Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241 Fax 5 444 211 Netf.: netsalan@itn.is Opið mán. - fös. kl. 10:00 - 18:00, lau. 10:00 - 12:00 OVERLAND og LIMITED 2003 ÁRG. ER KOMIN JEEP GRAND CHEROKEE NETSALAN UMHVERFISRÁÐHERRA Nor- egs, Børge Brende, sagðist í fyrir- spurnartíma á norska Stórþinginu í gær standa fast við þá ákvörðun sína að olían úr Guðrúnu Gísladóttur KE-15, sem sökk við N-Noreg í sum- ar, skuli fjarlægð sem fyrst. Ef í ljós komi að áætlanir eigenda skipsins séu óframkvæmanlegar skuli norska ríkið grípa inn í sem fyrst og fjar- lægja alla olíu úr skipinu, ljóst er að kostnaður af slíkri framkvæmd myndi falla á eigendur skipsins. Það var Hill-Marta Solberg, þing- maður Verkamannaflokksins, fyrir Norður-Noreg sem spurði ráð- herrann til hvaða ráða hann hygðist grípa til að skipið verði fjarlægt sem fyrst. Sagði hún að ekkert hafi verið aðhafst til þessa, en á þriðjudag rann út frestur sem eigendum skipsins var gefinn til að fjarlægja olíuna um borð í skipinu. Í síðustu viku keypti Íshús Njarð- víkur skipið og vilja nýir eigendur lyfta skipinu upp í einu lagi, en hafa þeir frest til næsta vors til að fjar- lægja flakið sjálft. Fór Íshús Njarð- víkur fram á að fresturinn yrði fram- lengdur til 15. desember þar sem ætlunin var að fjarlægja allt skipið í einu lagi, en hafa Mengunarvarnir norska ríkisins (SFT) hafnað þeirri kröfu. SFT telur sömuleiðis að áætlun, sem Íshús Njarðvíkur lagði fram á mánudag, um hvernig verði staðið að björgun skipsins gallaða og segja í svarbréfi til Íshúss Njarðvíkur að svör vanti við mikilvægum spurning- um sem SFT hafi óskað svara við. Leggur SFT áherslu, í bréfi til eig- enda skipsins, að fyrirmæli um að fjarlægja olíuna fyrir 15. október standi enn þó fresturinn sé útrunn- inn. Undirstrikað er að það sé talin betri lausn að fjarlægja allt skipið í einu, en að taka einungis olíuna. Vill SFT að utanaðkomandi fagmenn taki þátt í að skipuleggja hvernig staðið verði að björgun skipsins til að aðgerðin hafi eins litla áhættu fyrir umhverfið í för með sér og mögulegt er. Er því krafist að ný áætlun verði send SFT svo fljótt sem auðið er. Norska ríkið grípi inn í ef áætl- anir eru óframkvæmanlegar Umhverfisráðherrann sagði í svari sínu á Stórþinginu í gær að það myndi þýða stórvægilegt umhverfis- slys fyrir sjófugl, fiskeldi, viðkvæm strandsvæði og útivist ef olía læki úr flakinu. „Það er mikilvægt, m.a. vegna veðurfars í Lófóten að skipið verði fjarlægð svo fljótt sem auðið er.“ Brende sagði jákvætt að nýir eig- endur skipsins vilji fjarlægja allt flakið, en þessi áform þurfi að kynna betur áður en SFT getur metið hvort þetta sé framkvæmanlegt innan svo skamms tíma og hvort aðgerðin upp- fylli allar umhverfiskröfur. SFT muni sjá um að vel verði staðið að bæði skipulagningunni og fram- kvæmdinni sjálfri. „Ef það kemur í ljós að áætlanir útgerðarinnar eru óframkvæman- legar, er mikilvægt að enginn tími fari til spillis, ríkið grípi inn í til að láta fjarlægja olíuna um borð og það verði sett í gang umsvifalaust. Ég hef því beðið SFT um að byrja nauð- synlegan undirbúning vegna slíkrar aðgerðar samhliða því að björgunar- fyrirtækið gerir nýjar áætlanir. Út- gerðin hefur nú haft þrjá mánuði til að fjarlægja skipið, án þess að hafa aðhafst nokkuð,“ sagði Brende. Mik- ilvægt væri að í svona tilfellum tæki útgerðin ábyrgð, fylgdi gefnum fyr- irmælum og hreinsaði upp eftir sig. Mál Guðrúnar Gísladóttur rædd á norska Stórþinginu Vilja að olían verði fjarlægð sem fyrst Íslendingar taka þátt í Eurovision að nýju SJÓNVARPIÐ hefur auglýst eftir lagi til þátttöku fyrir Ís- lands hönd í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, Euro- vision, sem fram fer í Lettlandi í maí 2003. Ísland hefur öðlast þátttökurétt að nýju eftir að hafa lent í síðasta sæti í Kaup- mannahöfn vorið 2001 og misst því af keppninni í Eistlandi sl. vor. Lagahöfundar hafa nú tæki- færi til 18. nóvember nk. að skila inn tónsmíð sem ekki hef- ur verið flutt opinberlega áður og má að hámarki vera þrjár mínútur að lengd. Textinn skal vera á íslensku vegna flutnings hér heima, eins og það er orðað í auglýsingu Sjónvarpsins. Rúnar Gunnarsson, deildar- stjóri innlendrar dagskrár- deildar Sjónvarpsins, sagði við Morgunblaðið það vera ánægjulegt að vera þátttakandi að nýju. Að hans sögn er verið að skoða þá möguleika að halda forkeppni hér heima til að velja framlag Íslands. Íhuga forkeppni „Nú komum við vonandi sterk inn aftur. Við finnum fyrir miklum áhuga tónlistarfólks og eigum von á að fá fullt af lögum sent inn. Okkur langar til að halda forkeppni. Það fyrir- komulag hefur gefist mjög vel og hefur haft mikla þýðingu fyrir tónlistarbransann,“ sagði Rúnar og tók sem dæmi að Sví- ar ætluðu að vera með 30 lög í forkeppni, sem vekti jafnvel meiri athygli þar í landi en sjálf úrslitakeppnin. Aðspurður hvort sigurlagið ætti einnig að vera flutt á ís- lensku í Lettlandi sagðist Rún- ar reikna með að sama regla gilti og síðast, þ.e. að listamenn- irnir réðu sjálfir sínum flutn- ingi á alþjóðlegum vettvangi. FLUGLEIÐIR bjóða nú upp fargjöld til Kaup- mannahafnar fyrir 19.800 krónur með sköttum og til annarra áfangastaða í Evrópu fyrir 24.920 krónur. Ódýrustu fargjöldin til Kaupmannahafn- ar lækka því um u.þ.b. 31% þegar skattar eru reiknaðir með inn í verðið. Áður voru lægstu far- gjöldin til Kaupmannahafnar 28.900 kr. með skatti. Kynntir voru þrír meginflokkar fargjalda á blaðamannafundi í gær. Sætaframboð er takmarkað á lægstu fargjöld- unum, sem nefnast Smellir, einungis er hægt að bóka þau á Netinu og verður að gera það með þriggja vikna fyrirvara. Ódýrasta fargjaldið til Bandaríkjanna verður nú 47.820 krónur og er það einnig svonefndur Smellur. Hámarksdvöl er þrjár vikur og farþegar verða að lágmarki að dvelja yfir eina aðfaranótt sunnudags. Enginn barna- afsláttur er af Smellunum, ekki er um endur- greiðslu að ræða né möguleika á breytingum. Þá voru einnig kynnt í gær ný og lægri almenn fargjöld þar sem unnt er að fljúga til Evrópu fyrir 35.400 krónur og til Bandaríkjanna fyrir 67.940 krónur. Engin bókunarfyrirvari er á þessum far- gjöldum. Lágmarksdvöl er vika og hámark einn mánuður. Þá var einnig kynntur nýr fargjaldaflokkur á Business Class til Evrópu og Bandaríkjanna. Með því að bóka með vikufyrirvara fæst farið fyrir lægra verð og t.d. er unnt að fá ferð til Glasgow fyrir 97.630 krónur. Ef flogið er út að morgni og heim að kveldi kostar 85.650 krónur til Kaup- mannahafnar og 84.810 krónur til London. Forráðamenn félagsins kynntu verðbreyting- arnar á blaðamannafundi í húsakynnum Flugleiða í gær. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, greindi frá því að í júlí og ágúst hefði farþegum til og frá Íslandi fjölgað á kostnað þeirra farþega sem fljúga yfir Atlantshafið með klukkustundar viðdvöl í Keflavík. Sigurður greindi frá því að töluverð hagræðing hefði náðst í rekstri félagsins en hagnaður af rekstri á fyrri hluta ársins nam um 50 milljónum króna. Sigurður sagði að nú væru eingöngu not- aðar Boeing 757-vélar og að þær væru tólf talsins. Þess vegna hefði rekstrarkostnaður á sæti farið lækkandi. Reikna með að farþegum komi til með að fjölga Hann segir það stefnu félagsins að auka enn hlut þeirra farþega sem koma til landsins og fara frá því. Dregið hefur verið úr sætaframboði til Bandaríkjanna og því hyggst félagið auka sæta- framboð frá Íslandi til Evrópu. Þá er verið auka sætaframboð fyrir Íslendinga og Bandaríkjamenn sem ferðast milli landanna tveggja. Sigurður segir að því séu möguleikar á að stækka íslenska mark- aðinn enn frekar, einkum yfir vetrartímann, þó svo að nýju fargjöldin gildi allt árið um kring. Hann segist vonast til að sætanýting aukist yfir vetrartímann og því sé ekki gert ráð fyrir að verð- lækkunin hafi áhrif á tekjur félagsins, heldur sé fyrst og fremst reiknað með að farþegum komi til með að fjölga. Sigurður segist gera ráð fyrir að verðbreytingarnar nú muni efla bæði stöðu Flug- leiða og stöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Hann segir að með því að bjóða lægstu far- gjöldin eingöngu til sölu á Netinu sé verið að lækka dreifikostnað. Hann segir að á und- anförnum mánuðum hafi verið mikil aukning í sölu um Netið og ljóst sé að það sé framtíðin hvað sölu flugfargjalda varði. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs, sagði að með verðbreytingunum sé verið að bregðast við ákveðnum breytingum í heiminum. Þetta sé í takt við aðgerðir annarra flugfélaga og þeirri þróun sem orðið hefur fyrir tilstilli Netsins. Með sölu fargjalda á Netinu séu verið að ná til annarra markhópa en áður. Reiknað með að selja netfargjöld fyrir a.m.k. 3 milljarða 2003 Í ár er búist við að fargjöld verði seld fyrir hálf- an annan milljarð króna á Netinu, að sögn Steins Loga, sem bætir við að á næsta ári sé reiknað með að upphæðin verði a.m.k. þrír milljarðar. Verið sé að aðlaga fargjaldaskipulagið netvæðingunni og svo að fyrirtækjum. Steinn Logi fullvissaði viðstadda á kynning- arfundinum í gær um að það yrði ekki þannig að ódýrustu fargjöldin yrðu alltaf uppseld. Því þó að sætaframboð yrði takmarkað á netfargjöldunum þá yrðu nokkur þúsund slík í boði næstu vikur og mánuði. „Við erum að láta miklu fleiri sæti til sölu á íslenska markaðnum og til Íslands, sæti sem áð- ur voru seld yfir hafið,“ sagði Steinn. Lægstu fargjöld Flugleiða lækka um tæpan þriðjung Morgunblaðið/Sverrir Létt var yfir forráðamönnum Flugleiða er þeir kynntu nýju fargjöldin í gær. Frá vinstri eru það Þor- varður Guðlaugsson, svæðisstjóri fyrir Ísland, Sigurður Helgason forstjóri, Helga Árnadóttir, sölu- stjóri á Íslandi, og Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.