Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 30
BÖRN og unglingar innan 18 ára aldurs og ellilífeyrisþegar geta nýtt sér þjónustu almennings- vagna Reykjanesbæjar án endur- gjalds á næsta ári. Íbúar Reykjanesbæjar greiða áfram 100 krónur fyrir hverja strætisvagnaferð en það er helm- ingi lægra gjald en á höfuðborg- arsvæðinu. Börn að sextán ára aldri hafa greitt 50 krónur. Bæj- arstjórn hefur ákveðið að fella það gjald niður frá og með ára- mótum og hækka aldursmörkin í 18 ár. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að þjónusta almennings- vagna sé aðallega notuð við upp- haf og lok skóladags. Stjórn- endur bæjarins hafi áhuga á að hvetja börn, unglinga og eldri borgara til að nota þjónustuna einnig á öðrum tímum, til dæmis til að sækja fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem í boði er. Ala þurfi unga fólkið upp í því að nota almenningssamgöngur. Því hafi verið ákveðið að bjóða þeim þessa þjónustu án endurgjalds. Frítt í strætó fyrir börn og eldri borgara SUÐURNES 30 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁFORMAÐ er að nýta til raforku- framleiðslu orkuna sem myndast við brennslu sorps í nýrri brennslustöð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Framkvæmdir hófust í gær með því að Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, formaður stjórnarinnar, tók fyrstu skóflustunguna á lóðinni að Berg- hólabraut 7 í Helguvík. Með því að breyta úrganginum í orku er hægt að ná yfir 80% endur- vinnslu sorps í stöðinni og verður það hæsta hlutfall endurnýtingar í landinu. Stöðin mun sjálf nýta helm- ing áætlaðrar raforkuframleiðslu og verður því sjálfbær hvað raforku áhrærir og auk þess verður unnt að nota varmann til að hita upp húsnæði og snjóbræðslukerfi í plani. Nýja sorpeyðingarstöðin er tví- skipt, annars vegar móttöku- og flokkunarstöð og hins vegar vélasal- ur þar sem brennslulínan sjálft verð- ur ásamt stjórnstöð og tilheyrandi aðstöðu. Fyrirhugað að reka gámaplan fyr- ir almenning á lóð stöðvarinnar, einnig í Grindavík og Vogum. Þar mun íbúum gefast kostur á að koma með forflokkaðan úrgang til endur- vinnslu, líkt og gerist hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Kostar 900 milljónir Tekið verður á móti öllu sorpi inn- andyra og engin meðhöndlun sorps fer fram utanhúss. Sá úrgangur sem kemur inn í flokkunarstöðina fer annaðhvort beint í sorpþró til brennslu eða er flokkaður til endur- vinnslu. Aska og óbrennanlegur úr- gangur sem til fellur verður urðaður á nýjum sorphaugum sem teknir verða í notkun á Stafnesi. Brennslulínan getur afkastað 12.300 tonnum á ári og er tæknilega mjög góð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem Sorpeyðing- arstöðin hefur sent frá sér. Hún mun standast ströngustu reglur Evrópu- sambandsins um útblástur, reglur sem raunar hafa enn ekki tekið gildi hér á landi. Stöðin leysir af hólmi gömlu brennslustöðina við Hafnaveg og verður hún gangsett í lok næsta árs. Byggingartími verður því rúmt ár en þess ber að geta að lengi hefur verið unnið að undirbúningi. Héðinn hf. er aðalverktaki, byggir stálgrindarhús og setur upp brennslulínu, en Ís- lenskir aðalverktakar annast jarð- vinnu og lóðarframkvæmdir. Heildarkostnaður er nú áætlaður um 900 milljónir kr., með virðisauka- skatti en 720 milljónir án hans. Sorpeyðingarstöðin annast brennslu úrgangs frá sveitarfélögun- um fimm á Suðurnesjum sem og frá varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Við móttöku sem fram fór af þessu tilefni í golfskálanum í gær rifjuðu Sigríður Jóna og Guðjón Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, upp aðdragandann að byggingu stöðvarinnar og skýrðu fyrirhugaða uppbyggingu. Sigríður lét þess getið að bygging gömlu stöðvarinnar við Hafnaveg hafi verið bylting í sorphirðu og eyð- ingu sorps á svæðinu. Hún stæðist ekki lengur kröfur tímans. Sveitar- félögin hefðu enn á ný ákveðið að leysa þessi mál sameiginlega og í samvinnu við varnarliðið og myndi nýja stöðin verða mikil lyftistöng á sviði sorphirðu og umhverfismála á Suðurnesjum. Framkvæmdir hafnar við byggingu nýrrar flokkunar- og brennslustöðvar Yfir 80% end- urvinnsla úr- gangs í stöðinni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, formaður stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, fékk það verkefni að hefja framkvæmdir við nýju flokkunar- og brennslustöðina í Helguvík og notaði við það voldugt vinnutæki. Flokkunar- og brennslustöðin verður í stálgrindarhúsi og gámasvæði verð- ur á planinu og mun líta svona út, samkvæmt fyrstu drögum arkitektanna. Helguvík GJALDSKRÁ þjónustu hjá Reykja- nesbæ er í mörgum tilvikum lægri en hjá stóru sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu. Ákveðið hefur verið að börn og unglingar innan 18 ára ald- urs og ellilífeyrisþegar fái frítt í al- menningsvagna frá og með áramót- um. Unnið er að undirbúningi fjárhags- áætlunar Reykjanesbæjar. Verður tillaga að henni lögð fyrir bæjarstjórn 3. desember og er stefnt að því að hún verði samþykkt á fundi 10. desember, að sögn Árna Sigfússonar bæjar- stjóra. Er það fyrr en verið hefur. Segir Árni mikilvægt að stjórnendur viti fjárhagsrammann tímanlega og séu tilbúnir þegar nýtt ár hefst. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt gjaldskrár fyrir næsta ár. Hafa þær í för með sér ýmsar breytingar á þjón- ustugjöldum, bæði til hækkunar og lækkunar. Árni segir að breytingarn- ar miði að því að þjónusta og þjón- ustugjöld í sveitarfélaginu séu vel samkeppnisfær við það sem algeng- ast er á höfuðborgarsvæðinu. Saman- burðurinn miðist þó í flestum tilvikum við þau gjöld sem gilda á þessu ári hjá hinum sveitarfélögunum þar sem breytingar fyrir næsta ár séu ekki ljósar hjá öllum. Leikskólagjöld hækka Útsvar verður óbreytt á næsta ári, 12,7%, sömuleiðis fasteignaskattur og önnur fasteignagjöld, nema hvað ekki hafa verið teknar ákvarðanir um sorphirðugjald. Leikskólagjöld hækka um 5 til 11% en eru eigi að síður talsvert lægri en í Reykjavíkurborg. Mánaðargjald fyrir átta tíma vistun með mat og hress- ingu verður á næsta ári 22.800 krónur í leikskólum Reykjanesbæjar en 27.000 krónur í Reykjavík. Foreldrar sem eru með tvö börn í leikskóla þurfa að greiða tæpar 40 þúsund í Reykjanesbæ en rúmar 45 þúsund krónur í Reykjavík. Sumir gjaldskrárflokkar í Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar hækka verulega en aðrir standa í stað. Eigi að síður eru gjöldin talsvert lægri en til dæmis í Reykjavík. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að nem- endur á 6. stigi í tónlistarnámi og ofar verða framvegis látnir greiða hærra gjald en yngri nemendur. Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi telur að þetta sé síst til þess fallið að hvetja nemendur til áframhaldandi tónlist- arnáms. Árni segir að þessi breyting hafi verið ákveðin að tillögu skóla- stjóra Tónlistarskólans þar sem kostnaður við þessa nemendur sé meiri en við kennslu þeirra yngri. Gjald í sund hefur verið hærra í Reykjanesbæ en hjá sveitarfélögun- um á höfuðborgarsvæðinu. Mun stak- ur sundmiði fullorðinna kosta 200 krónur á næsta ári, eins og nú er á höfuðborgarsvæðinu, í stað 220 kr. og stakur miði barna mun kosta 100 krónur í stað 110 kr. Þjónustugjöld höfð lægri en á höfuðborgarsvæðinu Reykjanesbær Útgjöld fram úr áætlun ÚTLIT er fyrir að útgjöld Gerða- hrepps verði 44 milljónum krónum hærri en gert var ráð fyrir í fjár- hagsáætlun og að til fjárfestinga verði varið 23 milljónum umfram áætlun. Tekjur aukast ekki að sama skapi. Til að mæta þessu hefur meirihluti hreppsnefndar ákveðið að taka 50 milljóna króna lán. Þessar upplýsingar komu fram þegar endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins kom til síðari umræðu í hreppsnefnd. Hún var samþykkt með atkvæðum fulltrúa F-listans sem skipa meirahluta en fulltrúar I- og H-lista sátu hjá. Í bókun, sem fulltrúar F-listans lögðu fram, kemur fram að útgjöld vegna fræðslumála fara 23 milljónir kr. fram úr áætlun. Talið er nauð- synlegt að finna ástæður fyrir því og leiðir til að ná kostnaðinum niður. Ástæða þess að fjárfestingar fóru fram úr áætlun eru sagðar þær að átak í lagningu gangstétta hafi orðið mun dýrara en áætlað var. Lögð er áhersla á að á næsta ári verði ekki unnið fyrir hærri upphæð en varið verður til verksins. Þá kemur fram að á árinu hefur verið mikil ásókn í byggingarlóðir. Þurft hafi að undir- búa lóðir og leggja vegi á fjórum stöðum í byggðarlaginu. Fram kemur í bókun meirihlutans að samkvæmt endurskoðaðri fjár- hagsáætlun ársins taki rekstur málaflokka, án eignfærðrar fjárfest- ingar, til sín liðlega 87% af tekjun- um. Leggja fulltrúarnir áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs verði hlutfallinu komið niður í 80%. Garður South River Band gengst fyrir söngkvöldi í kvöld, föstudag, í veit- ingahúsinu Vitanum í Sandgerði. Hljómsveitin leiðir sönginn og öllum textum verður varpað á sýning- artjald þannig að auðvelt verður að fylgjast með og taka undir. Á efnisskránni eru íslensk alþýðu- og dægurlög með innskotum af eigin efni hljómsveitarinnar. Söngkvöldið hefst kl. 22. Miðasala er við innganginn. Í DAG HEILBRIGÐISMÁL verða rædd á opnum fundi sem Félag eldri borg- ara á Suðurnesjum (FEB) boðar til á morgun, laugardag, í samstarfi við Reykjanesbæ og verkalýðsfélög. Fundurinn verður í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Yfirskrift fundarins er: Betri heilsa, bætt mannlíf, gegn fátækt. Fundurinn hefst klukkan 11 með ávarpi Hilmars Jónssonar, formanns FEB. Síðan flytur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra eða staðgengill hans erindi svo og Þórunn Svein- björnsdóttir, varaformaður Efling- ar, María Ólafsdóttir heimilislæknir og Magnús Pétursson forstjóri. Eldri borgarar halda fund um heilbrigðismál Reykjanesbær ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.