Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 10
ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Innstæðutryggingar og trygg- ingakerfi fyrir fjárfesta (tryggingatími) 183. mál, laga- frumvarp viðskrh. 1. umræða. 2. Lagaákvæði er varða sam- gönguáætlun o.fl. (gildistaka laganna) 182. mál, laga- frumvarp sg. 1. umræða. 3. Neysluvatn 13. mál, þings- ályktunartillaga KF. Fyrri um- ræða. 4. Óhreyfð skip í höfnum og skipsflök 14. mál, þingsálykt- unartillaga KF. Fyrri umræða. 5. Sveitarstjórnarlög (íbúaþing) 15. mál, lagafrumvarp MF. 1. umræða. 6. Aðgerðir til stuðnings atvinnu- rekstri 16. mál, þingsályktun- artillaga SJS. Fyrri umræða. 7. Samkeppnisstaða atvinnufyr- irtækja á landsbyggðinni 18. mál, þingsályktunartillaga KLM. Fyrri umræða. 8. Hvalveiðar 20. mál, laga- frumvarp GAK. 1. umræða. 9. Velferðarsamfélagið 22. mál, þingsályktunartillaga ÖJ. Fyrri umræða. FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN Vestfjarða gagn- rýndu Valgerði Sverrisdóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, harð- lega í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, fyrir að standa að viðræðum um sameiningu Orkubús Vest- fjarða, Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) og Norðurorku á Akur- eyri. Sigríður Ragnarsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar á Vest- fjörðum, hóf umræðuna og sagði m.a. að brottflutningur höfuðstöðva Orkubús Vestfjarða gæti orðið það áfall sem riði Vestfirðingum að fullu. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sagði að það væri gríðarlega mikilvægt fyrir Vestfirð- inga ef ekki yrði hróflað við Orkubúi Vestfjarða. Hann minnti sömuleiðis á yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá því er hlutur sveitarfé- laganna á Vestfjörðum í Orkubúi Vestfjarða var seldur ríkinu árið 2001. Þar segir í sjöundu gr. að Orkubú Vestfjarða hf. muni starfa sem sjálfstæð eining og ekki verða sameinað öðru orkufyrirtæki fyrr en eftir að nýtt skipulag raforku- mála tæki gildi hér á landi. „Við gengum út frá því Vestfirðingar þegar sveitarfélögin seldu sinn hlut að það stæðist sem stendur í yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar að það verði ekki hreyft við því eignar- haldi sem þarna er meðan ekki hef- ur verið gengið frá nýjum raforku- lögum.“ Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, talaði á sömu nótum. Sömuleið- is Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi og Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, á Norðurlandi vestra. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, sagði hins vegar að kaup ríkisins á hlut sveitarfélag- anna í Orkubúi Vestfjarða hafi gjörbreytt stöðu sveitarfélaganna. Þau hefðu nú getu til þess að sækja fram og bæta þjónustu við íbúa sína. Óvissa og reiði Sigríður Ragnarsdóttir, hóf um- ræðuna, eins og fyrr kom fram og sagði: „Um þessar mundir brenna málefni Orkubús Vestfjarða mjög á vörum allra Vestfirðinga og hafa hugmyndir hæstvirts iðnaðarráð- herra um að flytja höfuðstöðvar starfseminnar í annan landsfjórð- ung skapað mikla óvissu og reiði.“ Sagði hún m.a. að Orkubú Vest- fjarða hefði allt frá stofnun þess ár- ið 1977 verið einn af helstu mátt- arstólpum vestfirsks atvinnulífs. Fyrirtækið teygði anga sína út um alla firði og sveitir og í kringum það hefði skapast fjölmörg önnur störf og tækifæri. Spurði hún iðn- aðarráðherra að því hverjar væru fyrirætlanir hennar um framtíð Orkubúsins. Valgerður Sverrisdóttir minnti á að Orkubú Vestfjarða hefði verið sameignarfélag í eigu ríkisstjórnar Íslands og sveitarfélaga á Vest- fjörðum frá stofnun þess árið 1977 fram til ársins 2001. Ríkissjóður hefði síðan keypt hlutafé allra sveitarfélaganna í orkubúinu árið 2001. Ríkið væri þar með eitt eig- andi fyrirtækisins sem rekið væri í hlutafélagaformi. „Eftir að ríkið er orðið eini eigandi bæði Rafmagns- veitna ríkisins og Orkubús Vest- fjarða hf. er eðlilegt að hugað verði að hagkvæmni þess að sameina fyr- irtækin. Það verður hins vegar ekki gert nema sameining verði talin hagkvæm að teknu tilliti til allra þeirra hagsmuna sem þar vegast á.“ Viðræður um nokkurt skeið Ráðherra sagði að um nokkurt skeið hefðu verið í gangi viðræður milli ríkisstjórnarinnar og Akur- eyrarbæjar um sameiningu RARIK og Norðurorku. „Mat hefur verið lagt á hagkvæmni þess að sameina fyrirtækin eftir atvikum með sam- einingu við Orkubú Vestfjarða og niðurstaða verðmats á fyrirtækj- unum liggur fyrir. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi og ekkert hægt að segja um niðurstöður þeirra að svo stöddu.“ Í lok umræðunnar tók Sigríður aftur til máls og kvaðst hefði viljað fá afdráttarlausari svör og skýr- ingar frá ráðherra. „Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru nú 60 tals- ins og nauðsynlegt að eyða þeirri miklu óvissu sem fyrst sem þeir og fjölskyldur þeirra hafa búið við.“ Valgerður Sverrisdóttir kvaðst skilja það mjög vel að þingmað- urinn hefði viljað fá afdráttarlaus- ari svör. „En miðað við það hvernig málið er vaxið þá því miður get ég ekki sagt allt og ekki talað mjög skýrt því þetta mál er eins og kom fram í minni fyrri ræðu í ákveðnum farvegi.“ Valgerður Sverrisdóttir gagnrýnd fyrir viðræður um sameiningu RARIK, Norðurorku og OB „Gæti riðið Vest- firðingum að fullu“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingmenn hugsi yfir umræðum í þingsal. Fremst sitja Arnbjörg Sveinsdóttir og Árni R. Árnason. HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra að því í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, hvað lægi að baki þeim orðum Guðmundar Sigurðssonar, forstöðu- manns samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, að það virtist hafa orðið stefnubreyting hjá stóru verslunar- keðjunum í þá átt að þær hefðu ekki beitt sér með sama hætti og áður eft- ir að skýrsla Samkeppnisstofnunar kom út í apríl 2001, um matvöru- markaðinn hér á landi. Þessi um- mæli Guðmundar birtust í DV, hinn 8. október sl. Halldór vitnaði í umrædda skýrslu og sagði að í henni hefði m.a. komið fram að samningsstaða verslunar- keðjanna hefði verið nýtt til að knýja fram verð hjá birgjum. Valgerður Sverrisdóttir, sagði að vegna fyrirspurnar Halldórs hefði hún fengið eftirfarandi svar frá Sam- keppnisstofnun: „Í apríl 2001 birti Samkeppnisstofnun skýrslu um mat- vörumarkaðinn, verðþróun í smásölu 1996 til 2000. Í skýrslunni kemur m.a. fram að birgjar matvöruversl- ana, þ.e. innlendir framleiðendur og heildsalar, hafi bent á að verslunar- keðjur hafi beitt markaðsstyrk sín- um til að knýja fram viðskiptakjör sem hafi skert samkeppnishæfni birgjanna.“ Ráðherra hélt áfram að vísa í svar Samkeppnisstofnunar og segir að í umræddri skýrslu hennar hafi stofn- unin sagst ætla að rannsaka frekar þær ásakanir sem fram hefðu komið frá birgjum. Í því skyni hefðu starfs- menn hennar rætt við fulltrúa stærri birgja og verslunarkeðja. Og áfram vitnaði ráðherra í svar Samkeppn- isstofnunar: „Í samtölum við þessa aðila kom fram að mati starfsmanna Samkeppnisstofnunar að breyttir starfshættir hefðu rutt sér til rúms í viðskiptum verslunarkeðjanna og birgjanna m.a. eftir að áðurnefnd skýrsla stofnunarinnar var birt. Fram kom í viðtölum við birgja að þeir væru mun sáttari við viðskipta- hættina sem felast í stuttu máli helst í því að keðjurnar beiti ekki afli þannig að viðskiptasamningar séu ekki virtir og ekki sé knúin fram mis- munun í viðskiptakjörum, sem raski samkeppni…Í meginatriðum liggur framansagt að baki þeim ummælum sem fyrispurn þingmannsins vitnar til.“ Síðan sagði ráðherra: „Þess má til fróðleiks geta að í kjölfar þeirra við- tala sem Samkeppnisstofnun átti við aðila á matvörumarkaðnum sl. vetur boðaði stofnunin að hún hygðist gefa út reglur til aðila á matvörumark- aðnum sérstaklega þar sem fram komi leiðbeiningar um það hvers konar viðskiptahættir séu viðunandi með tilliti til ákvæða samkeppnis- laga og hvaða viðskiptahættir eru það ekki. Drög að reglum hafa verið kynnt hagsmunaaðilum og unnið hefur verið úr athugasemdum þeirra. Þess er að vænta að reglurn- ar verði birtar á næstu vikum.“ Halldór Blöndal sagði það undar- legt að Samkeppnisstofnun hefði enn ekki gefið út slíkar reglur og sagði að í umræddri skýrslu kæmu fram „miklar dylgjur“ um það að versl- unarhættir séu heilbrigðir. Vill skýringu á orðum Guðmund- ar Sigurðssonar ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmað- ur barna, segist vera undrandi á ummælum Péturs H. Blöndal, þing- manns Sjálfstæðisflokks, um að í barnalög verði sett ákvæði um að börnum beri að hlýða foreldrum sín- um. Pétur lét þessi orð falla í um- ræðum um frumvarp til laga um ný barnalög á Alþingi á þriðjudag. Þórhildur segir að í forsjá for- eldra felist að þeir ráði persónuleg- um högum sinna barna og sinni öðr- um foreldraskyldum, þar með talið uppeldisskyldu. „Það er því foreldr- anna að kenna börnunum að draga línur, setja sér mörk, hversu langt megi ganga og hvers vegna þurfi reglur í mannlegum samskiptum,“ segir Þórhildur. Börn þarfnist fyrirmynda sem kenni þeim tillitssemi, kurteisi og almenna mannasiði. „En að kveða á um slíkt í lagatexta er fáheyrt og mér finnst það ekki til umræðu að kveða þar á um tilfinningar og sam- skipti manna á meðal. Góð hegðun er eitthvað sem við þurfum að læra heima hjá okkur sem börn,“ segir Þórhildur. Aðspurð hvort slíkt ákvæði gæti gagnast foreldrum í uppeldinu, þannig að þeir gætu sagt börnum sínum að lögum samkvæmt beri þeim að hlýða, segist Þórhildur telja slíkt uppeldi mjög háskalegt. Slíkar uppeldisaðferðir komist líklega ekki til skila í góðum einstaklingi. Ekki sé heldur hægt að hugsa sér hvernig viðurlög við brotum á slíku ákvæði ættu að vera. „Þá komum við líka að friðhelgi einkalífs. Hver á að koma og hirta barnið ef það fer ekki að reglum foreldranna? Þetta er nátt- úrlega út úr öllu korti.“ Minnir á viðhorf til barna á síð- ustu öld og jafnvel enn aftar Þórhildur segir að tillaga þing- mannsins sé ekki í þeim anda sem ríkir nú í barnarétti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland er aðili að, hafi verið við lýði í rúm tíu ár. Samkvæmt honum eigi að koma fram við barn sem einstakling með sjálfstæð réttindi, virða þau á sama hátt og fullorðna, auk þess sem börn þarfnist sérstakrar verndar og um- hyggju þar sem þau séu ung að ár- um. „Við þurfum að breyta viðhorf- um okkar í garð barna, þau eru ekki eitthvað sem við getum ráðskast með. Það er mun þroskavænna og vænlegra til árangurs að það fari fram umræður á heimilum, að börn og foreldrar ræði saman og foreldr- ar útskýri fyrir þeim af hverju þess- ar reglur eru og af hverju þau verða að hlýða.“ Þórhildur segist ekki geta ímynd- að sér að slík ákvæði séu í barnalög- um „á nokkru byggðu bóli í ná- grenni Íslands. Ég sé eiginlega fyrir mér hvernig menn myndu bregðast við ef ég færi nú að kynna þetta á fundum Evrópusamtaka umboðs- manna barna. Ég held að mönnum myndi finnast þetta vera ansi stórt skref aftur á bak. Þetta minnir mann bara á viðhorf til barna á síð- ustu öld og jafnvel enn aftar,“ segir Þórhildur. Umboðsmaður barna undrast ummæli Péturs H. Blöndal Ekki í þeim anda sem nú ríkir í barnarétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.