu konu en hún skilur eftir sig svo margar góðar minningar sem ekki er hægt að rifja upp hér en ylja mér nú á þessari kveðjustund. Frá því í mars síðastliðnum dvaldi Hulda á hjúkrunardeild 4b á Hrafn- istu í Hafnarfirði og naut þar mjög góðrar umhyggju og hjúkrunar. Hún hafði oft orð á því hversu góð dvölin væri á Hrafnistu og ekki síst eftir að þau hjónin fengu að vera þar saman við góðan aðbúnað síðustu mánuðina. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman og mun minnast þín með þakklæti og virðingu. Sumarliði Guðbjörnsson. Elsku Hulda amma. Nú er komið að þinni hinstu hvíld. Okkur langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt okkur. Engin okkar væri hálf sú manneskja sem við erum í dag ef það væri ekki fyrir þig, lífsgleði þína og útgeislun sem þú berð alltaf með þér. Þú varst alltaf vinamörg og trú þeim sem þú áttir að, gafst svo mörg- um styrk í erfiðleikum og gladdist með þeim á gleðistundum. Þótt við höfum allar stundum glott út í annað munnvikið, þegar þú varst að kenna okkur góða og kurteisa framkomu, erum við þér óendanlega þakklátar. Á stundu sem þessari get- um við ekki annað en þakkað guði fyrir að eiga ömmu eins og þig. Þegar við systurnar rennum yfir stundir okkar með þér vitum við að þú verður alltaf hjá okkur og passar okkur. Minningar okkar um þig munu ávallt lifa og dafna í hugum okkar og í frá- sögnum til barnabarna þinna. Ást þín og afa er fyrirmynd sem á margskilið að lifa áfram, fáir hafa getað það sem þið gátuð, fegurri og hreinni ást er ekki auðfundin. Okkur langar að þakka þér elsku amma, þér eigum við svo margt að unna. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þetta er ein af þeim fjölmörgu bænum sem þú kenndir okkur og mun alltaf eiga sérstakan stað hjá okkur. Þínar Linda Björk, Valgerður og Hulda. Nú hallar að hausti, vetur nálgast, sumri hallar lauf falla. Grenitrén standa eftir sígræn og minna okkur á líf. Mannlífið er laufblað, á vorin myndast brumhnappar sem springa út og breytast í laufblöð, að hausti er tíma þeirra lokið. Hulda er fallin af tré lífsins og greinin orðin auð. Bernskuheimili Huldu, sjómanns- heimilið, líf sjómannsfjölskyldunnar var háð náttúruöflunum. Ekki náðu allir bátar landi á þessum árum, ekki skiluðu allir fjölskyldufeður sér í höfn. Hulda var mikil pabbastelpa. Hún tók snemma að gæta yngri systkinanna og bar mikla umhyggju fyrir þeim. Í foreldrahúsum Huldu voru höfð mikil afskipti af félagsmál- um og snemma beygðist krókurinn. Hulda var mjög virk í Slysavarna- félaginu Hraunprýði. Hún sat lengi í stjórn þess bæði sem meðstjórnandi og formaður. Varaforseti Slysavarna- félags Íslands var hún um nokkurra ára skeið. Þessum trúnaðarstörfum sinnti hún af trúmennsku og alúð. Ég man fyrst eftir mér á heimili Huldu og Palla á Kirkjuvegi. Sást hve vel hún sinnti húsmóðurhlutverkinu. Hver hlutur á sínum stað og allt tand- urhreint. Gestrisin fram úr hófi. Þrátt fyrir langan vinnudag í Palla- búð tók við stór ungahópur er heim var komið. Eftir að þau hjónin fluttu á Hverfisgötu var samgangur meiri á milli fjölskyldna á Austurgötunni og Hverfisgötunni. Í yfir tuttugu ár starfaði Hulda hjá systur sinni í versluninni ,,Hjá Báru“. Hvern dag á leið til vinnu kom hún við á Austurgötunni til að heimsækja móður sína og mágkonu, Hulda rækt- aði fjölskylduböndin af stakri ást og umhyggju. Pál og börnin og barna- börnin vafði hún sínum hlýju örmum eiginkonu móður, ömmu og lang- ömmu. Nú hallar haustsins dögum hrímhvítur verður sær. Sumarið senn á förum siglir út yfir sæ. Lauf sem falla að foldu, eru fleiri í dag en gær. Maður er borinn að moldu, – meistarinn um sárin grær. Í gegnum laufakransinn stendur hið helga tré, sem lýsir og leiðir veginn og veitir oss lífsins yl. (Svig.) Sigurjón Vigfússon. Kveðja frá slysavarnadeildinni Hraunprýði í Hafnarfirði Hafnarfjörður er mikill útgerðar- bær og þar var ein af fyrstu kvenna- deildum Slysavarnafélags Íslands stofnuð 7. desember 1930. Starfsemin í Hafnarfirði varð strax mjög öflug og þær eru ómældar fjárhæðirnar sem þessi félagsskapur hefur safnað og lagt til slysavarna og björgunarstarf- semi í áranna rás, bæði til heildar- samtakanna og til stuðnings góðum málum heima í Hafnarfirði. Það er göfugt málefni að starfa í slysavarnadeild, en Hraunprýði er einnig afar lifandi og skemmtilegur félagsskapur. Hulda Sigurjónsdóttir var þar líf og sál í fjöldamörg ár. Hún starfaði raunar innan Hraunprýði allt frá því hún var barn að aldri, en for- eldrar hennar voru í hópi stofnenda Slysavarnafélagsins, og 16 ára að aldri varð hún formaður sérstakrar unglingadeildar innan Slysavarna- félags Íslands í Hafnarfirði, sem stofnuð var að tilstuðlan Hraunprýði, og sat fyrst sem slík landsþing hjá heildarsamtökunum. Hún tók við for- mennsku í Hraunprýði árið 1969 og sat á formannsstóli í 19 ár og var í hópi heiðursfélaga deildarinnar. Hugsjón hefur alltaf knúið áfram HULDA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Kristjana Alex-andersdóttir fæddist í Neðri-Mið- vík í Aðalvík 31. maí 1923. Hún lést á Landakotsspítala hinn 28. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Alex- ander Halldórsson, bóndi í Neðri-Mið- vík, f. 5. janúar 1880, d. 13. október 1959, og kona hans Jóna Georgína Bjarna- dóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1893, d. 21. febrúar 1933. Systkini Kristjönu og afkomendur þeirra eru: 1) Gróa, f. 25. júlí 1924, d. 19. september síðastliðinn, m. Gísli Hilmar Hansen, f. 2. júní Einnig átti Kristjana tvö systkini er dóu á unga aldri. Er móðir Kristjönu lést árið 1933 urðu faðir hennar og bróðir, Halldór, eftir í Neðri-Miðvík og neyddist faðir hennar til að setja tvö börn sín í fóstur til frændfólks. Þá var Kristjana aðeins tíu ára gömul. Er Kristjana var 16 ára fór hún í vist til Ísafjarðar, Björnsbúð. Kristjana lauk almennu barna- skólanámi og stundaði nám við húsmæðraskólann á Ísafirði. Hún fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og bjó með föður sínum og Hall- dóri bróður sínum. Kristjana vann hin ýmsu störf á sínum starfsferli, m.a. í Farsóttahúsinu hjá Maríu Maack, saumastofu hjá Andrési klæðskera, á síldarvertíð á Siglu- firði, veitingahúsinu Múlakaffi, Borgarspítalanum og frystihúsinu Kirkjusandi. Kristjana bjó síðustu ár í Logalandi í Reykjavík. Útför Kristjönu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1927, d. 28. ágúst 1969. Þeirra börn eru: Alexander Björn, f. 2. september 1963; og Gunnar Hilmar, f. 20. desember 1966, maki: Gyða Traustadóttir, f. 17. desember 1965. 2) Halldór Alexander, f. 19. nóvember 1927, d. 14. júlí 1986, m. Eygló Guðjónsdóttir, f. 12. febrúar 1935. Börn þeirra eru: Sigríður, f. 28. nóvember 1963; Jóna Kristjana, f. 2. desember 1966; Hrafnhildur, f. 26. september 1969; Sólveig, f. 20. mars 1971. Grétar Örn Magnús- son, f. 29. maí 1961 (sonur Eygló- ar). 3) Magnús, f. 27. janúar 1930. Elsku Jana, við munum ávallt varð- veita þær dýrmætu stundir er við átt- um saman. Þú varst órjúfanlegur hluti af tilveru okkar og munt ávallt vera. Jana var sterkur og litríkur per- sónuleiki sem eftir var tekið. Hún var alltaf mjög góð við okkur systurnar, sem hún kallaði „drottningarnar“, og bar hag okkar alltaf fyrir brjósti. Hún sagði okkur ófáar sögurnar í okkar barnæsku og gæddi persónurnar lífi. Einstök kímnigáfa og skarpar og hnitmiðaðar athugasemdir hennar Jönu eru efni í nokkra bókaflokka og alltaf veltist maður um af hlátri. Jana var listræn og hugmyndarík og málaði hún meðal annars olíumál- verk. Jana var ávallt mjög trúuð og trúði jafnframt á hið góða í lífinu. Hún var barngóð, hjartahlý, trygglynd, frændrækin, hrókur alls fagnaðar og mátti ekkert aumt sjá. Ófá skiptin kíkti hún í bolla fyrir ættingja og vini og var mjög vinsæl í þeim efnum sem og öðrum. Æskustöðvar Jönu voru ávallt efst í huga hennar, en henni var afar annt um þær og sagði hún okkur ófáar sögur þaðan. Jana var afar ósérhlífin og kapp- söm í vinnu. Stjórnmálaskoðanir hennar voru ávallt fastmótaðar og urðu því ófáar kappræður á milli hennar og viðmælandans. Sjálfstæði var hennar hjartans mál og henni fannst að allir væru ábyrgir fyrir sínu eigin lífi. Jana ferðaðist víða um heiminn og á þeim tíma er það tíðkaðist ekki. Hún ferðaðist einnig um hálendið og var mjög annt um hina óspilltu náttúru Íslands. Jana var skarpgreind, óeigingjörn og stolt kona er bar höfuðið hátt og hélt sínum andlega styrk, þrátt fyrir erfiðleika og veikindi í lífi sínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæra frænka og mágkona, við minnumst þín með söknuði, þökk, ást og virðingu. Eygló, Sigríður, Jóna Krist- jana, Hrafnhildur og Sólveig. Jana frænka eins og hún var alltaf kölluð er nú farin í sína hinstu ferð. Jana var hinn eini sanni Horn- strendingur. Hún var níu ára þegar móðir hennar lést og leystist þá heim- ilið upp að nokkru leyti og við tók ábyrgð Jönu við heimilisrekstur og uppeldi Halldórs bróður hennar. Jana er okkur systkinunum ógleymanleg frænka. Það var ekki alltaf auðvelt að fá barnapössun fyrir fjögur börn sem voru öll sitt á hverju árinu. Jana lét það nú ekki á sig fá og kom í ófá skiptin og passaði okkur krakkana. Þær stundir verða öllum gullmolar sem við gleymum ekki. Hún var nefnilega til í allt. Hún var einstaklega listræn, málaði myndir og sagði sögur. Fyrir nokkrum árum dró hún úr veski sínu gamla mynd sem hún teiknaði fyrir 35 árum um salt- kisu, sögu sem hún annað hvort skáldaði eða setti í ævintýrabúning. Teikningin var á gömlu umslagi teiknuð með brúnum augnabrúna- blýanti. Ekki þarf alltaf dýran og fín- an pappír til að úr verði ævintýri. Jana kunni að leika sér við krakka og brá sér í öll þau líki sem okkur datt í hug, hún var kúreki, indíani, dýr og hvaðeina sem hugmyndaflugið náði að fanga. Svona gat hún ólmast heilu og hálfu tímana án þess að blása úr nös. Hún fór í ófá skiptin með allan skarann í Grasagarðinn í Laugardal og rölti síðan um dalinn og sagði okk- ur sögu kvennanna við þvottalaug- arnar. Jana var ekki auðug af verald- legum gæðum en því mun meira hafði hún upp á að bjóða af hjartagæsku og góðu skapi. Hún tók stundum hlát- ursrokur og sló á lær sér svo undir tók. Ógleymanlegar eru líka heim- sóknir hennar á jólunum með jóla- pakka og innihaldið var sælgæti í KRISTJANA ALEX- ANDERSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.