Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 41
Morgunblaðið/Kristján Sigrún Eðvaldsdóttir að loknum flutningi í Glerárkirkju. STUNDUM er talað um stóru béin þrjú í tónlistarsögunni, og átt er þá við Bach, Beethoven og Brahms. Sumir vilja fjölga þeim í fjögur og láta Bartók fylgja. En béin tvö sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands glímdi við eða lék við eru tvímæla- laust upphafsstafur þeirra stærstu í sköpun sinfónískrar tónlistar í tím- anna rás. Ég notaði orðið að leika við, en ekki að glíma, því þrátt fyrir ótrúlega djarft verkefnaval stjórn- anda með hljómsveit skipaða 36 hljóðfæraleikurum, þá varð sú dirfska að leikgleði, djörfungin að heillandi ævintýri þar sem leikspil sjónar og heyrnar nam mann í berg- töfra allan tímann. Reyndar ekki al- veg allan tímann, því þegar strengur slitnaði í öðru af tveimur sellóum í lokaþætti Eróíku sló Guðmundur Óli af og áheyrendur duttu aðeins inn í kaldan veruleikann en fengu að njóta þess hluta þáttarins sem kom- inn var í endurflutningi með nýjum streng. Þetta staðfesti enn betur hve djarft var teflt og strengjaleikarar allir í tvö- og þreföldu hlutverki. Á þessum tónleikum stóð Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands sannar- lega undir nafni með glæsilegum flutningi, og eftir viðtökum áheyr- enda að dæma er nautnin af að njóta slíks viðburðar óvefengjanleg. Allt hefur sinn tíma er stundum sagt en þessi tónlist og slíkur flutningur er tímalaus, mun eiga erindi við okkur á öllum tímum. En það er okkar að svara tímanum og skapa flutningi sí- ungra stórvirkja stað og stund. Það er augljóst að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er vaxin upp úr flíkinni, hún þarf að fá aðstöðu sem sæmir, geta fjölgað hljóðfæraleikurum sem bæri og fá færi á að heilla og berg- nema fleiri og verða enn meira áber- andi sem kennileiti höfuðstaðar Norðurlands. Það er merkilegt og þó ekki, að verkin á efnisskránni eiga margt sammerkt, stefin í byrjun beggja stígandi og hnígandi þríundir og einstakar innkomur heyrast í hljóðfærum sem eru keimlíkar. Auð- vitað er ljóst að sinfónía Beethovens, sem tileinkuð er fallinni hetju, var tímamótaverk þegar hún var frum- flutt 7. apríl 1805, sem hafði áhrif á sinfóníusmíðar sporgöngumanna og einnig á Brahms, enda þótt fiðlu- konsertinn í D-dúr væri saminn 74 árum síðar. Það er lýðum löngum ljóst hver af- burðafiðluleikari Sigrún Eðvalds- dóttir er. Það kom mér ekki á óvart að Brahmskonsertinn myndi falla vel að lyndiseinkunn hennar og leikni, ekki síst lokaþáttur verksins þar sem Brahms undirstrikar svo kröftuglega dálæti sitt á sígaunatón- list, og satt best að segja hef ég stundum tengt í huganum þessa ótrúlegu innlifun Sigrúnar við sí- gaunaleik í bestu merkingu þess orðs. Mér fannst fyrsti þátturinn vera sporinu of hægur. En töfrarnir, fegurðin í gullfallegum söng annars þáttar og eldlegur flutningur loka- þáttarins var sá galdur sem hver toppfiðluleikari í heiminum mætti vera glaður með. Hetjuskapur og bí- ræfni voru nýmæli eða nýtýni sem Beethoven lagði á borð í Eróíku. Kröfur um færni hljóðfæraleikara sem ekki tíðkuðust, enda ekki talinn raunsæismaður frekar en Brahms í kröfum til annarra og þó mest til sjálfra sín. Að hnika tóntegund í fyrsta kafla úr Es-dúr í e-moll í aukastefi úr- vinnsluþáttar, að koma inn með þrjár hornraddir og láta þær þrí- leika í tríóhluta skertsóþáttar, og að sá þáttur kæmi í stað hefðbundins menúettþáttar, jaðraði við óráð og svo margt fleira, sem of langt er upp að telja. Sorgarmars annars þáttar borinn uppi af vandasömum einleik óbósins er ægifagur. Guðmundur gerði rétt í því að flytja c-moll-hlut- ann hraðar en venja er til og þá rennur C-dúr-hlutinn með sínum brotnuhljómaundirleik sem eðlileg framvinda. Hraði og styrkleika- breytingar voru að mínu mati mjög góð. Auðvitað fann maður stundum fyrir fáliðun í strengjum, en samt varð túlkunin sannfærandi. Ekki síst vöktu einleikarahlutverk hljómsveit- armanna aðdáun mína. Gunnar Þor- geirsson á óbóið var þeim mikla vanda, sem bæði Brahms og Beethoven lögðu honum á herðar, fullkomlega vaxinn, mjög góður óbó- leikari. László Czenck á hornið og Petrea Óskarsdóttir á þverflautu léku sín einleikshlutverk af prýði. Hornin léku af öryggi en voru of sterk á stundum í mótröddum með einleik annarra blásturshljóðfæra. Þessir tónleikar gera vonandi vald- höfum betri grein fyrir því að Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands er rós í garði tónlistarlífs okkar allra, en rós- ir þurfa góð skilyrði. Jarðvegurinn er fyrir hendi og garðyrkjumennirn- ir, en hvenær kemur gróðurhúsið? TÓNLIST Glerárkirkja Einleikari á fiðlu var Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri Guðmundur Óli Gunn- arsson. Á efnisskránni var: Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 3 í Es-dúr, „Eroica“, eftir Lud- wig van Beethoven. Aðrir tónleikar hljómsveitarinnar á sínu tíunda starfsári. Sunnudaginn 17. nóv- ember kl. 16. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og béin tvö Jón Hlöðver Áskelsson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.