Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 18
LEIÐTOGAFUNDUR NATO Í PRAG 18 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAFUNDURINN í Prag samþykkti að koma á fót nýju hraðliði NATO, einfalda herstjórnarkerfi bandalagsins og grípa til aðgerða til að auka mjög hernaðargetu þess. Mörg aðildarríki lýstu því yfir á fund- inum að þau myndu auka útgjöld sín til varnarmála og meirihluti evrópsku aðildarríkjanna undir- ritaði skuldbindingar um að auka getu til herflutninga í lofti og á sjó og fjölga eldsneytisflug- vélum. Allt þykir þetta nauðsyn- legt til að NATO geti gripið til aðgerða gegn hryðjuverkamönn- um og einræðisríkjum langt utan Norður-Atlantshafssvæðisins. „Trúverðugleiki NATO bygg- ist í grundvallaratriðum á hern- aðargetu bandalagsins. Við erum stærsta varanlega bandalag í heimi og skilvirkasta hernaðar- bandalagið. En við verðum að verða enn skilvirkari til að geta áfram tryggt öryggi þjóða okkar í hinum mjög svo óvissa heimi nútímans,“ sagði Robertson lá- varður, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi sín- um í gær. Í lokayfirlýsingu leiðtogafund- arins segir að aðildarríkin séu áfram staðráðin í að vernda landsvæði sitt og íbúa og „fæla, trufla, verjast og vernda gegn sérhverri árás sem beint er gegn okkur“. Hraðliðið í gagnið innan tveggja ára Leiðtogarnir lýsa því yfir að komið verði á fót hátæknivæddu hraðliði land-, sjó- og flugher- sveita, sem geti farið með litlum fyrirvara hvert á land sem er, hugsanlega til svæða, þar sem þeim yrði ógnað með kjarnorku-, sýkla- og efnavopnum. Þeir segja hraðliðið munu verða hvata að því að skerpa og auka hernaðargetu bandalagsins. Þeir stefna að því að koma hraðliðinu í gagnið að hluta til sem allra fyrst, en ekki síðar en í október 2004, eftir tæp tvö ár. Hraðliðið, sem rætt hefur verið um að sam- anstandi af 21.000 hermönnum, á að verða fullmótað og reiðubú- ið til aðgerða ekki síðar en í október 2006. Leiðtogarnir taka fram að hraðlið NATO og fyrirhugað 60.000 manna hraðlið Evrópu- sambandsins eigi að bæta hvort annað upp, en þó verði að „virða sjálfræði beggja samtaka“. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er gert ráð fyrir að Evrópusambandið geti haft að- gang að einstökum einingum, sem verða eyrnamerktar hrað- liðinu, hyggist það ráðast í sjálf- stæðar hernaðaraðgerðir, en ekki þó að hraðliðinu í heild. Einfaldara herstjórnarkerfi Þá er stefnt að því að einfalda herstjórnarkerfi bandalagsins, fækka höfuðstöðvum innan þess, gera kerfið allt sveigjanlegra og laga það að hinum nýju, hreyf- anlegu hersveitum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins leggja íslenzk stjórnvöld tals- verða áherzlu á að við breyt- ingar á herstjórnarkerfinu rask- ist staða Keflavíkurstöðvarinnar innan þess sem minnst. Til viðbótar við þetta ákváðu leiðtogarnir að auka viðbúnað og varnir gegn afleiðingum árása á almenna borgara með efna-, sýkla- og geislavopnum. Ætlunin er að koma á fót viðbragðsliði, sem komið geti stjórnvöldum í einstökum ríkjum til aðstoðar, verði þau fyrir slíkri árás. Það er nýjung í hernaðarskipulagi NATO að slíkur viðbúnaður heyri undir hernaðarleg yfir- völd. Engu að síður verður áfram lögð meiri áherzla á að fæla hugsanlega óvini frá slíkum árásum en að fást við afleiðingar þeirra. Skuldbindingar um aukin framlög Varnarmálaráðherrar ellefu NATO-ríkja undirrituðu í gær viljayfirlýsingar um að leggja bandalaginu til fleiri herflutn- ingavélar, flutningaskip og elds- neytisflugvélar til að auðvelda því að flytja lið og hergögn um langan veg. Auk þess kemur fram í lokayfirlýsingu leiðtog- anna að einstök aðildarríki hafi undirgengizt „ótvíræðar og sér- tækar pólitískar skuldbindingar“ um að auka hernaðargetu sína á átta nánar tilteknum sviðum. „Þetta eru ákvarðanir, ekki bara yfirlýsingar,“ sagði Robert- son á blaðamannafundinum. Hann upplýsti að a.m.k. átta ríki ætluðu að auka framlög sín til varnarmála, þ.e. Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Portúgal, Noregur, Tékkland, Pólland og Ungverjaland, „og auk þess nokkur til viðbótar“. Á meðal þess, sem Bandaríkin leggja til, mun vera aukinn aðgangur fyrir Evrópuríkin að bandarískri þekkingu á sviði hátæknihern- aðar. Robertson sagði að atburðir undanfarinna missera hefðu breytt viðhorfum til varnarmála- útgjalda í mörgum aðildarríkj- anna. Mikilvægt væri að horfa ekki eingöngu á hversu miklu fé væri varið, heldur hvernig. „Ef við eyðum meiri peningum í ranga hluti er engu bætt við ör- yggið,“ sagði hann. „Við eigum alltof marga skriðdreka og þungavopn og höfum alltof marga hermenn og annað fólk í að viðhalda þeim. Við eigum allt- of margar orrustu- og árásar- flugvélar. Okkur vantar hins vegar getuna til að fljúga í öllum veðrum, jafnt á degi sem nóttu, og til að skjóta nákvæmnisstýrð- um flugskeytum – þetta eru bara tvö dæmi.“ Hraðlið, meiri útgjöld og aukin hernaðargeta Prag. Morgunblaðið.                                  !" #  #  $    #  # %  #  #"    # & ' () #*  +,- , -*  #$    .#  #  $    #  "     #         '  #  - " ) .# # -  #$    $ ()  #  sagði hann. „Öll ríki, burtséð frá stærð og efnahag, geta lagt sitt af mörkum í baráttunni við þær ógnir, sem nú steðja að alþjóðlegu öryggi- …Enginn ætti að verða öðrum til byrði. Við Eistlendingar vitum þetta og við munum leggja okkar af mörk- um.“ Vaire Vike-Freiberga, forseti Lett- lands, sagði að ákvörðun leiðtoganna bæri vott um hugrekki. „Fyrir okkur Letta er hún merki um alþjóðlegt réttlæti, að losna fyrir fullt og allt við arfleifð seinni heimsstyrjaldarinnar, við síðasta kafla þeirrar sögu sem hófst með samningi Ribbentrops og Molotovs 1939, við afleiðingar ákvarð- ana, sem teknar voru í Teheran og Jalta.“ Freiberga sagði að draga mætti viðburði dagsins saman í eitt orð: „Von“. Í lokayfirlýsingu fundarins segir að stefnt sé að því að aðildarskjöl nýju LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) sam- þykktu á fundi sínum í Prag í gær að bjóða sjö nýjum ríkjum til aðildarvið- ræðna við bandalagið. Áformað er að ríkin fái aðild að NATO eigi síðar en á næsta leiðtogafundi bandalagsins í maí 2004. Ríkin, sem um ræðir, eru Eistland, Lettland, Litháen, Slóvakía, Slóvenía, Rúmenía og Búlgaría. Stækkunin var samþykkt í einu hljóði á fundi leiðtoga aðildarríkjanna 19 og var klappað í salnum þegar Ro- bertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, lýsti því yfir að tillagan um stækkun væri samþykkt. Söguleg ákvörðun Í stuttum ávörpum eftir að sam- þykktin var gerð ræddu margir leið- toganna um að ef einhvern tímann væri ástæða til að tala um sögulega ákvörðun, væri það nú. Davíð Odds- son sagði að stækkunin væri „mikill sigur fyrir þær hugsjónir, sem banda- lagið hefur ákveðið að verja“. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, orðaði það svo að með ákvörðun sinni hefði fundurinn breytt Evrópukortinu og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði orð á táknrænu mikilvægi þess að þrjú fyrrum sov- étlýðveldi væru í hópi hinna nýju að- ildarríkja. George Bush, forseti Bandaríkj- anna, sagði að Bandaríkin fögnuðu mjög stækkun NATO, „mikilvægasta bandalags þjóðar okkar“. „Með því að bæta við sjö nýjum ríkjum eflum við ekki aðeins hernað- arstyrk okkar, heldur endurnýjum við anda þessa mikla lýðræðisbanda- lags. Ákvörðun okkar í dag ítrekar skuldbindingar okkar gagnvart frels- inu og gagnvart Evrópu, sem er óskipt, frjáls og býr við frið,“ sagði Bush. Einhver merkilegasti dagur nútímasögunnar Leiðtogar hinna væntanlegu aðild- arríkja héldu tilfinningaþrungnar ræður á sérstökum fundi með leiðtog- unum eftir að ákvörðunin hafði verið tekin, þökkuðu það traust sem þeim hefði verið sýnt, og hétu jafnframt áframhaldandi umbótum innanlands, jafnt pólitískum sem hernaðarlegum. „Þessi sögulega ákvörðun færir okk- ur nær sameiginlegri hugsjón okkar um óskipta og frjálsa Evrópu, Evrópu sem tengist ríkjunum handan Atl- antshafsins sterkum og traustum böndum,“ sagði Valdas Adamkus, for- seti Litháens. Siim Kallas, forsætisráðherra Eist- lands, þess fámennasta af ríkjunum sjö, sagði að þessi dagur væri í huga hans og margra annarra einhver merkilegasti dagur nútímasögunnar. Í upphafi nýfengins sjálfstæðis Eist- lands hefðu fáir í raun trúað því að landið ætti möguleika á aðild að NATO. Hann sagði að Eistar gerðu sér fulla grein fyrir því að aðild að NATO fæli í sér miklar skuldbinding- ar. „Við skiljum til fulls þær skuld- bindingar, sem við undirgöngumst,“ ríkjanna verði tilbúin í marz 2003, en þá tekur við staðfestingarferli á þjóð- þingum allra aðildarríkjanna 26, nýrra og gamalla. NATO getur enn stækkað Fram að því að ríkin fá fulla aðild verður leitazt við að tryggja þátttöku þeirra í sem flestum aðgerðum bandalagsins. Robertson lávarður sagði í gær að sennilegt væri að nýju ríkin gætu tekið þátt í hernaðarað- gerðum með NATO þótt þau hefðu ekki fengið fulla aðild. Robertson lagði ríka áherzlu á að stækkun NATO væri ekki lokið með þessu og í lokayfirlýsingu leiðtoga- fundarins eru bæði Albanía og Make- dónía nefnd sem hugsanleg aðildar- ríki, svo og Króatía, en þá með þeim skilyrðum m.a. að Króatar uppfylli allar sínar skuldbindingar gagnvart Stríðsglæpadómstólnum í Haag. Sjö nýjum ríkj- um boðin aðild Prag. Morgunblaðið.                                          !"  #" "$%"&'"(##&)#" " "*"+'%%" %"  " (  ,+  %"-.(/012"/!" ""%+ "(+ "' $   "!,%#"3"4,"# "" %"  " ".(/02  $"5"$      ("5"(+     6+ , !       7    !   .3 #"  " !   " "! 8 " %  "  "! #" 3  .(/0&    " "  $  "   %&'(  )     ! " 8    ! " $ 9 ( 9"5":  "* + ) ,  "! + #   -    " -   ,  .#    "! " %&'( / " " 00+ /" + "  /"  1 -,  ) , 2  ,   /3,   )/ ,  , ,  "    ;   < =  2 2 2 =2 2 =2 ;2 <2 ;2 2 2  2 2  2 4 ! 5- ! 6- ,  7  ! 7,# 4 # %- , 89: , ;  ! < =  >  ! '+  ! ?*  ! @0 A ,/   'B ! 6 !          TVEIR tékkneskir lögreglumenn standa uppi á brynvörðum bíl fyrir aftan hóp óeirðalögreglumanna sem voru við öllu búnir í Prag í gær vegna leiðtogafundar Atlantshafs- bandalagsins. Heftu óeirða- lögreglumennirnir för mótmæl- enda sem vildu komast inn á fundarstaðinn. Öryggisviðbúnaður í Prag er mikill vegna NATO- fundarins, og strangt eftirlit haft með mótmælafundum. AP Mikill við- búnaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.