Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í Myndasafni Morgunblaðsins á er hægt að kaupa myndir til einka- eða birtinganota. Það er einfalt að kaupa myndir úr safninu og panta útprentun á KODAK ljósmyndapappír frá Hefur birst mynd af þér og þínum í Morgunblaðinu? myndasafn•morgunblaðsins myndasafn•morgunblaðsins 30% afsláttur til 20. október! Í tilefni opnunarinnar er 30% afsláttur af verði mynda til einkanota ef keypt er í gegnum Netið. Mynd í tölvutæku formi á aðeins 860 kr. og útprentuð mynd í stærðinni 15x21 sm á aðeins 1.090 kr. með afslætti. EGYPSKUR seglbrettakappi nýtir byrinn fyrir framan Bibliotheca Alexandria, bókasafnið í Alexandr- íu í Egyptalandi, sem var opnað formlega í gær, eftir ýmsar tafir. Mikill fjöldi fyrirmenna, mennta- manna og stjórnmálamanna hvað- anæva úr heiminum flykktist til Alexandríu til að vera við hátíð- lega opnun safnsins. Er vonast til að það verði verð- ugur arftaki hins fræga bókasafns í Alexandríu, sem stofnað var um 295 fyrir Krist af þáverandi Egyptalandskonungi, Ptolemy I, en brann til kaldra kola fyrir 1.600 árum. „Það mikla safn var einstætt afrek í sögu mannsandans og ímyndunaraflsins og mun aldrei falla í gleymsku,“ sagði Ismail Serageddin, framkvæmdastjóri nýja safnsins. Byggingin var hönnuð af norskri arkitektastofu, Snøhetta, og var kostnaðurinn við bygginguna sem svarar um 20 milljörðum króna. Lögun byggingarinnar, sem er úr gleri og steinsteypu, minnir á sóldisk – tákn þekkingar – sem snýr að Miðjarðarhafinu. AP Bókasafnið í Alexandríu opnað TALSMAÐUR Páfagarðs hefur for- dæmt „fyrirlitlegar aðgerðir“ sem hann segir miðast að því að koma óorði á kaþólsku kirkjuna í Rúss- landi. Vaxandi spenna hefur verið í samskiptum Páfagarðs og stjórn- valda í Moskvu eftir að yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Rússlandi kvartaði yfir því við mannréttinda- hreyfingar í síðasta mánuði að hafin hefði verið „umfangsmikil herferð gegn kaþólsku kirkjunni“. Í yfirlýsingu frá talsmanni Páfa- garðs á mánudag skírskotaði hann til þess að íbúð, sem fransiskus-munkar höfðu leigt rússneskum hjónum, var breytt í vændishús og rússneskir fjölmiðlar birtu fréttir af málinu með myndum af fólki í munka- og nunnu- klæðum og „ósiðlegum stellingum“. Talsmaðurinn sagði að fréttirnar byggðust á blekkingum og markmið- ið væri augljóslega að „skaða orð- spor kaþólska samfélagsins“. „Við trúðum því ekki að þeir myndu lúta svo lágt,“ sagði Nikolaj Dubinin, talsmaður fransiskus-reglunnar í Moskvu. Alexíj patríarki sakar páfa um „útþenslustefnu“ Samskipti Rússlands og Páfa- garðs versnuðu eftir að Jóhannes Páll páfi heimsótti fyrrverandi lýð- veldi Sovétríkjanna og Páfagarður ákvað að koma á fót biskupsdæmum í Rússlandi. Rússar hafa sakað Páfa- garð um að hafa troðið sér inn á svæði rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar og yfirmaður hennar, Alexíj II patríarki, sakaði kaþólsku kirkjuna um „útþenslustefnu“. Páfagarður hefur einnig mótmælt þeirri ákvörðun rússneskra yfir- valda að vísa fimm erlendum kaþ- ólskum prestum úr landi. Þá hefur Tadeusz Kondrusiewicz, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Rússlandi, kvartað yfir banni við smíði nýrra kirkna og skemmdarverkum á kaþ- ólskum kirkjum. Um 600.000 Rússar eru kaþólskr- ar trúar. Spennan hefur komið í veg fyrir að páfi hafi getað heimsótt Rússland og hefur það valdið honum miklum vonbrigðum. Rússland Kvarta yfir her- ferð gegn kaþólsku kirkjunni Páfagarði. AP. STJÓRNARNEFND NATO-þings- ins, sem skipuð er fulltrúum þjóð- þinga hinna nítján aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins (NATO), samþykkti einróma á sérlegum fundi sínum í Brussel á dögunum yfirlýs- ingu þar sem m.a. er mælst til þess að á leiðtogafundi bandalagsins í Prag í næsta mánuði bjóði NATO þeim sjö ríkjum Mið- og Austur-Evr- ópu, sem fremst standa í aðlögunar- ferli bandalagsins, formlega aðild. Í yfirlýsingunni segir að næsta lota stækkunar bandalagsins verði hreyfiafl til umbreytingar NATO á nýrri öld og að aðild nýrra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu – þ.e. Eist- lands, Lettlands, Litháens, Slóvakíu, Slóveníu, Búlgaríu og Rúmeníu – muni efla bandalagið, auka öryggi og stöðugleika í Evrópu. Þá kemur og fram í yfirlýsingunni að NATO beri að halda dyrum sínum opnum fyrir öðrum Evrópuríkjum sem óska aðildar. Stjórnarnefndin telur ennfremur að NATO sé einstakur vettvangur til samstarfs á sviði hinna fjölmörgu fé- lagslegu, efnahagslegu, pólitísku og hernaðarlegu þátta er lúta að alþjóð- legri baráttu gegn hryðjuverkastarf- semi – hinni nýju ógn sem svo mjög mun móta starfsemi bandalagsins til framtíðar. NATO- þingmenn hlynntir stækkun EINN stjórnarandstöðuflokkanna í Rúmeníu hefur farið fram á það við forseta landsins, að hann und- irriti ekki umdeild lög, sem ætlað er að verja rúmenska tungu. Samkvæmt þeim má ekki setja upp skilti með erlendri áletrun eða erlendum orðum nema annað fylgi á rúmensku. Frjálslyndi fokkurinn telur, að lögin séu andlýðræðisleg og með þeim sé verið að taka aftur nokk- uð af því frelsi, sem fékkst með byltingunni 1989. Að auki sé það beinlínis kjána- legt að banna tökuorð, sem séu fyrir löngu komin inn í rúm- enskuna og rúmenskar orðabæk- ur. Viðurlög við brotum á vænt- anlegum lögum eru sekt, sem svarar til allt að 130.000 ís- lenskra króna. Mörgum þykir fáránlega langt gengið með lögunum en sam- kvæmt þeim eiga þýðingar að vera nákvæmar og bókstaflegar. Þegar Rúmenar fá sér pylsu með öllu biðja þeir oftast um „hot dog“ upp á ensku en á auglýs- ingaskilti ætti það þá að vera „caine fierbinte“ upp á rúmensku eða „heitur hundur“. Höfundur laganna segist raunar hallast að því, að þýðingin á pylsu með öllu ætti að vera „einhvers konar pylsa í einhvers konar brauði“. Breiðfylking mótmælenda fordæmir lagasetninguna Blaðamenn, málfræðingar, hljómlistarfólk, söngvarar og ungt fólk í viðskiptum og fleiri greinum hafa fordæmt laga- frumvarpið en eftir byltinguna hefur tökuorðum, aðallega ensk- um, fjölgað mikið í málinu. Hart deilt um „heitan hund“ Búkarest. AP. SAMSTEYPUSTJÓRNIN í Hollandi féll í gær, tæpum þremur mánuðum eftir að hún var mynduð, eftir að tveir ráðherrar sögðu af sér vegna harðvítugrar valdabar- áttu í flokki Pims Fortuyns sem var myrt- ur nokkrum dögum fyrir þingkosningarn- ar í maí. Búist er við að boðað verði til þingkosninga í desember. „Ég gerði allt sem ég gat til að leysa deiluna en mér tókst það ekki,“ sagði Jan Peter Balkenende forsætisráðherra á þinginu þegar hann tilkynnti afsögn stjórnarinnar. Talsmaður hollenska utanríkisráðuneyt- isins sagði að bráðabirgðastjórn gæti tek- ið ákvarðanir varðandi stækkun Evrópu- sambandsins áður en efnt yrði til þingkosninga í Hollandi. Orðrómur hafði verið á kreiki um að fall stjórnarinnar kynni að verða til þess að Evrópusambandið þyrfti að fresta því að bjóða tíu ríkjum að ganga í sam- bandið. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur sem gegnir formennsku í ráð- herraráði ESB þetta misserið, sagði í Brussel í gær að stjórnarkreppan í Hollandi ætti ekki að verða til þess að tefja fyrir stækk- unaráformum sambandsins. Stjórnin féll eftir að Eduard Bomhoff að- stoðarforsætisráðherra og Herman Heinsbroek sögðu af sér í gær. Þeir eru báðir í flokknum Listi Pims Fortuyns, LPF, og hafa barist ákaft um leiðtogastöð- una í flokknum síðustu vikurnar. LPF varð næst stærsti flokkurinn á hol- lenska þinginu í kosningunum í maí og myndaði stjórn með Kristilega demókrata- flokknum og frjálslynda flokknum VVD. Fylgi LPF hrynur Valdabaráttan og hneykslismál tveggja þingmanna LPF, sem neyddust til að segja af sér, hafa orðið til þess að fylgi flokksins hefur hrunið. Flokkurinn er nú með 26 þingsæti en nýlegar skoðanakannanir benda til þess þess að hann fengi aðeins fjögur ef kosið væri nú. Ríkisstjórn Hollands fallin Jan Peter Balkenende, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, niðurlútur á þingi í Haag í gær. Haag. AFP. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.