Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STÓRT skref var stigið í átt til jafnari stöðu kvenna og karla innan íslensku þjóðkirkjunnar þegar jafn- réttisáætlun kirkjunnar var sam- þykkt á kirkjuþingi haustið 1998. Ýmislegt hefur áunninst í jafnrétt- ismálum frá því að jafnréttisáætlun- in tók gildi í upphafi árs 1999 og hef- ur jafnréttisnefnd kirkjunnar haft það hlutverk að vinna að framgangi jafnréttisáætlunar. Markmið jafn- réttisáætlunar er „að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í íslensku þjóðkirkjunni og jöfnum möguleik- um kynjanna til að nýta sér það jafn- rétti sem tryggt er að lögum.“ Ákvæði jafnréttisáætlunar taka mið af íslenskum jafnréttislögum og stefnumörkun stofnana og stjórn- valda landsins. Þá hefur íslenska kirkjan fengið ómetanlega hvatn- ingu frá kirkjulegum alþjóðasamtök- um sem hún á aðild að, Alkirkju- ráðinu (World Council of Churches) og Lútherska heimssambandinu (Lutheran World Federation), um að vinna að auknu jafnrétti kynjanna innan sinna vébanda. Frá þessum samtökum kemur t.d. viðmiðunar- reglan um jafnt kynjahlutfall í nefndum og stjórnum, í þá veru að hvort kynið eigi að minnsta kosti einn af þremur fulltrúum eða tvo af fimm. Staða kvenna innan kirkjunnar hefur breyst nokkuð á síðustu ára- tugum. Konur eru nú vaxandi hópur á meðal vígðra sem óvígðra í kirkju- legu starfi. Frá því að fyrsta konan var prestsvígð árið 1974 hefur kon- um fjölgað hægt og sígandi í presta- stétt, en þær eru nú rétt rúmlega fjórðungur af þjónandi prestum. Því miður er ýmislegt sem bendir til þess að konur hafi enn ekki sama að- gang að embættum kirkjunnar og karlar, þrátt fyrir tilkomu jafnrétt- isáætlunarinnar. Fyrirferðarmesta breytingin fram til þessa er á sam- setningu kirkjuþings. Í kosningum til kirkjuþings sem fram fóru í maí sl. fjölgaði konum úr einni í sex, en í kosningum árið 1998 hafði konum fækkað úr þremur í eina. Sjöunda konan hefur nú bæst í hópinn, þar sem varamaður kemur inn sem að- almaður. Konur eru því um þriðj- ungur þeirra fulltrúa sem sitja starf- andi kirkjuþing. Niðurstöður kirkjuþingskosninganna í vor vekja vonir um að tilkoma jafnréttisáætl- unar og sú vinna sem unnin hefur verið í þágu jafnréttis innan kirkj- unnar á undanförnum árum sé að bera árangur. Trúverðugleiki kirkjunnar og boðskapur Krists En af hverju skiptir máli að keppa að jafnrétti kynjanna innan kirkj- unnar? Ég nefni þrjár ástæður. Í fyrsta lagi er það í samræmi við ákvæði jafnréttisáætlunar kirkjunn- ar og íslensk jafnréttislög, sem og stefnuskrá þeirra alþjóðasamtaka sem íslenska þjóðkirkjan á aðild að. Aðra ástæðu er að finna í upphafi 4. kafla jafnréttisáætlunar kirkjunnar, þar sem segir: Þjóðkirkjan er kirkja allra og vill að reynsla beggja kynja njóti sín við ákvarðanir og stefnumörkun. Í því skyni vill þjóðkirkjan vinna að því að konur komist til aukinna áhrifa í yf- irstjórn kirkjunnar sem annars stað- ar á vettvangi hennar, í söfnuðum, sóknarnefndum og héraðsnefndum og stofnunum kirkjunnar. Í þriðja lagi er um að ræða köllun kirkjunnar að fylgja eftir jafnréttis- boðskap Krists í orði og verki. Hversu trúverðugur er annars boð- skapur kirkjunnar um Guð sem fer ekki í manngreinarálit, ef innan kirkjunnar er haldið áfram að gera upp á milli fólks eftir kynjum. Þess vegna er jafnrétti kynjanna ekki að- eins brýnt hagsmunamál þeirra sem hlut eiga að máli, heldur öðru fremur spurning um trúverðugleika og trú- festi við boðskap Krists. Fleiri konur, meiri áhrif Fjöldinn einn og sér leysir ekki allan vanda. Áhrif kvenna þurfa að aukast að sama skapi. Það má ekki heldur líta svo á að nú sé markinu náð. Jafnt hlutfall kynjanna hlýtur að vera það sem við keppum að á kirkjuþingi sem annars staðar, í samræmi við jafnt hlutfall kvenna og karla á meðlimaskrá þjóðkirkjunnar. Nú er svo komið að slíkt jafnvægi ríkir í sóknarnefndunum, sé sam- setning þeirra á landinu í heild skoð- uð. Hlutfallið breytist nokkuð þegar litið er á kynjasamsetningu í hópi formanna sóknarnefndanna, en þar eru karlar talsvert fleiri, eða prósent á landsvísu. Það vekur athygli að konur í formannshlutverki eru áber- andi fáar á höfuðborgarsvæðinu, eða allt niður í 6 prósent í einu prófasts- dæmanna þar. Það er því víðar en á kirkjuþingi sem gera þarf átak í jafn- réttismálum. Innan kirkjunnar sem annars staðar virðist aukin tregða til að hleypa konum að eftir því sem of- ar dregur í valdastiganum, eins og dæmið um sóknarnefndarformenn sýnir vel. Hér má líka nefna fáar konur í hópi prófasta og fjarveru kvenna í hópi biskupsvígðra. Það er mikilvægt að jafnréttið nái fram að ganga á öllum stjórnunarstigum kirkjunnar, ekki síst í æðstu emb- ættum hennar, þar sem konurnar eru fæstar eða alls ekki til staðar. Það er brýnt að fá fleiri konur inn á kirkjuþing, en þær konur sem þang- að fara verða líka að hafa frelsi til þess að kynna breyttar áherslur og nýjar víddir. Aðeins þá nær jafnrétt- ið að virka í raun og bera tilætlaðan árangur. Fleiri konur í yfir- stjórn kirkjunnar Eftir Arnfríði Guðmundsdóttur „Það er mik- ilvægt að jafnréttið nái fram að ganga á öll- um stjórnunarstigum kirkjunnar…“ Höfundur er formaður jafnréttisnefndar kirkjunnar og lektor við guðfræðideild HÍ. MATVÖRUVERÐ er nú lægra á Íslandi en áður og jafnframt hefur hlutfall matvörukaupa í útgjöldum heimilanna minnkað. Fákeppni er ekki ávísun á hátt matvöruverð. Hagstofa Íslands upplýsir að vægi mat- og drykkjarvöru í út- gjöldum heimilanna hafi verið 17% í mars 1997, 16,3% í mars sl. og 15,8% í septembermánuði á þessu ári. Á sömu tímapunktum hækkaði hlutfall húsnæðis í útgjaldagrunn- inum úr 13,7% í mars 1997 í 15,7% í mars sl. og í september á þessu ári í 16,1%. Það er ljóst af þessu að mikil samkeppni í matvöruverslun á Íslandi og sú stærðarhagkvæmni sem næst hjá þeim fyrirtækjum sem annast þorra matvörusölunnar hefur leitt til lækkunar þess út- gjaldaliðar sem matvörukaup eru. Þetta hefur m.a. gerst vegna þess að fríverslun með landbúnaðarvör- ur hefur aukist, einkum í grænmeti, en þó eru enn við lýði margskonar hömlur á eðlilegri og frjálsri versl- un með landbúnaðarvörur. Versl- unin hlýtur að vona að stjórnvöld haldi áfram að aflétta þessum hindrunum gegn frjálsum viðskipt- um þannig að verslunin verði í reynd frjáls ekki síðar en á 150 ára tímamótum þess að Danir gáfu verslun frjálsa á Íslandi hinn 1. apríl árið 2005. Rétt er að hafa í huga að innlenda landbúnaðarvar- an, sem vegur a.m.k. um 40% af veltu matvöruverslana er meira nið- urgreidd á Íslandi en í flestum öðr- um löndum í heiminum, en þó er verð hennar hærra en víðast hvar annars staðar fyrst og fremst vegna hás innkaupsverðs frá birgj- um. Eina raunverulega samkeppnin sem greinanleg er á birgjamarkaði í þessum vörum er að birgjar svína- og fuglakjöts, sem rétt er að hafa í huga að njóta ekki framleiðslu- styrkja frá skattgreiðendum, stilla heildsöluverð til samræmis við markaðsaðstæður og hafa með því náð ótvíræðu forskoti á niður- greiddu kjötframleiðsluna. Um innfluttar matvörur er það að segja, að verðið ræðst fyrst og fremst af magni og styrk innflytj- andans hver sem hann er. Ljóst er að smæð íslensks markaðar og langar flutningaleiðir skapa óhag- ræði sem kemur fram í hærra vöru- verði en á mörkuðum þar sem þess- ir þættir eru hagstæðari. Smásölukeðjurnar þrjár sem sam- anlagt ráða yfir 80% af smásölu- markaði í matvöru flytja sjálfar lítið inn eða innan við 10%. Þær reka hins vegar vöruhótel þar sem reynt er að nýta hagkvæmni stærðarinn- ar í samningum við birgja, hvort heldur um er að ræða heildsala eða innlenda framleiðendur. Afkoma smásölufyrirtækja í matvöruverslun hefur verið fremur slök undanfarin misseri ef miðað er við verslunar- keðjur í öðrum löndum enda sam- keppni á smásölumarkaði mjög hörð. Verslunin er rekin í margvísleg- um búningi sem hver ber ákveðið heiti sem flytur m.a. með sér skila- boð um vöruval, þjónustu, gæði, verð. Þetta er óháð staðsetningu og því ljóst að ákveðnum kostnaðarlið- um svo sem flutningskostnaði er jafnað út á margar verslanir með sama heiti. Samanburður á verði einstakra vörutegunda er því aðeins sambærilegur að þær séu seldar í sams konar verslun því það er framlag alls vöruframboðsins í við- komandi verslun sem skapar fram- legð til rekstursins, en ekki einstök framlegð ákveðinna vörutegunda. Jafnframt er það svo að eigin vöru- merki eða innflutningur er sjaldan tekinn með í verðkannanir þar þessar vörur fást yfirleitt ekki í öðrum verslunum. Í viðkomandi verslun getur þetta þó verið drjúg- ur hluti sölunnar enda verðið hag- stætt fyrir kaupendur. Mikið hefur að undanförnu verið gert úr því að fákeppni í smásölu- verslun með matvörur stuðli að háu matvöruverði á Íslandi. Ótrúleg vanþekking hefur m.a. birst í ræð- um frá Alþingi um þetta efni. Það er alrangt að sk. fákeppni leiði jafn- an til óhagstæðs smásöluverðs. Um þetta bera vitni þau átta lönd innan ESB þar sem smásöluverð matvöru er undir meðaltalsverði í ESB lönd- unum 15, en þar sem þrír stærstu aðilarnir í smásöluversluninni eru samanlagt með yfir 50% markaðs- hlutdeild. Næstódýrasta matvöru- verð innan Evrópusambandsins er að finna í Hollandi þar sem hinir þrír stærstu í matvörusölu í smá- sölu eru með 81% markaðshlut- deild. Í Austurríki hafa hinir þrír stærstu 65% af smásölumarkaðnum og í Belgíu er sambærileg tala 62%. Öll eru þessi lönd með matvöruverð vel undir meðaltalinu í löndunum 15 sem mynda ESB. Það er því firra að halda því fram að sk. fákeppni þýði sama og hátt smásöluverð. Víða í Evrópu er hlutdeild sk. lág- vöruverðsverslana í smásölu mat- vöru um eða innan við 20%, en á Ís- landi er hún töluvert hærri, líklega ekki undir 30%. SVÞ fagna málefnalegri umræðu um verslunina sem ræðst af einlæg- um umbótavilja, en frábiðja sér jafnframt hlutdeild í refskák stjórn- málamanna vegna kosningaundir- búnings. Skoðun á verðmyndun allt frá framleiðanda til neytenda er af hinu góða, en þá má heldur ekki undanskilja neitt sölustig í þessu ferli. Jafnframt þarf að vanda afar vel til samanburðar verðs á milli landa með mismunandi rekstrarum- hverfi, t.d. skatta, mismunandi þjónustustig og aðfangaleiðir. Útgjöld vegna matarinnkaupa hafa lækkað Eftir Sigurð Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. „Vanda þarf afar vel sam- anburð verðs á milli landa með mismunandi rekstr- arumhverfi.“ GEORGE Bush II og Tony Blair gefa til kynna, að ein ástæða þess að þeir undirbúi nú hugsanlega árás á Írak, sé að Saddam Hussein beitti eiturvopnum í ágúst árið 1988 sem varð þúsundum Kúrda að bana. Á þeim tíma var ekki gert mikið úr at- burðinum enda var Saddam þá vinur Bandaríkjastjórnar (George Bush I við völd). Í dag, 14 árum síðar, er glæpurinn hinsvegar orðinn eitt helsta áróðurstækið í heilaþvotta- stefnu Bush og Blair í Íraksmálinu. Viðskiptabann var sett á Írak árið 1990, þar sem Saddam óhlýðnaðist vopnaeftirlitsmönnum og til þess að hann gæti ekki notað hagnað af olíu- sölu til vopnaframleiðslu. Nú bendir allt til þess, ef marka má forseta Bandaríkjanna og forsætisráðherra Bretlands, að viðskiptabannið, sem hefur valdið ómældum þjáningum al- mennings í Írak, hafi ekki virkað sem skyldi. 12. maí árið 1996 sagði Madeline Albright, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í sjónvarps- þættinum 60 minutes að efnahags- þvinganirnar væru árangursríkar, þ.e. komið í veg fyrir að Saddam kæmi sér upp gjöreyðingarvopnum. Því væri viðskiptabannið þess virði, þrátt fyrir dauða hundraða þúsunda óbreyttra borgara í Írak, aðallega smábarna. Í dag halda stríðsáróðursmenn því fram að þvinganirnar hafi ekki dug- að til. Saddam hafi selt olíu ólöglega og notað milljarða dala til fram- leiðslu gjöreyðingarvopna. Þar sem viðskiptabannið virkaði ekki hlýtur það að teljast einn helsti stríðsglæp- ur okkar tíma. Eða telst það kannski til „collateral damage“ (hugtak er herinn notar um hliðarverkanir stríðs)? Og fyrst þvinganirnar koma ekki í veg fyrir hernaðaruppbygg- ingu Íraksstjórnar en halda samt áfram að bitna á írösku þjóðinni, hvers vegna er þeim ekki aflétt um- svifalaust? Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í Morg- unblaðinu 12. okt. að það reyni á trú- verðugleika allra málsvara mann- réttinda og mannúðar, hvort þeir leggi málstaðnum lið (stefnu Bush og Blair). Eitt er að taka undir olíu- stríðsáróður Bandaríkjastjórnar eins og Björn gerir í grein sinni, sem honum er að sjálfsögðu frjálst, en annað er að gefa til kynna að mál- svarar mannréttinda séu ótrúverð- ugir, gleypi þeir ekki við blekking- arstarfsemi Bandaríkjastjórnar. Það er mesti misskilningur að Íraksmálið hafi eitthvað með mann- réttindi og mannúð að gera. George Bush II, valdamesti maður heims, notar vald sitt til að rugla fólk í rím- inu. Olíugróðinn á að verða aðalvinn- ingurinn en ekki aukavinningur eins og Björn Bjarnason heldur fram í grein sinni. Þar að auki leggst Bush svo lágt að nýta sér þjóðarsorg og ótta bandarísks almennings eftir hryðjuverkin 11. september til að ná stuðningi við aðgerðirnir (t.d með því að tala um hryðjuverk í öðru hverju orði). Tvíburaturnarnir í New York voru varla fallnir þegar forset- inn fór að búa þjóð sína undir átök. Hann lagði áherslu á að um langt stríð yrði að ræða, en ekki stutt eins og í Persaflóabardaganum. Enda gerði hann stuttu síðar tilraun til að tengja Saddam Hussein við Al Qaeda-samtökin. Ef kartöflur væru helsta útflutn- ingsvara Íraks myndu ekki margir Vesturlandabúar vita að til væri ruddalegur einræðisherra sem héti Saddam Hussein. Hann er og hefur alltaf verið hættulegur, sérstaklega þegar hann var bandamaður Bandaríkjanna. Það var einmitt þá þegar hans helstu glæpir voru framdir. Hann var hættulegri þá! Eftir Þórdísi B. Sigurþórsdóttur Höfundur er viðskiptafræðingur. „Það er mesti mis- skilningur að Íraks- málið hafi eitthvað með mannrétt- indi og mannúð að gera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.