Morgunblaðið - 04.10.2002, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 51
DAGBÓK
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú getur lífgað upp á um-
hverfið með þinni hrífandi
framkomu. Þú ert lífsglaður
og hefur áhrif á marga í
kringum þig. Öðrum finnst
þú skemmtilegur og áhuga-
verður. Árið verður hag-
stætt því þú munt læra að
meta hluti upp á nýtt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einhver getur gefið þér góð
ráð varðandi fjárhagslega
framtíð þína. Leyfðu öðrum
að bera byrðarnar með þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vertu viðbúinn því að eitt og
annað komi upp á í dag og
trufli áætlanir þínar. Það þýð-
ir ekkert annað en vera harð-
ur og segja fólki hreint út eins
og er.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Stundum er ferð án fyrirheits
það sem sálin þarfnast. Veltu
frekar vandamálunum fyrir
þér og flýttu þér hægt í leit að
lausn þeirra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Leyfðu engum að setja þér
stólinn fyrir dyrnar eða sýna
þér frekju á nokkurn hátt.
Þetta mun veitast þér furðu
létt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reyndu ekki að skjóta þér á
bak við loðnar upplýsingar.
Einhver ágreiningur gæti
komið upp varðandi heimilis-
þrifin.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú þarft að fást við þýðingar-
mikið mál í dag. Það er betra
að líta á björtu hliðarnar en
vera sífellt að ergja sig út af
einhverju.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú gætir hitt einhvern á
óvæntum vettvangi sem verð-
ur vinur þinn eða jafnvel nán-
ari. Ferðaáætlanir með nán-
um vini hljóma vel.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú mátt eiga von á því að hitta
gamlan vin í dag. Hristu af þér
slenið. Það þarf engin ósköp
til þess að gera þær breyting-
ar sem nauðsynlegar eru.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Vitneskjan er það atriði sem
nú skiptir sköpum um flesta ef
ekki alla hluti. Nýttu hana til
hollra hluta, sem bæði gefa
þér ánægju og auka á hreysti
þína.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þær aðstæður koma upp að
þú neyðist til þess að segja
hvar í flokki þú stendur.
Gerðu það sem þú þarft að
gera og leiddu annað hjá þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er aldrei of seint að bæta
við menntun sína og til þess
eru ótal möguleikar. Hikaðu
ekki við að leita hjálpar hjá
vinum þínum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Stundum erum við ósköp
varnarlaus gagnvart umheim-
inum en þá er björgin fólgin í
því að finna sér haldreipi í sín-
um innri manni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 4. októ-
ber, er sjötugur Hermann G.
Hermannsson, verkstjóri í
flugþjónustudeild slökkvi-
liðsins á Keflavíkurflug-
velli. Eiginkona hans er Erla
M. Magnúsdóttir. Þau taka á
móti ættingjum og vinum í
Stjörnuheimilinu í Garðabæ
í dag milli kl. 18–21.
80 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag-
inn 7. október, er áttræð
Unnur Ragna Benedikts-
dóttir, Sigtúni 45, Reykja-
vík. Eiginmaður hennar var
Jón Valgeir Guðmundsson.
Hún verður, ásamt fjöl-
skyldu sinni, að heiman á af-
mælisdaginn.
LJÓÐABROT
Á RAUÐSGILI
Enn ég um Fellaflóann geng,
finn eins og titring í gömlum streng,
hugann grunar hjá grassins rót
gamalt spor eftir lítinn fót.
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drjúpir hin vota engjarós.
Löngum í æsku ég undi við
angandi hvamminn og gilsins nið,
ómur af fossum og flugastraum
fléttaðist síðan við hvern minn draum.
– – –
Jón Helgason
1. c4 g6 2. Rc3 Bg7 3. g3
Rf6 4. Bg2 0–0 5. d3 d6 6.
Rf3 e5 7. Hb1 a5 8. a3 Rc6
9. b4 axb4 10. axb4 h6 11.
0–0 Be6 12. b5 Re7 13. Bd2
Rd7 14. Dc1 g5 15. h4 f6
16. hxg5 hxg5 17. Re4 Hb8
18. Ha1 b6 19. Ha7 Rc8 20.
Ha3 Re7 21. Dc2 g4 22.
Rh4 Rc5 23. Rc3 De8 24.
Ha7 Hc8 25. Be3 f5 26.
Bxc5 dxc5 27. Bb7 Bf6 28.
Bxc8 Rxc8 29.
Hxc7 Bxh4 30.
gxh4 Dd8 31.
Hxc8 Bxc8 32.
Kg2 f4 33. Hh1
Bb7+ 34. f3 Kh8
35. Re4 gxf3+
36. exf3 Bxe4 37.
fxe4 Dd4 38. Kf1
Staðan kom
upp í keppni
heimsins gegn
Rússlandi sem
lauk fyrir
skömmu í
Moskvu. Hinn 15
ára Teimour
Radjabov (2.618)
hafði svart gegn Evgeny
Bareev (2.726). 38... Da1+!
og hvítur gafst upp enda
verður hann hróki undir
eftir 39. Kg2 f3+ 40. Kh2
Dxh1+! 41. Kxh1 f2. Fyrri
hluti deildakeppni Skák-
sambands Íslands hefst kl.
20.00 í dag, 4. október, í
húsakynnum Bifreiða og
landbúnaðarvéla, Grjóthálsi
1. Búist er við að herskari
sterkra erlendra stórmeist-
ara tefli fyrir Skákfélag
Hróksins og verður spenn-
andi að sjá hvernig öðrum
liðum tekst að glíma við þá.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 4. októ-
ber, er sjötugur Ólafur O.
Sveinbjörnsson húsasmíða-
meistari, fyrrum móttöku-
stjóri skrifstofu forstjóra
hjá Orkuveitu Reykjavíkur,
Álfhólsvegi 85, Kópavogi.
Ólafur tekur á móti gestum
á afmælisdeginum í safnað-
arheimili Krossins, Hlíða-
smára 5–7, Kópavogi, milli
kl. 19 og 22.
HUGRENNINGAR sagn-
hafa í þremur gröndum snú-
ast að mestu um drottn-
inguna í tígli. Taktu þér sæti
í suður:
Norður gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ 43
♥ ÁKD
♦ ÁG10
♣ÁG1032
Suður
♠ Á65
♥ G102
♦ K9876
♣54
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 lauf 1 spaði 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Vestur kemur út með
spaðatvist, þriðja hæsta í lit
makkers. Hver er áætlunin?
Fjórir tígulslagir duga í
níu, svo það er í sjálfu sér í
lagi að gefa vestri slag á
tíguldrottningu þegar búið
er að dúkka spaðann tvisvar.
En vandinn er stíflan í litn-
um, sem skapar hættu þeg-
ar austur er með drottn-
inguna. Til dæmis ef legan
er svona:
Norður
♠ 43
♥ ÁKD
♦ ÁG10
♣ÁG1032
Vestur Austur
♠ 1072 ♠ KDG98
♥ 9765 ♥ 843
♦ 543 ♦ D2
♣987 ♣KD6
Suður
♠ Á65
♥ G102
♦ K9876
♣54
Segjum að sagnhafi gefi
tvo fyrstu spaðaslagina og
fái þann þriðja á ásinn.
Hann spilar svo tígulás og
tígli með því hugarfari að
svína yfir til vesturs. En það
eru engin gleðitíðindi að fá
drottninguna frá austri, því
tían stíflar litinn.
Leiðin framhjá þessum
vanda er þessi: Sagnhafi
hendir hjarta úr borði í
spaðaásinn. Tekur svo tvo
slagi á hjartalitinn áður en
hann spilar tígulás og gosa.
Þegar austur kemur með
drottninguna, drepur suður,
spilar hjartagosa og hendir
tígultíu úr borði. Þá er leiðin
greið fyrir tíglana.
Þetta er dæmi um ein-
falda lausn sem þó er erfitt
að koma auga á. Sem hljóm-
ar eins og mótsögn, en gæti
líka verið skilgreining á feg-
urð.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Þessi duglegu tvíburasystkin héldu nýlega hlutaveltu á Ak-
ureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 1.180
krónum. Þau heita Fiona og Þorlákur Sigurðarbörn.
Hlutavelta
KIRKJUSTARF
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10
í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffi-
spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir samkom-
una. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla
virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga-
samkoma í kvöld kl. 21.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Vetrarstarfið hefst
á morgun, laugardag, kl. 11.15 í Víkur-
skóla. Í vetur fáum við nýjar bækur og nýj-
ar myndir. Nýir og skemmtilegir söngvar
ásamt hinum gömlu og góðu. Sögur,
brúðuleikhús og litastundir verða á sínum
stað. Fjölmennum og bjóðum stóru systk-
inunum, pabba og mömmu, afa og ömmu,
að koma með. Hittumst hress og kát.
Starfsfólk kirkjuskólans.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Samkomur á laugardögum:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.
Barnaguðsþjónusta í umsjá Guðnýjar
Kristjánsdóttur.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut
2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin
Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð-
mundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Biblíu-
rannsókn og bænastundir eru í Loftsaln-
um að Hólshrauni 3, Hafnarfirði, á
fimmtudagskvöldum kl. 20 og að Breiða-
bólstað í Ölfusi á miðvikudagskvöldum kl.
20. Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Ómar
Selfosskirkja
SÓKNARNEFND
Neskirkju hefur ráð-
ið Steingrím Þór-
hallsson í starf org-
anista við kirkjuna
en hann tekur við af
Reyni Jónassyni sem
lætur af störfum
vegna aldurs. Stein-
grímur kemur að
fullu til starfa um
næstu jól en mun
leika á orgelið við
nokkrar messur fram
að þeim tíma. Söfn-
uðurinn mun áfram
njóta krafta Reynis
fram á aðventu.
Steingrímur Þór-
hallsson er 28 ára gamall, fæddur
og uppalinn á Húsavík þar sem
hann hóf tónlistarnám. Hann
varð stúdent af tónlistarbraut
Menntaskólans við Hamrahlíð
1995, lauk píanókennaraprófi við
Tónlistarskólann í Reykjavík
1998 og kantorsprófi við Tón-
skóla Þjóðkirkjunnar. Org-
elkennari hans var
Marteinn H. Frið-
riksson dómorgan-
isti. Haustið 1998 hóf
hann nám við Pon-
tificio Instituto di
Musica Sacra í Róm,
sem er kirkjutónlist-
arstofnun Páfa-
garðs. Þaðan lauk
hann mastersprófi í
orgelleik (magistero
in organo) sumarið
2001 undir leiðsögn
Giancarlo Parodi.
Steingrímur er
söfnuði Neskirkju
ekki að öllu ókunnur
því hann hefur grip-
ið inn í og leyst af við helgihald í
kirkjunni á liðnum árum. Síðustu
misserin hefur hann verið
skólastjóri Tónlistarskólans á
Hólmavík og organisti kirkj-
unnar þar.
Steingrímur verður boðinn vel-
kominn til starfa í messu næsta
sunnudag, 6. október, kl. 11.
Nýr organisti í Neskirkju
Steingrímur Þór-
hallsson organisti
Garðatorgi, sími 565 6550
Loksins komnar frábæru
viscose buxurnar og
gallabuxur
Gott verð