Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 22

Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEÐURSTOFA Spánar spáði í gær fárviðri undan norðvesturströnd landsins á næstu tveimur dögum og óttast er að það verði til þess að meiri olía berist upp að strönd Gal- isíu. Að sögn veðurstofunnar voru horfur á suðvestan fárviðri, um 31 m/s, sem yki líkurnar á því að olíu- brákir frá olíuskipinu Prestige, sem sökk á þriðjudag, bærust að norðvesturströnd Spánar. Um 300 km svæði á strandlengjunni milli La Coruna og Finisterre-höfða er nú þegar mengað af olíu og átta km löng olíubrák færðist nær ströndinni í gær. Spænskir þjóðvarðliðar settu í gær upp flotgirðingar við bæinn Corcubion, nálægt Finisterre- höfða, til að verja ströndina. Olía hefur ekki borist á land í Corcub- ion. „Það er ekki hægt að spá um hvar olían kemur að landi,“ sagði bæjarstjóri Corcubion. Hermenn, liðsmenn umhverf- isverndarhreyfinga og sjálf- boðaliðar héldu áfram að hreinsa ströndina. Hermt er að hundruð fugla hafi drepist. Umhverfisráðherra Spánar sagði að áætlað væri að tjónið af völdum mengunarinnar næmi and- virði 28 milljarða króna, meðal annars vegna fiskveiðibanns á svæðinu. Embættismenn í Portúgal töldu í gær að strendur landsins myndu ekki mengast, að minnsta kosti á næstu dögum. Stjórnin skipaði þó sérstaka nefnd, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið og á að undirbúa neyðarráðstafanir ógni olían ströndum landsins. Varn- armálaráðherra Portúgals, Paulo Portas, sagði að 550 hermenn væru nú þegar undir það búnir að hreinsa ströndina. Talið er að um 10.000 tonn af ol- íu hafi lekið úr Prestige áður en skipið sökk á þriðjudag og að um 67.000 tonn séu enn í skipinu. Embættismenn segjast nú vera vongóðir um að olían haldist í tönkum skipsins á hafsbotninum, á 3,6 km dýpi, og þykkni þar vegna kulda og mikils þrýstings. Varnarmálaráðherra Spánar, Federico Trillo, skýrði frá því í fyrradag að stjórnin hefði íhugað að láta herþotu varpa sprengjum á olíuskipið til að sökkva því eða brenna olíuna. Reuters Súla á olíumengaðri strönd nálægt Finisterre á Norðvestur-Spáni. Fregnir herma að mörg hundruð fuglar hafi drepist af völdum mengunarinnar. Horfur á meiri olíumengun La Coruna. AFP, AP. ÁHORFENDUR gripu andann á lofti, tóku fyrir nefið en horfðu á sem dáleiddir í fyrrakvöld, er þýski prófessorinn Gunther von Hagens framkvæmdi fyrstu op- inberu krufninguna í Bretlandi í 170 ár. Uppselt var á krufn- inguna, en alls voru áhorfenda- sætin um 500. Yfir 200 manns fengu ekki miða og urðu frá að hverfa. Með- al áhorfenda voru myndatökumenn frá Channel 4 sjónvarpsstöðinni, sem tóku atburðinn upp á myndband, og líffærafræðipró- fessorar sem Scotland Yard sendi, því óvíst var talið að krufningin væri lögleg þar sem hvorki von Hagens né staðurinn þar sem krufningin fór fram höfðu tilskilin leyfi. Lögreglan í London staðfesti að lögreglu- menn hefðu verið á staðnum og „skrifað hjá sér hvað fór fram“. Um þrjátíu kvartanir hefðu bor- ist frá almenningi. Skýrsla hef- ur verið send saksóknara, sem mun skera úr um hvort kærur verði lagðar fram. 60 fórust í bílslysi AÐ minnsta kosti sextíu manns, þ.á m. tíu börn, fórust er eldur kom upp í rútu í Madhya Prad- esh-héraði á Indlandi á mið- vikudaginn. Eldurinn kviknaði er farþegi sem var með bens- ínbrúsa meðferðis kveikti sér í sígarettu, að því er haft var eftir embættismanni. Um fimmtíu aðrir slösuðust, þar af 30 alvar- lega. Að sögn sjónarvotta voru yfir hundrað manns í rútunni er slysið varð. Lögregla var í gær farin að leita bílstjórans og miðasölumannsins í rútunni, en þeir flýðu af vettvangi. Skipuleggj- andi hand- tekinn INDÓNESÍSKUR tölvusér- fræðingur, Imam Samudra, sem talinn er hafa skipulagt sprengjutilræðið á Balí í síðasta mánuði, er varð 190 manns að bana, var handtekinn í gær- kvöldi, en hans hafði þá verið leitað af lögreglu í fjölda landa í rúman mánuð. Samudra var handtekinn um borð í rútu og veitti enga mótspyrnu að sögn lögreglu. Tveir lífverðir hans voru handteknir í byrjun vik- unnar og veittu þeir upplýsing- ar um ferðir hans, sem leiddi til handtökunnar. Skotárás í Kúveit FORINGI í kúveisku lögregl- unni skaut og særði tvo banda- ríska hermenn í gær og flýði svo yfir landamærin til Sádi-Arabíu að því er kúveiska innanríkis- ráðuneytið greindi frá. Þetta er í fimmta sinn sem bandarískir hermenn verða skotmörk í slík- um árásum í Kúveit síðan í októ- ber. STUTT Uppselt á krufn- inguna Hagens London. AFP. BRESKAR og bandarískar her- flugvélar vörpuðu í gær sprengjum á tvær ratsjárstöðvar í Suður-Írak en þetta er í fjórða skipti á síðustu fimm dögum sem staðið hefur verið fyrir slíkum aðgerðum á flugbanns- svæðinu í Írak. Talsmenn Bandaríkjahers sögðu að fyrst hefði verið ráðist á ratsjár- stöð nærri Ash Shuaybah, um 395 km suðaustur af Bagdad. Seinna um daginn var síðan varpað sprengjum á ratsjárstöð nærri Tal- lil, um 270 km suðaustur af Bag- dad. Sögðu fulltrúar Bandaríkja- hers að til þessara aðgerða hefði verið gripið sökum þess að Írakar hefðu fært ratsjárstöðvarnar til, inn á flugbannssvæðið yfir Írak. Þá hafði einnig verið skotið á þotur Bandaríkjamanna og Breta af jörðu niðri. „Ratsjárstöðvarnar voru á svæði sem þær eiga ekki að vera á og ef þú ert kominn á þetta svæði þá verður ráðist á þig. Það var einnig skotið á okkur. Ástæða aðgerðanna var því tvíþætt,“ sagði Frank Merriman, foringi í Bandaríkjaher. Ríkisdagblöðin í Írak höfðu fyrr um daginn lýst því yfir að stjórn- völd í Bagdad biðu þess spennt að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hæfust handa við verkefni sitt í landinu, en ráð er fyrir gert að það verði nk. miðvikudag. Sögðu blöðin að þess mætti vænta að þeg- ar í ljós væri komið, að Írakar byggju ekki yfir neinum gereyðing- arvopnum, myndu SÞ aflétta við- skiptabanni á landið og Bandaríkja- stjórn láta af hótunum í garð Íraka. Skotið á ratsjár- stöðvar í Suður-Írak Washington, Bagdad. AFP. HERSTJÓRNIN í Búrma kvaðst í gær vera byrjuð að láta lausa 115 pólitíska fanga og er þetta stærsti hópur slíkra fanga sem látinn hefur verið laus í landinu síðan sáttafundir stjórnvalda og stjórnarand- stöðunnar, að undirlagi Sam- einuðu þjóðanna, hófust fyrir tveimur árum. Frá því viðræðurnar hófust í október 2000 hafa alls 400 and- ófsmenn verið látnir lausir úr fangelsum í litlum hópum og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, friðarverðlaunahafi Nóbels, Aung San Suu Kyi, hefur verið leyst úr stofufangelsi. En her- stjórnin hefur enn ekki staðið við það loforð sitt að hefja stjórnmálaviðræður við stjórn- arandstöðuna. Flestir búnir að afplána Flokkur Suu Kyi, Lýðræðis- hreyfingin, fagnaði lausn fang- anna en sagði að flestir hafi þeir líklega verið búnir að af- plána dóma sína. Andófsmenn í Búrma eru ekki alltaf látnir lausir þegar afplánun er lokið. Stjórnarerindrekar sögðu að talið væri að 1.300 pólitískir fangar sætu enn á bak við lás og slá í Búrma. Pólitísk- um föng- um sleppt í Búrma Rangoon. AFP. UNGIR múslímar í borginni Kaduna í norðurhluta Nígeríu efndu í gær til óeirða vegna dagblaðsgreinar þar sem þeim finnst að Múhameð spá- manni hefði verið sýnd óvirðing. Greinin fjallaði um fegurðarsam- keppnina Ungfrú heimur og var þar sagt að ef spámaðurinn hefði séð kvennavalið hefði hann sennilega valið sér eiginkonu úr hópnum. Talsmenn Rauða krossins á svæð- inu sögðu í gærkvöldi að minnst fimmtíu manns lægju í valnum eftir óeirðir dagsins og tugir hefðu særst. Múgurinn reisti víggirðingar úr brennandi dekkjum, kveikt var í byggingum, þ.á m.kirkjum, og reykj- armökkur lá yfir Kaduna. Borgar- yfirvöld lýstu yfir útgöngubanni. Dagblaðið umrædda hefur beðist margfaldlega afsökunar á ummæl- unum en ritstjórnarskrifstofur þess í borginni voru samt brenndar. Feg- urðarsamkeppnin sem haldin er í Nígeríu hefur valdið miklum deilum. Margar stúlkur ákváðu á sínum tíma að hætta við þátttöku til að mótmæla því að nígerísk kona í múslímahéraði skyldi vera dæmd til dauða fyrir að eignast barn utan hjónabands. Er dómurinn var kveðinn upp var stuðst við sharia, lög íslams. Þjóðin skiptist nokkurn veginn til helminga milli kristni og íslams sem einkum hefur fótfestu í norðurhluta landsins. Grunnt á því góða Mjög grunnt er á því góða milli trúflokkanna í Kaduna, en hún hefur verið klofin í kristin og íslömsk hverfi eftir átök milli trúflokkanna fyrir tveimur árum, sem skildu yfir 2000 manns eftir í valnum. Mannskæðar óeirðir í Nígeríu Kano í Nígeríu. AFP: Múslímar reiðir vegna meintrar móðgunar við Múhameð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.