Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 20
INNES ehf. hefur sett á markað til-
búna rétti, Top’s, sem eru með lágu
kólesteróli og án allra aukefna og
MSG, að því
er segir í til-
kynningu.
„Réttirnir
eru útbúnir
úr ferskasta
hráefni sem
völ er á og sjö
laga plast-
filma tryggir
ferskleika,“ segir ennfremur.
Um er að ræða átta mismunandi
rétti, það er lasagne bolognese,
kjúkling í madras-sósu, kjúkling í
súrsætri sósu, saté-kjúkling, chili
con carne, spaghettí bolognese,
tagliatelle tonno og tortellini.
Top’s-réttirnir eru ekki geymdir
í kæli og þá má hita í örbylgjuofni.
Þyngd 375 g.
Tilbúnir réttir
sem ekki þarf
að kæla
NEYTENDUR
20 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ Fiorucci eru kynntar nokkr-
ar þekktar kjötafurðir frá Ítalíu,
auk Parma-skinkunnar sem hér
hefur verið til um-
fjöllunar. Fyrsta
má nefna Morta-
della, sem er soðin
afurð, unnin úr
svínakjöti og kem-
ur frá heimahéraði
Parma-skinkunn-
ar, Emilia Romagna. Rostino er
ofnsteikt svínaskinka, og Fiord-
icotto er soðin svínaskinka, heil-
vöðvi. „Allar henta vel til dæmis
á brauð og samlokur, en algengt
er að þeim sé blandað saman á
disk í forrétt og kallast þá „Anti-
pasto misto“, segir í tilkynningu.
Mortadella,
Rostino og
Fiordicotto
BÓNUS opnar 18. verslun sína í
Borgarnesi á laugardaginn klukk-
an 10, segir Guðmundur Marteins-
son, framkvæmdastjóri Bónuss.
Verslunin verður í húsnæði þar
sem 10-11 var áður og segir Guð-
mundur að flestir starfsmenn 10-
11 hafi verið ráðnir til Bónuss.
Verslunarstjóri verður Stefán
Haraldsson, kaupmaður í Borg-
arnesi til fjölda ára og fyrrverandi
verslunarstjóri 10-11.
Elliheimilið fær 500.000 krónur
„Nýja verslunin verður með
hefðbundnu Bónussniði þar sem
áhersla verður lögð á helstu nauð-
synjavörur og allt á sama verði og
í öðrum verslunum Bónuss, þar
sem sama verð gildir um allt
land,“ segir Guðmundur.
Fjórir afgreiðslukassar verða í
versluninni og verða 6–7 starfs-
menn til þess að byrja með og
nokkrir í hlutastarfi að hans sögn.
Verslunin verður opin frá klukkan
12 til 18.30 mánudaga til fimmtu-
daga, frá klukkan 10 til 19.30 á
föstudögum, klukkan 10 til 17 á
laugardögum og frá 12 til 18 á
sunnudögum.
Loks segir Guðmundur að í til-
efni opnunarinnar í Borgarnesi
hafi Bónus ákveðið að láta 500.000
krónur renna til elliheimilisins í
bænum.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Átjánda verslun Bónuss verður opnuð í Borgarnesi á laugardag kl. tíu.
Bónus opnar nýja
verslun í Borgarnesi
EINNIG er vakin athygli á til-
búnum risotto-rétti með sól-
þurrkuðum tómötum frá ítalska
hrísgrjónafram-
leiðandanum Riso
Gallo. „Einungis
þarf að sjóða
innihald pakkans
í vatni, og er rétt-
urinn þá tilbúinn.
Risotto Pronto-
réttirnir frá Riso Gallo eru allir
náttúrulega bragðgæddir, og
henta bæði sem réttur út af fyrir
sig eða sem meðlæti,“ segir í til-
kynningu frá innflytjanda, Karli
K. Karlssyni.
Risotto með
sólþurrkuðum
tómötum
HEILDVERSLUNIN Karl K.
Karlsson hefur byrjað innflutn-
ing á nokkrum nýjungum frá
Ítalíu sem
kynntar hafa
verið á ítölskum
dögum í Nóa-
túni. Fyrstan
má nefna
ítalska mat-
vælaframleið-
andann Saclá
sem sett hefur á
markað nýja
línu af spaghettísósum með heil-
um kirsuberjatómötum. „Hér er
á ferðinni vörunýjung frá Saclá
og mun fyrirtækið bæta við fleiri
slíkum sósum eftir því sem líður
á veturinn. Í sósunni eru heilir
kirsuberjatómatar og basil en
einnig er fáanleg spaghettísósa
með heilum kirsuberjatómötum
og chilli. Er sú uppskrift betur
þekkt undir nafninu „Arrabiata“
í ítalskri matargerð,“ segir í til-
kynningu frá Karli K. Karlssyni.
Sósa með heil-
um kirsu-
berjatómötum
NÝTT