Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 29
ÍSLENSKIR bókaútgefendur segja áhuga erlendra útgáfufyrirtækja á íslenkum bókmenntum fara sífellt vaxandi, það sé ljóst að yfirstaðinni bókmessunni í Frankfurt, en fjöl- mörg íslensk bókaútgáfufyrirtæki kynntu þar höfunda og bækur sem þau hafa á sínum snærum. Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Eddu er nýkomin frá Frankfurt en hin árlega alþjóðlega bókamessa fór þar fram dagana 9. til 14. október. Segir hún starfs- menn Eddu hafa fundið fyrir mikl- um áhuga erlendra forleggjara á þeim íslensku höfundum sem kynntir voru á kaupstefnunni. „Við héldum hátt í eitt hundrað fundi með erlendum útgefendum á mess- unni og var gengið frá nokkrum samningum á staðnum. Ég á þó von á að gengið verði frá fleiri samningum fljótlega og að hinn endanlegi árangur af kaup- stefnunni í ár komi í ljós á næstu mánuðum. En það er greinilegt að íslenskir rithöfundar njóta sívax- andi athygli. Og þegar áhuginn kviknar á einum höfundi kemur það gjarnan öðrum á kortið. Við höfun líka vissulega notið góðs af norrænu bylgjunni svokölluðu því alþjóðleg velgengni höfunda eins og Josteins Gaarders og Peters Høegs hefur beint augun erlendra útgefenda enn frekar í norðurátt,“ segir Valgerður. Gengið var frá samningum á út- gáfu á Höfundi Íslands og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason í Noregi og á Höfundi Íslands í Danmörku og segir Valgerður það hafa hjálpað til að Hallgrímur var á kaupstefnunni, þar sem hann tók þátt í upplestrardagskrá ásamt norska höfundinum Jostein Gaard- er. „Þá seldum við Mýrina og Graf- arþögn eftir Arnald Indriðason til Noregs. Vegna mikils áhuga urð- um við að efna til uppboðs á út- gáfuréttinum og náðum mjög góð- um samningum fyrir vikið, þar sem hægt var að gera kröfu um öfluga markaðssetningu á bókunum. Arn- aldur hlaut Glerlykilsverðlaunin í ár fyrir bestu norrænu glæpasög- una auk þess sem fréttir af útgáfu bóka hans hjá útgáfurisanum Random House í Bretlandi hafa ef- laust átt þátt í að vekja áhuga for- laga á bókum hans. Áður hafði Mýrin verið seld til Bretlands, Þýskalands, Hollands, Danmerkur, Svíþjóðar og Finn- lands og bættist Noregur nú í hóp- inn. Eftir tíu ára tilraunir tókst svo loksins að vekja athygli spænskra útgefenda á verkum Halldórs Lax- ness og urðum við að efna til upp- boðs þar sem þrír útgefendur bit- ust um réttinn. Var gengið frá samningi um út- gáfu á Sjálfstæðu fólki og Brekku- kotsannál, auk fyrirheits um út- gáfu á að minnsta kosti tveimur bókum Laxness til viðbótar. Það sem er ánægjulegt við þessa samn- inga er ekki síst það að útgáfufyr- irtækin hafa áhuga á að gefa út fleiri en eitt verk eftir hvern höf- und, og fylgja þeim þannig eftir.“ Valgerður segir mikinn áhuga sýndan á fjölmörgum íslenskum bókum á Frankfurt-messunnni, bæði fyrir börn og fullorðna. Af einstökum titlum þessa hausts sem sérstaka athygli vöktu nefnir hún skáldsögna LoveStar eftir Andra Snæ Magnason og Engil í vest- urbænunm eftir Kristínu Steins- dóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirs- dóttur. Þarf ekki lengur að afsaka sig Jóhann Páll Valdimarsson hjá JPV-útgáfu segist finna mikinn mun á því að koma á bókamessuna í Frankfurt sem íslenskur útgef- andi núna og fyrir tæpum þrjátíu árum þegar hann var að hefja störf á sviði bókaútgáfu. „Hér áður fyrr var maður nær eingöngu að fara í þeim erindum að leita að bókum til útgáfu á íslensku, en núna fer mun meiri tími í það að koma íslenskum bókum á framfæri við erlenda út- gefendur. Það er virkilega tekið mark á okkur og fylgjast allir helstu útgefendurnir grannt með því sem verið er að gefa út á Ís- landi. Það er engin spurning að ís- lenskir rithöfundar standa jafn- fætis erlendum kollegum sínum. Það er líka almennt mikill áhugi á norrænum bókmenntum og hefur sá áhugi komið sér vel fyrir ís- lenskan bókmenntaheim.“ Hvað varðar árangur af kynningarstarfi JPV-útgáfunnar á sínum höfundum á bókamessunni, segir Jóhann Páll réttast að láta þann tíma sem nú fer í hönd leiða það í ljós. „Við er- um að vinna í þessum málum núna, en nokkrir höfundar vöktu sér- stakan áhuga. Þar má helstan nefna Mikael Torfason, en Heims- ins heimskasti pabbi kemur út í Danmörku og Finnlandi í næsta mánuði og var tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár. Þá standa höfundar á borð við Guðberg Bergsson og Vig- dísi Grímsdóttur afar traustum fót- um og sýndu erlendir útgefendur þessum höfundum mikinn áhuga.“ Snæbjörn Arngrímsson hjá Bókaútgáfunni Bjarti segir forlag- ið leggja mikla áherslu á að koma höfundum sínum á framfæri meðal breskra bókaútgefenda. „Við sömdum við umboðsmann hjá mjög þekktri stofu í Lundúnum að koma til liðs við okkur við kynningu á verkum Braga Ólafssonar og hefur það reynst mjög vel. Þannig hafa Gæludýrin eftir Braga Ólafsson þegar verið seld til Danmerkur. Eftir að hafa kynnt bókina á Frankfurt-messunni erum við bjartsýnir á að bókin seljist til nokkurra landa, en forlög í Sví- þjóð, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt mikinn áhuga. Svo seldum við Blíðfinn áfram eins og venjulega, m.a. til Ungverjalands, Grikklands, Spánar, Noregs og allar þrjár Blíð- finnsbækurnar til Svíþjóðar. Þá er Huldar Breiðfjörð að semja bók í framhaldi af Góðum Íslendingum og sýndu margir bókum hans áhuga. Það voru einhverjir samn- ingar gerðir en þetta tekur auðvit- að allt sinn tíma,“ segir Snæbjörn sem tekur undir orð annarra útgef- enda þess efnis að áhuginn fyrir ís- lenskum bókum sé meiri nú en áð- ur fyrr. „Maður þarf ekki lengur að afsaka sig fyrir að vera með bók frá Íslandi. Nú er það þvert á móti orðið kostur og þykir mönnum Ís- land og það sem íslenskt er al- mennt vera spennandi.“ Arnaldur Indriðason „Íslenskir höfundar þykja spennandi“ Þorvaldur Þorsteinsson Hallgrímur Helgason Andri Snær Magnason Vigdís Grímsdóttir Guðbergur Bergsson Bókamessan í Frankfurt yfirstaðin LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 29 FIMMTUDAGSTILBOÐ DÖMUSTÍGVÉL FRÁ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð áður 12.995 Verð nú 6.995 LEÐUR St: 36-41 Litir: Svart Draugasúpan er eftir Sigrúnu Eld- járn og hefur hún einnig teiknað myndir í bókinni. Í bókinni eru endurnýjuð kynni við þau Hörpu og Hróa í Drekastöpp- unni. Í kynn- ingu segir m.a.: „Harpa er á leið til Hrollfríðar frænku sinnar með köku og vín. Ferðin liggur gegnum drungalegan skóginn. Hróa langar alls ekki með vinkonu sinni, enda illa við allt sem er dimmt og draugalegt, en hann hefur ekkert val. Á leiðinni fær Harpa þá snilldarhugmynd að safna hráefni í dýrindis drauga- súpu í gamlan pott! En vinirnir rek- ast á ýmsar furðuskepnur á leið- inni, ennþá fleiri en nefndar eru í uppskriftinni og sumar skjóta jafnvel Hörpu skelk í bringu.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 34 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.990 kr. Ævintýri Nigella eldar hefur að geyma matarupp- skriftir úr sjónvarpsþáttunum Mat- reiðsluþættir Nigellu Lawson (Nigella bites). Nigella hefur þegar gefið út fjórar mat- reiðslubækur en þessi bók er sú fyrsta sem tengist sjónvarpsþáttunum beint. Nigella miðar uppskriftir sínar við venju- leg heimili en ekki eldhús veitingahúsa. Hún bindur sig ekki við neina ákveðna stefnu í eldhúsinu heldur gerir hún mat hvaðanæva úr heiminum að sjálfsögðum kosti. Þýðandi er Anna María Hilmarsdóttir. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er prentuð á Ítalíu. Verð: 3.990 kr. Matur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.