Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 25 Herradeild Akureyri, sími 462 3599. Frakkar Stuttir og síðir ullarfrakkar perlur sem innihalda meira af Omega fitusýrum en aðrar fiskiolíur,ásamt EPA og DHA www.islandia.is/~heilsuhorn Laxalýsi Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Hvatningarfundur Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæðisflokksins boðar til fundar vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík á Grand Hótel á morgun, laugardag kl. 13.30 - 14.30. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. ÞÓRSSTÍGUR 4, AKUREYRI Fasteignir Akureyrarbæjar auglýsa eftir tilboðum í fasteignina Þórsstíg 4, Akureyri. Um er að ræða iðnaðar- og skrifstofuhús talið vera um 3773 m², að hluta til nýbyggt iðnaðarhús og eldri hluti í góðu ásigkomulagi. Flatarmál lóðar er 7341 m², möguleg lóðarstækkun 918,5m² . Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum ber að skila eigi síðar en 28. nóvember 2002 kl. 16:00, á skrifstofu Fasteigna Akureyrarbæjar. Fasteignir Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð, sími 460 1000 og 460 1128. RÁÐGERT er að framleiðsla fiskafóðurs rúmlega tvöfaldist á næsta ári hjá Fóðurverksmiðj- unni Laxá á Akureyri. Áætluð framleiðsla þessa árs er um 4.700 tonn en verði um 10.000 tonn á næsta ári. Að sögn Valgerðar Kristjánsdóttur, framkvæmda- stjóra Laxár, kallar framleiðslu- aukningin á tvöfaldar vaktir í verksmiðjunni og fjölgun starfs- fólks úr 10 í 14. Valgerður sagði að þessi áform fyrirtækisins miðust við að þær væntingar og áætlanir í fiskeldi gengju eftir, m.a. opnun laxeldis- stöðvar í Reyðarfirði og stækkun stöðvarinnar í Mjóafirði. „Ég er mjög bjartsýn á framhaldið í fisk- eldinu og þar eru vissulega spenn- andi tímar framundan.“ Laxá hefur nú fjárfest í nýju tæki í verksmiðjuna, sem gerir fyrirtækinu kleift að framleiða fitusnauðara fóður fyrir þorsk og lúðu. Valgerður sagðist hafa mikla trú á þorskeldi á komandi árum og að innan tíu ára verði menn komn- ir á fulla ferð í þorskeldi. „Ég tel að við eigum enn meiri möguleika í þorskeldi en laxeldi, þegar náðst hefur árangur í kynbótastarfinu.“ Valgerður sagði að þessi mikli uppgangur í fiskeldi kallaði á aukna framleiðslu fiskafóðurs og hún gerir ráð fyrir að afkastageta verksmiðjunnar verði orðin full- nýtt árið 2005, eða 18–20 þúsund tonna framleiðsla á ári. Aukin um- svif kölluðu jafnframt á frekari framkvæmdir hjá fyrirtækinu og sagði Valgerður að nauðsynlegt væri að byggja nýtt lagerhúsnæði og í framtíðinni nýja birgðastöð fyrir hráefni. Birgðastöðin gæti jafnframt nýst Bústólpa, gömlu fóðurvörudeild KEA, sem nú er hlutafélag. Fóðurverksmiðjan Laxá Framleiðslan tvöfölduð á næsta ári VERSLUNIN Radionaust hefur opnað nýja verslun á Furuvöllum 5 á Akureyri. Radionaust hefur starf- rækt verslun við Geislagötu og verslun og rafeinda- og raftækja- verkstæði við Glerárgötu. Radio- naust keypti verslun og viðgerð- arverkstæði Tækniheima, sem starfrækt var á Furuvöllum 5 og sameinar þar starfsemi beggja fyr- irtækja undir nafni Radionaust. Húsnæðið á Furuvöllum 5 er um 900 fermetrar og þar starfa tæp- lega 20 manns. Vöruflokkar Tækni- heima verða áfram á boðstólum og því eykst vöruúrval Radionausts til muna, auk þess sem viðgerðarþátt- urinn hefur styrkst enn frekar. Þar er m.a. boðið upp á viðgerðir á tölv- um, ljósritunarvélum, símkerfum og heimilistækjum. Þá er Radio- naust umboðsaðili fyrir Norðurljós á Akureyri, sem rekur m.a. Stöð 2 og Sýn. Á efri hæð hússins á Furu- völlum 5 verður Radionaust með skrifstofuhald og sýningarsal á húsgögnum, stórum ljósritunar- vélum og stærri búnaði fyrir fyr- irtæki. Húsnæði Radionausts í Geisla- götu, alls tæpir 400 fermetrar, hef- ur verið auglýst til sölu eða leigu. Radionaust kaupir Tækniheima Morgunblaðið/Kristján Eigendur Radionausts í nýju versluninni á Furuvöllum 5 á Akureyri. F.v.: Robert Friðriksson, kona hans Rósa Gunnarsdóttir, Einar Guðmundsson og Bjarni Þórhallsson. Starfsemin sam- einuð á einum stað Á FUNDI stjórnar Norðurorku ný- lega voru lögð fram drög að stofn- fundagerð og samþykktum fyrir hlutafélagið Norðurorku hf. Einnig var rætt um væntanlega stofnun hlutafélags um reksturinn, í fram- haldi af þeirri vinnu og gagnasöfnun sem fram hefur farið til undirbún- ings stofnunar Norðurorku hf. Stjórn Norðurorku samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að hún staðfesti bókun stjórnar frá 10. maí sl. og samþykki breytingu á rekstr- arformi Norðurorku í hlutafélag frá og með 1. janúar 2003. Í bókun fundarins kemur fram sá vilji stjórnar að allt verði gert til að röskun á högum starfsmanna Norð- urorku, við væntanlega breytingu, verði sem minnst og samþykkir stjórnin að allir núverandi starfs- menn Norðurorku haldi störfum sín- um og starfskjörum eftir því sem unnt er hjá hinu nýja félagi. Stjórnin telur á grundvelli fyrir- liggjandi gagna og framtíðarskipan- ar orkumála að breyting Norður- orku í hlutafélag sé góður kostur og til hagsbóta fyrir framtíð fyrirtæk- isins. Stækkun fyrirtækisins með samruna eða kaupum á öðrum fyr- irtækjum verður auðveldari, stjórn- un og ákvarðanataka skilvirkari og lagalegt umhverfi í samræmi við það sem gerist í nútímafyrirtækjum. Forstjóra og fjármálastjóra ásamt endurskoðanda Norðurorku var falið að ræða frekar við forsvarsmenn Ak- ureyrarbæjar um þau málefni er semja þarf um við bæjarfélagið vegna formbreytingarinnar og gera tillögur til stjórnar fyrir 29. nóvem- ber nk. að samkomulagi um þessi mál. Norðurorka verði hlutafélag um næstu áramót Starfsmenn haldi störfum sínum og starfskjörum Málstofan ESB – ungt fólk og framtíðin verður haldin í dag, 15. nóvember kl. 15, en til hennar efna auðlindadeild og rekstrar- og við- skiptadeild Háskólans á Akureyri ásamt Landsbanka Íslands á Ak- ureyri. Erindi flytja Eiríkur Berg- mann Einarsson, stjórnmálafræð- ingur og Birgir Tjörvi Pétursson, framkvæmdastjóri Heimssýnar og eftir erindin munu Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Bryndís Hlöð- versdóttir alþingismenn taka þátt í panelumræðum. Málstofan er öll- um opin. Í DAG Fjórir eistneskir tónlistarmenn þeir Jaan Alavere, Mait Trink, Valmar Valjaots og Tarvo Nönm mynda saman hljómsveitina ATVN sem heldur tónleika í Deiglunni annað kvöld, föstudags- kvöldið 15. nóvember kl. 23. Jaan spilar á píanó, hljómborð, harmóniku, fiðlu, lágfiðlu, gítar bassa, kontrabassa og trommur. Tarvo spilar á trompet, gítar, bassagítar, blokkflautu og tromm- ur. Valmar spilar á fiðlu, altfiðlu, píanó, orgel, harmóniku, hljóm- borð og gítar. Mait er söngvari og spilar á píanó, gítar, trompet og blokkflautu. Þeir tala allir eistn- esku og íslensku, og allir nema einn rússnesku, finnsku og ensku. Þeir búa allir hér á landi og eru allir tónlistarkennarar í skólum á Norðurlandi. Á tónleikunum munu þeir flytja írska og eistneska tónlist. Húsið verður opnað kl. 22.30 og aðgang- ur er kr. 1000. Á MORGUN Námskeið í heimajarðgerð verður haldið í gömlu gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri á laugardag, 16. nóvember frá kl. 13 til 16. Vistfræðilegir og samfélagslegir kostir jarðgerðar eru ótvíræðir segir í frétt um námskeiðið, en með því að skila aftur í jarðveginn þeim næringarefnum sem bundin eru í lífrænum leifum viðheldst hin eðli- lega hringrás vistkerfanna. Aukin endurvinnsla, eins og jarðgerð, minnkar magn þess úrgangs sem frá heimilum kemur og það skilar sér í minni mengun en ella vegna flutnings, urðunar og brennslu úr- gangs. Á námskeiðinu verður stutt bókleg yfirferð og sýnikennsla í gróð- urhúsi Framkvæmdamiðstöðvar þar sem þátttakendum gefst færi á að spyrja og miðla reynslusögum. Kennarar eru Baldur Gunn- laugsson kennari við Garðyrkju- skóla ríkisins og Jóhann Thor- arensen hjá Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar. Skráning er á netfangið gudm@akureyri.is. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.