Morgunblaðið - 17.10.2002, Page 47

Morgunblaðið - 17.10.2002, Page 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 47 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja: Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdótt- ur. Dómkirkjan: Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja: Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barna- morgunn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkjunn- ar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- el milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altarisgöngu lokinni er léttur máls- verður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljót- legt og innihaldsríkt. Samvera eldri borgara kl. 14. Þorvaldur Halldórsson skemmtir með söng og spjalli. Kaffi- veitingar. Umsjón hefur þjónustuhópur safnaðarins, kirkjuvörður og sóknar- prestur. Alfa námskeið kl. 19–22. Yf- irumsjón hefur Nína Dór Pétursdóttir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) Neskirkja. NEDÓ-unglingaklúbbur. kl 19.30. Svenni og Hans. Félagstarf aldr- aðra laugardaginn 19. október kl. 14. Farið verður í minjasafn Hafnarfjarðar og víkingasögusýningin frá York skoð- uð. Kaffiveitingar í Hraunseli, félags- heimili eldri borgara. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja: Biblíulestrar kl. 20– 22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem Guðsmynd mann- eskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brenni- depli. Textarnir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlkun guðfræðinga á dæmisögu Jesú um miskunnsama Samverjann. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Afla 2 kl. 19. Kennari sr. Magnús B. Björns- son. Unglingastarf KFUM & KFUK kl. 20–21.45. (sjá nánar www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja: Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8-10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiskonar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar fyrir börn 7-9 ára í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20– 22. Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja: Samvera eldri borg- ara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja: Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj- unnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bæna- bók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmti- lega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Dagskrá í tali og tónum í kvöld kl. 20. Þorvaldur Halldórsson syngur. Kaffisala í safnað- arheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30–18. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbún- ingur í Kirkjulundi kl. 16. Kynning á hjálparstarfi og söfnun 5. nóv.: Erla Guðrún Arnmundsdóttir kl. 16. SVÓT könnun á starfsemi þjóðkirkjunnar: Styrkleiki, Veikleiki, Ógnanir, Tækifæri. Hvað getum við gert til að bæta safnaðarstarfið? Vertu með í að móta starf kirkjunnar þinnar. Kynning og umræður í minni sal Kirkjulundar kl. 20 Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og Styrking fundur fimmtudaginn 17. október frá kl. 13–16. Allir velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgun. Sr. Þorvaldur Víðisson, kl. 16 litlir lærisveinar, hópur 1. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kl. 17:30 litlir lærisveinar, hópur 2. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Holtavegi 28 Fundur kl. 20. „Ísrael í máli og mynd- um“ Ólafur Jóhannsson, formaður fé- lagsins Zion, vinir Ísraels sér um efni fundarins. Friðrik Hilmarsson talar. Allir karlmenn velkomnir. SÍK, KFUM, KFUK og Skólahreyfingin. Haustátak! Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58 kl. 20.30. Upphafsorð: Ein- ar S. Arason. Ole Lilleheim talar. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Æfing hjá Barnakór kirkjunn- ar kl. 15.30. Laufássprestakall: Kirkjuskóli verður fyrir allt prestakallið í Laufásskirkju laugardaginn 19. októ- ber kl. 13. Kl. 14 byrjar uppskeru og starfsdagur í Gamla bænum. Safnaðarstarf FRÉTTIR Bridsfélag Hreyfils Spiluð var eins kvölds firma- keppni sl. mánudag og tók fjöldi fyr- irtækja þátt í mótinu. Arkís og Sóln- ing hf. urðu í efsta sætinu þá Lagalind ehf. og Innheimtuþjónust- an ehf. Keppnin var í tvímenningsformi og urðu eftirtalin pör efst: Daníel Halldórss. - Guðlaugur Sveinss. 34 Gísli Tryggvason - Heimir Tryggvason 23 Rúnar Gunnarss. - Gísli Steingrímss. 20 Kári Sigurjónss. - Guðm. Magnúss. 13 Næsta keppni er ein vinsælasta keppni félagsins, aðalsveitakeppnin. Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu þriðju hæð og hefst spilamennskan kl. 19,30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar lokið er 10 umferðum í Haustbarómeter 2002 er röð efstu para eftirfarandi: Stefanía Sigurbjörnsd. – Jóhann Stef. 108 Jón Stefánss. – Magnús Sverrisson 62 Jón Guðmar – Friðjón Margeirsson 60 Helgi Samúelss. – Unnar A. Guðm. 54 Guðjón Sigurjónss. – Helgi Bogason 41 Halla Bergþórsd. – Kristjana Steingr. 40 Bestu skor þ. 14. okt. sl. Stefanía Sigurbjörnsd. – Jóhann Stef. 63 Jón St. Ingólfsson – Jens Jensson 62 Guðjón Sigurjónss. – Helgi Bogason 20 Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 16 Bridsfélag Suðurnesja Helgina 12.–13. okt. komu Borg- nesingar í heimsókn. Á laugardag fór fram bæjarkeppni á 5 borðum og lauk henni með naumum sigri Suð- urnesjamanna. Á sunnudag var svo spilaður tvímenningur og voru úrslit þessi: Jón Ág. Guðmundss. – Rúnar Ragnarss. 59 Karl G. Karlss. – Gunnlaugur Sævars 52 Gunnar Guðbj. – Randver Ragnarss. 40 Á mánudag var spilað sveitarokk. Eftir 9 umferðir af 11 er staðan enn mjög jöfn og spennandi. Efstu pör heita: Arnór G. Ragnarss. – Karl Hermannss. 161 Karl Einarsson – Björn Dúason 158 Stefán Ragnarsson – Kári Jónsson 158 Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss. 156 Síðasti skráningardagur í einmenninginn í dag Íslandsmótið í einmenningi verður spilað 18.-19. okt. í Síðumúla 37. Spilamennska hefst kl. 19.00 föstu- dag og lýkur um kl. 19.00 á laug- ardag. Keppnisstjórar eru Sveinn Rúnar og Björgvin Már. Allir spila sama kerfið þ.e. einfalt Standard-kerfi og er hægt að nálgast það á skrifstof- unni eða fá það sent í tölvupósti. Keppnisgjald er kr. 2.500. Núver- andi Íslandsmeistari í einmenninger Vilhjálmur Sigurðsson yngri. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is Vegna skipulagning- ar mótsins verða skráningar að ber- ast í síðasta lagi fimmtudaginn 17. október. ÍSLENZKIR dansarar hafa verið að gera það gott á haustmisserinu. Nokkur pör tóku þátt í gríðarlega sterkri keppni í Englandi í liðinni viku. Í flokki yngri para komust Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magn- úsdóttir í undanúrslit í suður- amerískum dönsum. Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björns- dóttir komust í 48 para úrslit í sígild- um og suður-amerískum dönsum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Adam Reeve að öll íslenzku pörin hefðu dansað gríðarlega vel og sann- arlega verið þjóð sinni og íslenzkri íþróttahreyfingu til mikils sóma. Elísabet Sif Haraldsdóttir og Rob- in Sewell, kepptu í flokki áhuga- manna í svokallaðri „International“ keppni sem haldin var í London, og er talin til þriggja sterkustu dans- keppna í heiminum. Þau komust í 30 para úrslit og enduðu í 12.–24. sæti. Á þriðja hundrað para kepptu í þess- um flokki. Þau hafa keppt mikið að undanförnu og sigruðu meðal annars á alþjóðlegu stigamóti áhugamanna í suður-amerískum dönsum, sem haldið var í London í lok september. Eins tóku þau þátt í „Imperial“ keppninni, á dögunum, og unnu til 7. verðlauna, þar sem um 200 pör kepptu. Framundan er svo heims- meistaramót í dansi, sem haldið verður í Vín í Austurríki, þar sem þau koma til með að keppa fyrir hönd Íslands og verða þar án efa mjög glæsilegir fulltrúar. Evrópumeistararnir okkar í at- vinnumannaflokki, í 10 dönsum, Adam Reeve og Karen Björk Björg- vinsdóttir, náðu mjög góðum árangri er þau dönsuðu í Royal Albert Hall í London. Þau komust í 24 para úrslit í sígildum samkvæmisdönsum, en alls voru 111 pör skráð til leiks í keppn- inni, alls staðar að úr heiminum. Adam og Karen hafa átt mjög ann- ríkt sumar og hafa verið á stöðugu ferðalagi, frá því þau kepptu í Blackpool í vor. Þar náðu þau mjög góðum árangri og má segja að með því hafi þau verið að skipa sér í hóp fremstu danspara heims. Þau hafa verið hér heima og þjálfað íslenzk danspör ásamt því að vera á Filipps- eyjum, Singapoore og Ástralíu en Adam er Ástrali. Hinn 6. október hlotnaðist þeim sá heiður að halda sýningu á keppni heimamanna í Suður-Kóreu, og í júní sl. voru þau með sýningu í Jakarta á Indónesíu, en þar sýndu einmitt finnsku meistararnir Jukka Happalainen og Sirpa Suutari, sem hafa verið meðal allra sterkustu dansara heims um nokkurt skeið. Að undanförnu hafa Adam og Kar- en verið við æfingar í London og framundan er mikið og strangt keppnistímabil og má þar nefna Evr- ópu- og heimsmeistaramót í sígildum samkvæmisdönsum og opnu ástr- ölsku meistarakeppnina, en þau sigr- uðu í þeirri sterku keppni á síðasta ári. Það má með sanni segja að Adam og Karen og Robin og Elísabet hafi náð einum bezta árangri sem ís- lenzkt íþróttafólk hefur náð og er synd hve lítinn gaum Íslendingar gefa þessu afreksíþróttafólki og hversu lítið íþróttahreyfingin hefur stutt við bakið á þeim, því þau eru verðugir og góðir fulltrúar þessarar hreyfingar á erlendri grundu og eiga án nokkurs vafa eftir að ná enn lengra í íþrótt sinni. Góður árangur íslenzkra keppenda Jóhann Gunnar Arnarsson DANS Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðausturkjördæmi Annað kjördæmisþing Framsókn- arflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum um næstu helgi, dag- ana 18. til 19. október næstkom- andi. Meginverkefni þingsins verð- ur að ákveða fyrirkomulag á framboði flokksins fyrir komandi þingkosningar. Þingmenn í núver- andi kjördæmum Norðurlands eystra og Austurlands, sem sam- einast í Norðausturkjördæmi, eru þrír; ráðherrarnir Halldór Ás- grímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson. Halldór hef- ur sem kunnugt er ákveðið að flytja sig til Reykjavíkur en búist er við áframhaldandi framboði Valgerðar og Jóns í nýju kjör- dæmi. Borgarafundur í Austurbæjarbíói Samfylkingin boðar til opins borg- arafundar um Evrópumál í Austur- bæjarbíói í dag, fimmtudag, kl. 20. Frummælendur eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólanemi, Árni Páll Árnason, lögmaður, Eiríkur Berg- mann Eiríksson, upplýsingafulltrúi, Jónína Bjartmarz, alþingismaður, og Ragnar Arnalds, fv. ráðherra. Pallborð og fyrirspurnir úr sal að framsögum loknum. Allir velkomnir. Í DAG Ársfundur Starfsgreinasam- bandsins Ársfundur Starfsgreina- sambands Íslands verður haldinn á Hótel Selfossi í dag, fimmtudaginn 17., og föstudaginn 18. október. Halldór Björnsson, forseti sam- bandsins, setur fundinn kl. 13. Ávarp flytja: Páll Pétursson félagsmálaráð- herra og Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ. Fundarslit verða föstudag- inn 18. október kl. 15.30. Jarðfræðiráðstefna Haustráð- stefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin á Nesjavöllum föstu- daginn 18. október og hefst kl. 9. Að þessu sinni er hún helguð dr. Guð- mundi E. Sigvaldasyni jarðefna- fræðingi, fyrrverandi forstjóra Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar, í tilefni af sjötugsafmæli hans nú í sumar. Í erindum og á veggspjöldum verð- ur fjallað um þau svið jarðfræð- innar sem Guðmundur hefur eink- um fengizt við á meira en 40 ára rannsóknaferli, eldfjallafræði, jarð- efnafræði og bergfræði. Erindi halda m.a.: Haraldur Sigurðsson, berg- og eldfjallafræðingur í Rhode Island, Claude Jaupart, eldfjalla- fræðingur í París, Dennis L. Niel- son, jarðhitafræðingur á Hawaii og Terry M. Seward, jarðefnafræð- ingur í Zürich. Á MORGUN Félag átröskunarsjúklinga stofn- að Stofnfundur samtaka aðstand- enda átröskunarsjúklinga verður haldinn í dag, fimmtudaginn 17. október, kl. 20 í húsi Rauða kross Ís- lands í Efstaleiti. Á fundinum verður lögð fram til samþykktar tillaga að stjórn- arskipan samtakanna og markmiðin kynnt. Fagaðilar sem unnið hafa með átröskunarsjúklingum flytja stutt erindi. Umræður um átrösk- unarsjúkdóminn. Allir sem láta sig málið varða velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Ný verslun í Hlíðasmára Verslunin „High and Mighty“ verður opnuð í Hlíðasmára 13, Kópavogi, föstudag- inn 18. október. Verslunin hefur á boðstólum herrafatnað í yfirstærð- um. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Anna Jóhanna Guðmundsdóttir og Kári Geirlaugsson og sonur þeirra, Guðmundur Kárason. High and Mighty var stofnað í Bret- landi árið 1956 og rekur 27 verslanir á Bretlandseyjum og 10 á meg- inlandi Evrópu, segir í fréttatilkynn- ingu. FUNDUR sýslumanna á Vestfjörð- um og í Dölum vekur athygli á afleitu símasambandi á Vestfjarðavegi og Djúpvegi, sem eru aðalþjóðvegir í landshlutanum. Í ályktun sem send heur verið samgönguráðherra og dómsmálaráðherra segir: „GSM-samband er nær eingöngu í þétttbýliskjörnum og NMT-síma- samband er afar slitrótt þar á milli og fer versnandi. Fundurinn lýsir áhyggjum sínum yfir þessu ástandi og hve öryggi vegfarenda er ótryggt af þessum sökum. Malarvegir, ein- breitt slitlag, fjöll og firðir og oft miklar fjarlægðir milli bæja gera það að verkum að þetta símasambands- leysi dregur verulega úr umferðar- öryggi í landshlutanum.“ Undir ályktunina rita sýslumenn- irnir Anna Birna Þráinsdóttir í Búð- ardal, Áslaug Þórarinsdóttir á Hólmavík, Jónas Guðmundsson í Bolungarvík, Sigríður Björk Guð- jónsdóttir á Ísafirði og Þórólfur Halldórsson á Patreksfirði. Sýslumenn vekja athygli á afleitu síma- sambandi SMIÐJUDAGAR 2002 verða haldn- ir á Úlfljótsvatni dagana 18.-20. október. Mótið er ætlað eldri skátum af öllu landinu, sem munu taka þátt í ýmsum verkefnum á staðnum auk þess að taka þátt í alþjóðlegum skátamótum sem fara fram á sama tíma um heim allan, í gegnum tal- stöðvar og netið. Nánari upplýsingar um Smiðjudaga 2002 er hægt að nálgast á www.scout.is. Í fyrra voru u.þ.b. 650.000 skátar sem tóku þátt í þessum viðburði, segir í fréttatilkynningu. Smiðjudagar á Úlfljótsvatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.