Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Glæsilegar skrifstofur, jarðhæðin í þessu glæsilega húsi. Framhús ásamt bakhúsi samtals ca. 800 fm. (Áður höfuðstöðvar Landsbréfa.) Sanngjörn leiga fyrir rétta aðila. TIL LEIGU Suðurlandsbraut Uppl. veitir Magnús Gunnarsson s. 588 4477 eða 822 8242. NEI, ekki er risið parísarhjól í Grímsey en þegar horft var til norðurs frá aðalgötunni leit út um tíma eins og eitt slíkt væri að rísa. Þetta voru fyrstu bogar að nýrri vélageymslu við vélaverkstæði Sig- urðar Bjarnasonar sem bar svona skemmtilega við sólbjartan norður- himininn. Þessi geymsla var flutt til Grímseyjar í ótal pörtum og hýsti áður áhaldahús Akureyrarbæjar. Sigurður fékk geymsluna hingað fyrir vinnuvélar sínar, tæki og tól sem áður hafa þurft að standa úti árið um kring. Mun vélageymslan gjörbreyta aðstöðu Sigurðar sem hefur um langan tíma séð um flest- ar bátaviðgerðir og aðrar viðgerðir í Grímsey. Húsið verður tengt við vélaverkstæði Sigurðar með 40 fm tengibyggingu en sjálfur bragginn er 300 fermetrar. Sigurður hefur haft tvo menn með sér í vinnu við uppsetninguna og í bygginga- framkvæmdunum. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið fyrir veturinn og hefur veðurblíðan undanfarnar vikur ekki spillt fyrir. Morgunblaðið/Helga Mattína Við nýju vélageymsluna. Sigurður Bjarnason stendur hér á milli dætra sinna, Karenar t.v. og Vilborgar, ásamt þeim Garðari Ólasyni, Katli Guð- mundssyni húsasmið og Vilberg Inga Héðinssyni aðstoðarmanni. Parísarhjól í Grímsey? Grímsey STARFSMENN og velunnarar gamla bæjarins í Laufási hafa und- anfarið verið að leggja síðustu hönd á haustverkin í sveitinni. Næsta laugardag, hinn 19. október kl. 14-16 verður mikið um dýrðir í bænum því gestum og gangandi verður boðið að fylgjast með hefðbundinni matar- gerð haustsins. Meðal annars verða verkaðar og saumaðar vambir, ristlar raktir, lifr- in marin með hnalli og fleira sem til- heyrir vinnslu matar í sláturtíð. Slegið verður upp markaði þar sem til sölu verða nýjar kartöflur, rófur, gulrætur og sulta. Einnig verður til sölu íslenskt handverk og ýmiss konar krem úr íslenskum jurtum. Gestir fá að smakka grasamjólk, brauð með fjallagrösum, rúgbrauð með kæfu og slátur. Laufáshópurinn sýnir gamalt íslenskt handbragð við tóvinnu og með þeim verða eldri borgarar sem kunna vel til verka í sveit. Frá borginni Edmonton í Alberta í Kanada kemur Doug Rögnvalds- son og sýnir í Laufási vestur-ís- lenskan rokk sem faðir hans Jón Rögnvaldsson, sem fluttist ungur úr Skagafirði til vesturheims, þróaði og hannaði vestra. Nú finnast slíkir rokkar á mörgum íslenskum og kan- adískum heimilum. Rögnvaldsson og bræður hans fjórir hafa viðhaldið hefðinni og nú er Doug kominn heim til að kynna þetta vestur-íslenska verklag löndum sínum á Íslandi. Starfsdagur í Laufási Hefðbundin matar- gerð haustsins sýnd SKÓLANEFND samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til að verð á máltíðum í skólamötuneytunum verði lækkað úr 300 krónum í 250 krónur fyrir nemendur og úr 250 krónum í 220 krónur fyrir starfs- menn. Samkvæmt ákvæðum kjara- samninga starfsmanna greiða þeir einungis hráefniskostnað. Á fundi skólanefndar fyrr í mánuðinum var tekið fyrir erindi frá Stefaníu Sig- urjónsdóttur þar sem hún vakti at- hygli á matseðlum og verði á mál- tíðum í grunnskólum Akureyrar, sem hún taldi of hátt. Einnig samþykkti skólanefnd í vikunni að foreldrar geti keypt mál- tíðir fyrir börn sín óháð vikudögum en þeir verði að kaupa að lágmarki 8 máltíðir í mánuði. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð þegar uppgjör á rekstri skólamötuneytanna liggur fyrir um áramót. Fyrir fundi nefnd- arinnar lá jafnframt uppgjör á rekstri mötuneytanna í Lundar- skóla, Oddeyrarskóla og Giljaskóla fyrir september 2002. Í uppgjörun- um kemur fram að nýting nemenda í Oddeyrarskóla er 30%, Lundarskóla 24,5% og Giljaskóla 47%. Verð á skóla- máltíðum lækkar HÉRAÐSDÓMUR Norður- lands eystra hefur dæmt tæp- lega tvítugan pilt í 20 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og skaðabætur að fjárhæð 2.400 krónur til veitingahússins Sjallans á Akureyri fyrir grip- deild. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa í fyrrasumar tekið úr eldhúsi Sjallans 750 ml gin- flösku, hlaupið með hana út og falið í garði í nágrenni veit- ingastaðarins. Ákærði viðurkenndi brot sitt fyrir dómi og var játning hans í samræmi við rannsókn- argögn lögreglu. Pilturinn hef- ur áður komist í kast við lögin og með þessu broti rauf hann skilorð. Með hliðsjón af ungum aldri og því að nokkuð er um liðið frá broti ákærða þótti í dómnum ekki ástæða til að hrófla við skilorðinu en dæma hann þess í stað í sekt til rík- issjóðs og til að greiða skaða- bætur til Sjallans. Sektaður fyrir að stela vínflösku ÍBÚAR í grennd við Grand hótel í Sigtúni í Reykjavík hafa kært sam- þykkt deiliskipulags, sem gerir ráð fyrir byggingu tveggja 13 hæða turna ofan á hótelið, til Úrskurðar- nefndar skipulags- og bygginga- mála. Yfir 100 íbúar skrifuðu undir áskorun til borgaryfirvalda um að endurskoða ákvörðun sína. Að sögn Páls Skaftasonar, tals- manns íbúa, er einkum þrennt sem íbúarnir hafa að athuga við sam- þykkt skipulagsins. Í fyrsta lagi sé ljóst að skuggavarp verði af turnun- um, í öðru lagi séu turnarnir í hróp- legu ósamræmi við byggðina sem fyrir er á svæðinu og loks hafi kynn- ing á skipulaginu farið að mestu fram hjá íbúum. Allir tilbúnir til að skrifa undir „Við gengum allt Sigtúnið og nokkrir fóru yfir á Laugateiginn líka og það er skemmst frá því að segja að allir sem náðist í voru viljugir til að skrifa undir,“ segir Páll. „Með þessu viljum við leggja áherslu á að það er almenn óánægja í hverfinu með þessar byggingar. Þarna er ver- ið að tala um að byggja eitt hæsta húsið í Reykjavík á lóð sem þegar er fullbyggð. Það er ekkert hús í borg- inni hærra en 13 hæðir, þetta er eins og Hús verslunarinnar eða húsin á Vesturbrún.“ Undirskriftunum var skilað á mánudag til skipulags- og bygginga- sviðs borgarinnar og til Úrskurðar- nefndar skipulags- og bygginga- mála. „Málið hefur verið kært til Úrskurðarnefndarinnar með bréfi meðfylgjandi þessum undirskriftum og eins hvöttum við sem flesta íbúa til að kæra. Við vitum af nokkrum sem hafa gert það auk okkar sjálfra,“ segir Páll. Yfir 100 íbúar í Sigtúni skrifa undir mótmæli vegna turna Stækkun Grand hótels kærð til Úrskurðarnefndar Tún ÞAÐ er allt í lagi að tala og syngja á bókasöfnum og undir sérstökum kringumstæðum má beinlínis hafa þar hátt. Þetta er að minnsta kosti skoðun Önnu Margrétar Sigurð- ardóttur, deildarstjóra á Bóka- safni Kópavogs, sem þessa dagana er önnum kafin við að koma upp sýningu á munum og bókum frá öllum heimsins hornum á bóka- safninu auk þess sem hún vinnur að því að skipuleggja dagskrá á safninu næstu vikuna sem meðal annars felur í sér tónlist og söng. Sýningin og dagskráin eru í tengslum við alþjóðaviku sem hefst í Kópavogi á morgun og stendur fram á fimmtudag. Mun bærinn iða af uppákomum tengd- um útlendingum þessa vikuna sem verður „borin fram sem veisla mannlífs og menningar“, eins og segir í fréttatilkynningu. Sýningin á bókasafninu verður sett upp í glerskápum vítt og breitt um safn- ið og gætir þar ýmissa grasa. „Við verðum með alls konar bækur og muni sem við höfum sankað að okkur frá hinum og þessum góð- gjörnu aðilum sem voru til í að lána okkur þá,“ segir Anna Mar- grét og nefnir hluti frá Japan, Jórdaníu og Tékklandi meðal ann- ars. Lestrar- og skriftarbækur frá ýmsum löndum „Síðan munum við stilla út mjög skemmtilegum lestrar- og skrift- arbókum sem Marjatta Ísberg hef- ur safnað frá ýmsum löndum. Það er mjög gaman að sjá þær því þær eru oft á tungumálum sem maður hefur ekki grænan grun um hver eru en við ætlum nú að skýra það.“ Auk sýningarinnar verður heil- mikil dagskrá í safnahúsinu í tengslum við Alþjóðavikuna og má þar nefna sýningar á erlendum kvikmyndum, fyrirlestra og myndasýningar og sérstaka dag- skrá á vegum Japansk-íslenska menningarfélagsins. Þá mun tón- list hljóma um bókasafnið þessa daga því kór Snælandsskóla kem- ur tvisvar og syngur nokkur lög af erlendum uppruna auk þess sem nemendur Tónlistarskóla Kópa- vogs munu láta ljós sitt skína. En er þetta leyfilegt, á ekki allt- af að vera þögn á bókasöfnum? „Nei, það er gamall misskiln- ingur,“ segir Anna Margrét og hlær. „Bókasöfn eru orðin svolítið öðruvísi stofnanir en þau voru áð- ur fyrr þannig að hér er líf og fjör alla daga. Fólk má tala og syngja og undir sérstökum kringum- stæðum beinlínis hafa hátt.“ Morgunblaðið/Kristinn Elín Arna Ellertsdóttir bókavörður kemur munum frá Jórdaníu fyrir í einum glerskápnum. Bókasafnið tekur þátt í Alþjóðaviku sem hefst á morgun Munir og bækur úr öllum heimsins hornum Kópavogur BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka tilboði Vatnsfells ehf. í byggingu Hraunkots, fjögurra deilda leikskóla í Haukahrauni. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 126,5 milljónir króna sem er 91% af kostnaðaráætlun en hún var tæpar 139 milljónir króna. Hæsta tilboðið var hins vegar upp á tæpar 158 millj- ónir eða 113,7% af kostnaðaráætlun. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er áætlað að leikskólinn verði tekinn í notkun í júlí á næsta ári. Leikskólinn Hraunkot Samið við Vatnsfell Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.