Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2 Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 4 með ísl. tali. Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS 5.30, 8 og 10.30. 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Yfir 16.000 manns! Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Sýnd 5.15 og 10.40. B.i. 14.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. . 1/2Kvikmyndir.is Ertu blindur - fyrir örygginu? Slökkvitæki fyrir sjónvörp. H. Blöndal ehf. S. 517 2121. Sýnd 8. B.i. 14. Síðasta sýningSýnd kl. 6 og 8. Síðasta sýning 1/2Kvikmyndir.is „DREP FYNDIN“ ÞÞ. FBL Yfir 16.000 manns! Sýnd kl. 5.50 og 10.10. B. i. 16. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins!  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara 1/2Kvikmyndir.is ÞÓ að kvöldið í kvöld sé fyrsta op- inbera tónleikakvöld Airwaves hófst hátíðin með réttu síðastliðinn mánudag þegar upplýsingamiðstöð hátíðarinnar var opnuð á Sólon, Bankastræti 7. Henni verður svo slitið á sunnudag og þá hafa loftbylgjurnar liðið um í heila viku. Erlenda gesti hefur ver- ið að drífa að í vikunni; fjölmiðlamenn, útgefendur sem og tónlistaráhugamenn en tugir íslenskra listamanna sem erlendra munu troða upp um bæinn þveran og endilangan næstu daga. Hvað er að gerast? Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi í kvöld sem og eftirleiðis. Gaukur á Stöng verður lagður undir hipp hopp þar sem m.a. Bent og Sjö- berg og Afkvæmi guðanna koma fram en báðir aðilar eru með plötu fyrir jólin. Bandaríski rapparinn J-Live lýkur svo kvöldinu. Á Nasa verða m.a. Daysleeper og Land og synir en einnig banda- ríska rokksveitin Remy Zero, sem hefur vakið athygli fyrir síðustu plötu sína, The Golden Hum. Í Iðnó verða rafrænir sálartónar en hin hrynheita sveit frá Noregi, Xploding Plastik, mun ljúka því kvöldi. Á Vídalín mun svo síðrokk- ið ráða ríkjum þar sem Úlpa og Sofandi leika m.a. Einnig verða þar kúrekar dauðans, The Funer- als. Á Spotlight verður Thule út- gáfan með kvöld og á Astró verður breakbeat.is gestgjafi. Aðal- snúðurinn þar verður DJ Storm frá Metalheadz. Afmæli Smekkleysu verður þá haldið á Grand Rokk og í Hinu húsinu verður harðkjarnarokk, með Snafu, I Adapt og Klink t.d. Á Sirkus leika svo sveitatónlistarsveitirnar Hudson Wayne og Örkuml. Dagskráin er kynnt nánar í meðfylgjandi hlið- ardálki. Allt að gerast! „Já, þetta byrjar í kvöld,“ segir Þorsteinn Stephensen, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. „Og þá fer allt á fullt. Upplýsingaskrifstof- an er búin að vera opin síðan á mánudaginn og þangað leitar fólk og er að spyrja um hinar og þessar hljómsveitir. Við fáum núna dag- legar fréttir af því að erlendir áhrifamenn í tónlistariðnaðinum séu á leiðinni og vigtin á þeim er alltaf að aukast. M.a. kemur hing- að yfirmaður nýliðunardeildar Electra frá Bandaríkjunum.“ Þorsteinn segir að miðasala standi enn yfir í verslunum Tals og hefur hún gengið mjög vel. Selt er hátíðararmband á 5.500 kr. sem veitir aðgang að öllum viðburðum, þ.m.t. á stórtónleikanna í Laug- ardalshöll á laugardaginn. Aldurs- takmark á alla viðburði er 18 ár. „Ég vil þó árétta að þeir sem eru með armbönd ganga fyrir hvað varðar inngöngu á staðina,“ segir Þorsteinn að lokum. „Hægt er að kaupa aðgang að einstökum við- burðum en það er þó háð húsrúmi á hverjum stað.“ arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.icelandairwaves.com Hátíðarhöldin hefjast                  !! "#   $#  # %#& '(%#       ) *% " # +    # ,'-.&/     0# ,# # //# , &##/# % 1&  2#3#       ,' ,' ! 1- # ,'   ,'& ,'2#       0 +  4 5## ,,, ' 6  7/ + &    !"# ##&   $ % 8/   + ///  # &    !% ,&    9 * /       0& 4  # : :       !    !     ,' &  !" ,')# #$% & ,'0) /&& '!( ,' ;&    </  ) * &  #1- # Iceland Airwaves, 16.–20. október Í kvöld hefst hin indæla orrahríð tónleika sem Airwaves-hátíðin stendur fyrir. Arnar Eggert Thoroddsen spáir í spiliríið. HEIMILDAMYNDIN Noi og Pam og mennirnir þeirra verður forsýnd í kvöld. Þetta er ný íslensk heim- ildamynd í leikstjórn Ásthildar Kjart- ansdóttur um tvær taílenskar konur, sem búa með íslenskum mönnum norður í landi. Myndin segir sögu Noi og Pam en þær eru frá litlu þorpi í norðurhluta Taílands þar sem flestir íbúarnir lifa af hrísgrjónarækt og búa við kröpp kjör. Noi og Pam, sem eru frænkur, flytja tvítugar að aldri til Bangkok í leit að vinnu í von um að geta hjálpað fjölskyldum sínum eftir upp- skerubrest í þorpinu. Eftir tíu ára strit í verksmiðjum á lágum launum fá þær nóg og ákveða að leita betri framtíðar í Evrópu. Verður það til þess að leiðir þeirra og Ísaks og Sveinbjarnar liggja saman árið 1997. Myndin fjallar um væntingar Noi og Pam um lífið og framtíðina og varpar ljósi á hvernig sambúðin gengur með Íslendingum, að sögn Ásthildar. Noi býr með Ísaki og Pam með Sveinbirni í Öxarfjarðarhéraði í Norður-Þingeyjarsýslu en Ásthildur rekur ættir sínar í þennan landshluta. „Ég er svo forvitin að alltaf þegar ég hitti útlendinga langar mig til að kynnast þeim og fer að hugsa um hvaðan þeir eru,“ segir Ásthildur, sem rakst á Noi fyrir tilviljun í Ás- byrgi og hitti síðan Pam í gegnum hana. „Ég hafði lengi hugsað um að gera mynd um asískar konur á Íslandi,“ segir Ásthildur og bætir við að þarna hafi hún fengið kjörið tækifæri til þess. Hún segir að í byrjun hafi Noi og Pam ekki alveg vitað hvað hún væri að fara að gera en uppúr þessum kynnum hafi myndin þróast. Í kjöl- farið heimsótti Ásthildur svo Taíland með þeim. Ásthildur vann í þrjú ár að mynd- inni og er ánægð með útkomuna. Hún gerði myndina m.a. í þeim tilgangi að varpa nýju ljósi á líf asískra kvenna á Íslandi og bendir á að erfitt sé fyrir marga að aðlagast íslensku þjóð- félagi. Hún fékk hugmyndina að myndinni þegar hún kenndi asískum konum íslensku í Námsflokkunum. Frænkurnar eru sjálfar fámálar um myndina enda talar hún sjálf sínu máli. Myndin er einlæg og gerir hversdagslífinu góð skil. Ennfremur er varpað ljósi á mismunandi lífs- viðhorf Taílendinga og Íslendinga í henni. Noi og Pam hafa ekki mikinn tíma til að heimsækja höfuðborgina í til- efni sýninganna því nú er sláturtíð en þær vinna báðar hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Að sögn þeirra vinna 50 manns í Fjallalambi frá 12 löndum og bera þær yfirmanni sínum góða sög- una. Þrátt fyrir að Noi og Pam hafi ekki einsett sér að breyta ákveðinni ímynd asískra kvenna á Íslandi er ljóst að þær hafa gert það að einhverju leyti með því að hleypa Ásthildi svo nærri sér. Þær hafa aðlagast lífinu hér vel og kannski er matseld þeirra ágætis dæmi um það besta úr báðum heim- um. „Ég geri íslenskan mat að hætti Taílendinga og krydda til dæmis kjötið með taílensku kryddi. Ég verð reyndar alltaf að fá hrísgrjón og get ekki lifað af marga daga án þeirra,“ segir Pam og bætir því við að hún neyðist til að spara chilli-kryddið þeg- ar eldað er fyrir Íslendinga. Hún seg- ir jafnframt og brosir að hrísgrjón séu alls staðar í Taílandi en kind- urnar ráði ríkjum hér. Glöggt er gests augað og má gera því skóna að kindurnar hljóti því að vera nokkurs konar hrísgrjón Íslendinga og öfugt. Film-Undur forsýnir Noi og Pam og mennina þeirra í kvöld í Háskóla- bíói og eftir það verður myndin tekin til almennra sýninga. Íslensk heimildamynd forsýnd í Háskólabíói Morgunblaðið/Golli Ásthildur Kjartansdóttir kvikmyndagerðarkona hefur fylgst náið með þeim Pam og Noi síðustu þrjú árin og verið líkt og fluga á vegg. Kindur eru hrís- grjón Íslendinga ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.