Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞRETTÁN ár eru liðin síð-an hvalur veiddur í vís-indaskyni var síðast skor-inn í Hvalfirði. Ljóst er að hvalveiðar í atvinnu- skyni munu ekki hefjast hér við land fyrr en í fyrsta lagi árið 2006 en með aðild Íslands að Alþjóðahvalveiði- ráðinu opnast vissulega möguleiki á að hefja veiðar á hval í vísindaskyni. Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar, hefur látið þau orð falla að ekkert sé því til fyr- irstöðu að hefja vísindaveiðarnar strax næsta sumar. Sjávarútvegs- ráðherra segir að með aðildinni hafi Íslendingar engu fórnað í því að geta hafið hvalveiðar. Þetta sé að- eins spurning um hvers konar hval- veiðar menn muni hefja. En til hvers ættu menn að veiða nokkra tugi dýra í vísindaskyni? Eru menn ekki að hættu miklu fyrir lítið? Erfitt er að spá um hverjar afleið- ingar mögulegra hvalveiða yrðu, um það eru skiptar skoðanir. En burt séð frá þeim tekjum sem veiðarnar myndu skila eða tekjum sem myndu mögulega tapast vegna þeirra eru upplýsingar sem aðeins fást með veiðum, þótt í takmörkuðum mæli væru, mikilvægar. Hvalir eru hluti af fæðukeðjunni í hafinu umhverfis landið og við gerð svokallaðra fjöl- stofnalíkana, sem æ meiri áhersla er lögð á, þarf að taka tillit til þeirra. Talning er mjög gagnleg til þess að meta stofnstærð hvala en magainni- hald hvalanna auk erfðaupplýsinga, sem fást aðeins með því að veiða dýr, eru ekki síður mikilvægar. Hvalveiðibátarnir til reiðu Enn hefur auðvitað engin ákvörð- un verið tekin um veiðar í vísinda- skyni en verði það niðurstaðan myndu veiðar ekki stranda á skipum eða búnaði: „Það þarf auðvitað að fara með skipin í slipp og mála þau og yfirfara vélar og annað slíkt eins og alltaf þarf að gera“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals. „Þannig að það eru skip til reiðu ef ákveðið yrði að hefja vísindaveiðar á hval. Og tækin eru öll til staðar og hafa alltaf verið.“ Á árunum 1948 til 1985 veiddu Ís- lendingar að meðaltali 234 langreyð- ar og 68 sandreyðar en veiðar á búr- hvölum námu 82 hvölum að jafnaði eða þar til búrhvalur var alfriðaður í Norður-Atlantshafi frá árinu 1982. Hrefnuveiðar voru stundaðar við landið mestan hluta síðustu aldar en vegna hvalveiðibannsins hefur hrefna ekki verið veidd við Ísland frá árinu 1985. Sumrin 1986 til 1989 vor veiddar á bilinu 60–80 langreyðar og 10–40 sandreyðar í vísindaskyni en þá kom eyða í hvalveiðisöguna sem enn stendur. Hvalur hvert sem litið er Sjómenn virðast almennt vera sammála um að hvölum hafi fjölgað verulega á undanförnum árum og heyrst hafa fréttir af svokölluðum „gosbrunnum“ þar sem mikið er um hvalavöður. Einn þeirra skipstjóra sem Morgunblaðið ræddi við sagði vera óhemjumikið af hval og þeim hefði fjölgað verulega á undanförn- um árum og áberandi væri hversu mikið væri af hnúfubaki. Þá væri einnig óhemju mikið af smáhvelum, menn sæju oft heilu hjarðirnar fara hjá. En látum skipstjórann hafa orð- ið: „Um 1970 þótti það viðburður ef hvalur sást en nú er þetta orðið dag- legt brauð og oft fleiri, fleiri blæstr- ar í kringum mann í einu. Það er hvalur hvert sem litið er og sérstak- lega í útköntunum, þar sem heiti og kaldi sjórinn mætast.“ Sjómenn og sérfræðinga Haf- rannsóknarstofnunar greinir stund- um á en greinilega ekki mikið hvað hvalina snertir. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir ástand hvalstofna almennt þokka- legt en hann telur að ef vel eigi að vera þurfi helst hvort tveggja að koma til, þ.e. talningar og vísinda- veiðar. „Það var framkvæmd nokk- uð umsvifamikil talning á hvölum í fyrra. Hún stóð í mánaðartíma og það voru notuð þrjú skip og flugvél þannig að þetta var stórt og dýrt verkefni. Það er talið er eðlilegt að gera slíkar talningar á fimm ára fresti til þess að fylgjast með stofn- stærð hvala.“ Gísli segir að enn sé verið að fín- pússa niðurstöðurnar úr þessari talningu og þær hafi ekki enn verið birtar í heild og það verði væntan- lega ekki gert fyrr en á fyrri hluta næsta árs.“ Gísli tekur þó fram að ta á undan hafi staðfest að þeirra stofna, sem helst séu tengslum við veiðar, sé m þ.e. hrefnu og langreyðar þessum niðurstöðum höfum til veiðar á þessum stofnu vísbendingar eru í þá átt sandreyðar sé einnig ster ekki hafi verið gerð formleg ástandi stofnsins frá ári Venjuleg talning nær ekki til sandreyðarinnar vegna hún heldur sig sunnarlega o upp að landinu seint á sum ástand þessara stofna vi mennt vera mjög gott. Hnúfubakurinn í örum Gísli segir að Hafran stofnun myndi alls ekki m veiðum á steypireyði. Stey sem ekki hafi verið veidd 1960, hafi engan veginn n strik. Gísli segir að í talning 1995 hafi hins vegar komið að hnúfubakur, sem hefur v aður frá því fyrir 1960, s vexti. „ Bráðabirgðaniðurs talningunni í fyrra stað stofninn sé í miklum vexti svipað komið fyrir með hn um og steypireyðinni en þa allt til þess að hnúfubaksst kominn upp fyrir þá stærð s var í fyrir upphaf hvalveiða Gísli segir að mikið af u um hafi fengist þegar vísin voru stundaðar sumrin 198 og að þær hafi í raun gerb ingu manna á hvalasto „Ástæðan fyrir hvalveiðib sínum tíma,“ heldur Gísl „var einkum sú að þekkin væri ekki nægileg mikil ti ákveða kvóta og því var ák banna veiðar í fjögur ár o nota tímann til þess að afl upplýsinga. Þannig kom þ indastarf hér á árunum 198 til og það voru mjög miklar ilvægar upplýsingar sem þessi fjögur sumur. Bann H Skyldi þeirra tími loksins vera að renna upp? Hvalveiðiskipin bundin við bryggju í Reykjavíkurhöfn í kv Mikilvægt að maga hvalan Með aðild Íslands að Alþjóðahvalvei ráðinu opnast möguleiki á vísindaveið Talið er að fæðunám hvala við Ísland um sex milljónum tonna á ári og að þa sé fiskmeti um tvær milljónir tonna og er mikilvægt að afla upplýsinga um hv tegundir hvalirnir éta. ENGAN SKÁLDSKAP! Skapandi reikningsskil komust íumræðuna fyrr á þessu ári íkjölfar þess að hugmyndarík og vægast sagt frjálsleg túlkun nokkurra stórra bandarískra fyrir- tækja á reikningsskilavenju var dregin fram í dagsljósið. Í ljós kom meðal annars að rekstrargjöld höfðu verið færð sem tekjur í stórum stíl og sölur settar á svið og bókfærðar sem tekjur til að hressa upp á reikn- inga fyrirtækjanna, m.a. í því skyni að keyra upp gengi hlutabréfa. Nokkur þeirra fyrirtækja sem þetta stunduðu, m.a. Enron, WorldCom og Tyco, róa nú lífróður og margir fyrr- verandi stjórnendur þeirra eiga yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Þessi mál voru einnig mikið áfall fyrir bandarísk endurskoðunarfyrirtæki, ekki síst Arthur Andersen, en það fyrirtæki virðist hafa gengið hvað lengst í að aðstoða fyrirtæki við skapandi reikningsskil. Þessi hneykslismál drógu hins vegar einnig úr tiltrú fjárfesta al- mennt á ársreikninga fyrirtækja og þar með á hlutabréf sem fjárfesting- arkost. Hvernig áttu menn að geta treyst því að fleiri svikamyllur leyndust ekki á markaðnum fyrst mörg af þekktustu stórfyrirtækjum Bandaríkjanna höfðu orðið uppvís að því að beita glæpsamlegum blekk- ingum og skálda upp reikninga sína? Í ljósi þessa er það áhyggjuefni að margt bendir til að reglur um þessi mál séu ófullnægjandi hér á landi. Stefán Svavarsson, endurskoðandi og dósent við Háskóla Íslands, fjallaði um skapandi eða „skáldleg“ reikningsskil á fundi Félags við- skipta- og hagfræðinga á þriðjudag. Stefán sagði svigrúm í hinu íslenska regluverki vera það mikið að lítil fyr- irstaða væri við því að stunda skap- andi reikningsskil. Þá væri eftirlit Kauphallar Íslands í þessum efnum nánast ekkert. Hann nefndi sem dæmi að fyrir- tæki gætu valið milli þriggja líkana, verðleiðréttra reikningsskila, óverð- leiðréttra reikningsskila eða þá haft reikningsskil í erlendum gjaldeyri. Þá segir hann að ársreikningalögin íslensku, sem sett voru árið 1994, hafi í stórum dráttum verið þýðing á tilskipunum frá Evrópusambandinu og ekki verið löguð að alþjóðlegri reikningsskilavenju. Að mati Stef- áns voru þessi lög úrelt um leið og þau voru samþykkt. Í lögunum megi finna rangar þýðingar, viðbætur sem ekki eigi heima í lögunum og jafnvel beinar rangfærslur. Það er bráðnauðsynlegt fyrir ís- lensk fyrirtæki og íslenskan hluta- bréfamarkað að ráðin verði bót á þessu sem fyrst. Ef það er rétt mat hjá Stefáni að svigrúmið til skapandi reikningsskila sé mikið er sú hætta eðli málsins samkvæmt til staðar að einhver fyrirtæki nýti sér þá stað- reynd til að brengla myndina af af- komu sinni. Slíkt gæti rofið það traust, sem verður að ríkja á milli fjárfesta og fyrirtækja, með svipuð- um hætti og gerðist í Bandaríkjun- um. Stefán bendir einnig réttilega á að skynsamlegast sé að laga íslenska reikningsskilavenju að hinum al- þjóðlega staðli um reikningsskila- venju sem mótaður er af Alþjóða reikningsskilaráðinu (IASB). ESB hefur þegar samþykkt að fara að þeim reglum og æskilegt er að ís- lensk fyrirtæki geri slíkt hið sama vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Það eru ekki síst hagsmunir fyrirtækja, sem skráð eru á markaði, að þessu sé breytt. Þau ásamt Kauphöll Íslands og end- urskoðunarfyrirtækjum ættu að eiga frumkvæði að því að samræma íslenska reikningsskilavenju alþjóð- legum stöðlum. Jafnframt verður að herða eftirlit með því að skáldskapur einkenni ekki reikningsskil líkt og gerðist í Bandaríkjunumþrátt fyrir að þar væru skýrir staðlar um reikn- ingsskil til staðar. HEIÐRA SKALTU FÖÐUR ÞINN OG MÓÐUR Stundum vaknar sá grunur aðþingmönnum geti ekki verið al- vara þegar þeir taka til máls á hinu háa Alþingi. Þannig lagði Pétur H. Blöndal til í umræðu um barnalögin í fyrradag að sett yrði í barnalög ákvæði um að börnum bæri að hlýða foreldrum sínum og hlíta reglum þeirra, enda tækju reglurnar mið af aldri barnsins og þroska. Það vant- aði í barnalögin skyldur á hinn að- ilann, þ.e. barnið. Agaleysi í skólum væri vegna þess að börn hefðu ekki lært að hlýða og að öllum yrði til góðs ef barnið kynni að hlýða. Agaleysi í skólum getur vissulega verið vandamál, en lagasetning um að börn eigi að hlýða foreldrum sín- um breytir engu þar um. Það yrði aðeins skólabókardæmi um lög sem enginn gæti framfylgt, enda er það foreldra að kenna börnum að hlýða en ekki þingsins. Hvert eiga for- eldrar að snúa sér ef börnin brjóta reglurnar og þar með lögin? Ef til vill heldur þingmaðurinn að for- eldrar eigi auðveldara með að aga börn sín með því að vitna í lagabók- stafinn? Hér áður var reynt, en kom fyrir lítið, að fara með Grýlukvæði. Það er gömul saga og ný. Í einu af heilræðum Káins segir: Farðu að sofa, blessað barnið smáa, brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa. Haltu kjaftu! Hlýddu og vertu góður! Heiðra skaltu föður þinn og móður. Eftir sem áður er það óljóst hvort þingmanninum hafi verið alvara með tillögu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.