Morgunblaðið - 17.10.2002, Page 39

Morgunblaðið - 17.10.2002, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 39 AÐ vakna upp við svo vondan draum að maður finni sig knúinn til að senda Morgunblaðinu grein er sem betur fer sjaldgæft. Nægu bleki er samt sullað á síður þess ágæta heimilisvinar. Það gerðist þó í nýlið- inni viku að ég gat ekki orða bundist þegar dómsmálaráðherra ljóstraði því upp fyrir gjörvallri þjóðinni að hann hefði gengið af göflunum. Hyggst ráðherra ganga þvert á til- gang eigin embættis og skera niður fjárveitingu til lögregluembættisins í Reykjavík á næsta ári um 5,6 millj- ónir króna. Lögregluyfirvöld í borg- inni hafa þannig aðeins 1.917 millj- ónir til ráðstöfunar á sama tíma og verkefni þeirra hafa margfaldast á undanförnum árum með stækkun borgarinnar, fjölgun borgarbúa og auknu ofbeldi því samfara. Ekki er lengra síðan en örfáir dag- ar að fréttir bárust af því í fjölmiðl- um að fjöldi skemmtistaða í Reykja- vík hafi rösklega tvöfaldast á einum áratug, bæði í miðbænum og út- hverfunum, og hafa talnaglöggir menn áætlað að gestir staðanna, sem eru að lágmarki um 5 þúsund á venjulegu föstudagskvöldi og 7–10 þúsund á laugadagskvöldi, innbyrði u.þ.b. 204 þúsund lítra af áfengi í hverjum mánuði. Hluti þessa mann- fjölda stenst ekki þá freistingu að komast í vímu af öðrum fíkniefnum. Það er lögreglan í Reykjavík sem þarf að glíma við þetta fólk sem hef- ur hvergi nærri eðlilega dómgreind og er skemmst að minnast ástands- ins á menningarnótt þegar lá við uppþotum, skemmdarverkum, mis- þyrmingum eða ýmsu verra. Eiga lögreglumenn hrós skilið fyrir að gegna erfiðu starfi, iðulega við ólýs- anlegar aðstæður þar sem þeir þurfa að fást við ofbeldismenn og geðsjúk- linga, átakanleg slys og dauðsföll, dapurlega fjölskylduharmleiki og mannlega eymd í sinni dekkstu mynd, og þurfa í þokkabót oft á tíð- um að sætta sig við skilningsleysi al- mennings og yfirvalda. Lögreglan í Reykjavík er feiknar- stórt embætti á íslenskan mæli- kvarða og þjónar ekki aðeins Reykjavík heldur einnig Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Jafnframt aukn- um byrðum undanfarinna ára er hverjum manni ljóst að framtíðin mun bera í skauti sínu frekari skyld- ur. En í stað þess að styrkja emb- ættið til muna, efla löggæsluna og auka öryggi borgarbúa, tekur Sól- veig Pétursdóttir þá óskiljanlegu ákvörðun að þrengja að löggæslunni. Hér er ráðherra á villigötum og nýt- ur bersýnilega afar slæmrar ráðgjaf- ar. Vonandi snýst ráðherra hugur hið fyrsta. Hún má ekki gleyma að það eru lögreglumenn sem koma okkur borgurunum til aðstoðar, hvort sem fyllibyttur abbast upp á börnin okkar í verslunarmiðstöðvum og bjóða þeim hlutverk í klámmynd- um, brotist er inn á skrifstofur okkar eða heimili og þau tæmd af tölvum og öðrum verðmætum, eða finna þurfi þrjóta sem ráðast á okkur á friðsælli göngu. Æðsta hlutverk lög- reglu er einmitt að tryggja öryggi borgara og til að gera henni kleift að rækta það hlutverk þarf ráðherra og ríkisvaldið allt að leggja sitt af mörk- um. Sumum finnst eflaust um háar fjárhæðir að ræða, þ.e. að tæplega tveir milljarðir renni til embættis lögreglunnar í Reykjavík, en þeir ættu að hafa hugfast til samanburð- ar að nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fíkniefni að andvirði 2–4 milljarða fari um íslenskan fíkniefnamarkað- inn á ári. En þrátt fyrir að yfirvöld kappkosti að klófesta sem mest af þeim eiturlyfjum sem streyma inn fyrir landsteinana er miðað við að hún nái aðeins að leggja hald á innan við tíu prósent af heildarinnflutingi. Ekki vegna þess að lögreglan sé svo veikburða í eðli sínu, heldur skortir hana fjármagn og mannafla til að bregðast við sífellt harðari og út- smognari klækjum þeirra sem standa að smygli eiturlyfja hingað til lands og sölu á íslenskum markaði. Ekki er úr vegi að minna á í því sam- bandi að þorri þeirra sem sæta fang- elsisvist hérlendis gera það vegna tengsla við fíkniefni með einum eða öðrum hætti. Enginn er þó í vafa um að lögreglan næði margfalt betri ár- angri gegn eiturlyfjum ef hún fengi meira fjármagn til að efla baráttuna. Ráðherra verður að sýna dug og leysa úr þessu brýna úrlausnarefni hið fyrsta í stað þess að fara í þver- öfuga átt og skera niður. Öryggi Reykvíkinga og gesta þeirra er í húfi. Ráðherra á villigötum Eftir Sindra Freysson Höfundur er rithöfundur og blaðamaður. „Dóms- málaráð- herra hyggst ganga þvert á tilgang eigin embættis og skera niður fjárveitingu til lögregluembættisins í Reykjavík á næsta ári um 5,6 milljónir króna.“ HIGH AND MIGHTY

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.