Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 45 Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast langömmu okkar, Kristínar Jóhannsdóttur. Amma Kristín var afskaplega hrein og bein kona, hún bar ekki tilfinningar sínar á torg, en faðmlögin hennar, þegar við heilsuðumst og kvöddumst, sýndu það hins vegar hve vænt henni þótti um okkur – svo ekki sé talað um ljóðin sem við fengum alltaf KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR ✝ Kristín Jóhanns-dóttir fæddist í Bolungarvík 31. ágúst 1910. Hún lést á elliheimilinu Grund 3. september síðastliðinn. Kristín var eitt fimm barna Jóhanns Hjaltasonar og Guðnýjar Guð- jónsdóttur. Kristín giftist Þor- geiri Lúðvíkssyni frá Fáskrúðsfirði, f. 27. júlí 1900, d. 13. mars 1967. Þau áttu sex börn. Barnabörnin eru fjórtán. Útför Kristínar var gerð í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. frá henni inn í öll kort, bæði jóla- og afmæl- iskort. Hún var fyrirmynd- arhúsmóðir, alltaf að þrífa, og þau voru ófá skiptin sem amma Hjödda, dóttir hennar, kom að henni klifrandi uppi á stólum með tuskuna á lofti, allt varð að vera hreint og fínt. Ekki má heldur gleyma að minnast á hve fín hún var til fara og ilmaði alltaf áber- andi vel. Það eru slík minningabrot sem við gleðjumst yfir nú þegar amma Kristín er dáin. Nú er kveðjustundin runnin upp elsku amma, hvíl þú í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín langömmubörn, Hjördís Halldóra og Guðmundur Þórir. ✝ Inga HreindalSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1932. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sigurður Kristjáns- son, f. 14.2. 1897, d. 28.11. 2001, og Kristjana Bjarna- dóttir, f. 3.10. 1910. Systkini Ingu eru: Bjarni, f. 22.11. 1928, d. 25.10. 1981, Björg, f. 14.2. 1930, Sigurður, f. 3.6. 1936, Elsa, f. 16.4. 1941, og Ásgeir, f. 12.6. 1945. Hinn 31.12. 1954 giftist Inga Kristjáni N. Mikaelssyni, flug- manni frá Akureyri, f. 4.6. 1920. Foreldrar hans voru: Mikael Mar- teinn Guðmundsson, skipstjóri á Akureyri, f. í Hrísey 29.10. 1886, d. 25.3. 1922, og Gunnlaug Krist- jánsdóttir húsfreyja, f. 18.3. 1894, d. 7.8. 1957. Börn Ingu og Krist- jáns eru: 1) Bjarni Róbert, f. 19.2. 1950, í sambúð með Arndísi Einarsdótt- ur. Hann á tvö börn, Andreu og Kristján. 2) Gunnlaug, f. 3.6. 1955, í sambúð með Gunnari Þ. Árna- syni. Hún á eitt barn, Rakel Maríu. 3) Sigrún, f. 15.6. 1963, hún á tvö börn, Ingu Hrönn og Viktor Fannar. 4) Ragnhildur, f. 18.7. 1966, hún á eitt barn Róbert Mikael. Inga og Kristján byrjuðu að búa í Reykjavík, fluttu síðan til Vancouver í Kanada árið 1956. Síðan til Minneapolis í Bandaríkjunum og bjuggu þau þar til ársins 1962, stunduðu þar ýmis störf, hann við flugið og hún við sjúkrahúsið. Heim komin byggðu þau sér hús í Garðabæ og bjuggu þar meðan heilsan leyfði. Fluttu svo á Hrafnistu í Hafnar- firði. Útför Ingu fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 16. október. Elsku amma mín. Nú ert þú orð- in ein af englunum sem þú sendir alltaf á sængina til okkar. Ég veit að þér líður miklu betur hjá þeim og ert laus við þjáningarnar sem fylgdu sjúkdómnum sem þú barðist við. Þú varst svo mikil hetja, þú kvartaðir aldrei né gafst upp. Lífs- gleðin skein af þér og þú varst allt- af jákvæð. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa í bleika hosiló. Þú hafðir alltaf svo fínt og fallegt í kringum þig, herbergið var fullt af bleikum blómum og blúnd- um. Elsku amma mín, þú hefur alltaf átt stóran hluta af hjartanu mínu. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég var lítil. Allar mínar æskuminningar á ég hjá þér og afa í Aspó. Þegar við fluttum úr kjall- aranum kom ég hverja helgi til að vera hjá ykkur. Þú tókst alltaf vel á móti mér og ég fann að ég átti enn heima hjá þér. Ég man að þú dans- aðir um heimilið, syngjandi þegar þú tókst til. Þú varst fyrirmyndin mín, svo lífsglöð og falleg. Ég lærði svo margt af þér. Þú kenndir mér Faðir vorið, kenndir mér að steikja lummur og stoppa í sokkana hans afa. Það var svo gaman þegar ég og Rakel fengum að klæða okkur upp í alla litríku, silki náttkjólana þína. Þá urðum við prinsessur. Elsku amma, ég er svo stolt að bera nafnið þitt. Ég sakna þín svo sárt en það huggar mig að þér líður vel núna. Ég veit líka að nú vakir þú yfir mér á sænginni minni. Þú ert engill sem situr á bleiku skýi og vakir yfir okkur öllum. Þú ert allar perlur hafsins, allar stjörnur á himnum og öll bleik blóm jarðar. Þú ert einstök. Þín Inga Hrönn. Elsku Inga mín, ég þakka þér fyrir að hafa átt þig fyrir systur. Þú varst engri lík, alltaf svo jákvæð og góð við alla. Alltaf gast þú gert gott úr öllu og allt svo skemmtilegt. Eins og þegar þú bjóst til hafragraut handa barnabörnunum og settir rúsínur út á, þá hét það diskógrautur og allir vildu meira. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þið Kristján reistuð ykkur hús í Garðabænum af mikilli elju og dugnaði. Þú varst ekki lengi að slá þínum töfrum yfir það, með fallegum lit- um og smekkvísi. Sjálf varst þú eins og rós á heim- ilinu. Tókst vel á móti öllum, alltaf vel til höfð og falleg og geislaðir út frá þér kærleika. Mig langar að kveðja þig með bæninni eftir pabba okkar sem við héldum svo mikið upp á. Faðir gef mér trygga trú, og traust á innri sýn. Svo ég geti byggt mér brú, sem ber mig heim til þín. (Sigurður Kristjánsson.) Þakka þér fyrir allt, elsku Inga mín. Elsa systir. Liðin er æfi löng og fögur, kvöldið komið með hvíld og frið; Ég kveð þig, elsku hjartans frænka mín. Ég kynntist þér fyrst í gegn um mömmu sem skrifaðist á við þig í Ameríku í 6 löng ár. Þið Kristján fóruð út með Gullý og Ró- bert. Ég saknaði ykkar, en mamma þó mest. Hún skrifaði oft. Fyrir- mynd sem varð mér gott veganesti þegar ég flutti til Noregs. Þú vannst sem aðstoðarhjúkrunar- kona og varst svo góð og glæsileg. Þegar þið fluttuð heim 1962 var það mikill fengur að fá ykkur til okkar. Við vorum orðin fjögur systkinin og yngsta systir mín var skírð í höfuðið á þér. Eftir það varst þú kölluð Inga stóra. Þið komuð með gjafir til okkar frá Am- eríku, Maggi litli bróðir fékk Tjalla, stóran apa, og hann á hann enn. Við fjölskyldurnar bjuggum saman í nokkra mánuði. Alltaf var jafn yndislegt að hittast eftir það. Þá voru bakaðar súkkulaðitertur og börnin nutu þess að fá heim- sókn. Svo varð ykkar fjölskylda stærri, Sigga og Ragga fæddust og þið fluttuð í húsið ykkar í Garð- arbæ. Eftir að þið fluttuð inn á Hrafnistu hafa heimsóknirnar hennar mömmu orðið æ tíðari. Nú eru það við sem skrifumst á og Inga frænka hefur átt hug hennar allan. Það er mér ánægja að fá fregnir af umhyggjunni sem frænka mín varð aðnjótandi, í gegn um langa baráttu við veikindin og síðan sofna sátt og róleg í faðmi fjölskyldunnar sinnar og trúnni á Jesú Krist. Ó, systir mín, ég krýp við kistu þína, af hvarmi falla tárin þung og heit, en vorsins geislar vonarbjartir skína og vekja fegurst blóm á grafarreit. (Björg Sigurðardóttir.) Kristjana Jóhannsdóttir í Noregi. INGA HREINDAL SIGURÐARDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi Okkar ástkæri eiginmaður og faðir, SIGURGEIR GUÐJÓNSSON rafvirkjameistari, Hraunbæ 102 H, Reykjavík, lést af slysförum sunnudaginn 13. október sl. Jarðarför fer fram frá Árbæjarkirkju miðviku- daginn 23. október kl. 13.30. Arna Sæmundsdóttir, Jóhanna Margrét Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Örn Sigurgeirsson og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS ÍSLEIFSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudag- inn 14. október. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 23. október kl. 13.30. Theodóra Ragnarsdóttir, Róbert A. Spanó, Atli Ísleifur Ragnarsson, Ágústa Hermannsdóttir, Örn Ragnarsson, Soffía Ragnarsson, Loftur Þorsteinsson, Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, Ólafur Þór Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR frá Langholti, Grænumörk 3, Selfossi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 9. október. Jarðsett verður frá Hraungerðiskirkju laugardaginn 19. október kl. 13.30. Þorsteinn Hermannsson, Bára Guðmundsdóttir, Steinunn Hermannsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Óli A. Haraldsson, Pétur Hermannsson, Bjarney Sigurlaugsdóttir, Alda Hermannsdóttir, Tryggvi K. Gestsson, Hermann Hermannsson, Hreggviður Hermannsson, Hjördís Helgadóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Maðurinn minn, KRISTINN GESTSSON píanóleikari, Kársnesbraut 11, Kópavogi, lést mánudaginn 14. október síðastliðinn. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Ásdís Gísladóttir. Okkar ástkæra KOLBRÚN ÓSK ÓLAFSDÓTTIR, til heimilis á deild 20, Landspítalnum Kópavogi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 14. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Kristinsson, Regína Heincke, Vilhjálmur Magnússon, Ólöf Björnsdóttir, Guðni Rúnar, Hanna Ruth.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.