Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni, sími 568 5757 Nýjar vörur ÞAÐ hlýtur að vera gaman að fá að setja saman sitt eigið tón- leikaprógramm, – gera Sinfón- íuhljómsveit Íslands að sínu prívat djúkboxi með því að fá að raða uppáhaldsverkunum saman í al- vöru tónleikadagskrá. Þetta fær maður bara ef maður er hvort tveggja píanóleikari og hljómsveit- arstjóri og heitir Gerrit Schuil; – í það minnsta í þetta sinn. „Uppá- haldslagið þitt“ er einmitt yf- irskrift tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld og annað kvöld, og sá sem réð mestu um efn- isvalið var Gerrit, sem ætlar bæði að stjórna hljómsveitinni og leika einleik í píanókonsert eftir Mozart nr. 20 í d-moll. „Þegar ég var beð- inn að setja saman prógramm af þessu tagi sendi ég hljómsveitinni hugmyndir að verkum sem ég hafði áhuga á að flytja og þetta er útkoman. Það var líka ánægjulegt að það skyldi tekið svona vel í að ég léki sjálfur Mozart-konsertinn með hljómsveitinni. Þetta gerir maður ekki á hverjum degi, og ég hef bara einu sinni áður spilað og stjórnað á sömu tónleikunum, þeg- ar ég spilaði þriðja konsert Beethovens fyrir tuttugu árum. En allt eru þetta vel þekkt verk. Ross- ini-forleikurinn, Ítalska stúlkan í Alsír, upphefst með miklum húmor og sindrandi gleði. Mozart- konsertinn fer dýpra, og er mjög áhugaverður bæði fyrir mikla dramatík og yndislega lýrík. Ég ákvað að hafa allan seinni hlutann helgaðan Tsjaíkovskíj, ekki síst til að sýna fólki ólíkar hliðar á tón- skáldinu. Tónlistina úr Svanavatn- inu þekkja allir og hún er kannski léttari, en Fantasíuforleikurinn um Rómeó og Júlíu er allt öðruvísi. Það er mikilvægt að áheyrendur geti stundum heyrt á einum tón- leikum hvað tónlist eins tónskálds getur verið fjölbreytt og verk þess ólík. Allir elska Tsjaíkovskíj og í mörgum tilfellum hefur hann ein- mitt verið það tónskáld sem hefur laðað fólk að klassískri tónlist.“ Djúp hugsun í konsert Mozarts Mozartkonsertinn sem Gerrit Schuil leikur á tónleikunum er einn fyrsti Mozartkonsertinn sem hann kynntist; – fyrir þrjátíu og fimm árum. „Hann er einn af fyrstu píanókonsertunum sem ég lék með hljómsveit, og þá var ég enn í skóla. Af öllum 27 píanókons- ertum Mozarts er hann í hvað mestu uppáhaldi hjá mér. Mozart lagði djúpa hugsun í hann, og það er mikið yndi að spila hæga þátt- inn, sem er svo ljóðrænn og fal- legur. Svo brýst dramatíkin út aft- ur í miklum hamförum. Ég held að þessi konsert sé svolítið öðruvísi en sú ímynd margra að tónlist Mozarts sé öll létt, heiðrík og auð- melt. Það er svo margt í þessu verki; rómantík, lýrík og léttleiki en líka mikil dramatík og þess vegna finnst mér þetta verk dásamlegt. En ætli það sé þó ekki með þetta verk eins og önnur, – það sem maður er að fást við hverju sinni er í mestu uppáhaldi þá stundina. En það að spila verk og stjórna því um leið getur haft bæði kosti og galla. Maður getur auðvitað ekki mikið verið að baða út höndum meðan maður er að spila. Hljómsveitin hefur engan stjórnanda í púltinu, og ég get mesta lagi gefið visbendingar með því að nikka til hennar höfðinu. Þess vegna hefði ég aldrei tekið að mér að spila þetta nema vegna þess að ég veit að ég get treyst hljómsveitinni fullkomlega. Þetta er ekki auðvelt fyrir hljómsveitina, en Sinfóníuhljómsveit Íslands ger- ir þetta mjög vel.“ Þegar talið berst að því hvernig klassíkinni reiðir af í hörðum heimi neyslumenningarinnar er Gerrit Schuil ekki spar á gagn- rýni. Klassísk tónlist, jafnvel perl- ur eins og þær sem fluttar verða á tónleikunum í kvöld og annað kvöld, á undir högg að sækja. „Tímarnir breytast hratt, og því miður ekki alltaf á betri veg. Síð- ustu árin hef ég verið mikið á ferðalögum og verð var við þróun sem mér líkar ekki. Það er eins og öllum sé sama um allt, og að engan varði um það sem aðrir gera. Í markaðsvæðingu menningarinnar er tvennt mikilvægt; popptónlist og fótbolti, og um það virðist heimurinn snúast. Það er talað um menningu og list sem einn og sama hlutinn. Fótbolti og popptónlist til- heyra menningu okkar, en menn- ing þarf ekki að þýða það sama og list. Þegar ég var lítill hét ráðu- neyti þessara mála í Hollandi ráðu- neyti menntunar, lista og vísinda. Á áttunda áratugnum var nafninu breytt í ráðuneyti menningar, tóm- stunda og félagsstarfs. Þetta dæmi lýsir vel þeirri breytingu sem er að verða á hugmyndum um listina. Stjórnmálamenn leggja gríðarlega áherslu á markaðsvæðingu, og að allt verði að borga sig, og þess vegna hefur sú tilhneiging menn- ingarstofnana að setja sig á sölu- vænlegra plan aukist til muna. Þýski menntamálaráðherrann var staðinn að því að segja að það hefði enga þýðingu lengur að kenna börnum að þekkja Bach og Beethoven; það væri nær að upp- lýsa þau um Rolling Stones og Ma- donnu! Þessi þróun er innflutt til Evrópu frá Ameríku. Allt á að vera markaðsvætt. Mig tekur það sárt að sjá hljómsveitir eins og Sinfón- íuhljómsveit Lundúna púla við að æfa eitthvert slagaraprógramm, bara af því að það er söluvænlegra en það sem hljómveitin gerir þó miklu betur. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ég skil vel að hljómsveitir þurfi að vinna að því að afla hlustenda, en oftar en ekki er gengið allt of langt í þá hættulegu gildru. List kostar pen- inga, en skapar þá ekki. En hvar væri heimurinn án hennar? Hann væri miklu fátæklegri.“ Það verða þó skærar perlur úr ríkidæmi klassískrar tónlistar sem Gerrit flytur með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld og annað kvöld kl. 19.30. Morgunblaðið/Golli Einleikari kvöldsins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og stjórnandi, Gerrit Schuil. Uppáhaldsverk Gerrits ALÞJÓÐLEG ráðstefna um hnatt- væðingu á vegum Háskóla Íslands verður sett á morgun, föstudag, kl. 13.00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni verða níu málstofur þar sem leitast er við að nálgast við- fangsefnið frá ólíkum sjónarhornum. Í málstofu sem ber yfirskriftina „Conflicts, Cultures, and Comm- unication“ verða þýðingar í for- grunni en þær eru í raun „lykilhug- tak hnattvæðingar því með þýðingum er hnattvæðing, sem virð- ir menningarlega sérstöðu, fyrst hugsanleg,“ segir Gauti Kristmanns- son þýðingarfræðingur og stjórn- andi málstofunnar. Gauti segir Ís- lendingum tamt að hugsa sér það sem birtist á ensku sem „alþjóðlegt“ og gleyma síðan því sem eftir er af menningu heimsins. Þessi menning- arlega þröngsýni er verst okkur sjálfum, segir hann, því hún virðist einnig hafa í för með sér „þýðinga- blindu“ svo notað sé hugtak Ástráðs Eysteinssonar, blindu á þátt þýðinga í allri menningu og menningarsam- skiptum. Gauti segir okkur vita æ minna um heiminn utan hins enska málsvæðis og þar með minna um okkur sjálf, sem eigum djúpar rætur í evrópskri menningu, ekki síst í gegnum þýðing- ar. Samtímis virð- umst við vera að glata þessum tengslum með því að gleyma að þýða, eða þýða fátt annað en fá- nýti úr hinum enskumælandi heimi, heimi sem sjálfur hefur upp á miklu meira að bjóða en það. „Við þurfum að gera okkur ljóst að við er- um í raun miklu fremur menning- arleg afurð þýðinga á ýmsum sviðum heldur en nokkurn tíma fullkomlega sjálfbær og upprunaleg þjóð. Við getum aðeins orðið það með tilstilli þýðinga á þeirri menningu heimsins sem nærir okkar menningu til fram- búðar.“ Meðal fyrirlesara í málstofunni er Hans J. Vermeer prófessor við há- skólann í Heidelberg. Hann er í hópi kunnustu þýðingafræðinga samtím- ans og olli bók hans og Katharinu Reiss, Grundlegung einer allgemein- en Translationstheorie (1984) straumhvörfum í fræðunum. Þessi bók, sem telst vera lykilverk hlut- verksstefnunnar svokölluðu í þýð- ingafræðum, byggist að miklu leyti á svonefndri Skopos-kenningu Ver- meers. Höfundar bókarinnar ganga út frá þremur lykilatriðum í þýðing- um: í fyrsta lagi að þýðingar séu menningarleg tilfærsla; í öðru lagi að hver texti (í víðustu merkingu þess orðs), sem þýddur er, sé upplýsinga- tilboð sem yfirfæra skuli í samræmi við þau markmið sem þýðingunni eru gefin og loks að það sem stýri öll- um þýðingum sé tilgangur þýðing- arinnar. Þessi kenning varð mjög umdeild þegar í stað og hefur í raun verið bit- bein þýðingafræðinga undanfarna tvo áratugi. Hans J. Vermeer hefur einnig rit- stýrt tímaritinu TEXTconTEXT frá árinu 1986 sem er eitt af mikilvæg- ustu tímaritum á sviði þýðingafræða og auk þess hefur hann gefið út fjölda bóka, þ. á m. um þýðingar á miðöldum og í endurreisninni. Altvater og Zygmunt Bauman, prófessor við háskólana í Leeds og Varsjá, munu halda inngangsfyrir- lestra í hátíðarsal Háskólans við setningu ráðstefnunnar. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Nánari upplýsingar um málstofur á slóðinni www.hi.is. Alþjóðleg ráðstefna um hnattvæðingu Gauti Kristmannsson BÓK Guðrúnar Helgadóttur Ekkert að þakka! er komin út í Danmörku fyrir almennan markað hjá bókafor- laginu Klim. Þá hefur útgáfufyrir- tækið Lindhardt og Ringhof tryggt sér réttinn á bók- inni fyrir barna- bókaklúbb sinn þar sem hún verður bók mán- aðarins. Bækur Guð- rúnar Helgadótt- ur hafa ferðast víða um lönd á liðnum árum. Þær hafa komið út í Bandaríkjun- um, Japan, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Fær- eyjum. Þá er Ástarsaga úr fjöllunum væntanleg í Kóreu og Ítalíu á næstu mánuðum. Sögð á þróttmikinn hátt Gagnrýnandi Politiken, Steffen Larsen, sagði m.a. í umsögn sinni að ólíkt öðrum barnabókum væri ekki verið að prédika yfir börnunum ákveðinn siðferðisboðskap í Ekkert að þakka! Þá segir hann um stíl Guð- rúnar í bókinni: „Hún skrifar af ró- semd og varfærni. Ásamt með fín- gerðri og skilningsríkri kímni. En verður aldrei ósiðsamleg. Og Eva og Ari Sveinn [aðalpersónur bókarinn- ar] hafa auk þess lært svolítið í lokin en kannski ekki alveg það sem for- eldrar þeirra halda.“ Í riti sem gefið er út fyrir bókasöfn í Danmörku til leiðbeiningar við innkaup birtist um- sögn um Ekkert að þakka! eftir Torben Bråe Olesen. Hann vísar í káputexta bókarinnar þar sem segir að þetta sé sannkölluð jólasaga „og hún er það en nútímaleg og með mjög ákveðin einkenni glæpasögu. … Þetta er yndislega útsmogin saga sögð á þróttmikinn og einfaldan hátt.“ Ekkert að marka! væntanleg Klim hefur á undanförnum árum gefið út bækur Guðrúnar í Dan- mörku. Þannig er sagan Litlu greyin nýkomin út á vegum forlagsins og þar á undan gaf það út Undan ill- gresinu, en fyrir þá bók hlaut Guð- rún Helgadóttir Norrænu barna- bókaverðlaunin 1992. Þá er Ekkert að marka! væntanleg hjá Klim. Ekkert að þakka! í Danmörku Guðrún Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.