Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞEIR Hörður Eiríksson t.v. og Ómar Örn Jónsson ásamt hund- inum Bjarti höfðu rúmar þrjátíu rjúpur eftir fyrsta daginn. Þeir fóru til veiða á Reykjaheiði um há- degisbil og voru komnir aftur til byggða á sjötta tímanum. Þeir sögðust hafa heyrt að menn væru eitthvað að reyta en ekkert meira en það. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fengu rúmlega þrjátíu rjúpur Húsavík NÝHAFIN er hér í sveitinni landbóta- skógrækt á tveim jörðum, nefnilega Gautlöndum, sem leggur til 34 ha., og Litluströnd þar sem 47 ha. eru lagðir til verkefnisins, sem er innan ramma Norður- landsskóga. Alllangan tíma hefur tekið að koma þessu á koppinn en nú á þriðjudaginn hófst plöntun birki- plantna í landið sem valið hefur verið, vest- an í Nónási á landa- merkjum jarðanna. Guðríður Baldvins- dóttir, svæðisstjóri Norðurlandsskóga í Þingeyjar- sýslum, og bændurnir Sigurður og Jóhann Böðvarssynir á Gautlöndum og Birgir Steingrímsson á Litlu- strönd hófust þarna handa við að koma í jörð fyrstu plöntunum, sem eru 2.000 afar fallegar birkiplöntur austan frá Héraðsskógum. Það heyrir til nýlundu í Mývatns- sveit að bændur hér gerist skógar- bændur. Hitt er alkunna og engin nýlunda að bændur á þessum slóðum leitist við að bæta landgæði jarða sinna, fyrir því er löng hefð. Skógrækt hafin á tveimur jörðum Morgunblaðið/BFH Þeir feðgar Jóhann Böðvarsson og Böðvar Jóns- son á Gautlöndum planta hér framtíðarskógi. Mývatnssveit SVEITARSTJÓRN Hrunamanna- hrepps hélt Lofti Þorsteinssyni, bónda og fyrrum oddvita í Hauk- holtum, kveðjuhóf í Félagsheim- ilinu á Flúðum föstudagskvöldið 11. október. Loftur sem varð sextugur síðastliðið vor gaf ekki kost á sér til endurkjörs í sveitarstjórn í Hruna- mannahreppi í síðustu sveitar- stjórnarkosningun. Hann hafði þá setið í sveitarstjórn í tuttugu og fjögur ár, þar af sem oddviti og sveitarstjóri í tuttugu ár. Þá starf- aði Loftur mikið fyrir Samband sunnlenskra sveitarfélaga á þessum tíma, átti þar sæti í stjórn og mörg- um nefndum. Meðal gesta í fjölmennu hófi voru margir sveitarstjórnarmenn eink- um af Suðurlandi, einnig formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og framkvæmdastjóri. Karlakór Hreppamanna söng nokkur lög Lofti til heiðurs en að- alræðumaður kvöldsins var jafn- aldri Lofts og æskuvinur, Magnús H. Sigurðsson í Birtingaholti. Margir tóku til máls, einkum fyrr- um samstarfsmenn, færðu góðar gjafir og slógu á létta strengi og rifjuðu upp margt skondið sem hafði á dagana drifið í samstarfinu. Loftur sagði m.a. í ávarpi til veislugesta, að hann hefði haft mikla ánægju af starfi sínu að sveit- arstjórnarmálum og þakkaði fjöl- mörgum samstarfsmönnum sam- starfið undanfarna áratugi. Kveðjuhóf Lofti til heiðurs Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Loftur Þorsteinsson ásamt konu sinni, Hönnu Láru Bjarnadóttur. Flúðir LÆKNIR hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja telur að úrskurður kjaradóms leiði í besta falli til óbreyttra launa heilsugæslulækna á svæðinu en hugsanlega lækki laun þeirra. Uppsagnir allra átta fastráðinna heilsugæslulækna hjá stofnuninni taka að óbreyttu gildi um næstu mánaðamót. Gunnar Þór Jónsson, heilsu- gæslulæknir hjá Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja, segir að læknarnir séu að fara yfir úrskurð kjaradóms og hafi ekki fjallað um hann sam- eiginlega. Sjálfur telur hann úti- lokað að úrskurðurinn leiði til 20% launahækkunar. Bendir í því sam- bandi á að aðstæður séu mjög mis- munandi milli svæða. Læknar á Suðurnesjum hafi fullan bónus vegna þess hversu fáir læknar eru þar miðað við íbúafjölda. Hann falli út á móti einhverri grunnkaups- hækkun. Önnur atriði úrskurðarins leiði heldur ekki jafneinfaldlega til kjarabóta og talað sé um því annað hverfi á móti. Á heildina litið sjái þeir ekki annað en að laun þeirra standi í stað, í besta falli, eða lækki. Annars tekur Gunnar Þór fram að læknarnir hafi ekki verið að segja upp störfum sínum vegna launakjara heldur réttindamála og þau séu enn óleyst. Áhyggjur af þróun mála Á fundi bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar í fyrrakvöld létu allir ell- efu bæjarfulltrúarnir bóka áhyggj- ur sínar af þróun mála í deilu lækna við heilbrigðisráðuneytið sem bitni fyrst og fremst á íbúum Suðurnesja. Bæjarfulltrúarnir skoruðu á samningsaðila að gera það sem í þeirra valdi stæði til að lausn fyndist, lausn sem tryggði góða þjónustu við íbúana. Þá hafa Erna Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri hjá Heilbrigðisstofn- uninni sent Jóni Kristjánssyni heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra bréf þar sem áhyggjum hjúkrunar- fræðinga við stofnunina er lýst vegna þess ófremdarástands sem stefnir í á Suðurnesjum þegar upp- sagnir heilsugæslulækna taka gildi. Skora þær á heilbrigðisyfir- völd að leysa vandann og ná sam- komulagi svo ekki verði neyðar- ástand. Uppsagnir lækna taka að óbreyttu gildi í lok mánaðarins Telja að laun standi í stað eða lækki Suðurnes FJÖLMENNI var á ráðstefnu um umhverfisvæna ferðaþjónustu sem haldin var á Hótel Keflavík í gær. Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum og Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofa Reykjanesbæjar efndu til ráðstefnunnar en tilgang- ur hennar var meðal annars að benda forsvarsmönnum sveitarfé- laganna á svæðinu á leiðir til að efla ferðaþjónustu, að því er fram kom í ávarpi Guðjónínu Sæmundsdóttur hjá Miðstöð símenntunar. Umhverfismál skipa sífellt stærri sess í ferðamálum, sagði Helga Haraldsdóttir, deildarstjóri í sam- gönguráðuneytinu, sem ávarpaði samkomuna í nafni ráðherra. Á ráð- stefnunni voru flutt sjö erindi um ferðaþjónustu og umhverfismál. Meðal annars var sagt frá Stað- ardagskrá 21 og mismunandi um- hverfismerkjum. Umhverfis- mál mikilvæg fyrir ferða- þjónustuna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fundarmenn fylgdust af áhuga með fyrirlestrum um umhverfismál. Keflavík STRENGJAMÓT í Reykjanesbæ er yfirskrift tónlistarmóts nemenda á strengjahljóðfæri sem Tónlist- arskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir um helgina ásamt foreldrum nemenda strengjadeildar. Þátt taka 160 nemendur frá níu tónlist- arskólum. Mótið hefst næstkomandi föstu- dag og stendur fram á sunnudag. Myndaðar verða þrjár stórar strengjasveitir sem æfa um helgina og halda síðan tónleika á sunnu- daginn kl. 14 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Aðgangur er ókeypis að tónleikunum og allir eru vel- komnir. Hóparnir halda til í Holtaskóla en æfingar fara fram þar, í Íþrótta- húsinu við Sunnubraut og í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Stjórn- endur strengjasveitanna verða Unnur Pálsdóttir, fiðluleikari og kennari við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, Martin Frewer fiðluleik- ari og Úlfar Ingi Haraldsson, kontrabassaleikari, tónskáld og kennari við Listaháskóla Íslands. Margt fleira verður til gamans gert á mótinu annað en að æfa og halda tónleika að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Tónlistarskól- anum. Meðal annars verður kvöld- skemmtun í Íþróttahúsinu, diskótek í Heiðarskóla og gesta- tónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju. 160 manna strengja- mót um helgina Reykjanesbær KERRA, sem í var björgunar- sjúkrahús, eyðilagðist er hún slitn- aði í hádeginu aftan úr bíl björg- unarsveitarinnar Suðurnesja á Reykjanesbraut við Kúagerði. Var sveitin á leið á æfingu við Hafra- vatn austan Reykjavíkur. Kerran fór yfir á öfugan veg- arhelming og endasentist út í móa er hún slitnaði aftan úr björgunar- bifreiðinni. Mildi þykir að engin slys urðu því talsverð umferð var þegar óhappið átti sér stað. „Kerran sjálf er ónýt og við er- um að skoða búnaðinn. Þetta var sjúkrahús á hjólum, tvö tjöld með greiningarborðum og öllum hjálp- artækjum sem til þarf á slysstað,“ sagði fulltrúi björgunarsveitarinn- ar. Var sveitin þá komin á æfing- arstað við Hafravatn. „Hér er ætl- unin að við æfum með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sveit slysadeildar Landspítalans, við er- um þátttakendur vegna þess bún- aðar sem var í kerrunni,“ sagði björgunarsveitarmaðurinn. Sjúkrahús á hjólum lenti út af Kúagerði STJÓRN Sparisjóðsins í Keflavík hefur ákveðið að fresta ákvörðunum um að breyta fyrirtækinu í hluta- félag þar til boðað frumvarp að nýj- um lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið afgreitt á Alþingi. Stjórnendur Sparisjóðsins hafa frá því á síðastliðnum vetri unnið að breytingu Sparisjóðsins í hlutafélag, í samræmi við ákvarðanir hluthafa- funda. Vinnan var komin langt og stefnt var að því að hægt yrði að taka endanlega ákvörðun fyrir 1. október. Stofnun hlutafélags frestað Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.