Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ S jálfsagt þekkja allir orð- takið déjà vu, sem ku vera úr franskri tungu. Ekkert orðtæki er til í íslensku sem fangar merkingu þess nægilega vel en orðabókin segir að déjà vu sé sú tilfinning að upplifa eitthvað í fyrsta sinn, sem manni finnist þó að hafi áður borið fyrir mann á lífs- leiðinni. Meiningin er ekki að fara út í málfræðilegar æfingar heldur ætl- aði ég aðeins að lýsa því sem um huga minn fór þegar ég heyrði að alþingismenn hefðu á dögunum verið að ræða hátt matvöruverð. Skv. frétt Morgunblaðsins sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á Alþingi 7. október sl. að honum þætti miður hve fákeppni hefði færst í aukana hér á landi. Hann teldi augljóst að því meiri sem fákeppnin væri því lakara væri búið að al- menningi í landinu. Samkeppni væri almenningi holl og heppileg. Sjálfsagt og eðlilegt væri að spyrna fast við fótum gegn fá- keppni á öllum sviðum. „Samfylk- ingin hefur vakið athygli á háu matvælaverði hér. Ég held að það sé gott framtak. Ég tel sjálfsagt að við verðum að fara ofan í það; sjá af hvaða rótum það er runnið og skoða það sameiginlega,“ sagði forsætisráðherra. Halldór Blöndal setti hátt mat- vöruverð hér á landi líka í sam- hengi við meinta fákeppni. Að vísu var samgönguráðherrann fyrrver- andi þar einkum að beina spjótum sínum að Samkeppnisstofnun en hann sagði að stofnunin hefði látið það líðast að til mikillar hringa- myndunar hefði komið í mat- vöruverslun. Óheilbrigðir versl- unarhættir hefðu fengið að dafna í skjóli hennar. Sagði Halldór að fyrir lægi að einn verslunarhringur hefði of- urvald á matvælamarkaðnum bæði í innflutningi og verðlagningu á smásölu. Ljóst væri að samkeppni væri engin. Vart þarf að efast um að Halldór var hér að tala um Baug hf. Nú skal vikið að déjà vu-inu sem yfir mig kom er ég fylgdist með þessari umræðu. Allt hefur þetta nefnilega verið sagt áður – og það innan veggja Alþingis. Þannig er að forsætisráðherra tók einmitt upp hanskann fyrir neytendur haustið 1999 og gagnrýndi marg- oft og fremur harðlega hátt mat- vöruverð í stórverslunum á höf- uðborgarsvæðinu. Taldi ráðherrann dýrtíðina ekki eiga sér neinar skynsamlegar skýringar aðrar en þær að stórverslanir væru einfaldlega að hækka verð- lag í skjóli fákeppni. „Ég vakti at- hygli á því á haustdögum,“ sagði Davíð síðan á Alþingi 6. mars 2000, „að það færi ekki á milli mála að það væri aukið samráð og minni samkeppni á matvörumarkaði. Þessu var nú heldur fálega tekið og illa tekið af hálfu þeirra aðila sem í hlut áttu. Þær tölur sem við horfum á eru hins vegar þess eðlis að það þarf engrar rannsóknar við.“ Nú er það svo að 17 dögum eftir að forsætisráðherra lét þessi orð falla tilkynntu forsvarsmenn Baugs hf. að fyrirtækið stefndi að lægra vöruverði í verslunum, undir átaksverkefninu „Viðnám gegn verðbólgu“. Var því heitið að álagning á matvöru yrði ekki hækkuð næstu tvö ár á eftir. Morgunblaðið leitaði eftir við- brögðum forsætisráðherra vegna þessara tíðinda og hann sagðist þá gera ráð fyrir að menn væru m.a. að bregðast við gagnrýni, sem hann hefði haldið á lofti. Óneitanlega vaknar sú spurning nú, þegar enn er tekið að ræða um hátt matvöruverð, hvort Davíð Oddsson þurfi ekki að láta til sín taka á nýjan leik. Raunar veltir maður því líka fyrir sér, með vísan til þessarar umræðu nú, hvort það geti hugsanlega verið að Baugs- menn (úr því að verið er að ræða um þá sérstaklega) hafi tekið út alla vöruhækkunina, sem frysta átti í 2 ár, í sumar og haust eftir að yfirlýst tímamörk voru liðin. Hvað veldur því annars að stjórnvöld (og auðvitað almenn- ingur líka) standa jafnráðþrota frammi fyrir háu matvöruverði nú og fyrir þremur árum? Hvers vegna hefur ekkert breyst – þrátt fyrir hástemmdar lýsingar á hrika- legu ástandinu haustið 1999 og vorið 2000? Hafa stjórnvöld gert allt sem þau geta? Og er hugsan- legt að hvorki sé við fákeppni né embættismenn Samkeppnisstofn- unar að sakast? Rétt er að velta fyrir sér þeirri skoðun Samfylkingarinnar að hátt matarverð tengist þeirri staðreynd að Ísland á ekki aðild að Evrópu- sambandinu. Sannarlega getur Samfylking í því sambandi vísað til kannana eins og þeirrar, sem greint var frá í Morgunblaðinu 9. október sl., en hún sýndi að mat- vælaverð er 48% hærra á Íslandi en í ESB-ríkjum. Forsætisráðherra fullyrðir að matvöruverð á Íslandi hafi ekkert með ESB að gera. Hann bendir á í samtali við DV 4. október sl. að lönd eins og Ítalía, Spánn og Grikkland lækki verulega allar meðaltalstölur ESB. Þó er ljóst af áðurnefndri frétt Morgunblaðsins að verulegur munur er á mat- vöruverði á Íslandi og t.d. í Dan- mörku. Raunar vita allir, sem á annað borð hafa komið til útlanda, að matvælaverð er hátt á Íslandi. Þá vekja sérstaka athygli þessi orð forsætisráðherra úr DV- viðtalinu: „Við getum lækkað þetta sjálf eins og við viljum. Við getum lækkað tolla á vín eins og við vilj- um. Við höfum ekki gert það – en það hefur ekkert með Evrópusam- bandið að gera.“ Kannski hefur Davíð rétt fyrir sér með þetta síðasta. En þá hlýt- ur maður að spyrja: úr því að við erum svona fullfær um að lækka matvöruverðið sjálf, hvers vegna í ósköpunum gerum við það ekki? Nú má raunar vera að það séu gildar ástæður fyrir því að ekki er hægt að lækka tolla og gjöld á mat- vöru – en er ekki kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar segi okkur á mannamáli hvers vegna það er, í stað þess að eyða öllum sínum tíma í að skamma aðila á markaði og sjálfa Samkeppnisstofnun? Hátt mat- vöruverð Óneitanlega vaknar sú spurning nú, þegar enn er tekið að ræða um hátt matvöruverð, hvort Davíð Oddsson þurfi ekki að láta til sín taka á nýjan leik. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NÓBELSVERÐLAUNIN í læknisfræði árið 2002 voru veitt þremur vísindamönnum fyrir rann- sóknir þeirra á stjórnun á stýrðum frumudauða. Stýrður frumudauði er liður í eðlilegri endurnýjun á frumum líkamans og jafnframt leið til að fjarlægja afbrigðilegar, gall- aðar og sýktar frumur. Röskun á stjórnun þessa stýrða frumudauða getur leitt til ýmissa sjúkdóma, t.d. til stjórnlausrar fjölgunar frumna sem geta m.a. myndað krabba- meinsæxli. Nú er lögð mikil áhersla á að auka neyslu á grænmeti og ávöxt- um því það er talið geta dregið úr hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Vísindamenn víða um heim leita aukinnar þekkingar og skilnings á því hvaða efni eru í jurtunum sem geta haft heilsubæt- andi áhrif. Nýlega hafa verið birtar niðurstöður rannsókna sem sýna hvernig náttúruefni úr lækninga- jurtum og lýsi geta örvað þennan stýrða frumudauða og auðveldað líkamanum að losna við gallaðar og sýktar frumur. Vísindamenn frá Kóreu birtu ný- lega athyglisverða grein í tímarit- inu „Pharmacology & Toxicology“ þar sem þeir sýndu fram á að nátt- úruefni sem er í algengu grænmeti og ávöxtum örvar þennan stýrða frumudauða. Efnið telst til kúm- arína sem er stór flokkur efna, oft með ólíka líffræðilega eiginleika. Rannsökuðu þeir efni sem nefnist imperatorin en það tilheyrir fúra- nokúmarínum sem finnast víða í grænmeti, ávöxtum, t.d. blaðselju, steinselju, sítrónu og súraldini (lime), og í ýmsum lækningajurtum. Virkni imperatorins var rannsökuð í ræktuðum hvítblæðifrumum úr mönnum og örvaði það þennan stýrða frumudauða í þessum frum- um og hindraði þar með fjölgun þeirra. Rannsóknir Norðmanna á áhrif- um fjölómettaðra fitusýra, einkum omega-3-fitusýra í lýsi, á krabba- meinsfrumur eru einnig mjög at- hyglisverðar. Í nýrri doktorsritgerð frá Háskólanum í Osló er fjallað um þessar rannsóknir. Þar kom fram að omega-3-fitusýrur hindruðu fjölgun á 10 af 14 krabbameins- frumutegundum sem rannsakaðar voru. Fjölgun frumnanna var hindruð annars vegar með því að örva stýrðan frumudauða og hins vegar með framleiðslu á skaðlegum súrefnissamböndum. Rannsóknir finnskra vísinda- manna á líffræðilega virkum kúm- arínefnum í 7 jurtum eru mjög for- vitnilegar en þær eru hliðstæðar rannsóknum sem unnið hefur verið að á Íslandi. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið dregnar sam- an í nýlegri doktorsritgerð við Há- skólann í Helsinki. Tilgangur rann- sóknanna var að kanna hvort unnt væri að staðfesta reynslu liðinna kynslóða í Finnlandi af þarlendum lækningajurtum með nútímaaðferð- um raunvísinda. Hefur virknin ver- ið rannsökuð bæði í jurtunum en jafnframt í hreinum efnum sem hafa verið einangruð úr jurtunum. Í umræddri doktorsritgerð voru bólgueyðandi áhrif tuttugu kúm- arínefna mæld og sýndu niðurstöð- urnar að hefðbundin notkun á til- teknum jurtum, t.d. ætihvönn sem vex einnig í Finnlandi, við hósta, kvefi og gigt mætti skýra með virkni fúranókúmarínefna í þessum jurtum. Líffræðileg virkni náttúruefna og stýrður frumudauði Eftir Sigmund Guðbjarnason „Niðurstöð- ur rann- sókna á Ís- landi staðfesta líf- fræðilega virkni fjöl- margra jurta.“ ÞEGAR rætt er um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusamband- inu er átt við muninn á stöðu lands- ins, annarsvegar í EES, og hinsvegar við fulla aðild að ESB. Allavegana eru fáir sem í nokkurri alvöru tala fyrir úrsögn úr EES. Evrópuumræð- an á Íslandi hefur að síðustu farið um víðan völl og örlar stundum á ruglingi hvað þetta varðar. Nú þegar Evrópu- kosning Samfylkingarinnar stendur yfir er brýnt að forsendur séu ljósar. Evrópusambandið er sannarlega ekki gallalaus skepna, og sumt af því sem spýtist út úr reglugerðamaskín- unni í Brussel er klár óþarfi – og á stundum hrein vitleysa. Andstæðing- ar ESB-aðildar, sem klifa á þessu, gleyma því hinsvegar að í gegnum EES-samninginn erum við þegar undirseld reglugerðavaldi ESB og neydd til að taka yfir megnið af reglugerðaverki þess. Með öðrum orðum, þá búum við nú þegar við flesta þá vankanta sem fylgja Evr- ópusambandsaðild. Munurinn er hinsvegar sá að þar sem Ísland er ekki formlegur aðili að sambandinu höfum við enga möguleika á að hafa áhrif á þessar lagagerðir sem Alþingi er gert að stimpla, svo gott sem at- hugasemdalaust. Þetta er svona svip- að og að vera í matarklúbbi án þess að hafa áhrif á hvað er í matinn. Ísland er aukaaðili í ESB Til að skilja þessa undarlegu stöðu er rétt að fara nokkrum orðum um forsöguna. Ísland hefur markað sér bás í Evrópusamvinnunni í gegnum EFTA, sem segja má að hafi verið andsvar við hinu nána samstarfi inn- an ESB. Síðan hefur Evrópusam- bandið vaxið margfalt meðan sífellt hefur kvarnast úr EFTA. Hvort sem okkur líkar betur eða verr hafa Evr- ópuríkin einfaldlega valið að starfa saman á vettvangi ESB, en ekki í EFTA. Í sem stystu máli felur EES-samn- ingurinn í sér að EFTA-ríkin fengu aðild að innri markaði ESB gegn því að taka yfir lagagerðir ESB, án þess þó að fá aðkomu að pólitískri ákvarð- anatöku. Segja má að þar með hafi Ísland í raun orðið aukaaðili að Evr- ópusambandinu. Flest EFTA-ríkin stoppuðu reyndar stutt við í EES og söðluðu þess í stað yfir í ESB. Nú er orðið morgunljóst að eftir því sem sam- starfinu innan ESB fleygir fram verður æ þrengra um EES. Á síðari árum hefur ennfremur orðið bersýni- legt að Evrópusambandið hefur lít- inn áhuga á að viðhalda samningnum og íslensk stjórnvöld eiga sífellt erf- iðara með að koma hagsmunamálum landsins á framfæri. (Raunar er EES-samningurinn embættis- mannasamningur og kjörnir fulltrú- ar koma lítið að rekstri hans.) For- svarsmenn ESB hafa enda svo gott sem aftekið með öllu nokkra efnis- lega uppfærslu á EES-samningnum og því mun hann væntanlega lognast útaf smám saman. Sú spurning verður því áleitnari hvort heppilegra geti verið að feta í fótspor fyrrum félaga okkar í EFTA og sækja um fulla aðild að ESB og fá aðkomu að þeim ákvörðunum sem verða að lögum á Íslandi. Og öðlast þar með hlutdeild í því fullveldi sem glataðist við undirritun EES-samn- ingsins. Úrtölumenn halda því fram að Ísland sé svo lítið og léttvægt að ómögulegt sé að hafa nokkur áhrif á þá í Brussel. Því er til að svara að smáríkin í ESB hafa haft afgerandi áhrif á þá málaflokka sem snerta helstu hagsmuni þeirra. Í öllu falli er ljóst að menn hafa meiri áhrif við samningaborðið en frammi á gangi. Full aðild að ESB hefur jafnframt áhrif á nokkra málaflokka sem EES samningurinn tekur ekki til – til að mynda á sjávarútvegs- og landbún- aðarmál, auk þess sem aðild opnar fyrir þann möguleika að Ísland taki upp evru í stað krónunnar. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB hefur hingað til verið helsti Þrándur í Götu ESB-aðildar Íslands. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur lagt fram þá stórsnjöllu lausn að skilgreina fiskimið Íslands, í aðildarsamningi, sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem yrði alfarið undir stjórn Íslendinga, en heyri eigi að síður undir fiskveiðistefnu ESB. Fulltrúar ESB hafa tekið jákvætt í þessa lausn, enda aðstæður á Ís- landsmiðum gjörólíkar þeim á meg- inlandinu. Hinsvegar má telja útilok- að að Ísland geti haldið í bann við fjárfestingar útlendinga í sjávarút- vegi á Íslandi. Endanlegar niðurstöð- ur í þessu sem öðru verða þó ekki ljósar fyrr en í aðildarviðræðum. ESB-aðild Íslands hefði sennilega mest afgerandi áhrif í landbúnaði. Ís- lenska landbúnaðarstefnan yrði lögð niður í núverandi mynd og verðlag Evrópusambandsins á landbúnaðar- afurðum yrði ráðandi. Jafnframt yrði opnað fyrir innflutning frá aðildar- ríkjunum og íslenskir bændur gætu flutt út afurðir óhindrað á innri markaðinn. Íslenskir bændur fengju um leið aðgang að yfirgripsmiklu styrkjakerfi ESB. Hvað efnahagsmálin áhrærir eru líkur á að Ísland myndi leggja heldur meira til sjóða Evrópusambandsins en kæmi til baka. Aðild að mynt- bandalagi ESB og upptaka evrunnar ætti hinsvegar að leiða til töluverðrar vaxtalækkunar og aukinnar evr- ópskrar fjárfestingar á Íslandi þar sem gengisáhætta hverfur. Evrópu- sambandslöndin yrðu að heimamark- aði íslenskra fyrirtækja hvort sem þau starfa í landbúnaði, sjávarútvegi eða iðnaði og til að mynda munu þeir tollar sem enn eru eftir á íslenskar sjávarafurðir, inn á markaði ESB, loks hverfa. Munurinn á EES og ESB Eftir Eirík Bergmann Einarsson „Líkur eru á að Ísland myndi leggja held- ur meira til sjóða ESB en kæmi til baka.“ Höfundur er ritstjóri Evrópu- úttektar Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.