Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 49 ?GæðiáNettov e rð i. .. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 AÐ GLÆSILEGU DÖNSKU VISSIR ÞÚ fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar! I N N R É T T I N G A R N A R OG FULLKOMNU ÍTÖLSKU E L D U N A R T Æ K I N Bridsfélag Hreyfils Annað kvöldið í þriggja kvölda hausttvímenningi fór fram sl. mánu- dagskvöld og þá skoruðu eftirtalin pör mest í N/S: Daníel Halldórss. - Guðlaugur Sveinss. 262 Skafti Björnss. - Jón Sigtryggsson 254 Eiður Gunnlaugss. - Jón Ingþórss. 235 A/V: Sigurjón Tryggvason - Hjálmar Pálss. 272 Björn Árnason - Sigurður Steingrss. 246 Birgir Kjartanss. - Árni Kristjánss. 243 Meðalskor var 216. Síðasta um- ferðin verður spiluð nk. mánudags- kvöld í Hreyfilshúsinu og hefst keppnin kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Félagið hóf starfsemi sína 23. sept. með látum. Spilaður var upp- hitunartvímenningur með þátttöku 10 para. Miðlungur var 108. Úrslit urðu þessi: Jón Jónss.-Eiríkur Helgas. 142 Guðm. Sigurbjörnss.-Rafn Gunnarss. 121 Þorst. Ásgeirss.-Hákon V. Sigmundss. 121 30. sept. var spilaður tvímenning- ur. 9 pör mættu til leiks og var miðl- ungur 72. Úrslit urðu eftirfarandi: Tryggvi Guðm.-Grzegorz Maniakowski 93 Jón Kr. Arngrímss.-Jón A. Helgas. 84 Kristján Þorsteinss.-Hákon V. Sigm.ss. 82 Mánudaginn 7. okt. hefst svo 3ja kvölda Samherja-tvímenningur. Eins og venjulega eru allir vel- komnir. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 30. sept. sl. var spil- aður 1 kvölds tvímenningur, Mitch- ell. Meðalskor 216 stig. Röð efstu para. NS: Jón G. Jónsson – Friðjón Margeirsson 27 Dagmar Arnard. – Valgerður Kristjónsd. 26 Hanna Friðriksd. – Þórdís Þormóðsd. 22 Besta skor í AV: Guðjón Sigurjónsson – Helgi Bogason 27 Jón S. Ingólfsson – Jens Jensson 25 Ólafur A. Jónss. – Vilhjálmur Sigurðss. jr. 23 Við höfðum auglýst að við færum af stað með Barómeter-tvímenning 3–5 kvölda hinn 30. sept. sl. en þátt- taka var ekki nægjanleg, svo við frestum því þar til mánudaginn 7. okt. nk. Þá verður reynt aftur að fara af stað með Barómeterinn. Skráning á spilastað, Síðumúla 37, ef mætt er stundvíslega kl. 19.30 á mánudaginn 7. okt. nk. Öllum er heimil þátttaka. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Aðalfundur BS var haldinn 25. sept. sl. Í stjórn voru kosnir: Garð- ar Garðarsson formaður, Kristján M. Gunnarsson gjaldkeri, Ólafur Steinason ritari, Gunnar Þórðarson varaformaður, Björn Snorrason meðstjórnandi og Brynjólfur Gestsson meðstjórnandi. Eftir fundinn var spiluð 3 sveita hraðsveitakeppni og fóru leikar þannig: Kristján, Helgi, Gísli, Brynjólfur og Guðmundur 36 Guðjón, Höskuldur, Ólafur og Hörður 31 Þórður, Grímur, Björn og Garðar 23 Dagskrá félagsins fram að ára- mótum verður sem hér segir: 3. okt.: Eins kvölds tvímenningur 10., 17. og 24. okt.: Tvímenningur spilaður í sveitum. Dregið verður í nýjar sveitir á hverju kvöldi og keppnin reiknuð út í pörum. 31. okt., 7. og 14. nóv.: Suður- garðstvímenningur 21., 28. nóv og 5. des.: Hrað- sveitakeppni. Pörum verður raðað í sveitir, til að mynda sem jafnastar sveitir að styrkleika. 12. og 19. des.: Tveggja kvölda jólaeinmenningur. Mætum nú öll vel í spilamennsk- una í vetur. Bridsfélag Akureyrar Fyrsta tvímenningsmót vetrarins, Startmótið, hófst þriðjudaginn 24. september. Þegar fyrra kvöldi af tveimur er lokið er staða efstu manna þannig: Frímann Stefánsson – Páll Þórsson Pétur Guðjónsson – Anton Haraldsson Jónas Róbertsson – Sveinn Pálsson Spilað er á þriðjudagskvöldum. Einnig eru spiluð eins kvölds tví- menningsmót á sunnudögum í Hamri. Næstu mót Mótaskrá Bridssambandsins er komin út og er með hefðbundnum hætti. Íslandsmótið í einmenningi er næsti stórviðburðurinn en það verð- ur spilað 18.–19. október og í beinu framhaldi af því eða 20. okt. verður ársþing BSÍ. Íslandsmót kvenna í tvímenningi verður 9.–10. nóvember og landství- menningur spilaður 15. nóvember. Íslandsmót eldri og yngri spilara verður 16.–17. nóvember og Íslands- mót í parasveitakeppni helgina eftir eða 23.–24. nóv. Af öðrum mótum má nefna Norð- urlandsmótið í sveitakeppni sem fram fer á Akureyri 2.–3. nóvember. Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 22 pör þriðjudaginn 24. sept. og spilaður var Michell-tví- menningur að venju. Lokastaða efstu para í N/S: Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 264 Helgi Björnss. – Þórður Sigfússon 258 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 250 Hæsta skorin í A/V: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 270 Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 253 Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 231 Sl. föstudag mættu 25 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 368 Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnss. 352 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 350 Hæsta skor í A/V: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 422 Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 370 Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 346 Sem sagt sömu sigurvegarar í báðum riðlum báða dagana. Meðal- skorin á þriðjudag var 216 en 312 á föstudag. FYRIR örfáum árum tók eg und- irritaður á leigu pósthólf hjá þeirri ágætu stofnun Pósti og síma í gamla pósthúsinu í miðbæ Reykja- víkur. Þetta var á þeim tíma sem einkavæðing var byrjuð að tröllríða húsum í hinum vestræna heimi og ekki síst á Íslandi þar sem stjórn- völd leggja sig sérstaklega fram að gera þá sem ríkir eru enn ríkari á kostnað okkar hinna. Það var nú með leigukjörin á þessu litla pósthólfi sem vart telst vera nema örfáir þverþumlungar að stærð, að þau voru ákveðin 900 kr. á ári. Eftir að stofnunin Póstur og sími var klofin í herðar niður og skipt niður í tvö aðskilin fyrirtæki, ákváðu þeir háu herrar hjá Íslands- pósti sem yfirtóku alla póstþjón- ustu á Íslandi, sjálfsagt í hagræð- ingarskyni, að hækka ársleiguna á pósthólfum úr 900 krónum í 2.800 nú í ársbyrjun. Þetta er hækkun upp á meira en 200% á tímum rauðra strika og sjálfsagt annarra strika í öðrum litum. Mér finnst þeir háu herrar sem nú ráða ríkjum í þessu fyrrum opinbera fyrirtæki, vera á góðri leið að breyta þessari gömlu þjónustustofnun í ræningja- bæli eins og nú mun vera tíundað. Í gærdag átti eg leið fram hjá pósthúsinu við Pósthússtræti og sótti það sem borist hafði í hólfið góða. Ekki var þar margt bréfa, einungis eitt umslag frá rukkunar- fyrirtæki úti í bæ, sem því skrítna nafni og skrifast með litlum stöfum og nefnist intrum justitia inkasso. Mér datt fyrst í hug hvort einhverj- ir ítalskir mafíósar væru að rita mér bréf og hugðist fleygja þessu tilskrifi ólesnu. Svo lítt mikilvæg persóna sem eg er, get vart hafa vakið athygli umdeildra athafna- manna úti í hinum stóra og marg- slungna heimi enda sem íslenskur alþýðumaður hef eg engan áhuga fyrir einhverjum slíkum samskipt- um. Þar sem eg hafði ekkert meðferð- is í pússi mínu til að lesa að bíða eft- ir strætisvagninum, lýk eg upp bréfi þessu. Í ljós kemur að þarna er verið að rukka mig ekki aðeins um þessar 2.800 krónur fyrir not af pósthólfinu númer 97, heldur eru krafðir dráttarvextir allt aftur til dagsetningar reikningsins sem er 15.3. 2002 auk kostnaðar og ítrek- unargjalds, samtals kr. 4.733. Einu sinni var sagt á Alþingi: Dýr myndi Hafliði allur og má taka undir þau orð. Með bréfi þessu er eftirfarandi texti: Við höfum verið beðin um að minna þig á skuld, sem er í van- skilum. Þjónusta okkar felst meðal annars í því að minna fólk og fyr- irtæki á skuldbindingar sínar áður en þær eru sendar í lögfræðiinn- heimtu. Ekkert nafn, hvorki undirskrift eins né neins einungis með stöðl- uðum texta: Með góðri kveðju Inn- heimtudeild Intrum á Íslandi. Allt og sumt! Samtíð okkar ein- kennist nú af ópersónulegum sál- arlausum samskiptum þegnanna, þar sem höfð er í fyrirrúmi gegnd- arlaus auðsöfnun, allt í þágu græðginnar og skyndigróðans. Mér satt best að segja ofbýður svona vinnubrögð sem minna helst á að við einkavæðingu Pósts og síma hafi þessu opinbera fyrirtæki verið breytt í ræningjabæli. Eg veit ekki hvort það hafi verið tilgangur stjórnvalda á sínum tíma en ef svo er, þá þarf að koma á breytingu í næstu þingkosningum að vori. Svona vinnubrögð sem hér að of- an er lýst, eru fyrir neðan allt gott velsæmi og ýmislegt við að athuga: 1. Skilmálum með pósthólfi þessu hefur verið breytt einhliða og ekki hefur verið hirt um að til- kynna það hvorki mér né öðrum svo eg viti. 2. Einungis er sendur gíróseðill sem í þessu tilfelli hefur annað- hvort misfarist eða gleymt að greiða innan þess tíma sem ráða- mönnum Íslandspósts hentar. 3. Augljóst er að krafan er þegar komin í innheimtu hjá þessu lög- fræðifyrirtæki þó svo að annað sé gefið í skyn. Undir venjulegum kringumstæð- um hefði verið eðlilegt hjá fyrirtæki þessu að gefa viðskiptavinum sín- um einhvern sanngjarnan umþótt- unartíma, t.d. hvort þeir sættu sig við þessa miklu hækkun og ef ekki, að gefa viðskiptavinum sínum tæki- færi að segja leigunni upp með ein- hverjum sanngjörnum fyrirvara. Þetta er ekki gert heldur er aðferð- um beitt sem minnir einna mest á rukkunaraðferðir undirheimana og stundum má lesa um í blöðum. Það er miður að virt ríkisstofnun lendir í höndunum á mönnum sem leggja meiri áherslu á skjótfenginn gróða en að veita góða þjónustu á sann- gjörnu verði. Þessi vinnubrögð sem hér er lýst, eru Íslandspósti ekki til framdrátt- ar og væri mjög æskilegt að Neyt- endasamtökin tækju svona mál til skoðunar. Mætti biðja aftur um gamla góða Póst og síma. Þó svo að sú stofnun hefði ekki verið með öllu gallalaus, þá var hún ágæt á sinn hátt og ekki hefur betra tekið við með þessari endemis einkavæð- ingu. Hér verður numið staðar að segja frá viðskiptum mínum við þetta fyrirtæki, Íslandspóst hf., en eg held eg hugsi mig um tvisvar áð- ur en eg ákveð að kaupa þjónustu af því hér eftir. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, Mos. Opið bréf til Íslandspósts hf. Frá Guðjóni Jenssyni: Í GREIN þinni í Morgunblaðinu 14. sept. lýsir þú, Gunnar I. Birg- isson formaður bæjarstjórnar Kópavogs, eftir „samstilltum hópi sem hrópaði á torgum“ og mótmæl- ir skipulagstillögum Kópavogsbæj- ar við Elliðavatn. Þú spyrð hvers vegna ekkert heyrist í honum nú þegar Reykjavíkurborg auglýsir nýtt deiliskipulag á Norðlingaholti. Þar sem þú vitnar í orðalag íbúa á Kópavogslandi við Elliðavatn á sín- um tíma, hlýtur þessi hópur að vera íbúasamtökin „Sveit í borg“. Það er rétt, við börðumst gegn því að farið yrði ógætilega að nátt- úru og umhverfi Elliðavatns og undir málstað okkar tóku á sínum tíma 11.000 einstaklingar sem studdu sjónarmið okkar með undir- skriftum sínum. Við erum enn mjög ósátt þegar yfirvöld í Kópa- vogi halda því fram að töluvert til- lit hafi verið tekið til mótmæla og athugasemda. Við erum ekki síst ósátt þegar yfirvöld Kópavogsbæj- ar fullyrða að allt skipulagsferlið hafi farið vel fram í samráði við íbúa. Skipulagi byggðar milli Vatnsendavegar og Elliðavatns var sáralítið breytt – þ.e. „milli vatns og vegar“ og F-reitur, sem verður ein þéttasta þúfan við vatnið. At- hafnasvæði Vatnsendans breyttist ekkert þrátt fyrir vel rökstuddar athugasemdir. Á þeim svæðum verður byggð mikil og þétt eins og upphaflega var ráðgert. Hvað hef- ur þá áunnist? Jú, á svokölluðu norðursvæði, vestan við Vatnsenda- veginn, verður byggð sæmilega dreifð og skipulagsferlið hefur ver- ið opnara gagnvart íbúum - nær því að vera í samræmi við Stað- ardagskrá 21, sem Kópavogsbær hefur einhverra hluta vegna dregið að samþykkja. En við fögnum því, Gunnar, að nú skulir þú taka upp hanskann fyrir náttúruna og ráðast til atlögu gegn því að farið sé offari í upp- byggingu svæðisins við Elliðavatn. Við erum eins og þú búin að kynna okkur deiliskipulagstillögur Reykjavíkurborgar fyrir Norð- lingaholtið og höfum sent inn at- hugasemdir. Við erum uggandi um að þessi nýja byggð muni bera El- liðavatn, umhverfi þess og vatna- svið Elliðaánna ofurliði. Hún verð- ur enn þéttari, hærri og nær viðkvæmu vatni en byggðin Kópa- vogsmegin. Hverfasamtökin „Sveit í borg“ gera m.a. athugasemdir við þétta byggð og há fjölbýlishús nærri bökkum Elliðavatns, við bensín- stöðvar á sprungusvæði á jaðri vatnsverndarsvæðis og við háa byggð á bökkum Bugðu. En Kópa- vogsbær hyggst breyta upphafleg- um farvegi Bugðu í lifandi vatns- farveg og verður hún hluti af vatnasvæði Elliðaánna. Of lítið samráð virðist hafa verið milli Reykjavíkur og Kópavogs um sett- jarnirnar, sem gera á beggja vegna „hreppamarka“. Mjög lítið rými er ætlað fyrir þá útivist sem er stunduð við Elliða- vatn og erfitt er að ímynda sér að t.d. svo náin sambúð hestaumferð- ar og íbúðarbyggðar muni ganga snurðulaust fyrir sig. Skipulag á Vatnsenda hefur ver- ið kynnt í smáskömmtum og þar með eru minni líkur á að almenn- ingur átti sig á heildarmyndinni. Við hvetjum íbúa höfuðborgar- svæðisins til að kynna sér framtíð- arskipulag á landi Reykjavíkur og Kópavogs við Elliðavatn, þar sem myndin er nú að skýrast. Ellefu þúsund manns á höfuð- borgarsvæðinu mótmæltu fyrir tveimur árum þéttri, háreistri byggð við Elliðavatn og komu þar með þeim skilaboðum til yfirvalda að þeim bæri að vanda sig við skipulag þessa svæðis. Við biðjum ykkur, sem valdið hafa í Reykjavík og Kópavogi, að virða óskir þessa hóps. Staðardagskrá 21 hefur verið samþykkt af Reykjavíkurborg, sem ætlar samkvæmt henni m.a. að „vinna að stofnun fólkvangs og friðlýsingu, á 100–250 m svæði um- hverfis ... vatnasvæði Elliðavatns“. Er ekki betra að fara eftir eigin samþykktum, Reykjavíkurborg? Ekki fórna þessari útivistar- perlu! Fyrir hönd stjórnar hverfa- samtaka Vatnsenda „Sveit í borg“, KOLBRÚN KÓPSDÓTTIR RUT KRISTINSDÓTTIR SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR STEINUNN JÓNSDÓTTIR. Gunnar Birgisson og Elliðavatnið Frá stjórn hverfasamtaka Vatnsenda, „Sveit í borg“: Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.