Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 1
Al-Qaeda-stórlax í haldi ABD al-Rahim al-Nashiri, meintur yfirstjórnandi aðgerða al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna á Persa- flóasvæðinu, hefur verið handtek- inn og er í gæzlu Bandaríkja- manna. Þetta staðfestu banda- rískir stjórnarerindrekar í gær. Al-Nashiri er grunaður um að hafa verið aðalskipuleggjandi sprengjuárásarinnar á bandaríska tundurspillinn USS Cole í höfninni í Aden í Jemen í október 2000. Hann kvað hafa náðst í Kúveit. Al-Nashiri er mesti „stórlax- inn“ úr röðum al- Qaeda-samtak- anna sem hand- samaður hefur verið frá því Abu Zubaydah, meint hægri hönd Osama bin Lad- ens, náðist í samstilltri aðgerð bandarísku leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og pakistanskra yfirvalda í Faisala- bad í Pakistan í marzmánuði sl. Bandarísk stjórnvöld höfðu ný- lega greint frá því að háttsettur al- Qaeda-maður hefði verið handsam- aður, en fram til þessa hafði ekkert verið gefið upp um hver hann væri. Al-Nashiri er grunaður um að hafa verið viðriðinn mörg tilræði sem rakin eru til al-Qaeda, þar á meðal sprengjutilræðin mann- skæðu við sendiráð Bandaríkjanna í Tanzaníu og Kenýa árið 1998. Washington. AP, AFP. Abd al-Rahim al-Nashiri STOFNAÐ 1913 274. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 mbl.is Markmaður úr útlegð Ólafur Gottskálksson hverfur frá Brentford til Grindavíkur Sport 1 Dagar hinna dverghögu Laugardalshöll helguð vestnor- rænu handverki Daglegt líf 4 „Viðfangsefni okkar hefur verið um- breyting bandalagsins,“ sagði George Robertson framkvæmdastjóri NATO á fundi með blaðamönnum í Prag. „Þetta er ekki hversdagslegt við- fangsefni, heldur er nýtt og nútíma- vætt NATO að verða til, í stakk búið að fást við verkefni nýrrar aldar.“ Formlegar aðildarviðræður hefjast bráðlega við ríkin sjö, sem eru Eist- land, Lettland, Litháen, Slóvakía, Slóvenía, Rúmenía og Búlgaría. Stefnt er að því að þau verði fullgild aðildarríki NATO eigi síðar en í maí 2004. Með stofnun hraðliðsins hefur NATO sagt endanlega skilið við land- fræðilegar takmarkanir á starfsemi bandalagsins. Ellefu aðildarríki und- irrituðu á fundinum skuldbindingar um að leggja bandalaginu til lang- drægar herflutningavélar, skip og eldsneytisflugvélar til að styrkja getu þess til að senda hersveitir um langan veg. Af sinni hálfu hefur Ísland lofað að leigja flutningaflugvélar, komi til aðgerða á vegum NATO, og verja til þess allt að 300 milljónum króna. Leiðtogarnir samþykktu harðorða yfirlýsingu, þar sem skorað er á Írak að fara að ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin segjast öll sem eitt munu „grípa til að- gerða sem duga til að aðstoða og styðja Sameinuðu þjóðirnar til að tryggja að Írak fari strax og að öllu leyti, án skilyrða eða takmarkana, að ályktun öryggisráðsins nr. 1441“. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort þetta þýðir að NATO sem slíkt muni taka þátt í hugsanlegum hernaðaraðgerð- um gegn Írak. „Umbreyting“Atlantshafsbandalagsins samþykkt á leiðtogafundi í Prag Reuters George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Davíð Oddsson forsætisráðherra ganga saman, ásamt leiðtogum ann- arra NATO-ríkja, inn í ráðstefnusalinn við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Prag í gær. Stærra sterkara sneggra bandalag LEIÐTOGAR hinna nítján aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) tóku í gær ákvarðanir, sem leiða munu af sér miklar breyt- ingar á bandalaginu. Á fundi sínum í Prag í Tékklandi ákváðu leiðtog- arnir að bjóða sjö Austur-Evrópuríkjum aðild að bandalaginu. Þá var ákveðið að setja á stofn hraðlið NATO, sem auka á viðbragðsflýti bandalagsins og á m.a. að gera því kleift að fást við hryðjuverkamenn eða herskáa einræðisherra í fjarlægum heimshlutum. Loks var ákveð- ið að styrkja til muna hernaðargetu bandalagsins á ýmsum sviðum og hétu mörg aðildarríkin því að auka útgjöld sín til varnarmála. Forsætisráðherra segir engar efasemdir um ágæti þess að stækka NATO  18 og miðopna Prag. Morgunblaðið. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að stækkun NATO sé „mikill sigur fyrir bandalagið og fyrir þær þjóðir innan þess, sem alla tíð hafa verið þeirrar skoðunar að það ætti að stækka NATO, þar á meðal fyrir Ísland“. Davíð segir að NATO hafi svarað því skýrt og skorinort að það sé bandalag allra lýðfrjálsra ríkja í Evrópu, sem vilji gangast undir þau skilyrði sem bandalagið setur og tryggja öryggi sitt og frelsi í sam- starfi við aðra. Forsætisráðherra segist telja að ályktun leiðtogafundarins um Írak hefði mátt vera skýrari um hvað muni gerast, fari Írakar ekki að ályktunum öryggisráðsins. „Það má engu að síður vera ljóst að verði framhald, sem á einhvern hátt verður tengt atbeina Sameinuðu þjóðanna, er Atlantshafsbandalagið reiðubúið að taka þátt í þeim að- gerðum,“ segir Davíð. Mikill sigur fyrir NATO Ástarsöngvar frá hjartanu Bjarni Ara með Silju sinni á nýjum diski Fólk 75 GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, og Bush Bandaríkja- forseti takast í hendur í Prag í gær. Þess hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, en spenna hefur ver- ið í samskiptum þeirra vegna ágreinings um Íraksmál. AP Sáttir leiðtogar SVO kann að fara að leiðtogar NATO sitji uppi með óboðinn gest á fundi sínum í dag með Evró-Atlants- hafsráðinu, sem 46 ríki eiga aðild að. Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, er staðráðinn í að mæta þrátt fyrir að bæði NATO og tékknesk stjórnvöld segi hann óvelkominn vegna stað- fests gruns um þátttöku forsetans í vopnasölu til Íraks. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvítrússlands, fékk hins vegar ekki vegabréfsáritun og hefur hótað Tékkum öllu illu. Boðflennan frá Úkraínu Prag. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.