Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 47 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja: Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdótt- ur. Dómkirkjan: Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja: Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barna- morgunn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkjunn- ar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- el milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altarisgöngu lokinni er léttur máls- verður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljót- legt og innihaldsríkt. Samvera eldri borgara kl. 14. Þorvaldur Halldórsson skemmtir með söng og spjalli. Kaffi- veitingar. Umsjón hefur þjónustuhópur safnaðarins, kirkjuvörður og sóknar- prestur. Alfa námskeið kl. 19–22. Yf- irumsjón hefur Nína Dór Pétursdóttir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) Neskirkja. NEDÓ-unglingaklúbbur. kl 19.30. Svenni og Hans. Félagstarf aldr- aðra laugardaginn 19. október kl. 14. Farið verður í minjasafn Hafnarfjarðar og víkingasögusýningin frá York skoð- uð. Kaffiveitingar í Hraunseli, félags- heimili eldri borgara. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja: Biblíulestrar kl. 20– 22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem Guðsmynd mann- eskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brenni- depli. Textarnir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlkun guðfræðinga á dæmisögu Jesú um miskunnsama Samverjann. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Afla 2 kl. 19. Kennari sr. Magnús B. Björns- son. Unglingastarf KFUM & KFUK kl. 20–21.45. (sjá nánar www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja: Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8-10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiskonar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar fyrir börn 7-9 ára í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20– 22. Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja: Samvera eldri borg- ara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja: Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj- unnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bæna- bók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmti- lega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Dagskrá í tali og tónum í kvöld kl. 20. Þorvaldur Halldórsson syngur. Kaffisala í safnað- arheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30–18. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbún- ingur í Kirkjulundi kl. 16. Kynning á hjálparstarfi og söfnun 5. nóv.: Erla Guðrún Arnmundsdóttir kl. 16. SVÓT könnun á starfsemi þjóðkirkjunnar: Styrkleiki, Veikleiki, Ógnanir, Tækifæri. Hvað getum við gert til að bæta safnaðarstarfið? Vertu með í að móta starf kirkjunnar þinnar. Kynning og umræður í minni sal Kirkjulundar kl. 20 Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og Styrking fundur fimmtudaginn 17. október frá kl. 13–16. Allir velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgun. Sr. Þorvaldur Víðisson, kl. 16 litlir lærisveinar, hópur 1. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kl. 17:30 litlir lærisveinar, hópur 2. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Holtavegi 28 Fundur kl. 20. „Ísrael í máli og mynd- um“ Ólafur Jóhannsson, formaður fé- lagsins Zion, vinir Ísraels sér um efni fundarins. Friðrik Hilmarsson talar. Allir karlmenn velkomnir. SÍK, KFUM, KFUK og Skólahreyfingin. Haustátak! Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58 kl. 20.30. Upphafsorð: Ein- ar S. Arason. Ole Lilleheim talar. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Æfing hjá Barnakór kirkjunn- ar kl. 15.30. Laufássprestakall: Kirkjuskóli verður fyrir allt prestakallið í Laufásskirkju laugardaginn 19. októ- ber kl. 13. Kl. 14 byrjar uppskeru og starfsdagur í Gamla bænum. Safnaðarstarf FRÉTTIR Bridsfélag Hreyfils Spiluð var eins kvölds firma- keppni sl. mánudag og tók fjöldi fyr- irtækja þátt í mótinu. Arkís og Sóln- ing hf. urðu í efsta sætinu þá Lagalind ehf. og Innheimtuþjónust- an ehf. Keppnin var í tvímenningsformi og urðu eftirtalin pör efst: Daníel Halldórss. - Guðlaugur Sveinss. 34 Gísli Tryggvason - Heimir Tryggvason 23 Rúnar Gunnarss. - Gísli Steingrímss. 20 Kári Sigurjónss. - Guðm. Magnúss. 13 Næsta keppni er ein vinsælasta keppni félagsins, aðalsveitakeppnin. Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu þriðju hæð og hefst spilamennskan kl. 19,30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar lokið er 10 umferðum í Haustbarómeter 2002 er röð efstu para eftirfarandi: Stefanía Sigurbjörnsd. – Jóhann Stef. 108 Jón Stefánss. – Magnús Sverrisson 62 Jón Guðmar – Friðjón Margeirsson 60 Helgi Samúelss. – Unnar A. Guðm. 54 Guðjón Sigurjónss. – Helgi Bogason 41 Halla Bergþórsd. – Kristjana Steingr. 40 Bestu skor þ. 14. okt. sl. Stefanía Sigurbjörnsd. – Jóhann Stef. 63 Jón St. Ingólfsson – Jens Jensson 62 Guðjón Sigurjónss. – Helgi Bogason 20 Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 16 Bridsfélag Suðurnesja Helgina 12.–13. okt. komu Borg- nesingar í heimsókn. Á laugardag fór fram bæjarkeppni á 5 borðum og lauk henni með naumum sigri Suð- urnesjamanna. Á sunnudag var svo spilaður tvímenningur og voru úrslit þessi: Jón Ág. Guðmundss. – Rúnar Ragnarss. 59 Karl G. Karlss. – Gunnlaugur Sævars 52 Gunnar Guðbj. – Randver Ragnarss. 40 Á mánudag var spilað sveitarokk. Eftir 9 umferðir af 11 er staðan enn mjög jöfn og spennandi. Efstu pör heita: Arnór G. Ragnarss. – Karl Hermannss. 161 Karl Einarsson – Björn Dúason 158 Stefán Ragnarsson – Kári Jónsson 158 Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss. 156 Síðasti skráningardagur í einmenninginn í dag Íslandsmótið í einmenningi verður spilað 18.-19. okt. í Síðumúla 37. Spilamennska hefst kl. 19.00 föstu- dag og lýkur um kl. 19.00 á laug- ardag. Keppnisstjórar eru Sveinn Rúnar og Björgvin Már. Allir spila sama kerfið þ.e. einfalt Standard-kerfi og er hægt að nálgast það á skrifstof- unni eða fá það sent í tölvupósti. Keppnisgjald er kr. 2.500. Núver- andi Íslandsmeistari í einmenninger Vilhjálmur Sigurðsson yngri. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is Vegna skipulagning- ar mótsins verða skráningar að ber- ast í síðasta lagi fimmtudaginn 17. október. ÍSLENZKIR dansarar hafa verið að gera það gott á haustmisserinu. Nokkur pör tóku þátt í gríðarlega sterkri keppni í Englandi í liðinni viku. Í flokki yngri para komust Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magn- úsdóttir í undanúrslit í suður- amerískum dönsum. Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björns- dóttir komust í 48 para úrslit í sígild- um og suður-amerískum dönsum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Adam Reeve að öll íslenzku pörin hefðu dansað gríðarlega vel og sann- arlega verið þjóð sinni og íslenzkri íþróttahreyfingu til mikils sóma. Elísabet Sif Haraldsdóttir og Rob- in Sewell, kepptu í flokki áhuga- manna í svokallaðri „International“ keppni sem haldin var í London, og er talin til þriggja sterkustu dans- keppna í heiminum. Þau komust í 30 para úrslit og enduðu í 12.–24. sæti. Á þriðja hundrað para kepptu í þess- um flokki. Þau hafa keppt mikið að undanförnu og sigruðu meðal annars á alþjóðlegu stigamóti áhugamanna í suður-amerískum dönsum, sem haldið var í London í lok september. Eins tóku þau þátt í „Imperial“ keppninni, á dögunum, og unnu til 7. verðlauna, þar sem um 200 pör kepptu. Framundan er svo heims- meistaramót í dansi, sem haldið verður í Vín í Austurríki, þar sem þau koma til með að keppa fyrir hönd Íslands og verða þar án efa mjög glæsilegir fulltrúar. Evrópumeistararnir okkar í at- vinnumannaflokki, í 10 dönsum, Adam Reeve og Karen Björk Björg- vinsdóttir, náðu mjög góðum árangri er þau dönsuðu í Royal Albert Hall í London. Þau komust í 24 para úrslit í sígildum samkvæmisdönsum, en alls voru 111 pör skráð til leiks í keppn- inni, alls staðar að úr heiminum. Adam og Karen hafa átt mjög ann- ríkt sumar og hafa verið á stöðugu ferðalagi, frá því þau kepptu í Blackpool í vor. Þar náðu þau mjög góðum árangri og má segja að með því hafi þau verið að skipa sér í hóp fremstu danspara heims. Þau hafa verið hér heima og þjálfað íslenzk danspör ásamt því að vera á Filipps- eyjum, Singapoore og Ástralíu en Adam er Ástrali. Hinn 6. október hlotnaðist þeim sá heiður að halda sýningu á keppni heimamanna í Suður-Kóreu, og í júní sl. voru þau með sýningu í Jakarta á Indónesíu, en þar sýndu einmitt finnsku meistararnir Jukka Happalainen og Sirpa Suutari, sem hafa verið meðal allra sterkustu dansara heims um nokkurt skeið. Að undanförnu hafa Adam og Kar- en verið við æfingar í London og framundan er mikið og strangt keppnistímabil og má þar nefna Evr- ópu- og heimsmeistaramót í sígildum samkvæmisdönsum og opnu ástr- ölsku meistarakeppnina, en þau sigr- uðu í þeirri sterku keppni á síðasta ári. Það má með sanni segja að Adam og Karen og Robin og Elísabet hafi náð einum bezta árangri sem ís- lenzkt íþróttafólk hefur náð og er synd hve lítinn gaum Íslendingar gefa þessu afreksíþróttafólki og hversu lítið íþróttahreyfingin hefur stutt við bakið á þeim, því þau eru verðugir og góðir fulltrúar þessarar hreyfingar á erlendri grundu og eiga án nokkurs vafa eftir að ná enn lengra í íþrótt sinni. Góður árangur íslenzkra keppenda Jóhann Gunnar Arnarsson DANS Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðausturkjördæmi Annað kjördæmisþing Framsókn- arflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum um næstu helgi, dag- ana 18. til 19. október næstkom- andi. Meginverkefni þingsins verð- ur að ákveða fyrirkomulag á framboði flokksins fyrir komandi þingkosningar. Þingmenn í núver- andi kjördæmum Norðurlands eystra og Austurlands, sem sam- einast í Norðausturkjördæmi, eru þrír; ráðherrarnir Halldór Ás- grímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson. Halldór hef- ur sem kunnugt er ákveðið að flytja sig til Reykjavíkur en búist er við áframhaldandi framboði Valgerðar og Jóns í nýju kjör- dæmi. Borgarafundur í Austurbæjarbíói Samfylkingin boðar til opins borg- arafundar um Evrópumál í Austur- bæjarbíói í dag, fimmtudag, kl. 20. Frummælendur eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólanemi, Árni Páll Árnason, lögmaður, Eiríkur Berg- mann Eiríksson, upplýsingafulltrúi, Jónína Bjartmarz, alþingismaður, og Ragnar Arnalds, fv. ráðherra. Pallborð og fyrirspurnir úr sal að framsögum loknum. Allir velkomnir. Í DAG Ársfundur Starfsgreinasam- bandsins Ársfundur Starfsgreina- sambands Íslands verður haldinn á Hótel Selfossi í dag, fimmtudaginn 17., og föstudaginn 18. október. Halldór Björnsson, forseti sam- bandsins, setur fundinn kl. 13. Ávarp flytja: Páll Pétursson félagsmálaráð- herra og Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ. Fundarslit verða föstudag- inn 18. október kl. 15.30. Jarðfræðiráðstefna Haustráð- stefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin á Nesjavöllum föstu- daginn 18. október og hefst kl. 9. Að þessu sinni er hún helguð dr. Guð- mundi E. Sigvaldasyni jarðefna- fræðingi, fyrrverandi forstjóra Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar, í tilefni af sjötugsafmæli hans nú í sumar. Í erindum og á veggspjöldum verð- ur fjallað um þau svið jarðfræð- innar sem Guðmundur hefur eink- um fengizt við á meira en 40 ára rannsóknaferli, eldfjallafræði, jarð- efnafræði og bergfræði. Erindi halda m.a.: Haraldur Sigurðsson, berg- og eldfjallafræðingur í Rhode Island, Claude Jaupart, eldfjalla- fræðingur í París, Dennis L. Niel- son, jarðhitafræðingur á Hawaii og Terry M. Seward, jarðefnafræð- ingur í Zürich. Á MORGUN Félag átröskunarsjúklinga stofn- að Stofnfundur samtaka aðstand- enda átröskunarsjúklinga verður haldinn í dag, fimmtudaginn 17. október, kl. 20 í húsi Rauða kross Ís- lands í Efstaleiti. Á fundinum verður lögð fram til samþykktar tillaga að stjórn- arskipan samtakanna og markmiðin kynnt. Fagaðilar sem unnið hafa með átröskunarsjúklingum flytja stutt erindi. Umræður um átrösk- unarsjúkdóminn. Allir sem láta sig málið varða velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Ný verslun í Hlíðasmára Verslunin „High and Mighty“ verður opnuð í Hlíðasmára 13, Kópavogi, föstudag- inn 18. október. Verslunin hefur á boðstólum herrafatnað í yfirstærð- um. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Anna Jóhanna Guðmundsdóttir og Kári Geirlaugsson og sonur þeirra, Guðmundur Kárason. High and Mighty var stofnað í Bret- landi árið 1956 og rekur 27 verslanir á Bretlandseyjum og 10 á meg- inlandi Evrópu, segir í fréttatilkynn- ingu. FUNDUR sýslumanna á Vestfjörð- um og í Dölum vekur athygli á afleitu símasambandi á Vestfjarðavegi og Djúpvegi, sem eru aðalþjóðvegir í landshlutanum. Í ályktun sem send heur verið samgönguráðherra og dómsmálaráðherra segir: „GSM-samband er nær eingöngu í þétttbýliskjörnum og NMT-síma- samband er afar slitrótt þar á milli og fer versnandi. Fundurinn lýsir áhyggjum sínum yfir þessu ástandi og hve öryggi vegfarenda er ótryggt af þessum sökum. Malarvegir, ein- breitt slitlag, fjöll og firðir og oft miklar fjarlægðir milli bæja gera það að verkum að þetta símasambands- leysi dregur verulega úr umferðar- öryggi í landshlutanum.“ Undir ályktunina rita sýslumenn- irnir Anna Birna Þráinsdóttir í Búð- ardal, Áslaug Þórarinsdóttir á Hólmavík, Jónas Guðmundsson í Bolungarvík, Sigríður Björk Guð- jónsdóttir á Ísafirði og Þórólfur Halldórsson á Patreksfirði. Sýslumenn vekja athygli á afleitu síma- sambandi SMIÐJUDAGAR 2002 verða haldn- ir á Úlfljótsvatni dagana 18.-20. október. Mótið er ætlað eldri skátum af öllu landinu, sem munu taka þátt í ýmsum verkefnum á staðnum auk þess að taka þátt í alþjóðlegum skátamótum sem fara fram á sama tíma um heim allan, í gegnum tal- stöðvar og netið. Nánari upplýsingar um Smiðjudaga 2002 er hægt að nálgast á www.scout.is. Í fyrra voru u.þ.b. 650.000 skátar sem tóku þátt í þessum viðburði, segir í fréttatilkynningu. Smiðjudagar á Úlfljótsvatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.