Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HARPA Sjöfn er nú að fullu í eigu
Eignarhaldsfélags Hörpu hf., eftir
kaup þess á 45% hlut Sjafnar hf. í
fyrirtækinu.
Helgi Magnússon framkvæmda-
stjóri Hörpu Sjafnar segir að sam-
runi Hörpu og Sjafnar hafi gengið
vel og verið í samræmi við þau
markmið sem sett hafi verið. Vinnan
við samrunann hafi þó verið meiri
en menn hafi gert ráð fyrir en sam-
runanum sé nú lokið. Helgi segir að
markmið um markaðsstöðu fyrir-
tækisins eftir samrunann hafi náðst
og framleiðsla sameinaðs fyrirtækis
sé nú meiri en hún hafi áður verið í
fyrirtækjunum tveimur samanlagt.
Samkeppni við innlenda
og innflutta framleiðslu
Aðspurður segir Helgi að erfitt sé
að meta markaðshlutdeildina ná-
kvæmlega þar sem málningarfram-
leiðendur gefi ekki upp framleiðslu-
tölur, en Harpa Sjöfn sé þó eftir
samrunann stærst innlendu fram-
leiðendanna þriggja, Hörpu Sjafnar,
Málningar og Slippfélagsins. Helstu
innflytjendur séu Byko og Húsa-
smiðjan og mikil samkeppni sé á
þessum markaði, bæði við innlenda
framleiðslu og innflutta.
Ekki er ætlunin að gera stefnu-
breytingar hjá Hörpu Sjöfn í kjölfar
breyttrar eignaraðildar. Verksmiðja
og skrifstofur verða áfram á Stór-
höfða 44 í Reykjavík þar sem einnig
er málningarvöruverslun. Þar til
viðbótar mun fyrirtækið áfram reka
tvær verslanir í Reykjavík, eina í
Kópavogi, eina í Keflavík og eina á
Akureyri.
Harpa var stofnuð árið 1936, en
nafninu var breytt í Eignarhalds-
félagið Hörpu þegar Harpa og Sjöfn
sameinuðust hinn 1. september í
fyrra. Fjölskylda Helga Magnús-
sonar framkvæmdastjóra Hörpu
Sjafnar á 77% hlutafjár í Eignar-
haldsfélaginu Hörpu og Þóra Guð-
rún Óskarsdóttir og fjölskylda eiga
23%.
Önnur tækifæri skoðuð
Baldur Guðnason er fram-
kvæmdastjóri Sjafnar, en hann
keypti 60% hlut í Sjöfn fyrir tæpum
tveimur árum. Afganginn, 40%, á
Kaldbakur fjárfestingarfélag. „Á
þessum tíma var Sjöfn í ákveðnum
rekstrarvanda,“ segir Baldur, „og
það þurfti að endurskipuleggja
reksturinn. Í framhaldi af því fórum
við í heildarendurskipulagningu á
rekstri Sjafnar sem leiddi af sér að í
fyrra sameinuðum við málningar-
deild Sjafnar og Hörpu í Hörpu
Sjöfn. Hreinlætisvörudeild Sjafnar
og Mjöll voru einnig sameinaðar í
hreinlætisvörufyrirtækið Mjöll.
Í framhaldi af þessu hefur verið
mikil vinna að fylgja sameiningun-
um eftir til að þær skili þeim ár-
angri sem menn settu sér í sam-
runaáætlununum.“ Baldur segir að
þegar vinnunni við samrunann hafi
verið lokið hafi verið rætt innan
Sjafnar um framtíðarsýn fyrirtæk-
isins. Þar hafi orðið að samkomulagi
að rétt væri að skoða þann valkost
að selja hlut fyrirtækisins í Hörpu
Sjöfn til að það gæti einbeitt sér að
öðrum þáttum þess rekstrar sem
fyrirtækið sé í. Baldur segir að þeir
Helgi Magnússon hafi rætt þetta og
niðurstaðan hafi orðið sú að Eign-
arhaldsfélag Hörpu myndi kaupa
Sjöfn út.
„Við munum nýta þá fjármuni
sem við fáum út úr þessari sölu til
að efla þá starfsemi sem við erum
með í dag og skoða önnur tækifæri.
Við höfum endurskoðað stefnu-
mörkun Sjafnar og hún byggist á
því að vera í breytingarstjórnun.
Fara inn í rekstur þar sem þarf að
taka til og breyta og auka verð-
mætasköpun og arðsemi,“ segir
Baldur. Kaupverðið er ekki gefið
upp, en Baldur segir að eftir söluna
standi Sjöfn mjög vel fjárhagslega.
Heildareignir séu á fjórða hundrað
milljónir króna og eiginfjárhlutfall
yfir 70%.
Sjöfn selur 45%
í Hörpu Sjöfn
Eignarhaldsfélag
Hörpu á nú alla
Hörpu Sjöfn
Morgunblaðið/Golli
Helgi Magnússon og Baldur Guðnason í verslun Hörpu Sjafnar.
BAUGUR-ID hefur hagnast um einn
og hálfan milljarð króna á fjárfesting-
um í bresku félögunum Big Food
Group (BFG) og House of Fraser
(HoF) á undanförnum vikum, miðað
við lokagengi í gær.
Sem kunnugt er hagnaðist félagið
um átta milljarða króna á viðskiptum
með hlutabréf í Arcadia í september.
Síðan hefur Baugur-ID keypt 16%,
eða 55 milljónir hluta, í BFG og
17.225.000 hluti í HoF.
Meðalkaupverð í BFG 38 pens
Á hluthafafundi Baugs Group, sem
haldinn var í fyrradag, kom fram að
meðalkaupverð á hlut í BFG hefur
verið 37,81 pens á hlut. Alls hefur
Baugur-ID því keypt hlutafé í BFG
fyrir tæplega 21 milljón punda, eða
sem nemur 2,8 milljörðum króna.
Lokagengi hlutabréfa BFG í gær var
55 pens og því var markaðsvirði hluts
Baugs rúmlega fjórir milljarðar
króna. Miðað við það gengi hefur fyr-
irtækið því hagnast um tæplega 1,3
milljarða króna.
Á fundinum kom einnig fram að
meðalkaupverð á hlut í HoF nemur
60,18 pensum. Fjárfesting félagsins í
HoF nemur því rúmum 10 milljónum
punda, eða sem nemur 1,4 milljörðum
króna. Lokagengi bréfa í fyrirtækinu
var 70,5 í gær og því var markaðsvirði
fjárfestingarinnar rúmlega 1,6 millj-
arðar króna. Gengishagnaður Baugs-
ID nemur 240 milljónum króna vegna
kaupa á bréfum í HoF.
Samtals er því hagnaður Baugs
vegna þessara fjárfestinga, miðað við
stöðuna í gær, rúmlega 1,5 milljarðar
króna. Þessi tala getur þó breyst um-
svifalaust með gengi félaganna.
Baugur talinn vilja
kaupa í Allders
Sérfræðingar á fjármálamarkaði í
London töldu líklegt að Baugur stæði
á bak við tilboð sem gert var í gær í
10% hlutabréfa bresku verslunar-
keðjunnar Allders. Við þessi tíðindi
hækkuðu bréf í Allders um 20%. Tals-
maður Baugs vildi ekki tjá sig um
málið í samtali við Morgunblaðið en
sagði að stefna fyrirtækisins væri að
fjárfesta í smásölufyrirtækjum sem
væru lágt metin.
Bréf Baugs í BFG og HoF
hafa hækkað um 1,5 milljarða
EFNAHAGS- og framfarastofnunin,
OECD, spáir 1,7% hagvexti á næsta
ári hér á landi og 3,7% hagvexti árið
2004. Stofnunin spáir því hins vegar
að hér verði enginn hagvöxtur í ár.
Í spánni segir að niðursveifla efna-
hagslífsins hafi orðið grynnri og
styttri en gert hafi verið ráð fyrir
vegna mikils vaxtar útflutnings sem
vegið hafi upp samdrátt innlendrar
eftirspurnar. Þrátt fyrir það hafi nið-
ursveiflan nægt til að rétta af þann
mikla viðskiptahalla og háu verðbólgu
sem hafi verið orðin. Betri grundvöll-
ur efnahagslífsins hafi gefið færi á
lækkun vaxta og lagt grunninn að
efnahagsbata.
OECD segir að þar sem verðbólga
sé orðin vel innan viðmiðunarmarka
kunni að vera ástæða til frekari vaxta-
lækkunar. Aukins aðhalds í peninga-
málum verði hins vegar líklega þörf
síðar á spátímabilinu þegar eftir-
spurnin muni væntanlega aukast og
líklegt sé að ráðist verði í meiriháttar
fjárfestingar, en þar er átt við virkj-
unarframkvæmdir vegna stóriðju.
Aðhald í opinberum fjármálum er
sagt nauðsynlegt til að vega upp
áhrifin annars vegar af lækkunum
tekjuskatts fyrirtækja og eignar-
skatta og hins vegar af stóriðjufram-
kvæmdum.
Hægur efnahagsbati í heiminum
Um alþjóðlega þróun efnahags-
mála segir OECD að efnahagsbati
verði hægur fram á næsta ár, en að
flest svæði ættu að hafa náð sér upp
úr efnahagslægðinni árið 2004. Spáð
er 1,5% hagvexti í heiminum á þessu
ári, 2,2% á því næsta og 4% árið 2004.
Þrátt fyrir að vextir í Bandaríkj-
unum hafi ekki verið lægri í 41 ár seg-
ir OECD að seðlabankinn þar í landi
ætti að vera við því búinn að lækka þá
enn frekar ef ástæða þyki til þess.
Japan ætti að mati stofnunarinnar að
halda vöxtum nálægt núlli. Seðla-
banki Evrópu ætti að lækka vexti
fljótlega, segir OECD. Vaxtalækkun
hans ætti að vera um 0,5% á næstu
mánuðum, en síðar á árinu 2003 ættu
þeir að fara hækkandi á ný.
Stofnunin gerir ráð fyrir að hag-
vöxtur í Bandaríkjunum verði á spá-
tímabilinu með þeim mesta á meðal
ríkari þjóða heimsins. Spáð er 3,6%
hagvexti í Bandaríkjunum árið 2004,
2,7% á evrusvæðinu og 0,9% í Japan.
OECD spáir 1,7%
hagvexti hér 2003
Telur að ástæða kunni að vera til frekari lækkunar vaxta
RAFTÆKJAVERSLUNIN Expert
verður opnuð í Skútuvogi 2 í
Reykjavík á morgun. Einar Long,
framkvæmdastjóri verslunarinnar,
segir að hjá Expert verði áhersla
lögð á að veita góða þjónustu í
þægilegu umhverfi.
„Við verðum með mikið vöruúr-
val, samkeppnishæft verð og eigin
viðgerðarþjónusta er í sama hús-
næði og verslunin,“ segir Einar.
„Ýmsar nýjungar verða hjá okkur,
eins og stór hljóðklefi, þar sem við-
skiptavinirnir geta hlustað í ró og
næði á það sem í boði er, og innrétt-
ingadeild, bæði fyrir eldhús og bað-
herbergi. Þá verða afgreiðslukass-
ar fleiri en fólk á að venjast í
raftækjaverslunum, eða níu alls, en
markmið okkar er að bjóða við-
skiptavinum okkar þægilegan
verslunarmáta að öllu leyti.“
Expert á Íslandi er í eigu Expert
Norge ASA sem starfrækir rúm-
lega 380 verslanir á Norðurlöndum.
Raftækja-
verslunin
Expert opn-
uð á morgun
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Einar Long, framkvæmdastjóri Expert á Íslandi.
greininni jákvæð sem saman mynda
hagnað í greininni. Hafa ber í huga
að ökutækjatryggingar eru lang
stærsta vátryggingagreinin með rétt
um helming iðgjalda félagsins.
Iðgjöld vegna sjótrygginga
hækka verulega um áramótin
Hagnaður af rekstri ábyrgðar-
trygginga var 56,1 milljón og hagn-
HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv-
arinnar hf. nam 173 milljónum króna
fyrstu níu mánuði ársins en á sama
tímabili í fyrra var hagnaðurinn 333
milljónir.
Nú eru ekki lengur reiknuð áhrif
verðlagsbreytinga og því er ekki
færð verðbreytingarfærsla í rekstr-
arreikning. Hefði sami háttur verið
viðhafður á síðasta ári hefði hagn-
aður þess tímabils verið 91 milljón
króna lægri. Hagnaður af ökutækja-
tryggingum var 271,8 milljónir
króna þrátt fyrir fleiri slys og óhöpp
í umferðinni það sem af er árinu en á
sama tíma í fyrra. Skýrist það eink-
um af því að tjónakostnaður hefur
ekki verið jafn mikill og árið á undan.
Einnig er matsþróun eldri tjóna í
aður af rekstri slysa- og sjúkra-
trygginga var 54,8 milljónir króna.
Tap af rekstri eignatrygginga var
189,2 milljónir. Tap í sjó-, flug- og
farmtryggingum var 52,5 milljónir
en hagnaður hefur verið af rekstri
þessarar greinar undanfarin ár.
Þetta tap má m.a. rekja til tveggja
stórra altjóna sem urðu á tímabilinu,
þ.e. altjóna á ms. Guðrúnu Gísladótt-
ur og ms. Aroni. „Slæm afkoma end-
urtryggjenda félagsins í sjótrygg-
ingum sem og versnandi staða á
alþjóðlegum endurtryggingamörk-
uðum mun leiða til stóraukins end-
urtryggingakostnaðar fyrir félagið.
Af þessum ástæðum, ásamt auknum
tjónaþunga í greininni á undanförn-
um árum, er óumfýjanlegt að iðgjöld
í sjótryggingum muni hækka veru-
lega frá næstu áramótum,“ segir í til-
kynningu frá TM.
Hagnaður af vátryggingarekstri
var 134 milljónir og hagnaður af fjár-
málarekstri var 246 milljónir króna.
Bókfærð iðgjöld voru 5.775 milljónir,
eigin iðgjöld voru 3.855 milljónir.
Bókfærð tjón tímabilsins voru 5.525
milljónir en voru 3.724 milljónir
króna eða 48,4% hærri en árið áður.
Aukninguna má rekja til eins tjóns,
þegar fjölveiðiskipið Guðrún Gísla-
dóttir sökk undan Noregsströndum í
júní síðastliðnum. Það tjón nemur
u.þ.b. 2,2 milljörðum króna.
Stjórnendur Tryggingamiðstöðv-
arinnar telja að hagnaður félagsins
geti orðið um 400 milljónir á árinu
eða svipaður og á síðasta ári.
Tryggingamiðstöðin með 173 milljónir í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins
272 milljóna hagnaður
af ökutækjatryggingum