Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EGILL Sæbjörnsson og Unnar Örn Auðarson hafa í sameiningu lagt undir sig neðri hæð Gerðarsafns Listasafns Kópavogs. Egill með tón- listaratriði en Unnar með hurðir að opnast og lokast og ljósmyndir úr daglega lífinu. List Egils er á mörkum myndlist- ar og tónlistar og margir eiga erfitt með að átta sig á því á hvoru sviðinu hann liggur. Þeir sem þekkja til listamannsins vita hins vegar að Eg- ill er myndlistarmaður fyrst og síð- ast og tónlistin er einungis hluti af hans list. Það er ekki alltaf auðvelt að festa hendur á því sem Egill er að fara í verkum sínum. Hér fer hann ekki ósvipaða leið og hann fór á Kjarvals- stöðum um árið þegar hann byggði stóra og mikla leikmynd sem um- gjörð utan um margslungið verk. Hér þjónar leikmyndin sem bak- grunnur fyrir gjörning sem fram- kvæmdur var á opnun en í henni leikur aðalhlutverk fígúran Móri og svo Egill sjálfur að spila á kassagít- ar. Allt í kring stara stóreygir svert- ingjar á mann innan úr skóginum og ógnirnar eru allt í kring, flugvél kastar á þá sprengju og til beggja hliða eru ógnvaldar tilbúnir að gleypa þá í sig. Verkið hefur þannig bæði vísun í alþjóðastjórnmál nú- tímans sem og gamaldags birtingar- myndir af íbúum Afríku. Inn í þetta bætist svo furðuskepnan Móri sem bindur sýninguna í íslenskan veru- leika. Í gjörningnum gaulaði Móri með Agli en í holu fyrir utan safnið syng- ur hann nú brostinni röddu þjóðsöng Íslendinga, Ó guðs vors lands. Það er kannski ankannalegast af öllu að standa úti og stara ofaní holuna til að upplifa verkið en jafnframt mjög sérstakt. Von um breytingar Unnar Örn bregður upp hvers- dagslegum myndum. Annars vegar sjáum við lyftudyr opnast og lokast í sífellu án þess að manneskjur komi þar nálægt og hins vegar sjáum við afar ljóðrænt og fallegt myndband af hurðum að opnast. Myndatakan í því verki er jafnframt eftirtektarverð sem og uppsetningin. Leiða má að því líkur að Unnar fjalli þarna um vonina. Það að opna dyr er alltaf upphaf að einhverju nýju og spenn- andi því margt getur leynst á bakvið luktar dyr. Þetta er einfalt verk og einföld hugmynd en krystaltær með mjög víðtæka skírskotun. Ljósmyndir af hversdagslegum toga þekja síðan heilan vegg og á borði eru innbundnar ljósmyndir. Unnar virðist ganga um með mynda- vélina sína og notar hana eins og skrásetningartæki fyrir einskonar myndræna dagbók. Þetta er vel þekkt vinnuaðferð sem margir lista- menn hafa ástundað og í sjálfu sér er framsetning Unnars ekkert sérstak- lega áhugaverð þar sem myndirnar eru ekki settar í neitt ákveðið sam- hengi. You take all my time eftir Egil Sæbjörnsson. Mórinn gaular Hérna megin, This Side, eftir Unnar Örn Auðarson. MYNDLIST Gerðarsafn Listasafn Kópavogs Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Til 20. október. INNSETNING, MYNDBAND, LJÓSMYNDIR EGILL SÆBJÖRNSSON OG UNNAR ÖRN AUÐARSON Þóroddur Bjarnason ÞAÐ er nokkuð klókt hjá Gerð- arsafni setja upp sýningu á verkum ungs myndlistargallerís úti í bæ eins og Gallerís Hlemms. Safnið fær þannig á einu bretti fullt af nýju blóði inn í safnið og í leiðinni stórt prik fyrir að sinna ungu kynslóðinni. Gallerí Hlemmur fær í staðinn kjör- ið tækifæri til að kynna kraftmikla starfsemi sína fyrir breiðum hópi áhorfenda og sjá starfstíma sinn í heildrænu samhengi og jafnvel í nýju ljósi. Það má því segja að um svokallað „win-win“ samstarf sé þarna um að ræða þar sem báðir aðilar græða, þó líklega græði Gerðarsafn nú meira á endanum. Svona sýning vekur upp vanga- veltur um það hvort að listasöfn og unggallerí ættu ekki að koma á virku samstarfi sín á milli þar sem báðir græða. Galleríið fengi þannig aðgang að þekkingu, fjármagni og kynningarleiðum á meðan safnið fær eins og áður sagði bein tengsl við það sem er nýjast að gerast á hverj- um tíma, ferskir vindar leika um og safnið kemur enn betur til móts við markhóp sinn og eigendur, þ.e. Kópavogsbúa á öllum aldri. Ég vona í það minnsta að þetta samstarf feli í sér eitthvað meira heldur en bara dálitla kynningu fyr- ir Gallerí Hlemm og listamennina sem eru á þess snærum, því eins og forstöðumaður gallerísins hefur sagt í fjölmiðlum er nú komið að þeim tímapunkti að galleríið fari að starfa af fullri alvöru, nú verði ekki aftur snúið þrátt fyrir takmarkaðan skiln- ing þeirra sem eiga peningana sem galleríið þarfnast. Þetta er kjark- mikil yfirlýsing hjá „galleristanum“ og í henni felst kall eftir viðurkenn- ingu og athygli fjármagns. Á sýningunni í Gerðarsafni eru sýnd verk eftir flesta þá listamenn sem sýnt hafa í Gallerí Hlemmi frá stofnun. Forstöðumaður Gerðar- safns sá um valið, en listamönnunum var uppálagt að bæta einu nýju verki í sarpinn. Fyrir þann sem fylgst hefur með starfsemi Gallerís Hlemms eins og undirritaður, er skiljanlega mest spennandi að sjá nýju verkin og langar mig að benda á t.d. verk Magnúsar Sigurðarsonar sem virðist vera að finna sjálfan sig í heimi dagblaðapappírs með einkar athyglisverðum hætti, eins og birtist svo vel á sýningu í galleríinu nýlega. J.B.K. Ransu heldur áfram rann- sókn sinni á málverkinu í tveimur óhlutbundnum verkum þar sem skírskotað er til skynveruleika sjö- unda áratugarins. Myndband Er- lings þ.v. Klingenbergs í anddyrinu er óborganlegt en þar segir hann okkur með nokkrum tormerkjum þó, að það sé erfitt að vera ljóðskáld með mandarínu í munninum. Enn- fremur verð ég að benda á veggverk Eirúnar Sigurðardóttur, Tilfinn- ingaþrunga naumhyggju, þar sem hún gerir naumhyggjunni skil á per- sónulegan en jafnframt nútímalegan hátt. Sýningin er vel heppnuð og gefur óvenju góða mynd af því hvað er að gerast í íslenskri samtímalist. Nú held ég að allir ættu að drífa sig af stað og sjá þetta með eigin augum og þeir sem tala eins og bilaðar plöt- ur um að allir séu hættir að mála málverk verða því miður að éta það ofaní sig ef eitthvað er að marka þessa sýningu, því málverkið lifir góðu lífi eins og aðrir miðlar í mynd- list unga fólksins í dag. Hlemmur á tímamótum MYNDLIST Gerðarsafn Listasafn Kópavogs Opið alla daga nema mánudaga frá 11- 17. Til 20. október. ÝMSIR MIÐLAR ÝMSIR LISTAMENN Frá sýningu Gallerís Hlemms í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Þóroddur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.