Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 13 VEGAGAGERÐIN er hætt að sinna yfirborðsmálun á vegum landsins og hefur þess í stað snúið sér að yfirborðsmerkingum með plastsprautun. Breytingarnar áttu sér stað síðastliðið sumar þegar starfsmenn Vegagerðarinnar sprautuðu merkingar á rúmlega 700 km kafla af rúmlega 1.500 km sem sprautaðir voru með plasti. Áður var verkið alfarið boðið út en Vegagerðin sinnti þess í stað yf- irborðsmerkingum með málningu, samtals á bilinu 1.800–1.900 km á ári. Nú hefur sú starfsemi verið boðin út og sl. sumar sá fyrirtækið Vegmerking ehf. um verkið en fyr- irtækið hefur einnig sinnt merk- ingum með plastsprautun auk fyr- irtækisins Vegamál ehf. Að sögn Ásmundar Pálmasonar, sérfræðings hjá Vegagerðinni sem hefur umsjón með vegmerkingum og útboðum á þeim, er ástæða áherslubreytinga hjá Vegagerðinni fyrst og fremst sú að gæði yfir- borðsmerkinga úr plasti voru ekki alltaf nægjanlega mikil og þörf var á að auka þau. Yfirstjórn Vega- gerðarinnar ákvað í kjölfarið að festa kaup á vegmerkingabíl sem er sérstaklega útbúinn til að sprauta plastmerkingar á götur en ákvað þess í stað að selja málning- arbíl sem hún hafði haft til umráða. Ásmundur segir að vegmerking- ar með plasti sé framtíðarmerking- armáti sem endist mun betur en málning. Hann segir að bíllinn komi að góðum notum á styttri vegarköflum á afskekktari stöðum og gott sé að að hafa bílinn til taks ef merkja þarf með stuttum fyr- irvara. Nokkrir byrjunarörðugleikar gerðu vart við sig í tengslum við notkun bílsins í sumar, sem kostaði rúmar 30 milljónir króna, og þurfti m.a. að skipta um dælu í honum. Ásmundur segir að allir slíkir örð- ugleikar séu hins vegar löngu úr sögunni. Vegagerðin býður út alla yfirborðsmálningarvinnu, 1.800–1.900 km Sinnir eingöngu plastmerkingum GEIR H. Haarde fjármálaráðherra ítrekaði á Alþingi í vikunni að hann teldi það óhjákvæmilegt að skjóta úr- skurði óbyggðanefndar frá því í mars sl. til dómstóla, en úrskurðurinn tók til þjóðlendna á Biskupstungnaafrétti og efstu landa í Biskupstungna- hreppi, nú Bláskógabyggð. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í fyrradag, ásamt öðrum málum sem tengjast úrskurðum óbyggðanefndar um þjóðlendur í uppsveitum Árnes- sýslu. Ráðherra tók fram að ákvörðunin um að skjóta málinu til dómstóla hefði ekkert með það að gera að menn treystu ekki óbyggðanefnd. „Megin- ástæðan er sú að það er nauðsynlegt að dómstólar taki strax afstöðu til álitamála – sem voru til umfjöllunar hjá óbyggðanefnd – til að skapa for- dæmi,“ sagði hann. „Það var mat ráðuneytisins, sem byggðist m.a. á mati ríkislögmanns, að í máli því sem tók til Biskupstungnaafréttar og efstu landa í Biskupstungnahreppi reyndi á nánast öll þau lögfræðilegu álitamál sem upp hafa komið sem lík- leg eru til að hafa fordæmisgildi í síð- ari málum fyrir óbyggðanefnd. Þess vegna var ákveðið að fara í þennan málarekstur.“ Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar, þing- manns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í fyrirspurnartíma á Alþingi. Ráðherra sagði ennfremur að hann gæti, að mörgu leyti, tekið undir það með Jóni Bjarnasyni að það væri kannski æskilegast að óbyggða- nefnd héldi að sér höndum á meðan beðið væri eftir niðurstöðu dómstóla. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu heldur óbyggðanefnd áfram umfjöllun sinni um þjóðlendu- mörk í þeim sýslum sem taka átti fyr- ir næst, þrátt fyrir dómsmál, m.a. fyrrgreint mál, sem þingfest voru í fyrradag. Ráðherra minnti á, í þessu sambandi, að óbyggðanefnd væri sjálfstæð stjórnsýslunefnd og að hann hefði ekki umboð til að segja henni fyrir verkum. „Hún hefur ákveðna vinnuáætlun sem hún ætlar greinilega að standa við,“ sagði ráð- herra og bætti því við að hann hefði þó talið hyggilegra að doka við meðan beðið væri eftir niðurstöðu dómstóla, en með niðurstöðu dómstóla fengjust „meginlínur í verkið“, eins og ráð- herra orðaði það. Geir H. Haarde Æskilegast að óbyggða- nefnd héldi að sér höndum ♦ ♦ ♦ HEIMILT er að gera samkomulag við starfsmenn sem vinna við Kára- hnjúkavirkjun um að vinnulotur standi í allt að 28 daga en þá á starfs- maðurinn rétt á meira fríi en ella, eða a.m.k. vikufríi. Þetta er meðal ákvæða í samningi sem undirritaður var í gær vegna fyrirhugaðra virkj- unarframkvæmda Landsvirkjunar á Austurlandi. Í samningnum er fjallað um vinnu- tilhögun og ferðir til og frá virkjun- arsvæðum. Gert er ráð fyrir miklum sveigjanleika í vinnulotum og er heimilt að skipuleggja vinnu þannig að unnið sé samfellt í 11 daga. Virkj- unarsvæðið er afskekkt og verða starfsmönnum greidd laun meðan á ferðalögum þangað stendur, fari þau ekki fram í vinnutíma. Er gert ráð fyrir að ferðalag frá heimili að vinnu- stað geti tekið hátt í fjórar klukku- stundir. Starfsmenn sem hafa ekki fasta búsetu á Íslandi teljast hafa lögheimili á virkjunarstað og á heim- ferðardögum eiga þeir rétt á ferða- launum til Reykjavíkur eða Egils- staða eftir því sem við á. Virkjunarframkvæmdir á Austurlandi Vinnulotur geta staðið í fjórar vikur eitt vinsælasta spil í heimi Magnþrungin spennusaga! Óttar Sveinsson er einn mest seldi höfundur síðustu ára, enda hafa fyrri Útkallsbækur hans hlotið einróma lof fyrir ljóslifandi lýsingar á magnþrungnum atburðum. Óttar skrifar raunverulegar spennusögur sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en sagan er öll. Í bókinni koma fram upplýsingar, myndir og frásagnir sem ekki hafa birst áður opinberlega. Síðasta bók seldist upp löngu fyrir jól! M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 loksins á íslensku Catan - Landnemarnir er eitthvert vinsælasta spil í heimi og hefur m.a. verið valið „Spil ársins“ í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Auðvelt er að læra spilið en það krefst útsjónarsemi og dirfsku (Strategy). Spilið er fyrir alla aldurshópa. Hinn vinsæli tölvuleikur „The Settlers“ er byggður á spilinu. Catan er spil sem brúar kynslóðabil og þig langar að spila aftur og aftur. metsö lulistaÍE FS TU SÆTUM Í EFSTU SÆ TU M Þegar glæsilegasta flugvél Íslendinga, Geysir, skilar sér ekki á tilsettum tíma í Reykjavík, í septembermánuði 1950, setur ótta að fólki. Um borð er sex manna áhöfn og átján hundar. Síðast spurðist til vélarinnar yfir Færeyjum. Þegar liðnir eru rúmir fjórir sólarhringar og umfangsmikil leit skilar engum árangri telja flestir landsmenn fólkið af og menn eru farnir að skrifa minningargreinar. Þá berst ógreinilegt neyðarkall: „Staðarákvörðun ókunn ... allir á lífi“. Við tekur atburðarás sem á sér enga hliðstæðu. ÍE F Í TU M 15 milljónir spilara í Evrópu Kemur í verslanir um helgina Sími 554 7700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.