Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 39
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 39 KVIKMYNDAIÐNAÐURINN hefur jafnan sótt viðfangsefni í verk höfuðskáldanna og sú er raunin með rómantísku gam- anmyndinni The Importance of Being Earnest sem byggð er á samnefndu leikriti eftir Oscar Wilde. Það var sýnt hérlendis und- ir nafninu Hreinn umfram allt, og er eitt sígildra leikhúsbókmennta- verka írskættaða skáldjöfursins. The Importance of Being Earnest hefur verið kvikmyndað a.m.k. 6 sinnum áður, þar af þrisv- ar fyrir sjónvarp. Útgáfan sem er frumsýnd í Regnboganum í dag er með völdum leikurum í hverju hlutverki í þessu vitsmunalega og fjöruga verki sem gerist í Eng- landi á ofanverðri 19. öld. Aðal- persónurnar eru tveir ungir herra- menn og ungar, fagrar og forríkar stúlkur. Jack Worthing (Colin Firth) á sér vel varið leyndarmál: Hann lif- ir tvöföldu lífi. Annarsvegar nýtur hann lífsins sem virtur og hæglát- ur heiðursmaður sem býr á sínum herragarði úti á landsbyggðinni, þar sem hann er m.a. forsjármaður hinnar undurfögru og vellauðugu Cecily Cardew (Reese Wither- spoon). Á hinn bóginn, þegar hann langar að skvetta úr klaufunum, bregður Jack sér til Lundúna þar sem hann dvelur undir undir fölsku flaggi og segist vera Earn- est Worthing – bróðir sem hann hefur skáldað upp. Í Lundúnum býr hann við glaum og gleði og stundar stíft ljúfa lífið ásamt Algy Moncrieffe (Rupert Everett), besta vini sínum. Hitt veit Jack ekki að Algy not- ar einnig dularnefnið Earnest og til að skemma ekki ánægjuna fyrir væntanlegum bíógestum er ekki skynsamlegt að fara nánar útí þær fléttur og uppákomur sem þetta sameiginlega dulnefni á eftir að leiða þá vinina í. Ekki síst eftir að kvenkostirnir Gwendoline (Frances O’Connor), og Cecily dragast inn í framvinduna. Þeir Firth (Bridget Jones Diary, Shakespeare in Love) og Everett (Another Country, My Best Friends Wedding) eru báðir með virtari leikurum Breta. Hitt verður forvitnilegra að sjá hvernig Suð- urríkjastúlkunni, bandarísku leik- konunni Reese Witherspoon, geng- ur að fást við sitt hábreska, vitræna gamanhlutverk. Farnast henni eins vel og Gwyneth Paltrow í Emmu? Það kemur fljótlega í ljós. Meðal annarra kunnra nafna í leikhópnum ber sérstaklega að geta stórleikaranna Judi Dench, Toms Wilkinson og Edwards Fox. Leikstjóri er Oliver Parker. Snúin gamanmál The Importance of Being Earnest er byggð á samnefndu leikriti eftir Osc- ar Wilde. Það var sýnt hérlendis undir nafninu Hreinn umfram allt. Regnboginn frumsýnir The Importance of Being Earnest. Leikarar: Rupert Everett, Colin Firth, Reese Witherspoon, Judi Dench, Franc- es O’Connor, Tom Wilkinson, Anna Massey og Edward Fox. SÍÐAN Harry Potter kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1997 í bókinni Harry Potter og viskusteinninn hafa vinsældir hans slegið öll met um allan heim. Fjórar bækur hafa komið út og nú er sú fimmta á leiðinni. Fyrsta kvikmyndin um hann, sem var byggð á fyrstu bókinni, kom út í nóvember árið 2001 og komst fljótt í annað sæti yfir vinsælustu kvikmyndir allra tíma. Harry Potter og leyniklefinn, sem frumsýnd verður í dag, er byggð á annarri bókinni í Harry Potter ser- íunni, en alls er stefnt að því að kvik- myndirnar verði sjö talsins. Í Harry Potter og leyniklefinn eru Harry, Ron og Hermione á leið í 2. bekk í Hogwarts-skóla, en fyrst þarf Harry að þola sumarið hjá Dursley- fjölskyldunni, en þau láta eins og hann sé ekki til. Á tólf ára afmæli Harrys kemur lítill húsálfur, sem kallar sig Dobby, til hans. Dobby var- ar Harry við að fara aftur í Hog- warts-skólann því að þar leynist mikl- ar hættur. Þegar Harry þarf að velja á milli þess hvort hann eigi að hætta á að vera í skólanum með vinum sínum eða dvelja lengur með mugga- fjölskyldunni, þá velur hann hætt- urnar umfram fjölskylduna. Fljótlega eftir að Harry er kominn í Hogwarts-skóla fara skrýtnir hlutir að gerast. Harry fer að heyra hvísl, sem enginn annar heyrir. Nokkrir nemendur, sem hafa muggablóð í æð- um sínum, hafa breyst í steinlíki en enginn veit hver er að breyta þeim. Það hjálpar ekki að orðrómur um að Harry sé afkomandi Salazar Slyth- erin fer af stað í skólanum. Slytherin var einn af þeim fjórum galdrakörl- um, sem stofnuðu Hogwarts-skóla og er sagður hafa búið til leyniklefa, sem er heimili hræðilegs skrímslis. Harry byrjar að rannsaka málin með hjálp frá Ron og Hermione. Saman reyna þau að leysa gátuna um hinn dul- arfulla leyniklefa. Sögurnar um Harry Potter eru eft- ir breska rithöfundinn J.K. Rowling, en kvikmyndin er í leikstjórn Chris Columbus. Kanna sögusagnir um dularfullan leyniklefa Sambíóin, Álfabakka, Kringlunni, Kefla- vík og á Akureyri, ásamt Háskólabíói og bíóhúsunum á Ísafirði og Akranesi frumsýna Harry Potter og leyniklefinn. Leikarar: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Kenneth Branagh, Robbie Coltrane, Richard Harris, Alan Rickman, Maggie Smith, John Cleese og Warwick Davis. Harry Potter og leyniklefinn, sem frumsýnd verður í dag, er byggð á ann- arri bókinni í Harry Potter-seríunni, en alls er stefnt að því að kvikmynd- irnar verði sjö talsins. SPENNUTRYLLIRINN Swimfan er sagður vera einskonar unglingaútgáfa af Fatal Attraction en Jesse Bradford úr Clockstoppers leikur menntaskólanema, sem verður fyrir hrottalegu áreiti, ofbeldi og einelti eft- ir „einnar nætur gaman“ með nýju sætu stelpunni í skólanum sem Erika Christensen úr Traffic leikur. Söguþráðurinn er á þá leið að Ben Cronin virðist hafa allt í hendi sér sem ungir menn geta óskað sér. Hann er góður nemandi, innsti koppur í búri í vinahópnum og kærastan hans, Amy Miller, er al- gjört æði. Í ofanálag hefur Ben frábæra sundhæfileika, sem eru að fleyta honum inn í góðan háskóla. Ben lætur samt velgengnina ekki stíga sér til höfuðs heldur leggur sig allan fram við námið og sund- þjálfunina. Óhætt er að segja að hann verji svo sannarlega flestum frístundum í æfingar og heldur nánast til í lauginni. Allt gengur að óskum þangað til Madison Bell flytur í bæinn. Hún er glæsileg og veit hvað hún vill, en það versta er að hún þekkir illa hvað felst í hug- takinu höfnun. Madison verður samstundis hrifin af Ben og fyrr en varir er hún byrjuð að beita öll- um brögðum til að góma piltinn. Það gengur ekki til að byrja með svo klækirnir stigmagnast uns markinu er náð eina kvöldstund. Madison verður aðalaðdáandi sundgarpsins en fljótlega verður hún jafnframt hans aðalmartröð þegar hrifningin og síðan höfnunin breytist í þráhyggju og bilun, sem endar með ósköpum. Spennutryllirinn Swimfan komst í efsta sæti vinsældalistans í haust og leikstjórinn, hinn ástralski John Polson, naut samstundis góðs af. Hann er um þessar mundir að byrja á Fear Itself, nýrri mynd með hinum vinsæla Edward Norton, sem fer með hlutverk í Red Dragon, í aðalhlutverki. Handrit myndarinnar skrifaði Charles F. Bohl, en það undirstrikar m.a. að freistingarnar geta leynst þar sem menn síst grunar, ekki síst í nýju stelpunum í bænum. Freistingarnar leynast alls staðar Smárabíó og Borgarbíó, Ak- ureyri, frumsýna Swimfan. Leikarar: Erika Christensen, Shiri Appleby, Dan Hedaya og Jesse Bradford. Spennutryllirinn Swimfan er sagður vera einskonar unglingaútgáfa af Fatal Attraction.                                   Fyrir jólin bjóðum við upp á glæsilegt mini-hlaðborð Rjómalöguð súpa með nýbökuðu brauði, hangikjöt, ávaxtafyllt lambalæri, hamborgarhryggur, kalkúnn, villipate, hreindýrapate, kartöflusalat, hrásalat, rauðkál, grænar baunir, 4 tegundir af síld, sjávarrétta- gratín, sykurbrúnaðar kartöflur, fiskipate, tartarsósa, rauðvínssósa, sveppasósa og ýmislegt fleira sem og eftirréttir. Jólahlaðborð á aðeins 2.100 kr. (Munið að panta strax) Pantanasími 568 0098 eða hjá Siggu í síma 699 1070 Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá og með 28. nóvember Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík. Sýningarsalir, safnbúð og kaffistofa, opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Vefsetur: www.listasafn.is Stærsta sýning á íslenskri samtímalist til þessa ÍSLENSK MYNDLIST 1980-2000 Á fræðsludagskránni: • Leiðsögn alla þriðjudaga og sunnudaga. • Aukið sýningarrými - aldrei verið meira. • Stækkuð safnbúð með nýjum vörum. • Opinn gagnagrunnur í tölvum safnsins. Málþing laugardaginn 23. nóvember kl. 11-13 Leiðsögn sunnudaginn 24. nóvember kl. 15-16 Staða íslenskra listamanna og alþjóðleg tengsl myndlistar. Stjórnandi: Dr. Ólafur Kvaran, safnstjóri. Pallborðsumræður: Anna Líndal myndlistarmaður, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður, Kristján Steingrímur Jónsson myndlistarmaður, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður, Tumi Magnússon myndlistarmaður, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Þorgeir Ólafsson listfræðingur, deildarstjóri lista- og safnadeildar menntamálaráðuneytisins. „Samtal við listaverk“. Þessir listamenn fjalla um verk sín: Hannes Lárusson, Margrét Blöndal, Tumi Magnússon, Steingrímur Eyfjörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.