Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐASTA degi opinberrar heim- sóknar sinnar í Húnaþing fór for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, ásamt fylgdarliði víða um Austur-Húnavatnssýslu og ók m.a. um Svínadal, Langadal og Vatns- dal. Forsetinn heimsótti kennara og nemendur Húnavallaskóla, og skoðaði Reiðhöllina á Blönduósi, sem vígð var fyrir rúmum tveimur árum, en hún er miðstöð félags- starfs hestamanna í héraðinu. Þá fór forseti heim að sauðfjárbúinu Akri þar sem Pálmi Jónsson, fyrr- verandi landbúnaðarráðherra, stundaði sauðfjárbúskap en nú stendur þar fyrir búi Jóhanna, dóttir Pálma, og maður hennar. Síðari hluta dagsins fór forsetinn m.a. í Þórdísarlund, skógarreit sem Húnvetningafélagið í Reykja- vík hefur ræktað þar sem er að finna minnisvarða um fyrsta Hún- vetninginn, Þórdísi, dóttur Ingi- mundar gamla, en hún er talin hafa fæðst þar árið 895. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Pálmi Jónsson á Akri kynnir nýjungar í sauðfjárrækt fyrir Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaief. Forsetinn kvaddi Húnaþing eftir þriggja daga heimsókn TVEIMUR skipverjum af 12 tonna trébáti, Kristjáni SH, var bjargað í gærmorgun um borð í fiskiskipið Gísla SH eftir að Kristján sökk um 2,5 sjómlíur vestur af Dritvík á Snæ- fellsnesi. Skyndilegur leki hafði komið að Kristjáni og tókst skip- verjum ekki að ausa bátinn. Skutu þeir út gúmbjörgunarbáti og yfir- gáfu skipið sem sökk um 15 mín- útum síðar. Kristján L. Runólfsson, skipstjóri á Kristjáni, sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir björgunina í gær, að lekans hefði fyrst orðið vart þegar gátljós í mælaborði fyrir rafalinn hefði slokknað. „Þá var sjórinn kom- inn yfir hálfan alternatorinn. Það var víst lítið annað hægt að gera en að setja gúmbátinn út, enda leit þetta illa út. Við fórum í gúmbátinn og fórum frá bátnum, sem sökk korteri seinna,“ sagði hann. Kristján sagði allar björgunaraðgerðir hafa tekist vel, en getur engan veginn áttað sig á orsök lekans. Hann beið í gúmbátnum ásamt Emil M. Ander- sen, háseta sínum í um hálftíma uns áhöfnin á Gísla SH kom þeim til bjargar. Rafkerfi Kristjáns SH datt út þegar sjórinn flæddi inn og því voru fjarskipti í lamasessi. Tilviljun ein réð því að sonur Kristjáns hringdi nú í föður sinn út á sjó í því sem báturinn var að fyllast af sjó og skipverjum allar bjargir bannaðar. Varð nú ljóst að örlítil týra var eftir á skipssímanum þrátt fyrir raf- magnsleysið. „Það var ekki hægt að kalla út á talstöðinni vegna raf- magnsleysisins, en það var hringt í okkur af tilviljun og þá var rétt hægt að öskra þetta upp áður en straum- urinn rofnaði. Það virðist sem sím- inn hafi tekið aðeins minna raf- magn,“ sagði Kristján. Hann taldi að sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið hefði eitt getað séð um að láta vita af slysinu en með símtalinu við son sinn hefðu hlutirnir gengið fljótar fyrir sig en ella. Sonur hans hafði strax samband við Tilkynninga- skylduna og sagði henni hvers kyns var. Þar sem Kristján SH var útbúinn með sjálfvirkri tilkynningarskyldu tók það skamma stund fyrir Til- kynningaskylduna að sjá hvar hann var staddur og einnig hvaða bátar voru nærstaddir. Tilkynningaskyldan reyndi að ná sambandi við Kristján SH í gegnum bátssímann ásamt því að strand- stöðvar Landssímans kölluðu á rás 12 og 16 án árangurs. Var þá björg- unarskipið Björg frá Hellissandi kallað út og hraðbjörgunarbátur, auk þess sem haft var samband við þann bát sem var næstur slysstað, Gísla SH. Einn besti róður í langan tíma Gísli SH var á leið til veiða er kall- ið kom og setti tafarlaust á fulla ferð þangað sem síðast var vitað um Kristján SH. Klukkan 8.40 tilkynnti hann um neyðarblys og gúmbjörg- unarbátinn með skipbrotsmönnun- um innanborðs. Fimm mínútum seinna kom síðan tilkynning frá áhöfn Gísla um að hún hefði bjargað skipbrotsmönnunum heilum á húfi og að Kristján SH væri sokkinn. „Við renndum upp að hliðinni á þeim og kipptum þeim um borð ásamt björgununarbátnum og eftir það var allt í fínasta lagi,“ sagði Birgir Vil- hjálmsson skipstjóri á Gísla SH. „Björgunarbáturinn Björg kom síð- an á móti okkur og við slepptum þeim yfir í hann. Þetta var mjög ánægjulegt og einn besti róður sem við höfum farið í í langan tíma.“ Björg flutti skipbrotsmennina til hafnar á Rifi og kom með þá þangað á ellefta tímanum í gærmorgun. Kristján SH var 30 ára gamall aft- urbyggður bátur og var norðankaldi þegar slysið varð. Skipstjóri lét vita af sökkvandi báti rétt áður en bátssíminn varð rafmagnslaus Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kristján SH 23 var 12 tonna afturbyggður trébátur, smíðaður árið 1972. „Rétt hægt að öskra þetta upp“                          VERKEFNI sem styrkt hafa verið úr Framtakssjóði, áhættufjárfest- ingasjóði í upplýsinga- og hátækni, hafa ekki reynst jafnmörg og reikn- að var með við stofnun sjóðsins fyrir tæpum þremur árum. Leggja átti sérstaka áherslu á stuðning við verk- efni á landsbyggðinni með hlutafjár- kaupum í arðvænlegum nýsköpunar- fyrirtækjum. Sjóðsféð nemur alls 1.500 milljónum króna. Frá upphafi hefur sjóðurinn fjárfest í 28 fyrir- tækjum fyrir um 530 milljónir króna, þar af eru 16 fyrirtæki á landsbyggð- inni sem sjóðurinn hefur lagt til rúm- ar 267 milljónir. Tvö fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota á þessu tímabili og tveimur verið lokað. Sjóðnum var lagður til einn millj- arður króna sem fékkst af sölu rík- isins á hlut í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, FBA, á sínum tíma. Sjóðurinn er í umsjá Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins en í vörslu fjög- urra aðila, í jafnmörgum landshlut- um, sem fengu hver um sig 250 milljónir króna til umsýslu. Vörsluaðilarnir eru Framtaks- sjóður Austurlands á Reyðarfirði, Landsbankinn – Framtakssjóður ehf. á Akureyri, Fjárfestingafélag Suðurlands í Vestmannaeyjum og EFA Framtak ehf. í Reykjavík. Þessir aðilar voru valdir að undan- gengnu útboði á vegum Nýsköpun- arsjóðs atvinnulífsins þar sem níu tóku þátt. Í nóvember 1999 var skrif- að undir samninga við nýsköpunar- sjóðinn sem gilda til ársins 2009. Vonir hafa brugðist Úlfar Steindórsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, sagðist hafa gert sér vonir í upp- hafi um að Framtakssjóðurinn yrði lyftistöng fyrir atvinnulíf á lands- byggðinni. Þær vonir sínar hefðu að nokkru leyti brugðist. Úlfar sagði að fyrsta starfsár sjóðsins hefðu ekki borist mörg er- indi. Í samdrætti á fjármagni til áhættufjárfestinga í árslok 2000 hefði áhuginn hins vegar aukist og sjóðurinn fjárfest í nokkrum fyrir- tækjum víða um land. Þau hefðu ekki öll komist á legg og sum jafnvel orðið gjaldþrota. „Því miður hafa öll verkefni ekki uppfyllt þau skilyrði sem sjóðurinn hefur sett sér. Það hefur engin sjálfsafgreiðsla á styrkjum verið í gangi. Ef menn hafa talið að einhver verkefni féllu að sjóðnum þá hafa þau verið metin með tilliti til arðsem- issjónarmiða. Á tíu árum á að vera búið að loka sjóðnum og skila pen- ingunum til baka. Hvort búið sé að fjárfesta lítið eða mikið miðað við stöðuna í dag er í raun afstætt.“ Aðspurður hvort ástæða væri til að endurskoða markmið og skipulag Framtakssjóðs, í ljósi reynslunnar fyrstu árin, sagði Úlfar það ekki vera einfalt mál. Starfsemi sjóðsins væri bundin í lögum og reglugerðum og að honum kæmu nokkrir aðilar, ekki aðeins Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins. Úlfar sagði einnig takmörk vera á því hve mörg verkefni sjóð- urinn gæti stutt, miðað við framlögin upphaflega. Fáir væru í áhættufjár- festingum hér á landi í dag og það tæki oft sinn tíma að koma arðvæn- legum hugmyndum á legg. Framtakssjóður hefur fjárfest í 28 fyrirtækjum fyrir 530 milljónir króna 267 milljónir til 16 fyrirtækja á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.