Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 51 ✝ Jónas EiríkurNordquist fædd- ist 11. ágúst 1925 í Bolungarvík. Hann lést á Kanaríeyjum hinn 10. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Nord- quist sjómaður á Ísafirði og Ása Sig- ríður Vigfúsdóttir. Systkini Jónasar eru: Jón, f. 20. jan 1920, d. 2. júlí 1939, Viggó, f. 20. sept. 1921, kvæntur Kristjönu Jónsdóttur, f. 2. okt. 1926, Elín Þórunn Benson, f. 18. júlí 1929, d. 27. ágúst 1997, fyrri maður Warren H. Smith, f. 10. apríl 1910, d. 10. okt. 1974, seinni maður David Benson, látinn. Theodór, f. 3. júlí 1933, d. 18. des. 1994, kvæntur Ingibjörgu Marinósdóttur, f. 10. apríl 1936. Hálfbróðir Jónasar sammæðra var Sverrir Torfason, f. 20. okt. 1916, d. 30. júní 1999, kona hans var Halldóra S. Guðlaugsdóttir, f. 18.6. 1920, d. 21.2. 1998. Hinn 11. ágúst 1950 kvæntist Jónas Höllu Sigríði Jónsdóttur húsfrú, f. 21. júní 1921. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jón Vig- fússon bóndi í Vatnahjáleigu í A- Reykjavík árið 1943 og lagði stund á nám í stjórnunar- og skipulagsfræðum og stjórnunar- bókhaldi við University of Mary- land í Bandaríkjunum þaðan sem hann lauk prófi árið 1969. Hann sótti ýmis stjórnunarnámskeið á vegum varnarliðsins á Íslandi og árið 1976 hóf hann nám í fjár- málastjórnun við Air University for Professional Development, Maxwell AFB í Alabama og í fjármálastjórnun við Naval Postgraduate School í Monterey í Kaliforníu árið 1979. Jónas var loftskeytamaður á skipum frá 1943-1951 og vann skrifstofu- störf á vegum bandarískra verk- taka um byggingu radarstöðvar- innar á Stokksnesi á árunum 1952-1957. Loftskeytamaður á skipum var hann hjá Eimskipa- fél. Rvíkur frá 1958-1961. Hann starfaði hjá varnarliðinu frá 1962 sem deildarstjóri í fjármála- bókhaldi, fulltrúi yfirmanns fjár- mála, yfirmaður endurskoðunar- deildar og frá 1968 sem forstöðumaður fjármálabók- halds. Jónas tók við starfi fram- kvæmdastjóra fjármálastofnunar varnarliðsins frá 1. janúar 1978 og gegndi því til ársins 1996. Jónas var forseti Kiwanisklúbbs- ins Brúar á Keflavíkurflugvelli veturinn 1975-1976 og formaður Félags íslenskra stjórnunar- starfsmanna á Keflavíkurflug- velli árin 1976 og 1977. Útför Jónasar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Landeyjum og Árný Oddsdóttir. Börn Jónasar og Höllu eru: 1) Jón Nordquist, f. 20. apr- íl 1950, kvæntur Pál- ínu Friðgeirsdóttur, f. 8. maí 1951. Börn þeirra eru: Íris Halla Nordquist, gift Ragn- ari Guðmundssyni og eiga þau tvö börn, Patrek og Andreu, Jónas Eiríkur Nor- dquist og Ásgeir Örn Nordquist. 2) Brynja Nordquist, f. 13. apr- íl 1953, í sambúð með Þórhalli Gunnarssyni, f. 11. nóvember 1963. Sonur Brynju er Róbert Aron Magnússon, í sambúð með Maríu Grétu Einarsdóttur. Dóttir Þórhalls er Gunnur. Jónas átti einnig dótturina Þórdísi Ólafs- dóttur sem síðar var ættleidd. Dóttir hennar er Sigríður Berg- mann Gunnarsdóttir. Halla á dótturina Eddu G. Ólafsdóttur, f. 13. febrúar 1946, gift Árna Hall- dóri Sófussyni og eiga þau Gunn- ar og Guðrúnu. Jónas lauk gagnfræðaprófi frá Ísafirði árið 1942. Á stríðsárun- um stundaði Jónas sjómennsku á ýmsum togurum. Hann lauk prófi frá Loftskeytaskólanum í Kæri Jónas minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Þín tengdadóttir Pálína Friðgeirsdóttir. Ég get ekki neitað því að kvíði heltók mig þegar ég hitti Jónas og Höllu í fyrsta skipti fyrir tæpum níu árum. Við Brynja höfðum búið sam- an í tæpa tvo mánuði og Jónas og Halla voru nýkomin til landsins eftir dvöl í útlöndum. Ég man eftir rann- sakandi augnaráði Jónasar þegar hann greip þéttingsfast í höndina á mér og nokkrar beinskeyttar spurn- ingar fylgdu í kjölfarið. Mér leist ekkert á blikuna og reyndi að svara eftir bestu getu. En þá sá ég glampann í augum hans. Þennan stríðnisglampa sem sló mig alveg út af laginu. Síðan brosti hann hlýlega og yfirheyrsl- unni var lokið. Ég var tekinn í sátt. Þegar þau kvöddu hvíslaði Jónas að Brynju: „Hann var nú dálítið þvalur á höndunum.“ Eftir þetta tókst með okkur vin- átta sem hefur reynst mér afar dýr- mæt. Það var ákaflega skemmtilegt að rökræða við Jónas enda hafði hann mikinn áhuga á stjórnmálum. Hann var rökfastur og fylginn sér og hafði ákveðnar skoðanir á flestu sem var að gerast í þjóðlífinu. Jónas var mikill sjálfstæðismaður og hefur flokkurinn við fráfall hans misst úr sínum röðum góðan liðsmann. Jónasi leið vel þegar fjölskyldan kom saman í matarveislum. Hann var hrókur alls fagnaðar og kímni- gáfa hans naut sín á slíkum kvöld- um. Hann hélt miklar ræður við þessi tækifæri og oft flutti hann heilu ljóðabálkana á ensku eftir bresku höfuðskáldin sem hann hafði lært utanbókar. Það var stutt í stríðnina hjá honum. Þegar Jónas setti fram hugmynd sem hann vissi að myndi vekja áköf mótmæli byrj- aði hann jafnan á því að segja: „Frú Halla segir að...“ eða: „Frú Höllu finnst að...“ Síðan beið hann eftir viðbrögðunum með stríðnisblik í augum og bros á vör. Við Brynja eigum eftir að sakna þess að fá ekki lengur SMS frá Jón- asi með hlýjum kveðjum eða fallegu ljóði. Við söknum einnig stundanna með Jónasi og Höllu frá síðasta sumri þegar við sátum á útikaffi- húsum Reykjavíkur á sólbjörtum dögum og ræddum allt milli himins og jarðar. Það er erfitt að kveðja þennan góða mann og margir standa sárir eftir. Fjölskyldan var ávallt efst í huga Jónasar og hann vakti yfir velferð- hennar. Ég er sannfærður um að hann mun áfram vaka yfir ástvinum sínum. Þórhallur Gunnarsson. Elsku afi, ég átti erfitt með að trúa því þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir látinn. Ég bjóst við því að sjá þig um jólin, Sókó og Kókos voru farnir að hlakka til að fá spænskan sælkera-kisumat frá afa. Ég vil þess vegna þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið og veitt mér í gegnum ævina, allan stuðning- inn sem þú hefur sýnt mér og ég á sannarlega eftir að sakna þín. Við fjölskyldan pössum vel uppá ömmu. Ástarkveðjur Róbert Aron og María Greta. Elsku afi minn. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Með söknuði. Þín sonardóttir Íris. Jónas er fallinn frá og bar andlát hans brátt að, staddur á Kanarí. Þau Jónas og Halla höfðu dvalist þar undanfarin ár yfir vetrarmánuðina og notið veðurblíðunnar. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast þeim á Kanarí fyrir nokkrum árum. Það var fyrir tilstilli Brynju dóttur þeirra að fundum okkar bar saman en hún og sonur okkar Þórhallur höfðu þá ruglað saman reytum sín- um. Okkur varð strax vel til vina og var það engu líkara en við hefðum þekkt þau Jónas og Höllu alla ævi. Jónas var fágaður í fasi og afar hlýr í viðmóti með ríkt skopskyn og sagði skemmtilega frá liðnum atburðum. Hann bar sig eins og heimsborgari, enda farið víða og vissi hvað við átti hverju sinni. Það var vel þegið að fá að vera í fylgd þeirra hjóna þennan tíma sem við dvöldum á Kanarí og njóta félagsskapar þeirra. Þessir samfundir voru endurteknir tveimur árum síðar á sama stað og sama tíma árs og voru þeir ekki síðri en hinir fyrri. Við höfum átt skemmti- legar stundir á glæsilegu heimili þeirra hjóna og ferðin í límósínunni á leið í 75 ára afmælið hans Jónasar var einstök upplifun. Jónas naut þess að vera veitandi og skemmst er að minnast veislunnar sl. vor sem þau hjón héldu til að gleðjast með vinum og vandamönnum. Nú dettur mér í hug að Jónas hafi þá verið að kveðja okkur. Við þökkum öðling- smanninum Jónasi fyrir samfylgd- ina sem var einkar ánægjuleg. Höllu, Brynju, Jóni, tengdabörn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum, svo og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Lillý Guðbjörnsdóttir og Gunnar Þór Þórhallsson. Í dag sitjum við Colin og lútum höfði. Jónas Nordquist, vinur okkar, var kallaður burt og við vorum hvergi nærri nema í huganum eins- og svo oft og svo oft. Við eigum þó línurnar frá honum sem sögðu að hann vissi hvert förinni væri heitið. Maður veit sinn næturstað sagði hann og við vitum núna að hann hafði rétt fyrir sér enda var hann bæði snjall og fróður maður. En veröld okkar hljóð og tóm. Eðlilega! Við minnumst líka manns með sterkar og einbeittar skoðanir, manns sem elskaði skáldskap, naut lista, unaðssemda, kyrrðar og gleði og alls þess sem lífið hafði upp á að bjóða. En hann elskaði fólkið sitt mest þótt hann hafi kannski aldrei beinlínis sagt það. „Það þarf ekki JÓNAS E. NORDQUIST Hinsti bjarmi dagsins dvín, dimman foldu vefur. Ástarfaðir, upp til þín önd vor glöð sig hefur. Send oss vernd, af himni hljótt, helgra máttarvalda. Láttu engla nú í nótt náttvörð um oss halda. (Vald. V. Snævarr.) Kærar kveðjur til aðstandenda. Aðalbjörg, Hermann, Björn, Sigríður, Pétur og fjölskyldur. Það telst sjaldnast héraðsbrestur þegar gömul kona deyr. Gamalt fólk er oft komið út úr hringiðu lífsins þegar það hefur náð þeim aldri sem Laufey frænka mín náði. Þeim fækkar sem muna eftir því og sumt býr við miður gott atlæti. Það var ekki svo með frænku. Að vísu færð- ist hún lengra og lengra frá hring- iðunni en bjó við gott atlæti síðustu árin og átti góða að sem héldu við hana góðu sambandi með heimsókn- um og hringingum. Samt er það nú svo að það eina sem öruggt er í lífinu kemur við mann þá það gerist og jafnvel þó svo að segja megi að við því hafi mátt búast um alllanga hríð. Henn- ar verður lengi saknað. Hún var stór hluti af lífi fjölskyldu minnar og get ég ímyndað mér að síðustu 15 - 20 árin hafi fáir dagar liðið án þess að samband væri haft í síma eða frétta leitað. Laufey Guðrún en svo hét hún fullu nafni var fædd á fremur efna- litlu heimili af veraldlegum gæðum en ríku af þeim andlegu. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum Stefaníu Erlendsdóttur og Valdemar V. Snævarr, skólastjóra og sálma- skáldi og stórum systkinahópi, með bræðrunum Gunnsteini, Árna Þor- valdi, Stefáni Erlendi, Gísla Sigurði, Gunnsteini Ármanni og fóstursyst- urinni Guðrúnu. Gunnsteinn og Gísli létust þegar þeir voru 12 og 13 ára en af hinum systkinunum lifa Ármann og Guðrún. Laufey var skemmtileg kona, vel gefin, góð, dugleg og umfram allt heiðarleg og hún var svo sannarlega móðir barnanna sinna og amma barnabarnanna. Þetta segi ég ekki af því að ég haldi að hún þurfi á þessum meðmælum mínum að halda við Gullna hliðið heldur vegna þess að þetta voru fyrstu orðin sem mér duttu í hug þegar ég fór að hugleiða þessi minningarorð. Ég veit að henni verður heldur ekki orðavant á hlaðinu við hliðið þegar Lykla - Pétur svarar bankinu. Sennilega hallar hún þar lítillega undir flatt, kiprar augun lítillega og segir upp á austfirsku og eins og ör- lítið afsakandi: ég er komin, gæskur og Pétur mun opna upp á gátt. Ég veit að áhrif frá heimili henn- ar á Neskaupstað hafa mótað hana sterkt og systkinum hennar, sem ég hef upptalið, má einnig lýsa með þessum fáu lýsingarorðum. Oft fer reyndar best á því að nota einföld orð við lýsingar, þau lýsa oft betur en uppskrúfaðar lýsingarorðaþulur. Ég veit að frænku hefði ekki líkað eitthvert upphafið og hátíðlegt mál- far. Orðið sem lýsir frænku best finnst mér vera: góð. Hún var góð kona og það má líka segja: hún var drengur góður. Laufey gekk ekki langskólabraut. Hennar beið stofnun heimilis með Stefáni Péturssyni, bílstjóra og kór- stjóra frá Bót í Hróarstungu. Að heimilisstörfum gekk hún með elju eins og henni var einni lagið og nutu þess margir að dvelja hjá þeim hjónum um lengri eða skemmri tíma. Þau eignuðust börnin Birnu Helgu, Pétur, Stefaníu Valdísi og Gunnstein auk þess sem þau misstu eina dóttur, Sigríði Ingibjörgu. Heimili þeirra stóð lengst í Bót og í Birkihlíð á Egilsstöðum áður en þau fluttu á Hjarðarhagann í Reykjavík. Þá voru börnin komin suður, fyrstu barnabörnin komin og önnur á leið- inni, og umhyggjan fyrir þeim varð austfirsku átthagaböndunum yfir- sterkari. Mér fannst stundum af Hjarðarhaginn væri félagsheimili brottfluttra Austfirðinga og víst er að húsráðendur tóku gestum ljúf- lega, húsmóðirin reiddi fram veislu- borð og húsbóndinn vildi gjarna taka lagið og stjórnaði af myndug- leik með ljúfum orgelleik og traust- um bassatónum og menn urðu eilít- ið upphafnir á svipinn þegar þeir sungu: Gleðinnar strengi eftir Inga T. og fleiri góð lög. Þá má segja að um tíma hafi Laufey, að nokkru leyti, gengið okkur systkinum í móðurstað eftir að við fluttumst til Reykjavíkur og áður en foreldrar okkar fluttu suð- ur. Hjá þeim hjónum áttum við öruggt hæli alla tíð. Fyrir það hefur aldrei verið þakkað almennilega. Staður frænku var heimilið með- an bóndinn var oft fjarri við vinnu og söngæfingar. Heimilið bar henni fagran vott. Allir muna matseldina hennar, pottsteikur og annað góð- gæti sem hún töfraði fram og það jafnvel eftir að sjónin brást henni að miklu leyti. Hún var yfirveguð og róleg þó stundum gæti gustað af henni ef henni þótti þurfa. Saga frænku er saga íslenskra al- þýðukvenna og margir geta vafa- laust séð móður sína eða ömmu í þeim orðum sem ég hef haft um Laufeyju. Nú þegar sögulokin eru komin hefur syrt um stund en viss- an um birtuna og endurfundina leggur líkn á lífsins sár. Gömul kona hefur lokið löngu og farsælu dagsverki og á skilið að fá að hvílast og þótt tár falli af hvarmi og hugur sé meyr er það skylda okkar að gleðjast. Blinda og döpur sjón heyra nú sögunni til, eilífðin með sínum fyrirheitum hefur tekið við. Ég minnist orða föður míns þegar hann vissi að ólifaðir dagar lífs hans voru taldir á fingrum annarrar handar og hann sagði við mig : Bráðum dey ég inn í himininn og það er sko ekki í kot vísað! Þessi fullvissa birtist og í eftirfarandi orð- um Valdemars afa: Þú lætur efnisþokur þynnast svo það sé hægra elskendum að finnast og jafnvel heljarhúmið svart þín heilög ástúð gjörir bjart. (V. V. Snævarr.) Eftir að hafa stýrt rausnar- og myndarbúi á Hjarðarhaga 38 fluttu þau hjón sig um set inn á Dalbraut 21 en þar lést Stefán árið 1992. Laufey fluttist þá til á Dalbrautinni og þar átti hún síðari æviár sín við tiltölulega góða heilsu framan af. Þrátt fyrir hnignandi líkamlega heilsu, og mjög slæma sjón hin síð- ustu árin, var andinn óbugaður og hress allt fram á síðustu stund. Börn hennar og afkomendur reynd- ust henni vel, heimsóttu móður, ömmu og langömmu. Ég veit að frænka tekur nú til við himneskar pottsteikur og sýður saltkjöt í nestið. Þannig man ég hana mettandi aðra og hugsandi um hag þeirra. Hjá henni voru aðrir númer eitt og svo kom hún. Mér finnst fara vel á því að kveðja Laufeyju með ljóði föður hennar til konu sinnar á efri árum. Ljóðið er fögur ástarjátning og öll- um þörf lesning. Þetta eru orð hins trúaða manns sem efaðist aldrei um öruggt hæli og endurfundi. Með því þakka ég og fjölskylda mín öll, ævi- langa vináttu og umhyggju. Ellin þunga bakið beygir bleik er kinn og silfrað hár enda líður lífs á daginn, lamast þrek og fækka ár. Engu síður ertu jafnan æskubjarti geislinn minn, fögur eins og forðum daga fer þér eins vel kvöldljóminn. Fornar ástir fyrnast eigi fegurðin þótt breyti sér, þar um ræður ellin engu ástin sinnar leiðar fer. Látum dag að kveldi koma kvíðum engu vina mín. Þó að allt hið ytra hrörni innra morgunbjarmi skín. Skuggar lengjast, húmið hnígur hægt og markvisst yfir fold. Þrekið dvínar, þreytan magnast þæg mun hvíld í fósturmold. Þegar dauðinn dyra kveður dýra æskuvina mín, ganga skulum glöð til dyra, Guð mun annast börnin sín. (Valdemar V. Snævarr.) Gunnlaugur. SJÁ NÆSTU SÍÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.