Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 43 Í örfáum orðum langar mig að minnast frænku minnar hennar Tínu sem er á brott kölluð úr þessum heimi eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar Tína greindist fyrst með krabbamein tók hún því með æðru- leysi og hetjuskap. Ég man það hvað við Magga systir vorum slegnar yfir þessum fréttum og undruðumst oft hversu dugleg hún Tína var. Fyrir tæpum tveim árum þegar sjúkdóm- urinn tók sig upp aftur undruðumst við enn á ný dugnað hennar. Elsku frænka, þinni lífsins glímu er lokið. Sú glíma var síður en svo auð- veld, margar hindranir og erfiðleikar urðu á veginum og margt þurfi að leysa sem við ræddum oft um. Þótt við værum nú ekki alltaf sammála um leiðir að markmiðum, náðum við þó alltaf að vera sammála um markmið- in. Ég var mikið fyrir að fara einföld- ustu og stystu leiðina til að leysa mál en þú hafðir lag á að velja lengri leið- ina. Gat það tekið langar og strangar rökræður að ná niðurstöðu. En núna finn ég einhvern veginn fyrir tóma- rúmi að eiga ekki von á símtali frá þér þar sem við þurfum að leysa einhver TÍNA ZIMMERMANN ✝ Tína Zimmer-mann fæddist í Kaupmannahöfn 2. maí 1955. Hún lést á Krabbameinsdeild Landspítalans 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Svava Jónat- ansdóttir og Jörgen Zimmermann, bæði látin. Dóttir Tínu og Elfars Jónssonar er Svava, f. 1978. Tína giftist James Newton, þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Sara Berglind, f. 1991. Útför Tínu verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mál. Okkar samninga- viðræður byrjuðu snemma. Minningarnar verða einhvern veginn ljóslifandi þessa dag- ana. Ég, Magga systir og Tína frænka eyddum æskunni saman. Þú átt- ir athvarf hjá okkur í Mávahlíðinni og í flest- um minningum okkar úr bernsku er mynd af þér. Þó að þú og Magga væruð meiri vinkonur, enda Magga bara tveimur árum yngri en þú, og ættuð því meiri samleið, þá var ég samt meiri uppá- haldsfrænka. Ég er ekki frá því að við höfum gert samning um það. Þess samnings naut ég meðan þú lifðir. Samningahæfni þín var sérstök og er ég ekki frá því að þú hafir kennt mér sitt lítið þar. Þegar þú tókst eitt- hvað í þig hafðir þú lag á að fá þitt fram með samblandi af þrjósku og staðfestu. Ég man þegar þú samdir við mig um að ég færi heim með mömmu og pabba úr sveitinni frá afa, en þú og Magga fengjuð að vera eftir í heila viku. Þetta þótti mér fúlt hlutskipti og maldaði í móinn. En þið voruð orðnar unglingar og nenntuð ekki að hafa sjö ára krakka hjá ykkur. Magga reyndi að koma tauti við mig en ekkert gekk, ég skyldi líka verða eftir í sveitinni. Þú varst ekki lengi að semja við mig um heimferð með því að lána mér tví- buradúkkurnar þínar, en þeim fylgdu rólur, rúm og fleira flott dót. Með gleði í hjarta fór ég heim vitandi það að ég fengi að vera handhafi þessa flotta dóts í heila viku, því enginn á Ís- landi átti flottara dót en þú. Ég man þegar þú samdir við mig um að ganga á 15 cm hæla háum skónum þínum fyrir þig út allan Langholtsveginn. En það voru langar samningaviðræður, því áður en við lögðum af stað grátbað ég þig að fara í öðrum skóm þar sem ég treysti ekki þessu skótaui í svo langa göngu. En staðföst varst þú og arkaðir af stað í skónum. Við vorum vart komnar nema 400 metra þegar þú grátbaðst mig að skipta um skó. Lausn mín að hlaupa heim og ná í aðra skó á þig var ekki uppi á samningsborðinu, svo ég skipti við þig á skóm og gekk Lang- holtsveginn á enda á þeim mestu skvísuskóm sem ég hef á ævi minni gengið í. Ég man allar þær ferðir sem þú sendir mig út í búð fyrir þig. Og alltaf notaðir þú sama samningsformið ef ég neitaði, þá samdir þú um að taka tíma á mér og alltaf hljóp ég út í búð fyrir þig enda hafði ég lúmskt gaman af að reyna að bæta tímann minn. Að þessum litlu minningarbrotum höfum við frænkur oft hlegið. Í seinni tíð þegar við þurftum að ræða erfiðari mál þá gripum við oft til þessara minninga til að hlæja okkur í gegn um vandamál. Mín sterkasta minning um þig er hláturinn sem var svo innilegur og smitandi að argasti fýlupoki hefði ekki getað annað en skellihlegið þeg- ar þú fékkst þín frægu hlátursköst. Mikið skelfing höfum við hlegið mikið saman. Þegar við sátum saman á Rauðakrossheimilinu í ágúst og ræddum veikindi þín og ræddum lausnir á vandamálum fyrir komandi vetur, gripum við í gömlu góðu minn- ingarnar og hlógum. Ég lék fyrir þig nýleg atriði úr umræðum við sam- ferðamenn og þú veltist um af hlátri. En einmitt þarna ræddum við ýmis alvarleg mál sem þurfti að leysa. Og nú finnst mér eins og í undirmeðvit- undinni hafir þú vitað að lítill tími væri til stefnu. Þú settir þínar óskir til hliðar og ákvaðst að skilja við dætur þínar á beinu brautinni. Þú varst búin að búa Söru þinni traust og gott heim- ili í Englandi hjá James föður sínum og Mary konu hans. Einnig hjálpaðir þú Svövu þinni að eignast sitt eigið heimili. Ég get ekki látið staðar numið án þess að þakka þér þá hlýju sem þú sýndir dætrum okkar Þráins, Helgu og Hönnu. Ef ég var einhvern tíma uppáhaldsfrænka var ég búin að tapa titlinum til þeirra. Hversu blíð og góð þú varst við þær verður seint full- þakkað. Þú hafðir einstakan áhuga á dóti sem þær fengu ríkulega notið. Gjafirnar sem þú gafst þeim voru stórar og flottar. Allt var vandlega og smekklega valið. Og bak við hverja gjöf var mikil natni og vandvirkni og hugsun um að þessi föt eða þetta dót þyrftu þær endilega að fá. Það var um síðustu jól að þú komst deginum fyrir Þorláksmessu hlaðin gjöfum og gafst þeim sí svona rétt fyrir jólin. En komst svo með jólapakkana líka. Þessari stundu munu þær aldrei gleyma. Aldrei misstir þú úr afmæl- isgjöf og aldrei kom einn pakki frá þér, alltaf margir. Minningin um Tínu frænku vakir með þeim í gegn um góðar minningar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Samfylgdinni er lokið og það er viss tómleiki og sorg sem umlykur okkur fjölskylduna. En minningin vakir hjá okkur, minningin um góða frænku lif- ir. Elsku Svava og Sara Berglind, ömmusystur ykkar Sigga og Inga, Magga frænka, Þráinn, Helga, Hanna og ég biðjum ykkur að varð- veita í huga ykkar góðu stundirnar, hláturinn, gjafmildina, gleðina sem einkenndi mömmu ykkar. Og við biðj- um góðan guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Þórdís Lilja Gísladóttir. Hlæjandi Tína, flissandi Tína, Tína sem gat fengið ótrúlegustu börn til að syngja, Tína með allt á hornum sér, Tína með fullar ferðatöskur af barna- fötum, Tína að fara til útlanda, Tína að koma frá útlöndum. Rauðhærða Tína, í bláu kápunni. Svona birtist Tína mér þegar ég fékk póst að heim- an um að hún væri dáin. Þegar ég byrjaði á Ásborg 1988 var þar fyrir nokkuð af starfsfólki, þar á meðal hún Tína. Í mörg ár vann hún á fastri vakt, fyrstu vaktinni. Henni fannst gott að vera mætt snemma og var venjulega komin 15-20 mínútum fyrir opnun og var viðbrugðið ef hana vantaði til vinnu. Að sama manneskjan taki á móti börnum og foreldrum skapar ákveðið öryggi og rytma í daginn. Fyrir leikskólastjóra er það ómetan- legt. En Tína átti annað til og stærra, hún náði til barna sem aðrir áttu erfitt með að ná til. Á Ásborg vorum við með sýningu fyrir foreldra í byrjun desember hvert ár, hver starfsmaður hafði sinn hóp og vann að ákveðnu verkefni fyrir sýninguna. Tína valdi venjulega að syngja með sínum hópi, hún var lagviss og átti gott með að fá börnin í lið með sér. Það voru stoltir starfsmenn sem fylgdust með hópn- um hennar Tínu á foreldraskemmt- ununum. Á tíu ára starfsafmælinu færðum við henni sérstaklega skreytta tertu í tilefni dagsins. Sjald- an hef ég séð nokkurn gleðjast jafn mikið yfir svo litlu eins og Tínu þá. Eftir að hún átti Söru vann hún til að byrja með í Ásborginni, en ákvað svo að flytja sig nær heimilinu og fara vestur í bæ. Eftir það lágu leiðir minna saman, ég frétti samt alltaf af henni. Hin seinni ár í gegn um Svövu dóttur hennar. Síðast þegar ég hitti Tínu nú í byrjun september, voru hún og Svava að fylgja Söru út á flugvöll, Sara að fara heim til pabba, til Eng- lands. Tína í bókunarsalnum, að end- urraða í töskurnar hjá Söru. Við töl- uðum stutt saman og það var eins og við hefðum rabbað saman síðast í gær. Þegar ég kvaddi vissi ég að sennilega yrði það í síðasta sinn. Elsku Svava ég veit að orð fá engu lýst. Þinn missir er mikill, en þú átt minningar og Söru. Megi það vera styrkur þinn á þessum erfiðu tímum. Ykkur systrum votta ég mína dýpstu samúð. Kristín Dýrfjörð. ✝ Anna MargrétHauksdóttir fæddist í Sandgerði 28. apríl 1932. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja hinn 1. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jenný Lovísa Einarsdóttir, f. 9. maí 1912, d. 2. janúar 2002, og Ein- ar Haukur Jónsson, f. 2. október 1906, d. 23.3. 1935. Seinni maður Jennýjar var Árni Þorsteinsson, f. 14. nóvember 1908, d. 10. mars 1986. Systkini Önnu Margrétar eru Jóna Margrét, f. 21.10. 1930, d. 11.12. 1931, Sigurveig Einarína, f. 29.4. 1934, Haukur, f. 16.8. 1935, Már, f. 26.4. 1984. 2) Guðbrandur Arnar, f. 26.11. 1954, kvæntur Bryndísi Margréti Sigurðardóttur, f. 8.7. 1959. Þeirra börn eru Sigríð- ur Gerður, f. 1.6. 1978, Sandra Sif, f. 27.5. 1989, og Birta Sól, f. 25.1. 1994. 3) Árni Þór, f. 1.6. 1958, kvæntur Stefaníu Gunnarsdóttur, f. 31.10. 1971. Þeirra börn eru Hel- ena Ósk, f. 2.6. 1996, og Andri Þór, f. 13.3. 2001. Dóttir Árna og Að- albjargar D. Aðalsteinsdóttur er Eva Kristín, f. 27.2. 1988. 4) Hulda Dagmar, f. 22.1. 1965, sambýlis- maður Aðalsteinn Hallbjörnsson, f. 28.9. 1976. Dóttir Huldu og Einars Ásbjörns Ólafssonar er Emma Hanna, f. 17.4. 1986, og dóttir Huldu og Kristmundar Carter er Aníta, f. 12.11. 1995. Anna Margrét bjó öll sín hjú- skaparár í Njarðvík og lengst af á Hraunsvegi 4. Hún starfaði um áratugaskeið við verslunarstörf á Keflavíkurflugvelli. Útför Önnu Margrétar var gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 12. október. Þorbjörg Ágústa, f. 1.11. 1937, d. 10.4 1955, Guðný Helga, f. 1.11 1937, Inga Eygló, f. 27.12. 1938, Þor- steinn, f. 16.9. 1940, Brynja, f. 17.10. 1944, Guðrún, f. 26.10. 1948, og Árni, f. 30.8. 1957. Anna Margét giftist Lárusi Arnari Guð- brandssyni, f. 22.4. 1934. Börn þeirra eru: 1) Jenný Lovísa, f. 13.9. 1953, gift Smára Friðjónssyni, f. 13.6. 1950. Þeirra börn eru Anna Margrét, f. 8.9. 1978, sam- býlismaður Benedikt R. Guð- mundsson, f. 19.8. 1972, og dóttir þeirra er Jenný Lovísa, f. 6.3. 2001; Arnar Þór, f. 2.5. 1982; og Aron Jæja, nú hefur þú fengið að fara. Þú ert laus úr þessum líkama sem þú varst föst í. Þetta varst ekki þú, þetta var ekki amma okkar. Við barnabörnin vissum alltaf að við áttum vísan samastað hjá ömmu og afa á Hraunsvegi. Hraunsvegur- inn var ávallt okkar stoppistöð og skipti ekki máli þótt við værum orðin unglingar, við vildum alltaf vera hjá þér. Þú komst mjög oft í heimsókn í Starmóa og varstu þá alltaf að koma í heimsókn til að hitta okkur. Það kom líka fljótt í ljós með hverjum þú stóðst ef það var eitthvað verið að skamma okkur. Þá sagðir þú alltaf við mömmu eða pabba: ,,Svona, hvað er þetta,“ og þá varstu alltaf búin að beina athyglinni að þér. Við vorum náttúrulega alltaf með þér á rúntinum og var þá Sandgerð- isrúnturinn iðulega fyrir valinu. Bíll- inn var fylltur af barnabörnum, stórum sem smáum, og keyrt var af stað. Tilhlökkunin í augum þeirra litlu, því þau vissu að það fylgdi allt- af rúnti með ömmu ís eða bland í poka. Þú fékkst þér alltaf bland í poka, mikið sterkt og súrt. Við nutum þess alltaf að koma með þér í vinnuna, því að þar varstu svo vel liðin og áttir marga vini. Þú varst aðstoðarverslunarstjóri í Navy exchange uppi á velli og naust þín vel í því starfi. Þú áttir það til að monta þig svolítið af okkur við sam- starfsfólkið þitt og náðir alltaf að láta okkur fara hjá okkur. Oft stakkstu upp á því að við fær- um til Reykjavíkur og var þá alltaf stoppað í Njörvasundinu til að ná í fleiri barnabörn. Oft var nú eitthvað keypt í Kringlunni og var þá enginn skilinn útundan. Það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir verið ótrúlega hress og nokkuð frökk! Þú áttir það til að ganga algjörlega fram af okkur eldri barnabörnunum en varst auðvitað alltaf ljúf og góð við þessi litlu. Það var enginn undanskilinn stríðni þinni hvort sem það vorum við, vinir okkar eða fólk sem við hittum úti á götu. En það vissu allir hvernig þú varst og hlógu alltaf með og höfðu gaman af. Þú varst alltaf stolt af okkur og við vorum stolt af að eiga þig sem ömmu. Þú varst okkar besti vinur. Með söknuði og ást kveðjum við þig. Anna Margrét Smáradóttir, Arnar Þór Smárason, Aron Már Smárason. Elsku amma mín. Nú ertu horfin á braut, því fylgir alveg hræðilegur söknuður. Það er alltaf jafn erfitt að missa svona mikilvæga persónu í líf- inu. Þú varst mér allt. Ég á mjög erf- itt með að trúa þessu. Allar þær stundir sem við áttum saman voru svo skemmtilegar og góðar og eru mér mikilvægar. Allt sem ég hef gert með þér er yndislegt, við áttum svo vel saman. Ég man þegar ég var að koma upp á spítala að kveðja þig, það var svo sárt. Það var svo erfitt að sætta sig við að þú værir að fara frá mér, því mér þykir svo vænt um þig, og þú þessi lífsglaða kona svona veik því þú varst svo hraust og með svo gott og sterkt hjarta. Þú fékkst þennan hræðilega sjúkdóm, alz- heimer, sem leiddi þig til dauða. Ég á svo margar góðar minningar um þig, eins og þegar þú gafst mér mitt fyrsta tvíhjól, ég var svo montin af nýja, rauða hjólinu mínu. Amma mín, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, og varst alltaf til staðar fyrir mig, tókst alltaf upp hanskann fyrir mig. Vinkonur mínar voru allt- af velkomnar heim til þín og afa og þú bauðst þeim líka á rúntinn þegar við fórum í bíltúr. Þú skildir aldrei neinn útundan, elsku amma. Mér leið alltaf svo vel að koma upp á Hraunsveg til þín og afa. Þar voru ykkar eigin reglur og maður mátti gera allt. Elsku amma mín, daginn sem þú lést leið mér alveg hræðilega, ég gat ekki trúað því að þú værir farin. Þetta var versti dagur í lífi mínu. Ég vona að þér líði betur núna en það er svo sárt að horfa á eftir þér fara, það er stórt skarð í hjarta mínu. Amma mín, ég lofa þér að við hugsum vel um afa minn. Amma mín, ég elska þig af öllu hjarta og þú lifir í mínu hjarta alla tíð. Þú ert besta amma í öllum heimi. Elsku afi minn, megi guð og engl- arnir vera hjá þér alla tíð. Þín Emma Hanna. Elsku besta amma mín í öllum heimi er dáin. Elsku amma mín, mig langaði að þakka þér fyrir allar þær stundir sem að við áttum saman, mér fannst alltaf svo gaman að fá að fara með þér út á rúntinn og að kaupa bland í poka og ís. Amma, þú varst alltaf svo góð og glöð. Mér fannst alltaf svo gaman að leika mér heima hjá þér og afa, þú nenntir allt- af að leggjast í gólfið og fíflast með mér, það var svo gaman. Amma mín, þú varst langbest, ég sakna þín svo mikið, ég fer stundum að gráta því ég sakna þín svo. Mamma segir að það sé svo gott að gráta, að það hreinsi sálina mína. Jæja, amma mín, þá verð ég að kveðja þig, en þú lifir í hjarta mínu alltaf og ég kyssi þig alltaf góða nótt á myndinni af þér. Ég elska þig af öllu hjarta, við pössum afa vel. Megi englarnir vaka yfir þér og passa þig alltaf, amma mín. Þín Aníta. ANNA MARGRÉT HAUKSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.