Morgunblaðið - 17.10.2002, Page 22

Morgunblaðið - 17.10.2002, Page 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ INDVERJAR tilkynntu í gær að þeir hygðust kalla til baka hersveitir sínar sem eru við landamærin að Pakistan, nema í Kasmír-héraði, þar sem ríkin tvö deila um yf- irráð. Er þetta stærsta skref- ið sem tekið hefur verið til þess að draga úr spennunni í samskiptum ríkjanna síðan þau söfnuðu alls um milljón hermönnum að landamærum sínum í kjölfar blóðugrar árásar á indverska þingið í Nýju-Delhí í desember sl. Sökuðu Indverjar pakistönsk stjórnvöld um að hafa stutt við bakið á tilræðismönnun- um. Unglingur í varðhaldi FINNSKA lögreglan lét í gær lausa þrjá menn sem hnepptir voru í varðhald í tengslum við sprengjutilræði er varð sjö manns að bana í verslanamiðstöð norður af Helsinki í síðustu viku, en sautján ára unglingur er enn í varðhaldi, grunaður um að hafa aðstoðað tilræðismann- inn, sem var 19 ára finnskur efnafræðistúdent. Hann lést sjálfur í tilræðinu. Sprengjan var heimasmíðuð, og er ung- lingurinn er situr nú í varð- haldi grunaður um að hafa hjálpað tilræðismanninum að útvega efni í hana. Sprengjur í Karachi ÞRJÁR bögglasprengjur sprungu í Karachi í Pakistan í gær og særðust að minnsta kosti níu manns, að því er lögreglan greindi frá. Fimm aðrar samskonar sprengjur voru gerðar óvirkar áður en þær sprungu. Sprengjurnar sem sprungu voru í bögglum sem bárust til tveggja lög- reglustöðva og á skrifstofur stjórnvalda. Soyuz-flaug springur EINN maður lést þegar rúss- nesk Soyuz-eldflaug með rannsóknargervihnött innan- borðs sprakk nokkrum sek- úndum eftir flugtak á þriðju- dagskvöld. Eldflaugin var ómönnuð, en höggbylgjan frá sprengingunni varð einum hermanni að bana og átta aðrir slösuðust. Kosið á Grænlandi FORMAÐUR grænlensku landsstjórnarinnar, Jonathan Motzfeldt, hefur tilkynnt að þingkosningar fari fram í landinu 3. desember nk., rúm- um tveim mánuðum fyrir lok kjörtímabilsins. Hefur stjórn- in átt í deilum undanfarið við helsta stjórnarandstöðuflokk- inn vegna endurskoðunar á ríkisreikningum síðasta árs, þar sem í ljós komu umfram- útgjöld til félagsmála. STUTT Herlið Indverja kallað til baka FJÓRIR Indónesar verða formlega handteknir vegna gruns um að vera viðriðnir sprengjutilræðið við næt- urklúbb á Balí sem banaði yfir 180 manns um liðna helgi, að því er indó- nesíska lögreglan greindi frá í gær. Fjórmenningarnir, sem eru í haldi lögreglu í Denpasar, höfuðstað Balí, sæta nú ströngum yfirheyrslum, að sögn talsmanns indónesísku lögregl- unnar, Saleh Saaf hershöfðingja. Rannsóknarlögreglumenn frá Ástralíu, Bretlandi, Þýzkalandi, Jap- an og bandarísku alríkislögreglunni FBI hafa tekið þátt í leit indónesísku lögreglunnar að þeim sem stóðu á bak við tilræðið, sem banaði fólki frá meira en tuttugu þjóðlöndum. Upplýsingar um fjórmenningana voru af skornum skammti. Saaf sagði þá vera búsetta á Balí, en ekki innfædda. Í danska blaðinu Berlingske Tidende var í gær greint frá því, að einn hinna handteknu væri fyrrver- andi foringi í indónesíska flughern- um og hann hefði viðurkennt að hafa átt þátt í að búa til sprengjuna sem sprakk við næturklúbbinn á Kuta- ströndinni. Segir blaðið indónesísku lögregluna telja að átta manns hafi komið sprengjunum fyrir; þar hafi verið að verki sjö Indónesar undir stjórn manns frá Mið-Austurlönd- um. Þeir væru allir taldir hafa kom- izt á brott frá Balí. Indónesísk stjórnvöld hétu því í gær að láta einskis ófreistað í bar- áttunni við hryðjuverkaöfl, en fyrir tilræðið á Balí höfðu þau sætt al- þjóðlegri gagnrýni fyrir að gera ekki nóg í því að hindra starfsemi slíkra afla í landinu, fjölmennasta músl- imaríki heims. En samtímis því að ráðamenn í Djakarta hétu því að herða löggjöf gegn hryðjuverka- starfsemi hélt Susilo Bambang Yudhyono, öryggismálaráðherra Indónesíu, því fram að Jemaah Isl- amiyah, öfgahópur múslima í Suð- austur-Asíu sem talið er að tengist al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum og vísbendingar eru um að hafi stað- ið að baki sprengjutilræðunum á Balí, hefði enga starfsemi á indónes- ískri grundu. Handtökur í Malasíu Þá greindu lögregluyfirvöld í Mal- asíu frá því að þar í landi hefðu verið handteknir fjórir menn sem grun- aðir væru um að vera meðlimir Jemaah Islamiyah. Sagði Norian Mai, yfirmaður malasísku rannsókn- arlögreglunnar, að mennirnir fjórir væru malasískir ríkisborgarar og taldir meðlimir Jemaah Islamiyah og grunaðir um að hafa sem slíkir tekið þátt í að leggja á ráðin um sprengjutilræði við bandaríska sendiráðið í Singapore og fleiri vest- ræn „skotmörk“ þar. Leitin að þeim sem stóðu að sprengjutilræðinu á Balí Fjórir Indónesar í haldi lögreglunnar Djakarta, Kuta á Balí, Kuala Lumpur. AFP, AP. LANDNEMAR gyðinga á Vest- urbakka Jórdanar sitja nærri blaktandi fána Ísraels á hæð við Havat Gilad, ólöglega landnema- byggð á svæði sem á að heyra undir palestínsku heimastjórnina, þar sem um 2.000 gyðingalandnemar söfnuðust saman í gær í því skyni að veita mótspyrnu er ísraelskir hermenn og lögregla gerðu boðaða atlögu að því að ryðja burt bráða- birgðahúsum landnemanna. Þorpið í baksýn er palestínskt. Það sem annars bar til tíðinda í átökum Ísraela og Palestínumanna í gær var að tólf Palestínumenn, þ.á m. fimm börn, særðust er ísr- aelskir hermenn skutu á þá af vél- byssum á skriðdrekum á Gazasvæð- inu, að því er palestínskir heimilda- menn greindu frá. Tveir hinna særðu munu vera í lífshættu. Að sögn heimildarmannanna hófu Ísr- aelarnir skothríð að tilefnislausu. Gyðinga- landnem- ar bíða átaka AP SADDAM Hussein, forseti Íraks, var endurkjörinn í embættið til næstu sjö ára í kosningum í landinu í fyrradag. Fékk hann atkvæði hvers eins og einasta kjósanda, 100%, og sagði það sýna stjórnvöldum í Bandaríkjunum, að allir Írakar myndu snúast til varnar yrði ráðist á landið. Þá var kjörsóknin líka 100%. „Forsetinn, leiðtoginn Saddam Hussein, guð blessi hann, fékk 100% stuðning í kosningunum,“ sagði Ezz- at Ibrahim, varaformaður byltingar- ráðsins og formaður yfirkjörstjórn- ar. „Þetta er sögulegur dagur, einstætt lýðræðislegt afrek.“ Í kosningum fyrir sjö árum fékk Saddam 99,96% atkvæða en nú var stefnt að því að bæta um betur. Tókst það fullkomlega. Saddam endurkjörinn Fékk 100% stuðning Bagdad. AFP. LÉLEGAR leyniþjónustuupplýs- ingar og ofurtrú Jósefs Stalíns á sinn eigin óskeikulleika áttu stóran þátt í því, að Finnum tókst að ljúka Vetrarstríðinu 1939 til 1940 með friðarsamningum við Sovétríkin. Kemur þetta fram hjá finnska sagn- fræðingnum dr. Kimmo Rentola en hann hefur fundið nýjar upplýs- ingar um ákvarðanir Sovétstjórn- arinnar á þessum tíma í skjalasöfn- unum í Kreml. Rentola, sem skýrði frá þessu á fundi í finnska sagnfræðifélaginu á mánudag, sagði, að leyniþjónustu- upplýsingar frá París hefðu gefið Stalín mjög ranga mynd af stöðunni á einum örlagaríkasta tíma stríðs- ins, í janúar og febrúar árið 1940. Var greint frá erindi Rentolas í finnska dagblaðinu Helsingin Sano- mat. Samkvæmt upplýsingunum frá París voru Finnar í þann veginn að fá verulega hernaðaraðstoð frá Bretum og Frökkum í gegnum Sví- þjóð og einnig kom fram, að Vest- urveldin hygðust sprengja upp olíu- lindirnar í Baku í Kákasus. Þaðan fengu Sovétmenn 90% allrar hrá- olíu og meira en það af gasolíu. Rentola segir, að Stalín hafi treyst í blindni á upplýsingarnar frá París en þá hafði önnur mikil- væg leyniþjónustumiðstöð, í Lond- on, verið lokuð í nokkra en ör- lagaríka mánuði. Ástæðan var sú, að Stalín treysti ekki upplýsing- unum þaðan en þær stönguðust al- veg á við það, sem kom frá París. Njósnararnir í London sögðu ekk- ert benda til, að Finnar fengju neinn stuðning, sem um munaði. Fleiri slæmar fréttir Rentola segir, að þetta hafi haft afgerandi áhrif á ákvarðanir Stal- íns varðandi Finnland. Segir hann, að stóri dagurinn hafi verið 21. jan- úar 1940. Þá um kvöldið hafði Stalín verið í Bolshoi-leikhúsinu en að því búnu settist hann niður með sínum nán- ustu samstarfsmönnum til að ræða Vetrarstríðið. Í fyrstu var hann mjög herskár, hafði stór orð um að mola mótspyrnu Finna, en síðan breyttist andrúmsloftið þegar fleiri slæmar fréttir bárust frá vígstöðv- unum. Þá var tekin ákvörðun um huga að friðarsamningum við Finna og ríkisstjórn Risto Ryti. „Hefði Stalín gefið sér meiri tíma, hefði hann líklega ekki þurft að auðmýkja sjálfan sig með því að taka upp viðræður við ríkisstjórn, sem var ekki til að hans sögn, og hafði að auki niðurlægt allan Rauða herinn. En nú lá honum á. Átta dög- um síðar, 29. janúar, kom Moskvu- stjórnin þeim skilaboðum til sænsku stjórnarinnar, að í grund- vallaratriðum væri ekkert í veg- inum fyrir friðarviðræðum við finnsku stjórnina,“ sagði Rentola. Til að gera Finna fúsari til að fallast á friðarskilmála Sovétmanna skipaði Stalín fyrir um stórsókn, sem gekk mjög nærri finnska hern- um. Á sama tíma bárust upplýsing- arnar frá París um yfirvofandi stuðning vestrænna ríkja við Finna og Sovétstjórnin, sem hélt að tím- inn væri að renna út, undirritaði friðarsamninga 13. mars. Rentola segir, að daginn eftir eða 14. mars hafi Stalín fengið nýjar upplýsingar, sem sögðu, að fréttir um stuðning vestrænna ríkja við Finna væru miklar ýkjur. „Þegar þessar upplýsingar bár- ust Moskvu eftir alls kyns króka- leiðum, var friðurinn dagsgamall. Vjatsjeslav Molotov, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, hafði undirritað hann deginum áður al- veg skelfilega timbraður. Hann hafði verið að halda upp á fimm- tugsafmælið sitt og setið að drykkju til klukkan sex um morg- uninn,“ sagði Rentola. Treysti aðeins sjálfum sér Rentola sagði, að þegar Stalín hefði ákveðið að semja frið við Finna hefði hann ekki treyst leyni- þjónustuupplýsingunum einum. Hann hefði alltaf viljað hafa slíkar upplýsingar í „hráefnis“-formi og ekki treyst neinum öðrum til að greina þær og meta. „Slíkt getur gengið hjá alvitrum mönnum, öðr- um ekki,“ sagði Rentola. Að loknu Vetrarstríðinu átti Stal- ín langa fundi með yfirmönnum Rauða hersins og eins og ávallt, kenndi hann öðrum um, það er að segja njósnurunum. Fordæmdi hann þá fyrir að vera of saklausir og auðtrúa og sagði, að sannir njósnarar ættu að vera „gegnsósa af eitri og galli“. Stalín treysti á rangar upplýsingar Jósef Stalín og Vjatsjeslav Molotov, þáv. utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, í Moskvu á stríðsárunum. ’ Molotov undir-ritaði friðarsamn- ingana skelfilega timbraður. ‘ Nýjar upplýsingar birtar um lok Vetrarstríðsins í Finnlandi 1939–40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.