Morgunblaðið - 15.11.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 15.11.2002, Síða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 17 SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIN Haraldur Böðvarsson hf., Skag- strendingur hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. skiluðu samtals 2.040 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins 2002. Veltufé frá rekstri fyrirtækjanna þriggja nam samtals tæpum 2.200 milljónum króna og eigið fé hinn 30. september sl. nam um 7,2 milljörðum króna. Rekstrartekjur félaganna námu alls 11,3 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði nam rúmum 2,4 milljörðum króna, eða sem nem- ur 22% af rekstrartekjum. Rekstr- arhagnaður nam 2.040 milljónum króna en þar af var gengishagnaður um 1.200 milljónir. Eiginfjárhlutfall- ið 34%. Heildareignir félaganna í lok september sl. námu 21,3 milljörðum króna, nettó-skuldir (þ.e. skuldir að frádregnum veltufjármunum) 8,9 milljörðum og bókfært eigið fé var um 7,2 milljarðar króna. Í lok sept- ember var eiginfjárhlutfall samstæð- unnar 34% og veltufjárhlutfall 1,47. Ofangreind þrjú fyrirtæki mynda nú sjávarútvegsstarfsemi Hf. Eim- skipafélags Íslands. Rekstur þess- ara félaga kemur aðeins að hluta fram í samstæðuuppgjöri Eimskipa- félagsins á þessu ári, þar sem kaupin á þeim dreifast á árið. Rekstur Út- gerðarfélags Akureyringa hf. er tek- inn inn í samstæðureikning Eim- skipafélagsins miðað við 1. apríl sl., rekstur Skagstrendings hf. miðað við 1. júní sl. og rekstur Haraldar Böðvarssonar hf. miðað við 1. nóv- ember sl. Einnig má minna á að Eim- skipafélagið hefur keypt þessi félög á markaði þar sem kaupverðið hefur verið hærra en bókfært eigið fé. Því kemur það yfirverð, sem þá mynd- ast, fram í formi hærri afskrifta í Eimskipafélags-samstæðunni. „Fyrirtækin þrjú, sem mynda sjávarútvegshluta Eimskipafélags Íslands, verða áfram rekin sem sjálf- stæðar rekstrareiningar innan hins nýja sjávarútvegsfélags. Lögð verð- ur áhersla á sérhæfingu og arðsam- an rekstur. Saman mynda þau eitt öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, sem eina af meginstoðum í rekstri Eim- skipafélagsins. Fyrirtækið hefur átta lögaðila innan sinna vébanda, 10 starfsstöðvar hér á landi og hefur starfsemi á öllum sviðum íslensks sjávarútvegs. Sameiginlega hafa fé- lögin umráð yfir aflaheimildum, sem eru áætlaðar 11,4% af aflaheimild- um, mældum í þorskígildum. Gera má ráð fyrir að heildarvelta félag- anna þriggja verði um 15 milljarðar króna á yfirstandandi kvótaári,“ seg- ir í frétt um afkomuna. Yfir einingunum þremur verður yfirstjórn, sem mun samhæfa rekst- ur sjávarútvegsfyrirtækisins. Fram- kvæmdastjóri þess er Guðbrandur Sigurðsson en jafnframt því gegnir hann áfram starfi framkvæmda- stjóra Útgerðarfélags Akureyringa. Aðstoðarframkvæmdastjóri er Stur- laugur Sturlaugsson. Framkvæmda- stjóri Haraldar Böðvarssonar hf. er Haraldur Sturlaugsson og fram- kvæmdastjóri Skagstrendings er Jó- el Kristjánsson. Mikil og skemmtileg vinna framundan „Þetta er nýtt og öflugt félag sem byggist á traustum grunni þeirra fé- laga sem að því standa. Við sem myndum stjórnunarteymi nýja fé- lagsins höfum mikla trú á framtíð þess. Þetta er stærsta sjávarútvegs- félag landsins með traustan efnahag, mikla og góða fjármunamyndun, öfl- ugan rekstur á öllum sviðum sjáv- arútvegsins og með góða áhættu- dreifingu. Það tel ég raunar mjög mikilvægt í þeirri sveiflukenndu at- vinnugrein sem sjávarútvegurinn er,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri sjávarútvegs- starfsemi Eimskipafélagsins. Guðbrandur segir að samlegðar- áhrifa sé ekkert farið að gæta í af- komutölum fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. „Framundan er mikil og skemmtileg vinna við sameiningar- ferlið og við væntum þess að hún muni skila verulegum samlegðar- áhrifum og efla félagið til enn frekari sóknar í sjávarútveginum,“ segir Guðbrandur. HB, Skagstrendingur og ÚA Hagnaður nam 2.040 milljónum Dagskrá fundarins: Föstudagur 22. nóvember: Kl. 13:00 Afhending fundargagna 13:30 Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands 13:45 Ferðaþjónusta sveitarfélaga Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri 15:10 Kaffihlé 15:30 Aðalfundarstörf skv. lögum FSÍ 18:00 Skoðunarferð á Húsavík 20:00 Kvöldverður og kvöldvaka Laugardagur 23. nóvember: Kl. 09:30 Áherslur stjórnvalda í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Kristján Pálsson, alþ.m. og form. Ferðamálasamtaka Suðurnesja 10:15 Ferðatorg 2002 / 2003 Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM 10:45 Bókunarkerfi frá fyrirtækinu Tourism in Action Tim Diets, framkvæmdastjóri 11:15 Umræður 12:00 Fundarslit Skráning á fundinn og bókun herbergja er hjá Hótel Húsavík í síma 464 1220 Framkvæmdastjórn FSÍ AÐALFUNDUR FERÐAMÁLASAMTAKA ÍSLANDS VERÐUR HALDINN Á HÓTEL HÚSAVÍK 22. OG 23. NÓVEMBER 2002 FERÐAMÁLASAMTÖK ÍSLANDS ICELANDIC TOURISM ASSOCIATION M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.