Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 1
243. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. OKTÓBER 2002 FRAKKAR ítrekuðu í gær andstöðu sína við tilraunir stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta til að fá sam- þykki Sameinuðu þjóðanna við hern- aðaraðgerðum gegn Írak. Kvaðst Jacques Chirac, forseti Frakklands, vera því „algerlega andvígur“, að Bandaríkjastjórn fengi sjálfkrafa heimild til valdbeitingar. Umræður hófust um Íraksmálið í öryggisráði SÞ í gær og fast var lagt að Bandaríkjamönnum að hætta við að leggja fram tillögu um að ráðið hótaði Írökum valdbeitingu. Fulltrúar 48 ríkja voru á mælenda- skrá á opnum fundi öryggisráðsins í gær og þeir bentu nær allir á að Írak- ar hafa fallist á að heimila Sameinuðu þjóðunum að hefja vopnaeftirlit að nýju í Írak. Ræðumennirnir sögðu að gefa ætti eftirlitsmönnum samtak- anna færi á að rannsaka hvort Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum. Rússar styðja afstöðu Frakka Frakkar vilja tvær ályktanir um Írak, aðra um skilmála hugsanlegs vopnaeftirlits og hina, ef þörf krefur, um refsiaðgerðir vegna brota á þeim. Bandaríkjamenn vilja aftur á móti eina harðorða ályktun, sem fæli þá í sér heimild til hernaðaraðgerða. Styðja Bretar Bandaríkjamenn í því en Rússar ítrekuðu í gær, að þeir styddu afstöðu Frakka. Fimmta ríkið með neitunarvald í öryggisráðinu, Kína, hefur tekið illa í bandarísku til- löguna en þó án þess að taka af skar- ið. Chirac sagði á fundi með arabísk- um fréttamönnum í París í gær, að franska stjórnin væri „algerlega and- víg“ því að gefa Bandaríkjunum heimild til hernaðar í Írak án frekari afskipta öryggisráðsins. Sagði hann, að vissulega væri sú hætta fyrir hendi, að Írakar réðu yfir gereyðing- arvopnum, en tilgangurinn væri að afvopna þá, ekki að steypa stjórninni. „Ég hef alltaf sagt að stríð sé versta lausnin. Gera þarf allt sem hægt er til að forðast það,“ sagði Chirac. Ljóst er, að Bandaríkjamenn eru mjög gramir Frökkum vegna afstöðu þeirra. Var það haft eftir bandarísk- um embættismönnum í gær, að Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ætlaði ekki að tala neina tæpitungu á fundi, sem þá var fyrir- hugaður með honum og Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakklands. Ætluðu Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Dick Cheney varaforseti og Condoleezza Rice öryggisráðgjafi einnig að sitja fundinn. Stjórnvöld í Írak reyna að nýta sér þennan ágreining í öryggisráðinu. Ezzat Ibrahim, varaformaður íraska byltingarráðsins og sá, sem gengur næstur Saddam Hussein að völdum, sagði í gær, að Írakar væru „hreykn- ir af vináttu Frakka við araba“ og hvatti þá til að herða á andstöðu sinni við Bandaríkin. Umræður um Írak í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Chirac „algerlega and- vígur“ tillögu Bush Bandaríkjamenn sagðir vera mjög gramir Frökkum París. AFP. UNGFRÚ Alheimur gæti þurft að vara sig á nýjum keppinaut því ráð- gert er að efna til samkeppni í Litháen, Ungfrú Prísund, þar sem valinn verður fegursti kvenfangi landsins. Sjónvarpsmaðurinn Arunas Val- inkas tilkynnti í vikunni að hann hefði náð samkomulagi um sam- keppnina við eina kvennafangelsi Litháens. Hann kvaðst þegar hafa samþykkt umsóknir 36 sakakvenna um þátttöku í samkeppninni. „Við ætlum að leita að fegurðinni þar sem fólk kann að halda að hana sé ekki að finna,“ sagði Valinkas. „Fangarnir eru, þrátt fyrir allt, fyrst og fremst konur.“ Í fangelsinu eru um 1.000 fangar, meðal annars morðingjar. Valinkas segir að þetta sé fyrsta fegurðar- samkeppnin meðal fanga í Evrópu og hún verði sýnd í beinni útsend- ingu í einkarekinni sjónvarpsstöð, LNK, um miðjan nóvember. Virtustu tískuhönnuðir Litháens eiga að hanna kjóla keppendanna og þekktir Litháar verða í dóm- nefndinni. Konurnar sem verða valdar í þrjú efstu sætin fá alls and- virði 215.000 króna í verðlaun. Ungfrú Prísund Vilnius. AP. KONA kveikir á kerti á bíla- stæði stórverslunar í Falls Church í Virginíu til minn- ingar um níunda fórnarlamb leyniskyttunnar í Wash- ington-borg og nágrenni. Linda Franklin, starfskona FBI, var myrt á bílastæðinu á mánudagskvöld. Að sögn The Washington Post sá að minnsta kosti einn sjónarvottur karlmann hleypa af byssu á bílastæð- inu og flýja síðan í sendibíl. The New York Times sagði að morðinginn hefði skotið af 30 metra færi. Annar sjónarvottur kvaðst hafa séð mann með dökk- leita húð, hugsanlega ætt- aðan frá Rómönsku-Ameríku eða Mið-Austurlöndum, flýja í sendibíl. Herflugvélum beitt við leitina Vonast var til að hægt yrði að vinna mynd af morð- ingjanum, byggða á lýs- ingum sjónarvottanna, en lögreglan í Virginíu sagði í gær að það hefði ekki tekist. Sjónarvottunum bæri ekki saman og þeir hefðu ekki verið nógu nálægt morðingj- anum til að geta lýst honum nákvæmlega. Vitni hafa einnig veitt upplýsingar um bílnúmer, en þeim ber ekki saman og það kann að benda til þess að fjöldamorðinginn skipti oft um númer. Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkj- anna, hefur heimilað að her- flugvélar, búnar háþróuðum eftirlitstækjum, verði not- aðar til að aðstoða lögregl- una við leitina að fjölda- morðingjanum. Hundruð lögreglumanna eru á götum Washington-svæðisins að leita að leyniskyttunni. Reuters Ónákvæm- ar lýsingar á leyni- skyttunni MEÐLIMIR hreyfingar róttækra múslima í Indónesíu hrópa „Guð er mikill“ á mótmælafundi fyrir utan höfuðstöðvar indónesísku lögreglunnar í höfuðborginni Djakarta í gær. Á spjaldinu stendur: „Bandarík- in sprengja Balí, íslam aftur gert að blóraböggli.“ Grunur leikur á að Jemaah Islamiyah, öfgahópur múslima sem talinn er tengjast hryðju- verkasamtökunum al-Qaeda, hafi átt þátt í sprengjutilræðunum á Balí sem kostuðu yfir 180 manns lífið um síðustu helgi. Múslimaklerkurinn Abu Bakar Bashir, sem sagður er andlegur leiðtogi Jemaah Islamiyah, lýsti því þó yfir við blaðamenn í gær að hópurinn væri ekki til í Indónesíu og al-Qaeda tengdist tilræðunum á Balí ekki neitt. Sagði Bashir ásakanirnar „upp- spuna villutrúarmanna“. Reuters Reiðir múslimar í Indónesíu  Fjórir Indónesar/22 FJÓRIR þingmenn í Úkraínu ákváðu í gær að ganga úr meirihluta, sem myndaður var nýlega á þingi landsins til stuðnings Leoníd Kútsjma forseta, og styðja ekki for- setann á meðan þingið rannsakar meinta líkamsárás á úkraínskan þingmann og rússneskan kaupsýslu- mann. Kútsjma hefur þar með misst meirihluta sinn á þinginu og til að endurheimta hann þarf forsetinn að tryggja sér stuðning eins þing- manns. Þingmennirnir fjórir sögðust ætla að bíða eftir niðurstöðu rann- sóknar þingsins á meintri árás um helgina á þingmanninn og kaup- sýslumanninn. Vopnaðir menn, sem sögðust vera leynilögreglumenn, voru sagðir hafa ráðist á mennina tvo, dregið þá út úr bíl og slegið þá með byssuskeftum. Lögreglumenn komu síðar á staðinn og handtóku kaupsýslumanninn, sem var sagður hafa verið með hlaðna byssu í fórum sínum. Kútsjma missir þingmeirihluta Kiev. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.