Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorleifur Björns-son fæddist í Reykjavík 28. sept- ember 1952. Hann lést í Glasgow í Skot- landi hinn 7. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Björn Valtýr Hermannsson hæstaréttarlögmað- ur, fv. tollstjóri og síðar ríkistollstjóri í Reykjavík, f. að Ysta- Mói, Fljótum í Skaga- firði, 16. júní 1928, og kona hans Ragna Þorleifsdóttir hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, f. í Hrísey á Eyjafirði 3. apríl 1929. Systkini Þorleifs eru Þóra, f. 26. júlí 1955, maki Jón H. B. Snorra- son, Gústaf Adolf, f. 29. júní 1957, maki Guðrún Gunnarsdóttir, Her- mann, f. 15. febrúar 1963, maki Ei- ríka Ásgrímsdóttir og Jónas, f. 3. janúar 1967, sambýliskona María Markúsdóttir. 25. júní 1977, læknanema við Há- skóla Íslands, hún er gift Guð- mundi Hauki Jörgensen lækni, f. 16. apríl 1975, og Kára Björn grunnskólanema, f. 10. nóvember 1987. Þorleifur vann ýmis störf til sjós og lands á námsárum sínum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1973. Hann stundaði nám í flugumferðarstjórn og hóf störf hjá Flugmálastjórn Íslands á Keflavíkurflugvelli 1975. Hann var yfirflugumferðarstjóri á Keflavík- urflugvelli frá 1. apríl 1998. Þor- leifur lagði stund á viðskiptafræði- nám í Háskóla Íslands og varð cand. oecon. árið 1993. Þorleifur vann ýmis félags- og trúnaðarstörf fyrir Félag íslenskra flugumferð- arstjóra, var í stjórn félagsins 1981–83, formaður félagsins 1993– 98, sat í réttarstöðunefnd FÍF og samgönguráðuneytisins 1995 og var fulltrúi FÍF á mörgum alþjóða-, Evrópu- og Norðurlandaþingum flugumferðarstjóra. Þorleifur var mikill dýravinur og vann ýmis sjálf- boðaliðastörf fyrir Hundavinafélag Íslands og var í stjórn félagsins. Útför Þorleifs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. Föðurafi Þorleifs var Hermann Jónsson verslunarmaður á Hofsósi og Sauðár- króki, bóndi á Ysta- Mói og hreppstjóri í Fljótum, f. á Bíldudal 12. desember 1891, d. 30. september 1974. Föðuramma, Elín Lár- usdóttir húsmóðir, f. á Hofsósi 27. febrúar 1890, d. 26. mars 1980. Móðurafi, Þorleifur Tryggvi Ágústsson, sjómaður og bóndi í Hrísey á Eyjafirði, síð- ar frystihússtjóri þar og loks yfir- fiskimatsmaður á Norðurlandi, f. 7. október 1900, d. 17. september 1984. Móðuramma, Þóra Magnús- dóttir húsmóðir, f. 22. júlí 1901, d. 22. ágúst 1989. Þorleifur kvæntist árið 1976 Að- albjörgu Hlín Brynjólfsdóttur við- skiptafræðingi, f. 6. ágúst 1953. Þau eiga tvö börn, Rögnu Hlín, f. Í dag kveðjum við Þorleif Björnsson sem varð bráðkvaddur á erlendri grundu 7. október sl. Fréttin um fráfall Þorleifs mágs míns var mér og konu minni, Þóru, mikið áfall enda var Þorleifur á besta aldri. Þessi fregn var fyrir okkur í fyrstu óraunveruleg og með öllu óbærileg. Minningar streyma fram. Í fyrstu auka þær á sorgina, en eftir því sem hugurinn dvelur lengur við þær fylgir þeim þakk- læti fyrir að hafa átt Þorleif. Þótt mér finnist tíminn frá því ég kynnt- ist Þorleifi eins og örskotsstund eru árin orðin tæplega þrjátíu. Vin- átta okkar teygir sig langt aftur, allt til þess er við Þóra bjuggum með Þorleifi og Hlín í Álftamýrinni, en fyrstu búskaparár okkar deild- um við íbúð saman. Á þessum sam- býlisárum var lagður grunnur að innilegri vináttu okkar. Við slíkar aðstæður bindast menn nánum böndum og kynnast vel persónu- leika hver annars og mannkostum. Þessi vinátta leiddi til þess að Berglind dóttir okkar og Ragna Hlín dóttir Þorleifs og Hlínar bundust miklum tryggðaböndum. Er það okkur hjónum mikils virði hve sú vinátta sem ríkir milli þeirra er innileg. Í okkar huga hafa Berg- lind og Ragna Hlín ávallt verið sem systur. Þorleifur og Hlín voru strax fal- legt og samheldið par. Þau voru einstaklega samhent og með sam- vinnu sín í milli komu þau miklu í verk. Þau byggðu fjölskyldu sinni hús af mikilli atorku og smekkvísi. Þau gengu saman til þessara verka og það var lærdómsríkt að fylgjast með einingu þeirra við að undirbúa börn sín Rögnu Hlín og Kára Björn fyrir framtíðina. Þorleifur var ríkulega búinn mannkostum. Hann var nákvæmur maður og stefnufastur. Hann helg- aði sig viðfangsefnum sínum svo mörgum fannst nóg um. Hann hafði ríka kímnigáfu og fór ég ekki var- hluta af henni enda lét hann ekkert tækifæri ganga sér úr greipum að gera góðlátlegt grín að athöfnum mínum. Ekki undanskildi hann sjálfan sig í þessum efnum. Það er gömul saga og ný að árin líða fljótt. Þegar litið er til baka rifjast upp skemmtilegar samveru- stundir í Granaskjóli 66, í sumarbú- stað og fjölmörgum ferðalögum. Allar þessar stundir voru ánægju- legar. Með gestrisni sinni, örlæti og skemmtilegum uppátækjum lagði Þorleifur ávallt sitt af mörk- um við að gera þær eftirminnilegar og innihaldsríkar. Ég vil að lokum þakka Þorleifi fyrir vináttu hans. Ég kveð hann með virðingu og söknuði. Jón H. Snorrason. Læknir getur stundum afvopnað mann- inn með ljáinn, en hann ræður ekkert við sandinn í stundaglasinu. (Hester Lynch Piozzi.) Þau hjón, Þorleifur og Hlín, höfðu dvalist í nokkra daga ásamt syni sínum Kára Birni, í Skotlandi. Ferðin var farin í tengslum við fimmtugsafmæli bóndans þann 28. september s.l. Dvölinni var lokið, og þau biðu brottfarar í anddyri gistihússins. Þá kom höggið. Stundaglas Þorleifs tæmdist, hann hné niður, og var þegar örendur. Þar féll mikill ljúflingur. Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á. (Matthías Jochumsson.) Þorleifur bar nafn móðurafa síns og hjá honum og ömmu sinni Þóru í Hrísey dvaldi hann mikið fyrstu æviár sín. Þá voru ofin bönd ást- úðar og umhyggju, sem entust meðan gömlu hjónin lifðu. Hann nam við Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist 1973. Hann var glæsilegur ungur maður og mikill unnandi útivistar og íþrótta. Á skólaárum sínum lék hann körfu- bolta með KA og þótti frábær leik- maður. All-stóran frændgarð átti hann á Akureyri, og sýndi mikla ræktarsemi bæði fyrr og síðar. Það ríkti mikil kátína og gleði, þegar hann birtist, og börnin hændust að frænda, og dáðu hann. Hann var spaugsamur og glettnin skein úr augunum. Þó var hann fremur dul- ur að eðlisfari, einn þeirra, sem ekki hugsa upphátt. Ég kynntist honum vel á skólaárunum, og naut návistar hans. Að loknu stúdents- prófi hóf hann nám í flugumferð- arstjórn og það varð hans ævistarf. Þar reyndist hann bæði vandvirkur og traustur. Kvaddur er hinstu kveðju kær frændi og góður dreng- ur. Samúðarkveðjur til syrgjandi ástvina. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn, að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Ágúst Þorleifsson, Auður Ólafsdóttir. Þorleifur Björnsson eða Leddi frændi eins og hann var alltaf kall- aður af okkur frændfólkinu er dá- inn. Erfið og illskiljanleg staðreynd. Við vorum þeirrar gleði aðnjót- andi að hann kom hingað í Mennta- skólann á Akureyri. Ég áleit mig heppna samanborið við systkini mín og frændsystkini, því hann leigði herbergi hjá foreldrum Rögnu, æskuvinkonu minnar. Eftir að ég komst til fullorðinsára hef ég nú stundum dæst og roðnað með sjálfri mér yfir öllum uppátækjun- um sem við Ragna buðum Ledda frænda uppá. Aldrei man ég samt eftir því að hann hafi reiðst eða skammað okkur, hvað þá klagað. Við að földum okkur inni í baðher- bergisskáp þegar við höfðum veður af því að hann væri að fara í bað. Á einhvern óskiljanlegan hátt vissi hann a lltaf af því ... Gleði og heiður var þegar hann bauð okkur að koma að spila matador. Stærstu stundirnar okkar voru þó þegar Leddi fékk vini sína í heimsókn. Þeim var boðið til stofu að horfa á frumsaminn dans okkar vinkvenn- anna undir dúndrandi Boney M tónlist. Síðar höfum við hlegið að ýmsu frá þessum tíma, en aldrei sagðist hann hafa verið leiður eða þreyttur á okkur, hann var vanur allskonar uppátækjum, kom sjálfur úr stórum systkinahópi. Þegar ég flutti til Reykjavíkur voru það Þorleifur og hans ynd- islega kona Hlín sem voru mér inn- an handar. Kæra Hlín, Ragna Hlín og Kári Björn sorg ykkar er mikil, hugur minn er hjá ykkur. Ragna frænka og Björn og fjölskyldan öll, ég votta ykkur mína innilegustu sam- úð. Minningin um góðan frænda mun ætíð lifa í hjarta mínu. Vala. Eitthvað er það sem engin hugsun rúmar en drýpur þér á augu sem dögg – þegar húmar. (Hannes Pétursson.) Við vorum krakkar, hann menntaskólapiltur. Hann vann hug og hjarta okkar allra, frændsystk- inanna á Akureyri og í lífi okkar skipar hann stóran sess. Alltaf brosmildur, glettinn, barngóður. Fegursta blómið, elsta barnabarn ömmu og afa úr Hrísey, skyndilega bráðkvaddur. Við minnumst hans eingöngu með gleði, hann var sá sem við vildum öll líkjast. Sorg Hlínar og barnanna, Rögnu Hlínar og Kára Björns er mikil. Elskulega fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur, Elfa, Arna, Þorleifur, Birna og fjölskyldur. Kynni mín af Þorleifi hófust í nóvember 1986 þegar ég kom heim úr námi í flugumferðarstjórn og lenti í þjálfun í Keflavík á sömu vakt og hann. Vesturbæjarvaktin var hún kölluð af sumum en við sögðumst alltaf vera A-vaktin. Fljótlega eftir að ég byrjaði var Þorleifur orðinn varðstjóri yfir A- vaktinni. Í vaktavinnu reynir mikið á samvinnu, þá getur auðveldlega myndast spenna en undir stjórn Þorleifs var andinn á vaktinni frá- bær. Alltaf var stutt í grín og glens þegar það átti við en fyrst og fremst var unnið af vandvirkni og samviskusemi. Þorleifur reyndist mér frábærlega, var góður leið- beinandi og vinur. Ég þurfti oft að biðja hann um greiða vegna áhuga- máls míns utan vinnu og var það alltaf leyst með bros á vör. Þetta leiddi til þess, að þegar Þorleifur var orðinn formaður Fé- lags ísl. flugumferðarstjóra og leit- aði til mín um að koma í stjórn með honum þá gerði ég það með ánægju. Í stjórnartíð Þorleifs lenti FÍF í hörðum deilum við ríkið sem enduðu með uppsögnum allra flug- umferðarstjóra. Þetta var gríðar- lega erfiður tími sem reyndi mikið á Þorleif. Ég fullyrði að samstaða félagsmanna FÍF hafi aldrei verið meiri og betri. Þorleifur hefur verið yfirflugum- ferðarstjóri í Keflavík frá 1998. Hann tók við þegar margt þarfn- aðist lagfæringa og endurnýjunar og starfsmenn margir orðnir lang- þreyttir á því hvað hlutir taka lang- an tíma að gerast. Þar eð bæði her- inn og ísl. ríkið koma að rekstri flugvallarins virðast mál geta flækst því sem næst endalaust. Of- an á þetta bættust yfirmannaskipti hjá Flugmálastjórn í Keflavík sem þýddi aukið álag og nú var Þorleif- ur kominn hinum megin við borðið í deilum FÍF við ríkið. Hann tók þessi mál mikið inn á sig og lenti oft á milli okkar starfsmannanna og sinna yfirmanna. Þetta fór ekki vel með hann. Þorleifur var mikill gæfumaður í sínu einkalífi, það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór að koma heim til Þorleifs var hvað hann, Hlín og börnin voru samrýnd. Þorleifur og Hlín voru dugleg að bjóða okkur vaktfélögunum og síðar stjórnar- félögunum heim. Það voru miklar gleðistundir. Hugur minn og Fanneyjar er all- ur hjá Hlín, Rögnu og Kára. Missir þeirra er ólýsanlegur og ósanngirn- in að missa manninn sinn og pabba svona ungan er algjör. Megi minn- ingin um Þorleif vera ljós í lífi þeirra. Egill Már Markússon. Við svo óvænt og ótímabært frá- fall vinar okkar og starfsfélaga, Þorleifs Björnssonar, verður manni orða vant. Á stundu sem þessari fer margt í gegnum hugann, af hverju maður í blóma lífsins er hrifsaður svo snögglega frá ástvinum sínum. Við samstarfsmenn Þorleifs minn- umst góðs félaga með söknuði. Hugur okkar er með Hlín, börn- unum og öðrum aðstandendum um leið og við sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Flugumferðarstjórar á Keflavíkurflugvelli. Í dag kveð ég vin minn og sam- starfsmann, Þorleif Björnsson. Við kynntumst fyrir 28 árum þegar Þorleifur hóf nám og störf á Kefla- víkurflugvelli en ég var þar fyrir. Við urðum fljótlega góðir vinir og hefur sú vinátta styrkts í gegnum árin. Saman höfum við fagnað áföngum í lífi okkar, þegar við gengum í hjónabönd okkar, börn fæddust, voru skírð, fermd og gift. Makar okkar voru einnig samrýnd- ir og mikill samgangur á heimilum okkar. Þeir sem þekktu okkur höfðu á orði að við styrktum hvorn annan og það tel ég rétt vera. Við leit- uðum ráða hvor hjá öðrum í starfi og leik og ekki man ég að skugga hafi borið á vináttu okkar öll þessi ár. Það er með þungum trega og sorg sem ég kveð þann góða dreng, Þorleif Björnsson, og ég bið guð að styrkja Hlín, Rögnu Hlín, Kára Björn og aðra ættingja, tengdafólk og vini. Lúðvík Vilhjálmsson. Elsku Þorleifur, minningar hrannast upp. Hlátursköstin í próf- törnum í stofu 4 í Odda. Stundum bara af einhverju einu orði. Óstöðv- andi hlátur sem hætti ekki fyrr en Hlín var búin að fá upp í háls og hundskammaði okkur fyrir að láta eins og smábörn. Þegar ég ætlaði eitt sinn að hætta við próf því það voru bara 3 dagar til stefnu og ég hafði varla mætt í neinn tíma. Þá sagðir þú: „Á nú skrá sig úr, Bryn- dís?“ í þessum sérstaka tón, sem pabbi notaði alltaf á mig ef ég ætl- aði að bakka. Það fauk í mig, ég sagði við sjálfa mig að ég skyldi sko sýna honum, spýtti í lófana og náði. Þegar við fórum í sama prófið, bæði í annað sinn, skjálfandi á beinunum höktandi á staðinn á rauða Skodanum. Þegar einkunn- irnar loks komu ætlaði hvorugt að þora að kíkja á þær en er við kom- umst að því að við höfðum bæði rétt sloppið tókum við stríðsdans með tilheyrandi hljóðum, en átt- uðum okkur svo á að það var fjöldi „barna“ nálægur sem starði á tvo gamlingja sem létu eins og kjánar. Ferðin á NBA-leik í Ameríku. Við sátum saman í miðjunni, Hlín og Þorsteinn sitt hvorum megin við okkur, „Aðmírállinn“ meiddur á bekkum en Rodman inni á allan tímann og þau voru ófá skiptin sem við litum hvort á annað gapandi eða með hljóðum yfir tilþrifunum og makarnir hrutu nánast sitt hvorum megin við okkur! Öll skiptin sem þú reyndir að gera mig kjaftstopp – í próftörn, við að lesa upp á „Gettó“ – „eru lærin á fótboltastrákunum svolítið flott?“ Ég setti upp ljóskusvip og sagði: „Nú, er það þess vegna sem allir kallarnir far’á völlinn?“ Þá varðst þú kjaftstopp! Þúsundir minninga kitla hlátur- taugarnar innan í mér og snerta væntumþykjuþráðinn, ég veit að þær eiga eftir að hlýja mér áfram en fjárinn, þær áttu að verða svo miklu, miklu fleiri! Elsku Hlín, Ragna, Kári og aðrir aðstandendur Þorleifs, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Bryndís. ÞORLEIFUR BJÖRNSSON Þá er komið að kveðjustund, Þor- leifur minn. Margar ljúfar og góðar minningar á ég frá því að þú varst ungur drengur og til hinstu stundar. Día frænka þakkar traust og vináttu sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni gegnum árin. Þinni góðu fjöl- skyldu votta ég mína dýpstu samúð. Þórdís Þorleifsdóttir. Látinn er Þorleifur Björnsson, yfirflugumferðarstjóri á Kefla- víkurflugvelli, langt um aldur fram. Þorleifur hóf störf hjá Flugmálastjórn árið 1975 sem flugumferðarstjóri og starfaði sem slíkur til ársins 1998 er hann tók við stöðu yfirflugumferðar- stjóra. Sinnti hann störfum sín- um af mikilli natni og samvisku- semi. Það er með miklum trega og söknuði að við kveðjum góðan dreng. Viljum við flytja eigin- konu, börnum og fjölskyldu hins látna okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Þor- leifs Björnssonar. Starfsfólk á skrifstofu Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Ágætur starfsfélagi, Þorleifur Björnsson, yfirflugumferðar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, er fallinn frá. Þorleifur var ötull baráttu- maður fyrir hagsmunum flugumferðarstjóra og flug- umferðarþjónustu. Hann var í stjórn Félags íslenskra flug- umferðarstjóra í 7 ár, þar af 5 sem formaður. Við söknum vinar og starfsbróður sem ávallt lét gott af sér leiða og ánægjulegt var að starfa með. Við kveðjum hann með virðingu og þökk. Við vottum eiginkonu og börn- um, foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra svo og öllum aðstandendum og vinum einlæga samúð okkar. Félag íslenskra flugumferðarstjóra. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Þorleif Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.