Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 31 HELDUR var fáskipað í hlust- endasæti á fyrstu sunnudagstónleik- um Kammerhóps Salarins – KaSa – af sex áformuðum í vetur á sunnu- daginn var, þó að sjálfsagt hefði mæt- ingin þótt prýðileg í smærra húsi. Þrátt fyrir gott viðfangsefni, úrvals hljómlistarmenn, sérstakan kynni og skaplega lengd fyrir helgartónleika er hætt við að laugardags- og sunnu- dagssíðdegin verði aðsóknardræmari þegar dimma tekur og dagsbirtan hækkar að verðgildi. Mist Þorkels- dóttir átti skv. vetrarskrá að fara með tónleikaspjall, en hér var John Speight kominn í hennar stað. Skýr- ing á breytingunni fylgdi ekki. Mælt- ist honum allvel miðað við erlendan upprunann; röddin barst skýrt án uppmögnunar og einstaka persónu- leg athugasemd tónskáldsins bætti kærkomnu kryddi í umfjöllunina um höfund og viðfangsefni dagsins. Fyrst léku Áshildur Haraldsdóttir og Miklós Dalmay „Drei Romanzen“ er Schumann samdi fyrir óbó og pí- anó 1849, en með vilyrði um að óbó- röddina mætti leika að vild á klarín- ett eða jafnvel fiðlu. Það var því lítið við það að athuga að gefa einnig flautu tækifæri, nema hvað kannski var fullstórt upp í sig tekið að dubba tiltækið „útsetningu“, eins og umrit- un Áshildar var kölluð í tónleikaskrá. Rómönsurnar eru sérlega lagrænar tónsmíðar og náðu yndisfagrar mel- ódíur þeirra ágætu svifi í syngjandi mjúkum píanóleik Miklósar og vel mótuðum flautublæstri Áshildar, þó að víbratóið væri framan af nokkuð stórskorið. Minntu þessar litlu perlur á sögusögnina um að Clara Schu- mann hafi snemma hvatt bónda sinn til að hafa einfaldleikann í hávegum, því henni sárnaði hvað áheyrendur áttu stundum erfitt með að skilja tón- list hans – þótt varla vefjist hún fyrir jafnmörgum í dag. Seinna verk dagsins var Píanó- kvartett (þ.e. fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló) í Es-dúr Op. 47 frá 1842, í sömu tóntegund og hinn mun kunn- ari píanókvintett Schumanns Op. 44 frá sama ári. Afbragðs kammerverk eins og þeir tónlistarunnendur máttu vita sem heyrðu það síðast flutt á Björtum sumarnóttum í Hveragerði sl. júní, þá einnig með Miklós við slaghörpuna en hins vegar aðra strengjaleikara. Þeir sem léku nú með píanóinu voru að vísu litlu síðri og leikur allra nákvæmur og sam- taka. Samt sem áður lét áhrifamáttur verksins einhverra hluta vegna á sér standa í þetta sinn. Hlutfallslega þurrari og minna hvetjandi hljóm- burður gerði eflaust sitt. Þó skipti mestu hvað túlkunin var einkenni- lega flöt og óspennandi. Maður ætl- aði varla að þekkja ópusinn aftur, svo undarlega dauft var yfir þessu óve- fengjanlega meistaraverki. Það vant- aði allt drama og alla stórmótun, og á smæsta skala bar nokkuð á hvimleið- um eftirreigingum í tónmyndun. Hvort tveggja er oft vísbending um takmarkaðan samspilstíma, þótt ekki sé það einhlítt. Hugsanlega hefði bætt eitthvað úr skák að geta „hitað upp“ á stuttu stykki fyrir sömu áhöfn næst á und- an. En því var ekki að heilsa. Það var eiginlega ekki fyrr en í fínalnum – einskonar rómantískri kammerhlið- stæðu við lokaþátt „Júpíter“-sinfóníu Mozarts – að ólympískur sköpunar- andi verksins hrökk loks í gang. Þá fyrst tók mannskapurinn við sér og fór að leika af lífi og sál. Og hefði fyrr mátt vera. Því þá var það eiginlega orðið of seint. Lafað fram á lokasprett TÓNLIST Salurinn Schumann: Þrjár rómönsur Op. 94; Pí- anókvartett í Es Op. 47. Meðlimir KaSa- hópsins: Áshildur Haraldsdóttir flauta, Miklós Dalmay píanó, Auður Hafsteins- dóttir fiðla, Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla og Sigurður Bjarki Gunnarsson selló. Sunnudaginn 13. október kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson RÉTTINDASTOFA Eddu hefur gert samning við bandarísku útgáfu- samsteypuna Random House um réttinn á tveimur skáldsögum Hall- dórs Laxness, Íslandsklukkunni og Kristnihaldi undir Jökli. Íslands- klukkan hefur aldrei komið út á ensku en Kristnihaldið hefur verið fáanlegt í enskri þýðingu Magnúsar Magnússonar í útgáfu Vöku-Helga- fells um nokkurt skeið. Random House gaf út undir merkjum Vint- age-forlagsins Sjálfstætt fólk fyrir þremur árum, Paradísarheimt fyrr á þessu ári og Heimsljós er væntan- legt í verslanir á næstu dögum. Vint- age sérhæfir sig í útgáfu á vönduð- um bókum í mjúku bandi. Vaxandi áhugi erlendra forlaga „Vaxandi áhugi er á verkum Hall- dórs Laxness erlendis og er þess skemmst að minnast að á bókamess- unni í Frankfurt sem lauk sl. mánu- dag varð að efna til uppboðs um spænskan útgáfurétt á verkum skáldsins þar sem þrír forleggjarar tókust á. Þá var rétturinn á Atómstöðinni seldur til Random House í Bret- landi fyrr á þessu ári og kemur bókin út á næsta ári undir merkj- um dótturforlagsins Harvill Press. Samn- ingar við útgáfur í fleiri löndum eru nú á loka- stigi,“ segir Pétur Már Ólafsson hjá Eddu. „Nautn að lesa Laxness“ Íslandsklukkan kom fyrst út á árunum 1943–46 og hefur síðan verið gefin út á yfir tuttugu tungumálum í um sjötíu útgáfum við góðar undirtektir. Þegar Íslands- klukkan kom út í Danmörku fyrir áratug ritaði gagnrýnandi Inform- ation meðal annars: „Nú er mikið rætt um suður-ameríska bylgju inn- an frásagnarlistarinn- ar, um gróteskt raunsæi eða töfra- raunsæi. Þetta hafa menn lært af Halldóri Laxness. … Það er nautn að lesa Lax- ness.“ Þá sagði um sömu bók í Politiken: „Verk Halldórs Lax- ness eiga jafnmikið heima á dönskum bóka- markaði og Stríð og friður. Þau verður að gefa út fyrir hverja nýja kynslóð lesenda.“ Kristnihald undir Jökli var fyrst gefið út árið 1968. Sagan hefur komið út á tíu tungumálum í meira en tuttugu út- gáfum. Þegar sagan var endurútgef- in í kilju fyrir nokkru í Þýskalandi ritaði gagnrýnandi stórblaðsins Der Stern um hana: „Leyndardómsfull furðufuglasaga sem kemur tárunum til að hlæja.“ Íslandsklukkan og Kristni- haldið til Bandaríkjanna Halldór Laxness Súfistinn, Laugavegi 18 Nú eru að hefjast kynningar Eddu á útgáfuefni ársins. Lesið verður úr nýútkomnum bókum frá Forlaginu, Máli og menn- ingu, Almenna bókafélaginu og Vöku-Helgafelli auk þess sem tón- listarútgáfa Óma verður kynnt í bland. Fyrsta kynningarkvöldið verður kl. 20 og hefur yfirskriftina Heimsbókmenntakvöld. Árni Berg- mann les upp úr þýðingu sinni á bók- inni Krýningarhátíðin eftir Boris Akúnín, Halla Kjartansdóttir les úr þýðingu sinni á Líflækninum eftir Per Olov Enquist og Ólöf Eldjárn les úr þýðingu sinni á skáldsögunni Myrtusviður eftir Murray Bail. Einn- ig les Solveig B. Grétarsdóttir úr þýðingu sinni á bókinni Mamma eftir Vigdis Hjort og Vilborg Davíðsdóttir les úr þýðingu sinni á bókinni Felu- staðurinn eftir Trezza Azzopardi. Þuríður Sigurðardóttir opnar sýn- ingu í rými undir stiganum í i8 kl. 17. Þuríður útskrifaðist vorið 2001 frá Listaháskóla Íslands. Síðan hefur hún sýnt verk sín víða um landið. Þuríður er ein af stofnendum Opna gallerísins. i8 er opið þriðjudaga til laugardaga kl. 13–17 og lýkur sýn- ingunni 23. nóvember. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Kúbanska hefur að geyma lög eftir Tómas R. Ein- arsson bassaleik- ara. Með honum leika Eyþór Gunn- arsson, píanó/ slagverk, Hilmar Jensson, gítar, Pétur Grétarsson, slagverk, Matthías M.D. Hemstock, trommur/slagverk, Sam- úel J. Samúelsson, básúna, og Kjart- an Hákonarson, trompet. Lögin eru 10 djasslög innblásin af kúbverskri tónlist. Bragi Ólafsson segir í textahefti: „Tómas hefur kynnt sér rækilega kúb- anska tónlist. Hann hefur dansað með hana upp og niður bassann sinn og velt henni fyrir sér á allan mögulegan hátt, enda er hann ekki aðeins tón- skáld og hljóðfæraleikari heldur líka fræðimaður og þýðandi. Í þessu verk- efni nýtir hann sér ekki bara tónlist- argáfu sína, hann leggst djúpt ofan í ríka músíkhefð Kúbumanna, sem er sprottin úr afrískri og spænskri tónlist, hann stúderar hana og gerir að sinni eigin persónulegu tjáningu.“ Útgefandi er Ómi. Hljóðritun fór fram í ágúst í Hljóðveri FÍH. Upptökumaður: Gunnar Smári Helgason. Hljóðblönd- un: Tómas R. Einarsson/Gunnar Smári Helgason. Verð: 2.399 kr. Djass Hveragerði - S. 483-4700 - Booking@HotelOrk.is Kaffibrúsakarlarnir á Hótel Örk föstudagskvöldin 15 og 22 nóvember 2002 Gisting eina nótt þriggja rétta kvöldverður,skemmtun, dansleikur og morgunverður. 8.900.kr.- Þriggja rétta veislukvöldverður, skemmtun og dansleikur 5,500.kr.- Skemmtun og dansleikur 2,500.kr.- xo d u s. is Pantið tímanlega Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.950 Flugsæti til Barcelona, út 27. okt., heim 31. okt. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 4.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Expo, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. 2 fyrir 1 til Barcelona frá kr. 19.950 27. október Einstakt tækifæri til Barcelona þann 27. október í 4 daga. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Spánar á einstökum kjörum. Völ um góð hótel í hjarta Barcelona og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í borginni allan tímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.