Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ því að neyta forkaupsréttar síns á helmingi jarðarinnar Efsta- bæjar vildi Skorradalshreppur tryggja að tilgangi jarðalaga væri náð og að nýting landsins yrði í sam- ræmi við hagsmuni sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í svari K. Huldu Guðmundsdóttur, skógarbónda á Fitjum í Skorradal, við ummæla Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra í Morgunblaðinu í fyrra- dag, þar sem hann segir úrskurð um að fella úr gildi ákvörðun hreppsins um að neyta forkaupsréttar byggð- an á lögfræðilegu mati. Sveitarstjórnin hafði sterk rök Hulda segir hjákátlegt af land- búnaðarráðherra að halda því fram að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að beita sauðfé í hundraðatali á land sem sérfræðingar hafa dæmt óbeit- arhæft, en Efstabæ keyptu bændur sem hyggjast nota jörðina til sauð- fjárbeitar. Hulda vakti fyrst athygli á málinu í grein í blaðinu sl. laug- ardag, þar sem hún gagnrýndi ákvörðun ráðherrans. „Landbúnaðarráðherra viður- kennir að sveitarstjórnir hafa heim- ild til að neyta forkaupsréttar, geti þær fært fram mjög sterk rök fyrir slíkri ákvörðun og sýnt fram á að til- gangi jarðalaga verði ekki náð með öðrum hætti,“ segir Hulda um um- mæli ráðherrans. „Hann segir rétti- lega að slíkt sé neyðarúrræði. Þetta eru einmitt rök Skorradalshrepps sem ég rakti í grein minni í Morg- unblaðinu sl. laugardag fyrir því að sveitarstjórnin sá sig knúna til að neyta forkaupsréttar síns vegna sölu á 50% hlut Efstabæjar.“ Hulda segir að með því hafi sveit- arstjórnin beinlínis verið að tryggja það að tilgangi jarðalaga væri náð um það að nýting landsins yrði eðli- leg og hagkvæm út frá þjóðhagslegu sjónarmiði og í samræmi við hags- muni sveitarfélagsins og þess land- búnaðar sem þar er stundaður, sem er landgræðsla og skógrækt. „Það er hreint og beint hjákátlegt af landbúnaðarráðherra að halda því fram að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að beita sauðfé í hundr- aðatali á land sem færustu sérfræð- ingar hafa dæmt óbeitarhæft með öllu og óskiljanlegt af honum að halda því fram að hreppsnefnd hafi ekki getað sýnt fram á fullnægjandi rök fyrir máli sínu.“ Hulda segir að með slíkum yfirlýsingum sé ráð- herra í raun og veru að segja að ekk- ert mark sé takandi á hans eigin fagstofnunum, þ.e. Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Land- græðslunni, „því það voru álitsgerð- ir þessara stofnana um nauðsyn á friðun landsins, sem hreppurinn byggði röksemdir sínar að mestu leyti á.“ Ekki annar kostur en að nýta forkaupsréttinn Að sögn Huldu reyndi hreppurinn til þrautar að ná samkomulagi svo að ekki þyrfti að beita forkaupsrétt- arákvæðinu, en öllum samningatil- boðum var hafnað af hálfu fyrirhug- aðra kaupenda. Að öllu samanlögðu taldi hreppurinn sig því ekki eiga annarra kosta völ en að nýta sér rétt sinn til að ganga inn í fyrirliggjandi kaupsamning. „Þar með var hrepp- urinn heldur ekki að skerða eign- arrétt neins því það höfðu ekki orðið nein eigna- eða aðilaskipti á réttind- um. Eignaskipti verða ekki fyrr en lögformlegum leiðum hefur verið fullnægt og hluti af því ferli er að leita samþykkis sveitarstjórnar og jarðanefndar um ráðstöfun fast- eignar.“ Hulda segir að í þessu til- felli hafi hreppsnefndin kosið að af- stýra fyrirhugaðri ráðstöfun af því að hún var beinlínis andstæð mark- miðum og stefnu sveitarfélagsins og fullkomlega andstæð gæðastýringu í landbúnaði. „Það er því grátbroslegt og sein- heppið af ráðherranum spaugsama að grípa til þess svars við spurningu minni að hann hafi nú beitt sér fyrir gæðastýringu í sauðfjárrækt, því gæðastýring byggist m.a. á raun- hæfri landnýtingu og því að ekki má beita á rýrt land. Í þessu Efstabæj- armáli brýtur ráðherrann þó ná- kvæmlega þetta tvennt. Hann kallar röksemdir mínar í greininni „út í hött“ og „ómerkileg högg“. Við- brögð af þessu tagi koma ráðherra sjálfum verst því þau koma upp um ófagleg vinnubrögð. „Þar sem tvö högg koma saman“ hitta þau ráð- herrann sjálfan fyrir en ekki þann málstað landgræðslu og gróður- verndar sem ég tala fyrir.“ Sveitarstjórn Skorradalshrepps sá sig knúna til að neyta forkaupsréttar Nýtingaráform andstæð gæðastýringu í landbúnaði  MARÍA Heimisdóttir varði dokt- orsritgerð sína við University of Massachusetts, School of Public Health and Health Sciences, 5. apríl sl. Ritgerðin fjallar um far- aldsfræðilegar og tölfræðilegar að- ferðir til að mæla áhrif samverk- andi sjúkdóma (comorbid diseas- es) á klínískar og rekstrarfræðilegar útkomur meðal sjúklinga á sjúkra- húsum. Með samverkandi sjúkdóm- um er átt við sjúkdóma aðra en þá sem eru meginorsök innlagnar hverju sinni. Markmið rannsóknar Maríu var að kanna réttmæti og notagildi flokkunarkerfis sem hannað var af bandarískum vísindamönnum undir stjórn dr. Anne Elixhauser. Kerfið flokkar samverkandi sjúkdóma í 30 flokka eða sjúkdómsvísa (comorbid- ity indicators), sem ætlaðir eru til að lýsa og bera saman sjúklingahópa með tilliti til byrði þeirra af samverk- andi sjúkdómum. Flokkunin var byggð á stóru gagnasafni um sjúk- linga á sjúkrahúsum í Kaliforníu 1992. Forspárgildi vísanna með tilliti til dánartíðni, lengdar sjúkra- húsvistar og kostnaðar við sjúkra- húsvist var metið í sama gagnasafni. Tíðni og dreifing sjúkdómsvísanna var metin og borin saman við sam- bærilegar upplýsingar frá Kali- forníu. Smíðuð voru reiknilíkön til að kanna áhrif vísanna á dánartíðni, lengd sjúkrahúsvistar og kostnað við sjúkrahúsvist. Í ljós kom að sjúklingahóparnir tveir voru almennt svipaðir hvað varðar lýðfræðilega uppbyggingu. Nokkur munur var á sjúkdómsbyrði, 17,8% sjúklinga í Kaliforníu höfðu þrjá eða fleiri sjúkdómsvísa en að- eins 12,4% sjúklinga í Massachus- etts. Meðalkostnaður við hverja inn- lögn var hærri í Kaliforníu en í Massachusetts en meðallegutími hins vegar talsvert styttri. Hlutfall bráðainnlagna var verulega hærra í Massachusetts (49%) en í Kaliforníu (17%). Sambandið milli fjölda sjúk- dómsvísa og afdrifa var sams konar í báðum hópum, það er sjúklingar með fleiri vísa höfðu hærri dánartíðni og sjúkrahúsvist þeirra var lengri og dýrari en þeirra sem færri vísa höfðu. Áhrif vísanna og forspárgildi reiknilíkananna, þegar leiðrétt hafði verið fyrir raskandi þætti, voru sam- bærileg í sjúklingahópunum tveimur hvað varðar legulengd og kostnað við sjúkrahúsvist. Hins vegar voru áhrif vísanna á dánarlíkur ekki sambæri- leg milli hópanna tveggja, jafnvel eft- ir að leiðrétt var fyrir raskandi þætti. Þannig bentu niðurstöðurnar til þess að sú flokkun samverkandi sjúkdóma í 30 sjúkdómsvísa, sem hönnuð var fyrir sjúklinga í Kali- forníu, ætti einnig við meðal sjúk- linga í Massachusetts og mætti nota til að meta sjúkdómsbyrði af völdum samverkandi sjúkdóma. Jafnframt bentu niðurstöður til þess að áhrif vísanna á sjúkrahúsvist (lengd og kostnað) væru sambærileg í hóp- unum tveimur þrátt fyrir verulegan mun á meðallegulengd og með- alkostnaði við sjúkrahúsvist. Ekki er ólíklegt að áhrif þeirra séu svipuð í öðrum áþekkum sjúklingahópum. Hins vegar voru áhrif vísanna á dán- arlíkur ekki sambærileg milli hóp- anna tveggja. María lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1990 og MBA-prófi í heilbrigðisrekstrarhagfræði frá School of Business 1997. Hún starfaði hjá Krabbameinsskrá Massachusetts-fylkis og á Baystate Medical Center. Hún hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu 1999, þar sem hún er forstöðumaður á gagna- grunnssviði. María er gift Ófeigi Þorgeirssyni lækni og eiga þau tvo syni. Doktors- vörn í lækn- isfræði Á SEPTEMBERFUNDI Evrópu- ráðsþingsins í Strassborg í lok sept- embermánaðar var Láru Margréti Ragnarsdóttur, formanni Íslands- deildar Evrópuráðsþingsins og for- manni félags-, heilbrigðis- og fjöl- skyldumálanefndar þingsins, veitt heiðursviðurkenning af fulltrúum tékkneska þingsins fyrir ríkan þátt í að vekja athygli á hinni brýnu þörf fyrir neyðaraðstoð í kjölfar vatna- vaxtanna miklu í ágúst sl. er ollu gríðarmiklum skemmdum, m.a. í Prag höfuðborg Tékklands. Á fundum félags-, heilbrigðis- og fjölskyldumálanefndar Evrópu- ráðsþingsins í haust hefur Lára Margrét, formaður nefndarinnar, lagt mikla áherslu á að aðildarríki Evrópuráðsins veittu tékknesku þjóðinni aðstoð vegna náttúru- hörmunganna í sumar. Í kjölfar neyðarkalls frá Miroslav Ouzky, for- manns tékknesku landsdeildarinnar hjá Evrópuráðsþinginu, hvatti Lára Margrét aðildarríki Evrópuráðsins til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að standa með bræðraþjóð- um sínum í þessum erfiðleikum og þá sér í lagi Tékkum. Í tilmælum fé- lags,- heilbrigðis- og fjölskyldumála- nefndar var lögð á það áhersla að aðildarríki Evrópuráðsins og sveit- arfélög innan þeirra tækju ákveðin héruð, bæi og borgir „í fóstur“ og tryggðu þannig skilvirkni í neyð- araðstoð. Slíkar aðgerðir myndu jafnframt sýna fram á samhug með- al Evrópubúa á neyðartímum. Árangursrík söfnun Í athöfn þeirri er tékkneska landsdeildin hélt til heiðurs Láru Margréti í Strassborg kom fram í máli Miroslavs Ouzkys, að eftir íhlutun félags-, heilbrigðis- og fjöl- skyldumálanefndar Evrópuráðs- þingsins fyrr í haust hefði mikið áunnist. Sagði hann að u.þ.b. 500 milljónir evra hefðu safnast fyrir til- stilli Evrópuráðsins og að á tím- anum sem liðið hefði frá flóðunum hefði skapast mikil samstaða meðal Evrópuþjóða í að leysa úr brýnustu erfiðleikum tékknesku þjóðarinnar. Sagði Ouzky jafnframt að í fram- haldi af frumkvæði Evrópuráðs- þingsins hefði Evrópuþingið tekið málefnið upp með afar góðum ár- angri. Lára Margrét Ragnarsdóttir, formaður félags,- heilbrigðis- og fjölskyldumálanefndar Evrópuráðsþingsins, tekur við heiðursviðurkenningu tékkneska þingsins fyrir hlut sinn í eflingu neyðaraðstoðar vegna flóðanna í Tékklandi. Með Láru Margréti á myndinni eru tékknesku þingmennirnir Mirolsav Ouzky og Miroslava Nemcova. Heiðursviðurkenn- ing fyrir frumkvæði SIV Friðleifsdóttir hefur skipað nefnd til að móta tillögur og vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um stofnun verndarsvæðis eða þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Í fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu segir að stofnun verndarsvæðis eða þjóðgarðs á svæðinu norðan Vatnajökuls sé margbrotið verkefni sem kalli á talsverðan undirbúning af hálfu stjórnvalda og víðtækt samráð við hagsmunaaðila og aðra þá sem málið varðar. Nefndinni er falið að fara yfir og skoða þá möguleika sem til greina koma með tilliti til þeirra áætlana um landnýtingu á svæðinu, þ.e. Kárahnjúkavirkjun- ar, sem Alþingi hefur fyrir sitt leyti fallist á. Í úrskurði umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í lok síðasta árs voru framkvæmdinni sett skil- yrði til að draga úr umhverfis- áhrifum hennar á helstu útivist- arsvæði, s.s. við Snæfell. Nefndinni er ætlað að vinna til- lögur að umfangi verndarsvæðis og verndarstigi og skal hún í störfum sínum hafa samráð við viðkomandi sveitarfélög, landeig- endur og landnotendur, þ.m.t. ferðaþjónustuaðila og umhverfis- samtök. Tillögur fyrir 15. mars Í nefndinni eiga sæti Alþingis- mennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Magnús Stefánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéð- insson, en formaður nefndarinnar verður Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu. Skal nefndin skila af sér áfangaskýrslu til umhverfisráð- herra eigi síðar en 15. mars 2003, segir í frétt frá ráðuneytinu. Nefnd um þjóðgarð norð- an Vatnajökuls Upphæðin komin yfir 30 milljónir UPPHÆÐ söfnunarinnar Göngum til góðs er komin yfir 30 milljónir króna. Rúmlega 28 milljónir söfnuðust laugardaginn 5. október sl. Síðan hafa framlög verið að berast til Rauða kross Íslands. Nú síðast barst ein milljón króna frá Íslend- ingi sem búsettur er í Bandaríkj- unum. Þá má nefna að hagnaður af dansleik, sem haldinn var í Búð- ardal, var gefinn til söfnunarinnar. Féð sem safnaðist á Íslandi verð- ur sent til Afríkulanda, þar sem hungursneyð ríkir. Markmiðið með söfnuninni á heimsvísu er að koma matvælum til 750 þúsund manna á hungurssvæðum í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað þjóðir heims við því að 14,4 millj- ónir manna eigi á hættu að deyja úr hungri í heiminum á næstu mánuðum, ef ekkert verður að gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.