Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 10

Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PRÓFKJÖRSBARÁTTA sjálfstæð- ismanna í Reykjavík er gott dæmi um það hve Netið er farið að skipa stóran sess í kosningabaráttu fram- bjóðenda. Þrettán frambjóðendur af sautján, þ.e. allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ut- an ráðherrarnir þrír og einn nýr frambjóðandi, hafa komið sér upp heimasíðu á Netinu í aðdraganda prófkjörsins eða bætt þá heimasíðu sem fyrir var. Þá hefur meirihluti frambjóðendanna auglýst á Netinu, t.d. á mbl.is. A.m.k. tólf hafa auglýst á hverjum degi á mbl.is í vikunni. Þeir sem gerst þekkja til segja að líklega hafi Netið aldrei verið notað jafnmikið og með jafnfjölbreytileg- um hætti í íslenskum stjórnmálum eins og nú í þessari baráttu. Ekki fer á milli mála að mikið er lagt í heimasíður flestra frambjóð- endanna; vel er vandað til útlitsins og myndir eru skýrar. Sumar þeirra blikka. Á heimasíðunum er viðkom- andi frambjóðandi kynntur, svo dæmi sé tekið, gerð er grein fyrir námi hans, reynslu, menntun og fleira. Þar eru ennfremur kynnt stefnumál frambjóðandans, svo fleiri dæmi séu nefnd, birtar eru greinar eftir hann og sýndar eru myndir frá ýmsum uppákomum, s.s. frá opnun kosningaskrifstofa. Ef litið er á einstakar heimasíður þá er vert að staldra fyrst við heimasíðu Björns Bjarnasonar þing- manns. Slóðin er: www.bjorn.is. Heimasíðan er einstök að því leyti að við uppsetningu eða endurgerð hennar var beitt aðferð sem tryggir aðgengi blindra, fatlaðra og fólks með sérþarfir. Stefán Baxter, fram- kvæmdastjóri Hugsmiðjunnar efh., sem vann að uppsetningu vefjarins, segir að hver síða sé hönnuð með það í huga að hún henti svokölluðum raddgervum, en þeir lesa texta af síðunni. Án þeirrar aðferðar sem notuð var við hönnunina þyrftu t.d. blindir sem notast við raddgerva að hlusta á „alls kyns rusl áður en þeir komast að kjarnanum“, útskýrir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að almenningur eða fyrirtæki búi til vefi eins og þennan, þ.e. vefi sem tryggi aðgengi blindra og fatl- aðra. Myndbönd á Netinu Sé litið á fleiri heimasíður fram- bjóðenda mætti nefna heimasíðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar borg- arfulltrúa, en slóðin er: www.gud- laugurthor.is. Þar er boðið upp á þá nýjung að hægt er að horfa á mynd- band sem kynnir stefnu frambjóð- andans í fjölskyldumálum. Þá er á heimasíðu Sigurðar Kára Kristjáns- sonar lögmanns, en slóðin er: www.sigurdurkari.is, hægt að hlusta á viðtöl við frambjóðandann sem flutt hafa verið í útvarpi og sjón- varpi. Sigurður Kári heldur einnig dagbók sem gefur innsýn inn í kosn- ingabaráttuna. Þegar farið er inn á heimasíðu Péturs H. Blöndal alþingismanns kemur upp á skjáinn auglýsing, þar sem kynntir eru fræðslufundir frambjóðandans í kosningabarátt- unni, en á sjálfri heimasíðunni er hægt að fá ýmsar upplýsingar, t.d. um störf Péturs á þingi. Slóðin er: petur.blondal.is Aðrir þingmenn, sem taka þátt í prófkjörinu, vísa á heimasíðum sín- um, eins og Pétur, m.a. í það sem þeir hafa gert á kjörtímabilinu. Katrín Fjeldsted þingmaður vísar t.d. inn á heimasíðu Alþingis, þar sem hægt er að sjá öll þau þingmál sem hún hefur staðið að á þingi, en einnig birtir hún, svo dæmi sé tekið, viðtöl og fréttir sem birst hafa um hana í fjölmiðlum. Slóðin hennar er: www.althingi.is/katrinf. Mataruppskriftir og brandarar Ásta Möller þingmaður gerir einnig grein fyrir þingmálum sínum og stefnumálum á heimasíðu sinni, en slóðin er: www.astamoller.is. Á heimasíðunni birtir hún að auki sína uppáhaldsbrandara, svo dæmi sé tekið, sem og nokkrar matarupp- skriftir. Lára Margrét Ragnarsdóttir þingmaður gerir eins og aðrir grein fyrir stefnumálum sínum en auk þess skýrir hún frá þátttöku sinni í alþjóðlegu samstarfi og birtir m.a. ræður sem hún hefur flutt á Evr- ópuráðsþingi. Slóðin er: laramar- gret.is Heimasíða Guðmundar Hall- varðssonar þingmanns er öðruvísi uppsett en hinar síðurnar að því leyti að hún þekur ekki allan skjá- inn. Hann, eins og margir aðrir, gef- ur lesendum kost á að skoða myndir úr prófkjörsbaráttunni og sýnir einnig skopmyndir sem Sigmund hefur teiknað af honum í gegnum tíðina. Slóðin er: www.ghallvards.is. Nýliðarnir sem gefa kost á sér eru allir nema Vernharð Guðnason með sérstaka heimasíðu en hér að ofan var minnst á síður Guðlaugs Þórs og Sigurðar Kára. Birgir Ár- mannsson aðstoðarframkvæmda- stjóri kynnir m.a. stefnumálin á heimasíðu sinni, en þar birtir hann líka langan lista stuðingsmanna. Hann gefur auk þess lesendum færi á að senda inn fyrirspurnir, eins og reyndar nokkrir aðrir. Slóðin hans er: www.birgir.is. Gagnvirkar síður Á heimasíðu Guðrúnar Ingu Ing- ólfsdóttur hagfræðings eru ýmsar upplýsingar sem og fréttir og grein- ar. Hún fer ítarlega yfir stefnumál sín, eins og flestir aðrir, en auk þess geta forvitnir fengið upplýsingar um uppáhaldsdiskana hennar, svo dæmi sé tekið. Slóðin er: www.gud- runinga.net. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur fer einnig ít- arlega yfir stefnumálin sín, en hún er einnig með skoðanakönnun á heimasíðunni um það hvort Íslend- ingar eigi að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu eða ekki. Slóðin er: www.stefania.is. Ingvi Hrafn Ósk- arsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er einnig með netkosningu á sinni heimasíðu, en býður lesendum einnig að skrá sig á póstlista, svo dæmi sé tekið. Slóð hans er: ingvihrafn.is. Þá er Soffía Kristín Þórðardóttir nemi einnig með póstlista og netkosningu á sinni heimasíðu, en þar eru auk þess ýms- ar fleiri upplýsingar. Netfangið hennar er: www.soffia.is. Flestir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins með heimasíður á Netinu Netið virðist skipta æ meira máli í kosningabaráttu Líklega hefur Netið aldrei verið notað jafn- mikið í kosningabaráttu og nú fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Arna Schram kynnti sér heimasíður frambjóðendanna. arna@mbl.is PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram í dag og á morgun. Síðast þegar haldið var prófkjör, í október árið 1994, tóku 8.845 þátt. Þá voru um tólf þúsund manns á kjörskrá flokksins fyrir prófkjör og höfðu um tvö þúsund gengið í flokkinn dagana fyrir prófkjör eða á prófkjörsdeginum. Samkvæmt upplýsingum á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins voru rúmlega fimmtán þúsund manns á kjörskrá flokksins síðdegis í gær. Ekki var haldið prófkjör fyrir síðustu kosn- ingar þar sem stjórn fulltrúaráðsins mælti ekki með því. Var það í fyrsta skipti frá árinu 1974 sem framboðslisti flokksins í Reykjavík var ekki valinn í prófkjöri. Nokkrar deilur urðu um skipan listans. Kjörnefnd ákvað að þingmenn flokksins skyldu skipa átta efstu sætin en átök urðu innan nefndarinnar um níunda sætið. Varð að kjósa tvisvar í nefndinni milli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem þá var starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins en er nú borg- arfulltrúi í Reykjavík. Í fyrri atkvæðagreiðslunni fengu þau jafn- mörg atkvæði en í þeirri síðari hlaut Vilhjálmur átta atkvæði en Hanna Birna sex. Olli þetta nokkurri óánægju meðal kvenna og ungra sjálf- stæðismanna. Vilhjálmur hafði hins vegar sam- band við kjörnefndina og bauðst til að taka tí- unda sætið. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í mars 1999 að hann skildi vel sjónarmið kvenna og vildi gera allt til að tryggja Sjálfstæðisflokknum sigur í kosning- unum. Var í kjölfarið ákveðið að bjóða Ástu Möller, þáverandi formanni Félags hjúkrunar- fræðinga, níunda sætið sem hún þáði. Búist við fjölgun þingmanna Sjálfstæðisflokkurinn fék níu þingmenn kjörna í síðustu kosningum en gera má ráð fyr- ir að þingmönnum flokksins í Reykjavík fjölgi vegna kjördæmabreytinganna. Reykjavík hefur nú verið skipt upp í tvö kjör- dæmi og á hvort kjördæmi níu kjördæma- kjörna þingmenn og tvö jöfnunarsæti. Þing- menn Reykjavíkur verða því samtals 22 eftir næstu kosningar en eru nú nítján, þar af fjögur jöfnunarsæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40,7% atkvæða í síðustu kosningum á landsvísu og bætti við sig 3,6 prósentutigum á milli kosninga. Fylgið í Reykjavík hefur þó sögulega séð allajafna verið meira en fylgi flokksins á lands- vísu. Í útreikningum sem dr. Þorkell Helgason gerði fyrir allsherjarnefnd á sínum tíma í tengslum við kjördæmabreytinguna er sett upp dæmi um hvernig þingmenn gætu hugsanlega skipst á milli Reykjavíkurkjördæmanna tveggja að gefnum ákveðnum forsendum. Þar er miðað við kjörfylgi flokkanna í kosningunum 1999 en því síðan skipt á milli kjördæmanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 45,7% kjörfylgi í Reykjavík en í dæminu er því deilt niður þannig að flokkurinn fær 48,3% í öðru kjördæminu en 43,1% í hinu. Samkvæmt þeim forsendum myndi flokkurinn fá fimm kjördæmakjörna menn í báðum kjördæmunum og uppbótarþing- mann í því kjördæmi þar sem fylgið er meira. Sextán berjast um sætin Alls gefa sautján frambjóðendur kost á sér og í þeim hópi eru allir níu þingmenn flokksins í Reykjavík. Margir gefa kost á sér í ákveðin sæti en samkvæmt reglum prófkjörsins verður að kjósa tíu frambjóðendur og má hvorki velja fleiri né færri. Er kosið með því að merkja við með tölustöfum frá einum og upp í tíu. Nið- urstaðan ræðst síðan af því hver fær flest at- kvæði í hvert sæti. Fyrst eru atkvæði í fyrsta sætið talin og mun sá leiða listann er fær flest atkvæði í það. Annað sætið hlýtur sá er fær flest atkvæði í fyrsta og annað sætið samtals, þriðja sá er fær flest atkvæði í fyrstu þrjú sætin samtals og svo framvegis. Kjördæmabreytingin gerir að verkum að mjörg erfitt er að segja fyrir um hvernig þing- mannafjöldi einstakra flokka mun skiptast á milli kjördæma. Til dæmis á eftir að koma í ljós hvernig fylgi flokkanna mun skiptast milli Reykjavíkurkjördæmanna tveggja og aldrei hefur verið kosið samkvæmt nýju lögunum. Þó má gera ráð fyrir að líklegt sé að Sjálfstæð- isflokkurinn fái ellefu þingmenn miðað við óbreytt fylgi. Jafnvel þótt fylgið minnki mun hann líklega bæta við sig þingmanni miðað við núverandi fjölda og ef fylgið eykst gæti hann náð tólfta manninum. Það má því gera ráð fyrir að litið verði á ellefta og jafnvel tólfta sætið í prófkjörinu sem baráttusætin. Í kjölfar prófkjörsins verður dregið um það í hvoru kjördæminu fyrsta sætið lendir. Sá sem lendir í öðru sæti í prófkjörinu mun þá leiða listann í hinu kjördæminu og svo koll af kolli. Oddatölurnar í öðru kjördæminu og sléttu töl- urnar í hinu. Morgunblaðið/RAX Hart barist þrátt fyrir væntanlega fjölgun þingmanna Sjálfstæðismenn í Reykjavíkurkjördæmum velja frambjóðendur sína fyrir næstu kosningar til Alþingis í prófkjöri í dag og á morgun. Steingrímur Sigur- geirsson fjallar um prófkjörið og umfang þess. sts@mbl.is EKKI hefur verið ákveðið hve- nær miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins kemur saman til þess taka fyrir framkvæmd próf- kjörsins í Norðvesturkjör- dæmi. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Skagafirði og Húnavatnssýslum og nú síðast á Akranesi hafa óskað eftir því að miðstjórnin fjalli um fram- kvæmd prófkjörsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðisflokknum verður fundur miðstjórnar vart hald- inn alveg á næstunni, forsætis- ráðherra sé staddur erlendis, kalla þurfi saman fulltrúa víða að og þess fyrir utan standi prófkjör í Reykjavík fyrir dyr- um; líklegt sé þó að til fundar verði boðað strax eftir helgina og að hann verði haldinn í næstu viku. Prófkjör í Norð- vesturkjördæmi Fundur miðstjórn- ar ekki enn verið boðaður LÖGREGLAN í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem rændu bens- ínstöð Olís á Klöpp við Sæbraut íá þriðjudagskvöld. Þeir réðust hettuklæddir inn á stöðina og héldu tvítugri afgreiðslu- stúlku meðan annar þeirra opnaði peningakassann. Höfðu þeir á brott með sér um 12 þúsund krónur í pen- ingum. Samkvæmt upplýsingum frá Olís voru tveir starfsmenn á vakt á bens- ínstöðinni þegar ránið var framið, en ekki einn eins og greint var frá í blaðinu á miðvikudag. Ræningja enn leitað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.