Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Nikólína Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 24. júlí 1931. Hún andaðist á heimili sínu í Hampt- on í Virginíufylki í Bandaríkjunum 10. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Ólafsson bókbindari frá Eyr- arbakka, f. 11. maí 1888, d. 26. október 1981, og Pálína Þórðardóttir hús- móðir, frá Há- varðarkoti í Þykkva- bæ, f. 5. júní 1903, d. 1. júlí 1966. Lína var þriðja í röð fimm systk- ina en þau eru: Guðlaug Stella, bókbindari, búsett í Oklahóma, f. 8. apríl 1929, Kristín, vann við bókband í Ísafoldarprentsmiðju, og Edda, búsett í Reykjavík, f. 19. júní 1930, Sigríður Þóra, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, f. 17. september 1937, og Ólafur Guðni, bankamaður í Reykjavík, f. 13. desember 1943. Lína giftist Ro- bert Dale Rodgers 31. desember 1953. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Páll Birgir, verslunarstjóri í Houston í Texas, f. í Reykjavík 18.3. 1953. Barn með fyrri eiginkonu er Terry Zenkel, f. 20.8. 1976. Seinni eiginkona Nita, f. 3.11. 1960. Börn þeirra eru Anthony Páll, f. 17.5. 1990, Aubrey Nikolína, f. 31.10. 1992, og Matthew Tyler, f. 17.11. 1995. 2) Helen Diana, f. í Reykjavík 26.8. 1954. Giftist John Edward Thom- son, þau skildu. Börn þeirra eru Shannon Dawn, f. 16.9. 1972, og Amy Leigh, f. 13.1. 1977. 3) Ro- bert Dale, f. í Bandaríkjunum 24.7. 1956. 4) Debra Susan, f. í Reykjavík 27.7. 1959. 5) Karl Ró- bert, f. í Reykjavík 21.10. 1960, kvæntur K. Gayle, f. 18.10. 1965. Börn þeirra eru Brandon Karl, f. 9.6. 1992, og Kelly Danielle, f. 2.5. 1997. Öll börnin og barnabörnin eru búsett í Bandaríkjunum. Útför Línu var gerð frá kirkju hennar í Hampton í Virginíu mánudaginn 14. október síðastlið- inn. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði í Reykjavík. Nikólína Bjarnadóttir eða Lína eins og hún kaus að kalla sig alla tíð er látin. Hún lést á heimili sínu í Hampton, Virginíufylki í Bandaríkj- unum hinn 10. október síðastliðinn. Lína hafði ekki verið veik og kom því fráfall hennar með miklum þunga á hennar nánustu. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð um leið og ég kveð þennan góða vin minn og sálufélaga hinstu kveðju þessa jarðneska lífs. Lína átti miklu láni að fagna í æsku og á unglings- árum. Hún átti fyrirmyndar for- eldra og fallegt heimili, ásamt væn- um systkinahóp. Faðir hennar var heiðvirðasti og æðrulausasti maður sem ég hefi kynnst, maður sem flestir Íslendingar hefðu mátt taka sér til fyrirmyndar. Móðir hennar var af þeim stuttu kynnum er ég hafði af henni sú glaðasta, um- hyggjusamasta kona sem hugsast getur og gaf frá sér meiri hlýju en ég man í annan stað. Þessi minning mín um þau hjónin Bjarna Ólafsson, og Pálínu Þórðardóttur er svo greypt mér í hug að ef góður Íslend- ingur er nefndur verður samanburð- urinn við þau alltaf tiltækur og alltaf ofaná. Hjá þessum yndislegu hjón- um ól Lína sinn aldur allt þar til að hún gifti sig, sinni einu sönnu ást, Robert Dale Rodgers en þau höfðu kynnst á Hótel Borg og orðið ást við fyrst sýn. Eftir giftinguna og veglega veislu er Bjarni og Pálína héldu þeim á Kaffi Höll í Austurstræti, hélt Lína út í lífið með sínum eiginmanni sem þá var orðinn atvinnuhermaður. Þetta var sú tilvera sem Guð hafði ætlað henni og hún fylgdi eigin- manni sínum milli herstöðva, og til allrar hamingju fékk hann í tvígang fyrirmæli um dvöl á stöð varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, foreldrum hennar og öðrum nánum ættingjum til mikillar gleði. Sigríður Þóra, systir Línu hefir sagt mér að þessir tímar hafi verið afar skemmtilegir bæði fyrir þau hjónin en ekki síður fyrir ættingjana sem komu oft í heimsókn og þáðu kræsingar sem ekki var annars staðar að fá í þessu landi. Hjónaband Línu og Roberts var mjög gott og voru þau hamingjusöm allt þar til hið hörmulega Víetnam- stríð skall á og atvinnuhermaðurinn þurfti að gegna skyldu sinni í tví- eða þrígang og fara þangað. Það batt að lokum enda á hjónaband þeirra. Fáeinum árum eftir skilnað tókst með þeim vináttusamband sem hélst æ síðan. Vissi ég að Lína var þessu mjög fegin, ekki síst vegna barna þeirra fimm sem nutu þess að halda íslensk jól með pabba og mömmu ásamt og barnabörnum. Róbert er, af þeim er til þekkja, sagður drengur góður. Mestu kynni mín af Línu urðu þá er hún ákvað að flytja til íslands og setjast hér að. Þetta var eftir að börnin voru uppkomin. Þegar hún kom hafði ég ekki séð hana frá því 1973. Mér þótti hún falleg og tign- arleg að sjá og ekki síst bar hún með sér ákveðið hugrekki í fasi og fram- mgaungu, þrátt fyrir erfiða ákvörð- un að yfirgefa landið þar sem hún hafði svo lengi dvalið. Á þessum tíma náðum við mjög vel saman, ræddum margt sem ekki verður rakið hér. En allar voru þessar sam- ræður okkar jákvæðar og uppbyggj- andi. Ég veit nú að Lína þurfti að flytja til Íslands til þess að finna sig, þreifa landið góða og átta sig á hvað hún vildi. Hún elskaði Ísland, ræt- urnar voru hér en sálin fyrir vestan. Hún ákvað að flytja aftur utan. Eftir heimkomuna til Hampton tók hún til við fyrri störf, bjó í námunda við þrjú barna sinna og barnabarna og varð bæði glöð og hamingjusöm móðir og amma allt þar til yfir lauk. Ég talaði síðast við hana á afmæl- isdegi hennar 24. júlí og var hún þá afar ánægð og kát, glettin og létt í lund. Þannig vil ég muna þessa fal- legu hógværu konu, vin minn með réttu. Einar G. Ólafsson. LÍNA BJARNA- DÓTTIR RODGERS AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minn- ingargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR MAGNÚSSON, Rauðalæk 4, sem lést sunnudaginn 13. október sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga. Maggý Valdimarsdóttir, Vilborg Gunnlaugsdóttir, Gamalíel Sveinsson, Einar Gunnlaugsson, Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Björg Gunnlaugsdóttir Long, Gary Long, Sigríður Gunnlaugsdóttir Bak, Brian Bak og barnabörn. Konan mín og móðir okkar, ÞÓRNÝ ELÍN ÁSMUNDSDÓTTIR, Starrahólum 7, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 9. október verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Júlíusson, Gunnar Júlíus Guðmundsson, Arnþór Fannar Guðmundsson, Berglind Björg Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, UNNAR SÍMONAR, Hringbraut 32, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima- hlynningar, krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut og 5L líknardeildar Landakots fyrir einstaka umönnun og hlýju. Í stað þakkarkorta hafa afkomendur Unnar Símonar ákveðið að styrkja Krabbameinsfélagið í hennar minningu. Kristján Jóhann Agnarsson, Andrea Guðnadóttir, Agatha Agnarsdóttir, Margrét Kolka Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR, frá Sólbakka, Grindavík, til heimilis í Víðihlíð, heimili aldraðra í Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 19. október kl. 14.00. Sigurður Garðarsson, Brynhildur Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Garðarsdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir, Gestur Ragnarsson, Kristinn Garðarsson, Svava Gunnlaugsdóttir, Ester Garðarsdóttir, Gísli Ófeigsson, Eygló Garðarsdóttir, Hafsteinn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERTA HANNESDÓTTIR, Fellsmúla 4, Reykjavík, sem lést á Grensásdeild Landspítalans fimmtu- daginn 10. október, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík á morgun, föstudaginn 18. október kl. 13.30. Edda G. Garðarsdóttir, Jón Waage, Guðmundur Snorri Garðarsson, Hannes Garðarsson, Dagný Þorfinnsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Jan Ingimundarson, Erla Gígja Garðarsdóttir, Stefán E. Petersen, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og fósturfaðir, ÖGMUNDUR FR. HANNESSON, Stórholti 35, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi þriðjudagsins 15. október. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNATAN KRISTLEIFSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 9. októ- ber sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 18. október, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Jónatansdóttir, Björgvin Þórisson, Kolbrún Jónatansdóttir, Árni Leósson, Gunnar Jónatansson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.