Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 33
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 33 SAMBAND austfirskra kvenna hélt nýverið aðalfund sinn á Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Þetta er 76. starfsár sambandsins og hefur það innan sinna vébanda 14 kvenfélög með um 250 félagskonum. Guðborg Jónsdóttir hefur verið formaður SAK undanfarin þrjú ár. Hún segir að utan venjubundinna að- alfundarstarfa hafi nýútkomin bók, Djúpar rætur, hugverk þingeyskra kvenna, verið kynnt. „Okkur stendur til boða að þess háttar bók verði skrifuð um hugverk austfirskra kvenna og gefin út, sem er mjög áhugavert verkefni,“ segir Guðborg. Þá leggjast allir á eitt um að safna hugverkum í bundnu og óbundnu máli frá öllum tímum eftir austfirsk- ar konur. Útgefandinn, Björn Hró- arsson hjá Pjaxa ehf., mun starfa með ritnefnd austfirskra kvenna að því að koma þessari bók saman. „Við höfum einmitt rætt það hvernig sam- bandið gæti stutt við bakið á þeim konum sem vildu gefa út eigið efni og þarna gefst tækifærið. Auk þess værum við að halda til haga verð- mætum þætti í sögu austfirskra kvenna.“ Næsta sumar verður Landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið á Hallormsstað, en það er haldið þriðja hvert ár. „Við byrjuðum að leggja drög að því strax í júní sl.,“ segir Guðborg. „Þetta verður um 200 kvenna þing og allar konur velkomn- ar. Það stendur í fjóra daga, frá 12. til 14. júní, og mikið verður um að vera. Af því tilefni komu forseti KÍ og framkvæmdastjóri, þær Helga Guð- mundsdóttir og Kristín Guðmunds- dóttir, á aðalfundinn til að fara yfir hvert okkar hlutverk verður í þing- haldinu og undirbúningi, en það er einkum að sjá um hina ytri umgjörð þingsins.“ Þá var á aðalfundinum rætt um málefni Hússtjórnarskólans. Sam- band austfirskra kvenna er einn af bakhjörlum skólans en vilji er til þess innan sambandsins að koma beinlínis að uppbyggingu skólans, sem vex nú og dafnar eftir áralanga erfiðleika. Laga sig að nýjum tímum Aðspurð um stöðu kvenfélaga á Austurlandi segir Guðborg hana ær- ið misjafna. „Sum félögin eru fámenn en samt ekkert á því að gefast upp, enda sinna þau mikilvægum sam- félagsþáttum hvert í sinni heima- byggð. Engum dylst að tímarnir hafa breyst frá því að kvenfélögin voru stofnuð. Áður fyrr var mikil þörf fyr- ir þau í sveitum landsins. Enn þann dag í dag eru kvenfélögin að láta gott af sér leiða, þótt hljótt fari. Við reyn- um að breyta áherslunum í fé- lagsstarfi okkar í takt við nýja og breytta tíma og ein leiðin er sú að huga líka að félagskonunum og hvað við getum gert fyrir þær. Það er nokkuð um það að ungar konur gangi í kvenfélögin. Fjöldi fé- lagskvenna er frá 7 konum og upp í 41 eina konu í félagi. Sem dæmi má nefna útverði okkar í norðri, konurn- ar í Lindinni í Vopnafirði, sem eru mjög öflugar, 23 talsins. Þá er stórt kvenfélag á Norðfirði. En stór eða smá, öll eru þau mikilvægir hlekkir í SAK,“ sagði Guðborg að lokum. Orlofsnefnd húsmæðra starfar á sambandssvæðinu. Í nóvember í fyrra fóru 39 konur af svæðinu í vel heppnað húsmæðraorlof til Prag, en ráðgert er að fara annað hvert ár í orlofsferð. Í nýkjörinni stjórn SAK sitja Guð- borg Jónsdóttir, sem áfram verður formaður, Sælín Sigurjónsdóttir og Ragnheiður K. Hall. Í varastjórn eru Ásta Jónsdóttir, Björk Gunnlaugs- dóttir og Svandís Sigurjónsdóttir. Konur fjölmenna í Hallormsstaðaskógi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Samband austfirskra kvenna hélt aðalfund sinn á Skriðuklaustri. Kven- félögin á Austurlandi eru 14 talsins með um 250 félagsmenn. Egilsstaðir SÍÐASTLIÐINN sunnudag var haldinn handverksmarkaður í golf- skálanum á Efra-Seli en á þeim bæ er fjölsóttur átján holu golfvöllur. Um tuttugu aðilar, komnir víðs- vegar að, voru með margskonar handunnar vörur til sölu, meðal ann- ars muni sem greinilega eru unnir af listfengi og alúð. Staðarhaldarar í Efra-Seli, þau Ásta Guðný Daníels- dóttir og Halldór Guðnason, geng- ust fyrir markaðnum sem og Helena Eiríksdóttir handavinnukennari. Veitingar voru með afslætti og gestir voru fjölmargir. Nokkrir nemendur úr Barnakór Flúðaskóla voru með tombólu en ákveðið er að barnakórinn fari til Ungverjalands í byrjun maí á næsta ári. Börnin eru um þrjátíu talsins sem ætla að syngja fyrir Ungverja en margir foreldrar munu fylgja með. Þau safna nú peningum af krafti til fararinnar; svo sem flösk- um og dósum, ætla m.a að halda söngskemmtun, kökubasar og sitt- hvað fleira. Tónlistarkennari þeirra og fararstjóri er Edit Molnár en hún er einmitt frá Ungverjalandi. Fréttaritari smellti mynd af fjórum áhugasömum stúlkum sem sögðust vera farnar að hlakka til fararinnar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Dröfn Magnúsdóttir, Auður Grétarsdóttir, Þórdís Gísladóttir og Sigrún Sigurðardóttir voru að safna fyrir utanlandsferð Barnakórs Flúðaskóla. Grunnskólanemendur safna til utanfarar Hrunamannahreppur DJASSSVEITIN Kuran Swing hélt tónleika í Félagsheimili Hvammstanga sl. sunnudag á veg- um Tónlistarfélags V-Hún. Sveit- ina skipa: Szymon Kuran, Björn Thoroddsen, Ólafur Þórðarson og Jón Rafnsson. Hljómsveitin skil- greinir sig í flokki swing, djass og heimstónlistar. Gestaleikari með sveitinni var Jörgen Svare, dansk- ur klarinettleikari, sem talinn er einn besti djassleikari í Evrópu. Tónleikarnir voru afar vel heppn- aðir og skemmtu gestir sér hið besta. Í hléi var boðið upp á kaffi og vöfflur. Tónlistarfélag V-Hún. hefur starfað í ellefu ár og stendur fyrir mánaðarlegum tónleikum frá hausti til vors. Meðlimir félagsins greiða árgjald en fá frían aðgang að tónleikum. Vetrarstarf félagsins hófst í október með píanótónleik- um Þorsteins Gauta Sigurðssonar. Leitast er við að fá flytjendur sem fjölbreyttastrar tónlistar og að sem flestir njóti þessa framtaks. Næstu tónleikar verða 15. desember í Fé- lagsheimili Hvammstanga en þar koma fram allir starfandi kórar í héraðinu með jóla- og aðventutón- list.. Núverandi stjórn Tónlistarfélags V-Hún. skipa: Guðmundur St. Sig- urðsson, sem er formaður, Elin- borg Sigurgeirsdóttir, Bjarni Þór Einarsson, Lilja Björk Jónsdóttir og Jón Eiríksson. Ljósmynd/BÞE Kuran Swing og Jörgen Svare í léttri sveiflu á Hvammstanga. Fjölbreytt tón- list fyrir alla Hvammstangi Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir SÚ nýbreytni var á starfsdegi nýlega að kennarar og annað starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi, fóru í skólaheimsóknir á höfuðborgarsvæðinu. Skiptist fólk á milli fimm grunnskóla og viðaði að sér hug- myndum og kynntist störfum annarra. Eftir hádegi voru Orkuveita Reykjavíkur og Skólavörubúðin heimsótt. Þeir sem höfðu úthald fóru síðan í Bláa lónið síðdegis á meðan hinir fóru heim í Borgarnes. Meðfylgjandi mynd er tekin af hópnum á lóðinni við Skólavörubúðina. Heimsóttu skóla í höfuðborginni Borgarnes UM nokkurt árabil hafa félög eldri borgara á Snæfellsnesi hist á sam- eiginlegri skemmtun að hausti til. Félögin á hverjum þéttbýlisstað, þ.e í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi, hafa skipst á um að halda þessar skemmtanir og fengið til liðs við sig ýmis félagasamtök hvert á sínum stað. Að þessu sinni var komið að Eldriborgarafélagi Grundarfjarðar að halda samkomuna og fór hún fram í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar að kvöldi fyrsta vetrardags sl. Um 150 manns mættu og áttu þar saman góða kvöldstund. Boðið var upp á mat og skemmtiatriði og að síðustu var dansað fram á nótt. Matreiðsla og framreiðsla matar var í höndum Kvenfélagsins Gleym mér ei, Lionsklúbbs Grundarfjarð- ar og Rauða krossdeildarinnar í Grundarfirði. Veislustjóri var Páll Cecilsson. Formaður Eldriborg- arafélags Grundarfjarðar er Elís Guðjónsson. Morgunblaðið/ Gunnar KristjánssonEldri borgarar glaðir á góðri stund. Eldri borgarar á Snæ- fellsnesi skemmta sér Grundarfjörður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.