Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 20
INNES ehf. hefur sett á markað til- búna rétti, Top’s, sem eru með lágu kólesteróli og án allra aukefna og MSG, að því er segir í til- kynningu. „Réttirnir eru útbúnir úr ferskasta hráefni sem völ er á og sjö laga plast- filma tryggir ferskleika,“ segir ennfremur. Um er að ræða átta mismunandi rétti, það er lasagne bolognese, kjúkling í madras-sósu, kjúkling í súrsætri sósu, saté-kjúkling, chili con carne, spaghettí bolognese, tagliatelle tonno og tortellini. Top’s-réttirnir eru ekki geymdir í kæli og þá má hita í örbylgjuofni. Þyngd 375 g. Tilbúnir réttir sem ekki þarf að kæla NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ Fiorucci eru kynntar nokkr- ar þekktar kjötafurðir frá Ítalíu, auk Parma-skinkunnar sem hér hefur verið til um- fjöllunar. Fyrsta má nefna Morta- della, sem er soðin afurð, unnin úr svínakjöti og kem- ur frá heimahéraði Parma-skinkunn- ar, Emilia Romagna. Rostino er ofnsteikt svínaskinka, og Fiord- icotto er soðin svínaskinka, heil- vöðvi. „Allar henta vel til dæmis á brauð og samlokur, en algengt er að þeim sé blandað saman á disk í forrétt og kallast þá „Anti- pasto misto“, segir í tilkynningu. Mortadella, Rostino og Fiordicotto BÓNUS opnar 18. verslun sína í Borgarnesi á laugardaginn klukk- an 10, segir Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónuss. Verslunin verður í húsnæði þar sem 10-11 var áður og segir Guð- mundur að flestir starfsmenn 10- 11 hafi verið ráðnir til Bónuss. Verslunarstjóri verður Stefán Haraldsson, kaupmaður í Borg- arnesi til fjölda ára og fyrrverandi verslunarstjóri 10-11. Elliheimilið fær 500.000 krónur „Nýja verslunin verður með hefðbundnu Bónussniði þar sem áhersla verður lögð á helstu nauð- synjavörur og allt á sama verði og í öðrum verslunum Bónuss, þar sem sama verð gildir um allt land,“ segir Guðmundur. Fjórir afgreiðslukassar verða í versluninni og verða 6–7 starfs- menn til þess að byrja með og nokkrir í hlutastarfi að hans sögn. Verslunin verður opin frá klukkan 12 til 18.30 mánudaga til fimmtu- daga, frá klukkan 10 til 19.30 á föstudögum, klukkan 10 til 17 á laugardögum og frá 12 til 18 á sunnudögum. Loks segir Guðmundur að í til- efni opnunarinnar í Borgarnesi hafi Bónus ákveðið að láta 500.000 krónur renna til elliheimilisins í bænum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Átjánda verslun Bónuss verður opnuð í Borgarnesi á laugardag kl. tíu. Bónus opnar nýja verslun í Borgarnesi EINNIG er vakin athygli á til- búnum risotto-rétti með sól- þurrkuðum tómötum frá ítalska hrísgrjónafram- leiðandanum Riso Gallo. „Einungis þarf að sjóða innihald pakkans í vatni, og er rétt- urinn þá tilbúinn. Risotto Pronto- réttirnir frá Riso Gallo eru allir náttúrulega bragðgæddir, og henta bæði sem réttur út af fyrir sig eða sem meðlæti,“ segir í til- kynningu frá innflytjanda, Karli K. Karlssyni. Risotto með sólþurrkuðum tómötum HEILDVERSLUNIN Karl K. Karlsson hefur byrjað innflutn- ing á nokkrum nýjungum frá Ítalíu sem kynntar hafa verið á ítölskum dögum í Nóa- túni. Fyrstan má nefna ítalska mat- vælaframleið- andann Saclá sem sett hefur á markað nýja línu af spaghettísósum með heil- um kirsuberjatómötum. „Hér er á ferðinni vörunýjung frá Saclá og mun fyrirtækið bæta við fleiri slíkum sósum eftir því sem líður á veturinn. Í sósunni eru heilir kirsuberjatómatar og basil en einnig er fáanleg spaghettísósa með heilum kirsuberjatómötum og chilli. Er sú uppskrift betur þekkt undir nafninu „Arrabiata“ í ítalskri matargerð,“ segir í til- kynningu frá Karli K. Karlssyni. Sósa með heil- um kirsu- berjatómötum NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.