Morgunblaðið - 17.10.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.10.2002, Qupperneq 41
Eitt af markmiðum Samfylkingar jafnaðarmanna er að stuðla að heil- brigðara lýðræði í landinu, m.a. með beinni þátttöku fólks í mikilvægum ákvarðanatökum og ekki síður með því að aðskilja með afgerandi hætti löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald eins og lög gera ráð fyrir. Þar með mundu varaþingmenn taka sæti þeirra alþingismanna sem velj- ast til að gegna ráðherraembættum hverju sinni. Þá þarf að ígrunda þann möguleika að lykilembættis- menn á borð við umboðsmann Al- þingis, ríkisendurskoðanda og hæstaréttardómara verði kosnir beinni kosningu, án pólitískra af- skipta sitjandi valdhafa hverju sinni. Öll hljótum við að vilja losna undan oki grasserandi samsæriskenninga og spillingar í samfélaginu. Lykillinn liggur hjá valdhöfum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar og tekur þátt í prófkjöri í Reykjavík ekki hafa miðað betur áleiðis. Séra Þórhallur Heimisson flutti erindi á ársfundi Tryggingastofn- unar ríkisins um túrbófjölskylduna með aukakraftinn sem brennur út einn góðan veðurdag. Hann bendir líka á samanburð við hin Norð- urlöndin um hve miklu af þjóð- arkökunni við verjum til málefna fjölskyldunnar. Við erum hálfdrætt- ingar. Og hann segir okkur að beiðnum um mataraðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hafi fjölg- að um 240 á liðnu ári og fjölgi nú um 15% á mánuði. Ég hvet fólk til að kynna sér þau erindi sem flutt voru á ársfundinum en þau má finna á vef stofnunarinnar tr.is. Þar kemur fram umhugsunarverð lýs- ing á velferðarsamfélaginu okkar sem sýnir að íslenska fjölskyldan er hornreka. Um miðjan síðasta áratug var í fyrsta sinn samþykkt á Alþingi op- inber fjölskyldustefna sem var mik- ilvæg stefnumörkun um að búa bet- ur að fjölskyldunni í íslensku samfélagi. Lenging fæðingarorlofs- ins var brýn fjölskylduaðgerð, að öðru leyti hefur fátt orðið um efndir í þágu fjölskyldunnar. Þessu er orð- ið tímabært að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. PRÓFKJÖR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 41 EFNAHAGSSTEFNA ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar hefur fest í sessi háa vexti þrátt fyrir að meðaltal verðbólgu sé svipað og í öðrum Evrópulöndum. Skamm- tímavextir á Íslandi hafa á því kjör- tímabili sem senn er á enda verið tvisvar til þrisvar sinnum hærri en að meðaltali í Evrópusambands- löndum (sjá mynd). Almenningur á Íslandi og einkum húseigendur sem þurft hafa á þjón- ustu fjármálastofnana að halda finna áþreifanlega fyrir háum vöxt- um. Vextirnir hafa auk þess óæski- leg áhrif á atvinnulíf okkar Íslend- inga. Stór fyrirtæki ná að bregðast við háum vöxtum með því sækja fjármálaþjónustu út fyrir landstein- ana og bankar dafna að vonum vel. Háir vextir koma hins vegar verst niður á ungum, litlum eða meðal- stórum og fjármagnsfrekum fyrir- tækjum sem eru að byggja upp þekkingu og þróa framleiðslu sína. Vextirnir valda því að dýrt verður að fjármagna slík fyrirtæki. Hætt- an er því sú að þessi fyrirtæki, sem flest hver eiga í alþjóðlegri sam- keppni, lifi tæpast og ýmist deyi eða flýi af landi brott. Því miður eru þetta ekki hag- fræðilegar vangaveltur heldur stað- reynd. Sprotafyrirtæki í tölvu- tækni, sem skiptu tugum og hundruðum fyrir þremur árum, eru horfin, – sum til útlanda eins og t.d. Oz og önnur undir græna torfu. Ein helsta skýringin er sú að fjármögn- un þessara fyrirtækja hefur verið miklu dýrari hér en annars staðar. Mál þetta er mun alvarlegra en ætla mætti í fyrstu. Ástæðan er sú að vaxtarbroddur atvinnulífs á Vesturlöndum er í litlum og með- alstórum fyrirtækjum í þekkingar- greinum. Efnahagsumhverfi hér á landi er slíkum fyrirtækjum óvin- veitt. Ekki er annað að skilja á við- horfum stjórnvalda, – einkum for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar, en að háir vextir séu það verð sem íslenskt efnahagslíf verði að greiða fyrir íslensku krónuna og þann sveigjanleika sem hún gefur. Stöð- ugleiki og lágir vextir eru sam- kvæmt áherslum stjórnarherra víkjandi markmið. Efnahagsstefna núverandi stjórnvalda er því stefna sem þjón- ar fjármálafyrirtækjum og þeim stórfyrirtækjum sem hafa áratuga rætur. Hún vinnur gegn litlum og meðalstórum fyrirtækjum í þekk- ingar- og þróunarstarfsemi. Efna- hagsstefnan þjónar fyrirtækjum liðinnar aldar, – ekki fyrirtækjum framtíðar. Þekkingar- og þróunarstarf- semi ekki vært hér á landi Eftir Ásgeir Friðgeirsson „Vaxtar- broddur at- vinnulífs á Vesturlönd- um er í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í þekking- argreinum.“ Höfundur er ritstjóri og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. OKKAR METNAÐUR - ÞINN ÁRANGUR Á besta stað miðsvæðis í borginni Til sölu eða leigu á Hallveigarstíg 1 glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2., 3. og 4. hæð með útsýni yfir borgina Nánari uppl. gefur Karl Jónsson í síma 896 2822, netfang: karl@fasteignathing.is Alls er um að ræða 1179 fm á þremur hæðum: • Nýlega tekið í gegn að utan og innan. • Staðsetning með því besta sem gerist miðsvæðis í Reykjavík. • Lyfta á öllum hæðum. • Bílageymsluhús og næg bílastæði umhverfis húsið. • Hæðunum fylgja 40 bílastæði í bílageymsluhúsi. • Aðgangur að veislu- og fundarsölum í kjallara. • Tilbúið til afhendingar. • 2. hæð: Stærð 438 fm, afgreiðsla, 13 skrifstofur, 2 fundarher- bergi, ljósritunarherbergi, geymslur, kaffistofa og salerni. • 3. hæð: Stærð 438 fm, afgreiðsla, 9 skrifstofur, 2 fundarsalir, ljósritunarherbergi, geymslur, eldhús og salerni ásamt stiga upp á 4. hæð. • 4. hæð: Stærð 303 fm, stigapallur, 11 skrifstofur (5 stærri/6 minni), ljósritunarherbergi, geymslur og salerni. Lyfta læsan- leg. Svalir með útsýni. • Til greina kemur að selja húsið í heild sinni, samtals 3.300 fm. • Húsið sjálft er mjög glæsilegt - Hagstæð kjör.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.