Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Cec Fighter kemur og fer í dag, Lómur kemur í dag. Apostol Andrey, Freyja, Helgafell, Jo Elm og Dettifoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Örvar kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Heilsum vetri föstudag 18. okt. kl. 14, hátíðarbingó, ein- söngur Geir Jón Þór- isson. Harmonikkuleik- arar leika fyrir dansi, góðar kaffiveitngar. All- ir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 9-12 op- in handavinnustofa, kl. 9-12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45-10 helgistund, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 13- 16.30 opin smíða og handavinnustofa, kl. 10- 16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9- 9.45 leikfimi, kl. 9-12 myndlist, kl. 9-16 handa- vinna, kl. 13 bókband, kl. 14-15 dans. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagar úr Akranesfélaginu koma í heimsókn í Lionshúsið, Auðbrekku 25-27 laug- ardag 26. okt. Þátttak- endur skrái sig sem fyrst á þátttökulista sem eru í félagsheimilunum. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarf mánu- og fimmtudaga. Mánu- dag kl. 16 leikfimi. Fimmtudag kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15-16 bókaspjall, kl. 17-19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laug- ardag kl. 10-12 bókband, línudans kl. 11. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8-16 opin handa- vinnustofan, kl. 9-12 íkonagerð, kl. 10-13, verslunin opin, kl. 13-16 spilað. Félagsstarfið, Dalbraut 18-20. Kl. 8-16 opin handavinnustofan, kl. 9- 12 íkonagerð, kl. 10-13 opin verslunin, kl. 13-16 spilað, kl. 9.30 dans- kennsla. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9, smíðar, út- skurður, leirmunagerð og almenn handavinna. Verslunarferð í Aust- urver kl. 9.45, boccia kl. 13.30. Á morgun kl. 14 messa. Prestur sr. Ólaf- ur Jóhannsson, Furu- gerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 glerskurður, kl. 10 leik- fimi, kl. 15.15 samkvæm- isdansar. Í tilefni af 10 ára opnunarafmæli fé- lagsmiðstöðvarinnar verður afmælisfagnaður 18. október, kvöldverð- ur, skemmtiatriði og fluttur annáll stöðv- arinnar í léttum dúr. Dansað, hljómsveit Hjördísar Geirs. Allir velkomnir. Mál- verkasýning Gerðar Sig- fúsdóttur lýkur í næstu viku. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Námskeið í skyndihjálp fyrir eldri borgara í 2 daga, 18. og 21. október, og seinna námskeiðið 25. og 28. október. Skráning í s. 820 8571 kl. 14-15 virka daga. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttað í Hraunseli kl.10, bingó kl. 13.30 og glerskurður kl. 13. Dansleikur á morgun, föstudaginn 18. október, kl 20.30 Cabrí tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fimmtudag brids kl. 13, framsögn kl. 16.15, söngfélag FEB söngæfing kl. 17, brids- námskeið kl. 19.30. Föstudag félagsvist kl. 13.30. Skemmtun í Ás- garði Glæsibæ föstudag 18. okt. kl. 20 kórsöngur og hljómsveitin Skjern Salonorkester leikur fyrir dansi. Heilsa og hamingja, Ásgarði Glæsibæ laugardag 26. okt. kl. 13. Skrifstofa fé- lagsins er flutt að Faxa- feni 12 s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Fé- lagið hefur opnað heima- síðu www.feb.is. Uppl. á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur opinn, frá kl. 13.30 vinnustofur opnar, kl. 13. hjúkr- unarfræðingur á staðn- um. Allar uppl. um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30-15, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler og postu- línsmálun, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Í tilefni al- þjóðaviku í Kópavogi verður fjölþjóðlegur dansdagur í Gjábakka 24. okt. og hefst með dagskrá kl. 14. Sýndir verða ýmsir dansar. Er- indi um dansinn í tímans rás flytur Ingibjörg Björnsdóttir. Dagskráin er án endurgjalds, allir velkomnir, íslenskt kaffihlaðborð. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13-16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Fjölþjóðlegt málþing um félagslega stöðu aldraða í mismunandi sam- félögum verður haldið í félagsheimilinu Gull- smára þriðjudag 22. október kl. 13.15. Fyr- irlesarar frá Íslandi, Ghana, Víetnam, Pól- landi og Mexikó. Söngur frá Japan. Skráning fyr- ir mánudag 21. október, s. 564 5260. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handavinna, 13.30 félagsvist. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmudag kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13-16.45 leir, kl. 10-11 ganga, kl. 14-15 jóga. Messa kl. 10.30, prestur sr. Kristín Pálsdóttir. Vesturgata 7. Kl. 9.15- 15.30 almenn handa- vinna, kl. 10-11 boccia, fyrirbænastund kl.10.30, umsjón séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur. Þorvald- ur Halldórsson söngvari syngur nokkur lög. Allir velkomnir. Kl.13-16 kór- æfing og mósaik. Föstud. 18. okt. kl.13.30 sungið við flygilinn, kl.14.30-16 dansað. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morg- unstund, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Háteigskirkja, eldri borgarar. Kl. 14 í Setr- inu, samverustund „vinafundur“, fólk hjálp- ast að við að vekja upp gamlar og góðar minn- ingar. Sr. Tómas og Þór- dís þjónustufulltrúi sjá um stundina. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Bænastund kl. 17. Allar konur velkomnar Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 spil hefst kl. 13. Snæfellingar. Munið árshátíð Félags Snæfell- inga og Hnappdæla í Reykjavík, í Breiðfirð- ingabúð laugardag 19. október. Góðir gestir að vestan, koma í heim- sókn. Heiðursgestir verða hjónin Elín Sig- urðardóttir ljósmóðir og Sigurður Ágústsson úr Stykkishólmi. Miðasala í dag í Breiðfirðingabúð kl. 17-19. Í dag er fimmtudagur 17. október, 290. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2.Tím. 3, 14.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 borginmannleg, 8 manna, 9 hitann, 10 ílát, 11 spjald, 13 fífl, 15 sam- tölu, 18 fatnaðurinn, 21 þegar, 22 húsdýrið, 23 duftið, 24 friðland. LÓÐRÉTT: 2 leyfi, 3 knáa, 4 bágindi, 5 eljusamur, 6 styrkt, 7 hávaði, 12 fugl, 14 ham- ingjusöm, 15 árás, 16 hrósar, 17 starfað, 18 ux- ans, 19 setja í umbúðir, 20 nálægð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 passa, 4 sýpur, 7 kætir, 8 rolan, 9 slý, 11 röng, 13 grói, 14 eldur, 15 hlýr, 17 ásar, 20 bak, 22 leiti, 23 úlf- úð, 24 renna, 25 armur. Lóðrétt: 1 púkar, 2 sætin, 3 aurs, 4 strý, 5 púlar, 6 rengi, 10 lydda, 12 ger, 13 grá, 15 hælir, 16 ýtinn, 18 sefum, 19 ræður, 20 bila, 21 kúra. Víkverji skrifar... VÍKVERJA finnst alltaf jafn-gaman að skreppa í kaffi hjá Blóðbankanum og leggja inn hálfan lítra blóðs. Víkverji var 19 ára þeg- ar hann gaf blóð í fyrsta skipti, eftir að hafa verið smalað niður í Blóð- banka ásamt fjölda skólafélaga sinna. Allt gekk þetta vel, nema hvað það leið yfir Víkverja áður en hann komst að kaffihlaðborðinu. Hann náði sér þó fljótt og lét þetta ekki aftra sér frá því að koma þrem- ur árum seinna til að gefa blóð. Blóðgjafirnar eru nú orðnar 18 og telur Víkverji góðar líkur á að hann komist í hóp „hundraðshöfðingja“ eftir 20 ár, en svo eru þær kempur nefndar sem hafa gefið blóð 100 sinnum. x x x SMALAMENNSKU í mennta-skólum stundar starfsfólk Blóð- bankans ekki vegna þess að það kemst ekki í alvöru réttir, heldur er um að ræða bráðnauðsynlegan þátt í starfsemi Blóðbankans til að auka nýliðun í hópi blóðgjafa. Á heima- síðu Blóðbankans segir að megin- viðfangsefni blóðbankastarfseminn- ar sé að fullnægja þörfum sjúkrahúsanna fyrir blóð og blóð- hluta. „Nútíma skurðlækningar eru óframkvæmanlegar nema þær eigi að bakhjarli blóðbankaþjónustu til að bæta sjúklingi upp hættulegan blóðmissi, sem hann verður fyrir við skurðaðgerðina,“ segir þar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að 15–16 þúsund blóðgjafir þurfi árlega til að anna eftirspurn eftir blóðhlutum. „Það eru 8.000– 9.000 blóðgjafar sem standa undir þessari blóðgjöf. Blóðgjafahópurinn er að eldast. Nýliðun, þótt nokkur sé, er ekki næg og er því unnið af krafti að öflun nýrra blóðgjafa. Góð- ur blóðgjafahópur er ein af und- irstöðum íslenska heilbrigðiskerfis- ins eins og við þekkjum það í dag,“ segir á blodbankinn.is. x x x VÍKVERJI lítur líka á blóðgjöfsem fyrirtaks leið til að fylgj- ast með heilsufari sínu, enda er ekki ónýtt fá blóðþrýstingsmælingu fjór- um sinnum á ári. Svo eru hjúkr- unarkonurnar svo elskulegar og hafa opið fram á kvöld tvisvar í viku. Þá hefur Víkverji stundum skroppið úr vinnunni síðla dags og slakað vel á í heimsins þægilegasta bekk inni í aðalsalnum. Hjúkrunar- konurnar rabba við Víkverja og á meðan malar dælan og safnar blóð- inu. Satt að segja eru það hinar frá- bæru hjúkrunarkonur sem hafa þau áhrif að Víkverji getur varla beðið eftir að fá að koma aftur í heimsókn. Víkverji var í blóðgjafakeppni við skólasystur sína á háskólaárum sín- um og man að hún hafði oftast tvær eða þrjár gjafir fram yfir hann. Og þegar Víkverji hóf störf á Morg- unblaðinu fann hann nýjan og ekki síðri keppinaut. Alltaf þegar Vík- verji vonaðist til að keppinauturinn hefði gleymt síðustu blóðgjöf var vinurinn auðvitað mættur daginn eftir með bannsettan plásturinn á handleggnum, glottandi. Staðan var síðast 17–13 fyrir hann. En blóð- bankinn hagnast vonandi á svona keppnisskapi fólks úti í bæ. Það væri spurning um að efna til blóð- gjafakeppni milli heilu fyrirtækj- anna? Annars verður Blóðbankinn víst fimmtugur á næsta ári. Merkisaf- mæli það og spennandi að sjá hvernig haldið verður upp á áfang- ann. Á FJÖLSÓTTUM fundi sem haldinn var á vegum Samtaka eldri sjálfstæðis- manna í Valhöll 30. maí 2001, fluttir þú ávarp sem lauk með þeirri yfirlýsingu, að ríkisstjórnin væri að und- irbúa að láta fella niður í áföngum eignaskatt af íbúð- um aldraðra. Þetta útspil fékk mjög góðar undirtektir fundarmanna, en eitthvað virtist það koma alþingis- manninum á óvart, sem átti að tala um hvort eignaskatt- ur væri réttlætanlegur, og setti hann út af laginu. Það hvarflaði að mér að hér væri skyndi-tálbeitt á staðnum án kynningar í þingflokki eða ríkisstjórn. Er leið að hausti reyndi ég að spyrjast fyrir í forsætis- og fjármála- ráðuneytum, en þar hafði enginn heyrt um málið og styrkti það grun minn, en beið þó og vonaði að þú gerðir þig ekki að ómerk- ingi, hafði hugmynd um að svona mál gætu tekið hátt í ár í meðförum ráðuneyt- anna. Nýlega spurðist ég fyrir á skrifstofu FEB um þessi skattamál og fékk þau svör, að á fundi dagana áður með fjármálaráðherra hefði verið farið fram á þessa nið- urfellingu ásamt öðrum málum og fékk hún slæmar undirtektir. Það er vonandi ekki með þínu samþykki að orð þín á fundinum voru gerð ómerk. Í framhaldi sakar ekki að geta þess að með bréfi frá Reykjavíkur- borg dags. 15.4. 2002 kom tilkynning um lækkun fast- eignagjalda á íbúð okkar hjóna kr. 33.599 eða tæp 60%. Okkur munar um þetta og er það greinilega árangur af baráttu FEB. En hvað höfum við fengið frá þér og þinni ríkisstjórn? Var ekki Björn Bjarnason í sumar eitthvað að bram- bolta með yfirboð á þessu sviði í borgarstjórn? Hefði honum ekki verið nær að leggja sig fram um ein- hverjar slíkar umbætur í ríkisstjórninni? Nú fréttist að hálf ríkisstjórnin sé að stofna samráðs- eða sam- starfshóp með sambandi eldri borgara. Vonandi verður það betri samráðs- hópur en þeir fyrri, þar sem mottó stjórnarliða virtist í stíl við forn fleyg orð: „Heyra mun ég mál þeirra, en staðráðinn að hafa þau að engu.“ Þórir Guðmundsson. Frábær þjónusta hjá Olís ÉG vil endilega senda kveðju til starfsmanna á OLÍS-bensínstöðinni í Hamraborg Kópavogi og þakka fyrir frábæra þjón- ustu. Þeir eru hressir, liprir og hafa ótrúlega góða þjón- ustulund. Þegar ég kem til þeirra að taka bensín spyrja þeir alltaf hvort þeir eigi að athuga olíuna eða rúðuvökv- ann og ef þannig viðrar að framrúðan er grútskítug þvo þeir hana alltaf, enda hafa þeir undanfarna mán- uði fengið bikarinn sem þjónustustöð mánaðarins. Húrra fyrir ykkur. Kveðja Elísabet Jónsdóttir PM-443. Tapað/fundið Rautt peningaveski tapaðist FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 11. október sl. kl. 22 varð 16 ára stúlka fyrir því óhappi að tapa peningaveskinu sínu í strætó, leið 66, sem ekur innan Kópavogs. Veskið er rautt og í því var aleiga hennar. Þetta er mikill missir og er skilvís finnandi vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 869 6246. Svartur bakpoki tapaðist AÐFARANÓTT sunnu- dagsins 13. okt. sl. tapaðist svartur bakpoki nálægt Kringlunni. Í pokanum voru skilríki og kort sem ein- göngu eigandi hefur not fyr- ir. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í s. 847 6195. Dýrahald Hefur einhver séð þessa kisu? HÚN heitir Díana Perla og hennar er mjög sárt saknað. Hún er með rauða ól en ómerkt. Hún týndist þriðjud. 8. október rétt hjá Árbænum. Díana Perla er innikisa og ratar því ekki heim. Hún gæti verið í Breiðholti eða Árbæ. Ef þú heldur að þú hafir séð hana vinsamlegast láttu vita í s. 567 4020 (Guðrún) eða 696 1825 (Erla). Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Fyrirspurn til Davíðs Oddssonar 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.