Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 52

Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arngrímur Guð-jónsson fæddist í Hafnarfirði 30. júlí 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 13. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Arngríms- son, f. 13. október 1894, d. 7. nóvember 1972, og Elín Sig- urðardóttir, f. 15. ágúst 1893, d. 4. maí 1947. Systkini Arn- gríms eru Guðríður Petersen, f. 8. febr- úar 1925, Valdís Guðjónsdóttir, f. 15. apríl 1926, Sigurður Guð- jónsson, f. 15. apríl 1929, og Magnús Guðjónsson, f. 9. júlí 1935. Arngrímur kvæntist hinn 15. maí 1948 Hönnu Ebenezersdótt- ur, f. 26. júní 1929, d. 28. febrúar 1999. Börn þeirra eru: 1) Þórir, kvæntur Aldísi Eðvaldsdóttur. Börn þeirra eru Björg, Berglind og Þórir Fannar. Langafabarn Rakel Sara. 2) Ebba Freyja, gift Kristjáni Kristjáns- syni. Börn þeirra eru Ásta Hanna og Arngrímur. 3) Arn- grímur, kvæntur Turíð Müller. Sonur hans er Guðmundur Jóhann. Arngrímur var lærður húsasmíða- meistari og starfaði við iðn sína alla sína starfsævi. Hann sinnti margvísleg- um kristilegum fé- lagsstörfum og var meðal annars lengi formaður KFUM í Hafnarfirði og Kaldæinga. Þau hjónin voru gerð að heiðursfélögum Kaldæ- inga enda helguðu þau krafta sína í uppbyggingu KFUM og K og sumarstarfi félaganna í Kald- árseli. Arngrímur starfaði einn- ig í Gídeon og ennfremur var honum kristniboðsstarfið mjög hjartfólgið. Útför Arngríms verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans pabbi minn, nú ert þú farinn frá okkur og þinni löngu sjúkralegu er lokið. Nú ert þú kom- inn til himna, til Jesú frelsara þíns sem þú trúðir svo heitt á. Nú ert þú hjá mömmu sem kvaddi okkur fyrir nokkrum árum. Nú eruð þið saman á ný sæl og ánægð. Ég veit að þér líður vel á þeim stað þar sem þú ert núna og finnst mér gott að hugsa til þess. Elsku pabbi minn, ég á margar góðar og yndislegar minningar um þig. Flestar tengjast þær kristilegu starfi sem þú helgaðir þig alfarið af mikilli trúfestu og vannst mikið og óeigingjarnt starf. Þú varst formaður KFUM í Hafnarfirði og Kaldæinga í mörg ár og starfaðir mikið fyrir sum- arbúðirnar í Kaldárseli á sumrin. Ég á margar yndislegar bernsku- minningar frá þeim tíma. Þar á meðal sumrin sem við fjölskyldan vorum þar á meðan stækkun miðhluta skál- ans stóð yfir. Þar vannst þú og fleiri fórnfúst og óeigingjarnt starf. Oft var mikið glens og gaman þar þegar margir komu og hjálpuðu til. Ekki má gleyma öllum ferðunum sem þú fórst með matinn í Kaldársel. Oft vorum við mamma með í för og þá var mikið sungið af kristilegum lög- um. Það má eiginlega segja að Kald- ársel hafi verið okkar annað heimili á sumrin og það var gott heimili með góðu og yndislegu fólki. Þakka þér pabbi minn fyrir öll þessi yndislegu sumur sem ég átti með þér. Þetta var yndislegur tími. Á veturna starfaðir þú mikið fyrir KFUM og meðal annars varst þú í hverri viku með drengjafundi. Einnig stjórnaðir þú samkomum á sunnu- dagskvöldum og eftir samkomur buð- uð þið mamma yfirleitt fjölda manns heim í kaffi og kökur en þetta voru yndisleg og skemmtileg kvöld sem ég gleymi aldrei. Það var alltaf mikill gestagangur hjá ykkur enda voruð þið afskaplega gestrisin. Þú starfaðir líka í Gídeon og í mörg ár fórst þú með Nýja testamentið í alla skólana í Hafnarfirði. Pabbi minn, þú varst mikill lista- smiður. Skemmtilegast fannst þér að smíða fallegar innréttingar og muni sem þú hannaðir sjálfur. Heimili ykk- ar mömmu sýndi hversu hæfileika- ríkur þú varst því þú naust þess að innrétta það á allan hátt. Það var alltaf gott að leita til þín pabbi minn þegar eitthvað bjátaði á. Þú varst alltaf úrræðagóður og elsku- legur. Pabbi minn, við tengdumst mjög sterkum böndum enda var ég mikil pabbastelpa. Elsku pabbi minn, ég á eftir að sakna þín mikið. Mig langar til að þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér og kenndir mér. Það er ómetanlegt veganesti. Ég vil kveðja þig með erindisbroti úr einum af söngvunum sem við sungum svo oft saman. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. (M.Joch.) Þín dóttir Ebba. Elsku faðir okkar og tengdafaðir, Arngrímur Guðjónsson, er látinn. Við viljum senda okkar hinstu kveðju og þakkir fyrir þann góða tíma sem við áttum saman. Það er gott að vita að þú ert núna kominn heim til Hönnu, heim til Guðs. Okkur langar að kveðja þig með sálmi úr söngbók KFUM og K. Nú til hvíldar halla eg mér, höfgi á augu síga fer. Alskyggn, Drottinn, augun þín yfir vaki hvílu mín. Enn í dag ég of margt vann, er þig, Guð minn, styggja kann. Herrans Jesú blessað blóð bæti, hvað ég yfirtróð. Ég nú fel í umsjón þér alla hjartakæra mér, gjörvallt fólk um gjörvöll lönd geymi trútt þín föðurhönd. (Þýð. Stgr. Thorsteinsson.) Hvíl í friði Turið og Arngrímur. Elsku afi minn, mig langar með fá- einum orðum að minnast á þær stundir og þá tíma sem ég átti í návist þinni. Þeir tímar hafa alltaf og munu alltaf vera mér ómetanlegir, því að þú varst mér alltaf góður afi. Þegar ég hugsa um þá tíma sem við áttum sam- an hlýnar mér um hjartarætur. Nú vil ég kveðja þig með versi sem þér þótti vænt um elsku afi. Ó, Drottinn Guð, er dásemd þína lít ég á dimmri nótt og horfi á stjarna her, er hugsa’ eg um, að náðar ætíð nýt ég og nálægð þína finn ég hvar sem er. Þá fagnar sál mín, flytur lofgjörð þér, ó, friðar Guð, þér heiður ber. Er skæran lít ég skóg í fullum blóma, hin skrýddu fjöll, er gnæfa undur hátt, og heyri fuglasöng í eyrum óma, ég undrast, Guð, þitt vald og dýrð og mátt. Er minnist ég, að byrði mína barstu og blóð þitt rann og keypti frelsi mér, að deyddur, smáður, hrakinn, hrjáður varstu, svo helgað gæti’ eg, Drottinn, líf mitt þér. (Þýð. Sigurður Pálsson.) Hvíl í friði. Ásta Hanna og Magnús. Elsku afi minn, um þig á ég ynd- islegar minningar. Þú varst góður afi og leyfðir mér oft að vera með þér í vinnunni. Þú talaðir mikið við mig og fræddir um ýmsa hluti og varst óend- anlega þolinmóður. Þú tókst mig líka alltaf með þér á drengjafundi í KFUM og naut ég þess að vera með þér. Ég vil kveðja þig með söngnum sem við sungum svo oft saman. Áfram, Kristsmenn krossmenn, kóngsmenn erum vér. Fram í stríðið stefnið, sterki æskuher. Kristur er hinn krýndi kóngur vor á leið. Sjáið fagra fánann frelsis blakta’ á meið. Gjörvöll Kristi kirkja kveður oss með sér, fjendur ótal eru, ei þó hræðast ber. Konungsstólar steypast, stendur kirkjan föst, bifast ei á bjargi byggð, þótt dynji röst. Komið, allar álfur, allra þjóða menn. Veitið oss að vígi, vinna munum senn. Allar englatungur undir taki’ í söng: Dýrð og lof sé Drottni, dýrð í sæld og þröng. (Þýð. Friðrik Friðriksson.) Hvíl í friði Arngrímur Kristjánsson. Elsku Addi afi. Við systkinin eig- um svo margar góðar minningar um þig, og Hönnu ömmu, sem lést fyrir rúmum þremur árum. Heimili ykkar ömmu var svo einstaklega hlýlegt og notalegt, og til ykkar var alltaf gott að leita. Trúrækni var innsti kjarninn í öllu lífi ykkar, enda helguðuð þið líf ykkar og krafta kristilegu starfi. Trú- in gaf ykkur einnig þann styrk sem þið þurftuð á að halda í erfiðleikum ykkar síðustu árin sem amma lifði. 23. Davíðssálmur var ykkur ömmu sérstaklega hugleikinn og viljum við því kveðja þig með honum og um leið þakka þér, elsku afi, fyrir alla vænt- umþykju þína og ómetanlegar sam- verustundir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Minningin um góðan og kærleiks- ríkan afa lifir. Björg, Berglind og Þórir Fannar. Einn mesti fjársjóður mannlífsins er að eiga góða vini. Á unglingsárum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi, að kynnast Arngrími eða Adda, og upp frá því átti ég í honum traustan vin. Ljúflyndi einkenndi líf hans allt. Arngrímur og Hanna bjuggu þá ásamt börnum sínum tveimur, Þóri og Ebbu Freyju, á Álfaskeiði 50, og seinna bættist við þriðja barnið, Arn- grímur. Mér fannst ég eignast nýja fjölskyldu, þar sem mér var mætt með umhyggju og hlýju. Þegar ég 21 árs gömul flutti í Hafnarfjörð sem ný- útskrifaður kennari, var ég bjartsýn á lífið, því ég átti þessa góðu vini þar. Samstarf okkar var í KFUM og KFUK og í sumarbúðunum í Kald- árseli og í því starfi voru þau hjónin áhugasöm og fórnfús. Addi var lengi formaður KFUM, formaður Kaldæ- inga og formaður í Kristniboðsdeild- inni. Svo var hann einstaklega laginn smiður. Þau eru ófá handtökin hans í húsum félaganna og ekki síst í Kald- árseli. Hann var með verkstæðið í kjallara heimilis síns og þar vann hann dag og nótt. Hann færðist mikið í fang því margir vildu njóta hand- lagni hans, þeirra á meðal var ég. Það var ekki von að tækist að gera allt á tilsettum tíma, en ósvikið var það. Síðustu árin voru erfiður reynslu- tími, þegar sjúkdómar lögðu þennan öðling að velli. Í slíkum tilvikum kem- ur dauðinn líknandi. Hugsunin um Arngrím Guðjóns- son og alla samfylgd með honum kall- ar á ótal margar og góðar minningar. Vinátta Adda hefur gert mig ríka. Ég minnist þess líka, að þegar ég á ung- lingsárum lá á sjúkrahúsi, var þar samtímis mér Ebenezer, tengdafaðir Adda, sem ég þekkti frá bernsku úr sunnudagaskóla. Við töluðum saman um Adda og Hönnu og aldrei hef ég heyrt nokkurn tala jafn fallega um tengdason sinn. Guði séu þakkir fyrir Arngrím og allt hans mikla starf í KFUM og fyrir einlæga vináttu. Ég trúi því að bænir hans fylgi börnum hans, tengdabörn- um og barnabörnum og færi þeim blessun Guðs. Þeim votta ég dýpstu samúð. Stína Gísladóttir. Það er með trega að við kveðjum Arngrím Guðjónsson. Addi, eins og við kölluðum hann, var húsasmíða- meistari að mennt. Hann var formað- ur KFUM og í stjórn sumarbúðanna í Kaldárseli frá því að ég kom í félögin ungur að árum. Ég man eftir honum fyrst þegar ég kom á fundi hjá yngri deild KFUM. Hann sá um að segja framhaldssög- una. Hann gekk um gólf fyrir framan okkur og sagði okkur spennandi framhaldssögu sem hann kunni utan að. Ég var alltaf jafnspenntur að hlusta á hann hvort sem hann sagði framhaldssögu eða sagði okkur sögur úr Biblíunni sem voru honum svo kærar. Þó að Addi hafi haft stóra, sterka smiðshönd spilaði hann undir á píanóið og drengirnir sungu með. Kraftar og menntun Adda nýttust vel í starfi KFUM og K og þá sér- staklega í sumarbúðunum í Kaldár- seli sem voru honum svo kærar. Hann var mikill athafnamaður enda var mikið uppbyggingarstarf unnið undir hans stjórn í Kaldárseli. Það voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman í Kaldársel á vorin til að undirbúa staðinn fyrir sumarstarfið, undir leiðsögn Adda. Addi átti dýrmæta perlu í hjarta sér sem er trúin á Jesú Krist. Hann var einlægt trúaður maður sem vildi þjóna og starfa fyrir Drottin sinn. Það var alltaf jafnvel tekið á móti okkur á heimili þeirra hjóna Adda og Hönnu og stóð það alltaf opið fyrir okkur unga fólkið. Margar góðar og blessunarríkar stundir áttum við þar. Við kveðjum Adda og þökkum hon- um fyrir fórnfúst starf í þágu KFUM og K. Við fjölskyldan kveðjum góðan vin með söknuði og sendum börnum hans og ættingjum hlýjar samúðarkveðj- ur. Langar okkur að lokum að enda með versi eftir Hallgrím Pétursson. Ég lifi í Jesú nafni í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. Í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Sveinn Alfreðsson og Valdís Ólöf Jónsdóttir. ARNGRÍMUR GUÐJÓNSSON endilega að segja allt,“ sagði hann. Hans var líka að sýna ást sína í verki og með glæsibrag og það kunni eng- inn betur. Þetta vita allir sem hann elskaði og elskuðu hann. Og við lútum höfði og hugleiðum drauminn sem við áttum saman: Að sitja einn dag á fallegum stað undir tré, það er sól á himni og engin ský, hvítdúkað borð með rauðum rósum og alls staðar hlátur. Þær sitja líka með okkur Halla og Brynja og Íris og Pálína. Konurnar sem hann elskaði heitast og vildi allt fyrir gera. Við skálum í kampavíni, flott skal það vera, fyrir langþráðum fundi. Það er gaman að lifa. En draumur okkar rættist aldrei. Það var enda svo margt sem varð aldrei, en verður seinna, einhvers staðar, einhverntíma og þá munu blómin blómstra hundraðfalt og þús- undfalt. Hvílíkt haf sem það verður! Í dag kveðjum við Jónas Nord- quist, sterkan, áhrifamikinn og góð- an mann. Við bíðum draumsins og vitum að það er mikils að vænta. Þá verður aftur gaman að lifa. Vigdís Grímsdóttir. Langt af fjöllum hríslast lækirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. Með þessu ljóði Snorra Hjartar- sonar kveð ég vin minn, Jónas Nord- quist, og þakka honum samfylgdina. Um leið sendi ég Höllu, Brynjunni minni, Nonna og öllum þeim sem elskuðu hann mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð geymi ykkur. María Guðmundsdóttir. Jónas starfaði á sínum yngri árum sem loftskeytamaður og sigldi um flest heimsins höf. Á þeim tímum var starf loftskeytamannsins oft mjög fjölþætt og fólst oft í því starfi að annast hin ýmsu samskipti, jafnt bréfleg, sem munnleg, auk hins venjulega sambandsstarfs loft- skeytamannsins, sem annast þurfti fyrir skip og skipverja. Í starfi þessu öðlaðist Jónas mjög haldgóða reynslu og þekkingu sem oft kom honum að notum síðar í störfum hans hjá varnarliðinu. Jónas starfaði lengi hjá aðilum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrst um fimm ára skeið hjá banda- rískum verktökum er önnuðust upp- byggingu mannvirkja varnarliðsins í byrjun sjötta áratugarins og síðan, eftir nokkurra ára starf sem loft- skeytamaður hjá Eimskipafélagi Ís- lands, hóf hann störf hjá varnarlið- inu hinn 18. október 1962 og starfaði þar óslitið til 13. janúar 1996. Hann réði sig fyrst til bókhaldsstarfa og tók síðan jafnt og þétt við vaxandi ábyrgðarstörfum. Í janúar 1978 tók Jónas við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs flotastöðvar varnar- liðsins og gegndi því um 18 ára skeið. Jónas var einstakur atorkumaður og naut virðingar og trausts allra þeirra er áttu við hann samskipti. Starfsþekking, hæfni, árvekni og sókn hans í öll tækifæri til símennt- unar gerðu honum kleift að ná tök- um á og ráða við hin erfiðustu við- fangsefni. Enginn vafi leikur á því að hin vönduðu og ötulu störf Jónasar á starfsferli hans hjá varnarliðinu urðu til þess að fjárveitingar til reksturs þess reyndust yfirleitt full- nægjandi og úrbætur fengust oftast frá bandarískur fjárveitingaraðilum þegar á þurfti að halda. Við fráfall Jónasar er genginn góður samstarfsmaður, einlægur fé- lagi og vinur. Ég og eiginkona mín, Berta Björgvinsdóttir, færum eftir- lifandi eiginkonu hans, Höllu, börn- um þeirra og fjölskyldu, okkar inni- legustu samúðaróskir. Við erum þakklát fyrir ánægjulegar samveru- stundir með þeim hjónum. Blessuð sé minning Jónasar Nordquist. Guðni Jónsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.