Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 53
Í GREIN Bjarna Daníelssonar
óperustjóra í Morgunblaðinu 21.11.
eru settar fram hugmyndir um að
ekki skuli lengur stefnt að því að
gera ráð fyrir óperuflutningi í
stórum sal væntanlegs Tónlistar-
húss heldur stefna að því að byggður
verði annar minni salur við húsið fyr-
ir óperuflutning. Bjarni setur fram
fáein rök fyrir máli sínu, aðallega
þau að starfsemi Íslensku óperunnar
verði samfelldari ef sýnt er í litlum
sal.
Hugmynd Bjarna er ekki góð. Í
fyrsta lagi hefur það aldrei staðið til
að byggja 700 manna óperusal við
Tónlistarhúsið. Fjárhagslega væri
það mjög vafasamt fyrir byggingar-
aðila hússins að taka á sig slíkan
aukakostnað, sem yrði af allt annarri
stærðargráðu ef stóri salur hússins
væri samnýttur fyrir sinfóníur og
óperur. Í öðru lagi hefur rekstur Ís-
lensku óperunnar verið fjárhagslega
erfiður undanfarin ár og mun það
ekki síst byggjast á því að salur
hennar er of lítill til að standa undir
kvöldkostnaði. Tap Óperunnar verð-
ur því meira eftir því sem sýningar
hennar eru vinsælli! Til að bæta þar
úr þyrfti að stækka salinn verulega
og gæti 1.300 manna salur Tónlistar-
hússins hér skipt sköpum, en 5–700
manna salur ekki. Í þriðja lagi má
nefna að breytingar á sviði stóra sal-
ar Tónlistarhússins myndu ekki að-
eins þjóna óperunni heldur einnig
sýningum í öðrum listgreinum; t.d
ballett og leiklist. Slík aðstaða myndi
án vafa gerbreyta sýningarmögu-
leikum Listahátíðar í Reykjavík.
Ekki er ástæða til að örvænta um
samstarf við Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands við notkun tónleikasalarins,
hvorki fyrir óperur né aðra starf-
semi, því eins og kunnugt er er áætl-
að að hljómsveitin leiki í aðalsal
hússins ekki oftar en einu sinni í viku
að meðaltali. Betri nýting stóra sal-
arins myndi þjóna hagsmunum húss-
ins sjálfs.
Fastráðning söngvara við Óp-
eruna er falleg hugmynd og vonandi
gengur hún fram. Engu að síður – og
eins og rækilega hefur komið fram í
auglýsingum Óperunnar – sækjast
íslenskir óperuunnendur mest eftir
því að heyra í skærustu söngstjörn-
unum okkar, en þær búa flestar er-
lendis og verða því vart fastráðnar
hér. Hins vegar mætti það verða for-
gangsatriði fyrir fyrir Íslensku óp-
eruna að fastráða til sín góðan
hljómsveitarstjóra.
Enn um Tónlistar-
hús og óperu
Eftir Árna Tómas
Ragnarsson
„Ekki er
ástæða til
að örvænta
um samstarf
við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands við
notkun tónleikasal-
arins.“
Höfundur er læknir.
Stuðningsmenn
Katrín Fjeldsted
4.
sæti
•Fylgir sannfæringu sinni
•Rödd hins hófsama sjálfstæðismanns
•Eini læknirinn á Alþingi
Startpakkinn
- allt sem til þarf
Hver býður
betur?
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
SS
1
91
41
10
/2
00
2
ADSL mótald • Stofngjald
Samtals verðmæti 18.125 kr.
Aðeins 5.900 kr.
Tilboð 1.
Nokia 3310 á 9.900 kr.
Með 12 mánaða áskrift.
Ekkert stofngjald 2.100
Venjulegt verð 14.900 kr.
9.900 kr.
Tilboð 2.
islandssimi.is
Hringdu strax í síma 800 1111 eða
komdu í verslun okkar í Kringlunni.
SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna
fatlaðra á Vesturlandi rekur víðtæka
þjónustu við fólk sem er fatlað og fjöl-
skyldur þeirra: Stuðningsþjónustu
við fötluð börn og fjölskyldur þeirra,
víðtæka ráðgjafarþjónustu, skamm-
tímavistun og stuðningsfjölskyldur.
Fullorðnum er einnig boðin ráðgjaf-
arþjónusta, stuðningur við fólk til
sjálfstæðrar búsetu og sambýli sem
eru á Akranesi og í Borgarnesi.
Stuðningur er við þátttöku á almenn-
um vinnumarkaði og verndaður
vinnustaður og hæfing er á Akranesi
og í Borgarnesi.
Arðsemi þjónustunnar er hægt að
skoða út frá þremur þáttum: Í fyrsta
lagi í auknum lífsgæðum fólks, sem
vegur þyngra í dag en áður. Góð þjón-
usta við fólk sem er fatlað og fjöl-
skyldur þeirra skilar því að Vestur-
land er góður búsetukostur fyrir
fjölskyldur. Þetta styrkir alla at-
vinnustarfsemi á svæðinu og dregur
að sér þor til nýsköpunar. Lands-
byggðin er í samkeppni við höfuð-
borgarsvæðið og þetta er því hluti af
framsækinni byggðastefnu.
Í öðru lagi felst arðsemi þjónust-
unnar í aukinni framleiðslu, sköpun
og þeim afrakstri sem hver og einn
skilar til þjóðfélagsins. Þjónusta
svæðisskrifstofunnar stefnir að því að
styrkja hvern einstakling og fjöl-
skyldurnar, sem skilar sér í dugmiklu
og skapandi fólki og fjölskyldum sem
hafa orku og krafta til að leggja sitt af
mörkum til þjóðarbúsins. Þjónustan
krefst þannig ekki aðeins útgjalda
heldur skilar þeim margfalt til baka
með aukinni þjóðarframleiðslu.
Í þriðja lagi er þjónustan fyrir-
byggjandi og skilar sér í lægri út-
gjöldum í framtíðinni. Góð þjónusta í
dag skilar minni þörf fyrir þjónustu í
framtíðinni, bæði þjónustu ríkisins og
sveitarfélaga, minni félags- og heil-
brigðisþjónustu og lægri bóta-
greiðslum.
Öll þjónusta svæðisskrifstofunnar
skilar auknum lífsgæðum. Arðsömust
er ráðgjafarþjónusta Svæðisskrif-
stofu Vesturlands, sem er fyrirbyggj-
andi þjónusta. Þjónusta við fatlaða og
fjölskyldur þeirra tekur mið af þörf-
um hvers og eins og það er lögð
áhersla á að þjónustuþegarnir taki
þátt í að móta þjónustuna. Aukin lífs-
gæði fólks eru þannig þungamiðja
þjónustunnar. Svæðisskrifstofa Vest-
urlands leggur áherslu á að styrkja
fjölskyldurnar í sínu hlutverki. Fjöl-
skyldan er þungamiðjan í lífi hvers
einstaklings og þess vegna er grund-
vallaratriði að styðja hana og styrkja.
Ráðgjafarþjónustan er sveigjanleg,
hreyfanleg, lagar sig að þörfum
hverju sinni og vinnur mikið með
skóla og félagsþjónustu sveitarfélag-
anna. Ásamt stoðþjónustunni gerir
hún fjölskyldunum kleift að taka full-
an þátt í samfélaginu og skapa arð
fyrir þjóðfélagið. Hún er fyrirbyggj-
andi. Öflug þjónusta við fjölskyldur
fatlaðra barna leiðir til þess að þegar
börnin verða fullorðin, þá bæði skila
þau meiru til þjóðfélagsins og þurfa
minni þjónustu og stuðning sam-
félagsins. Þetta skiptir miklu máli
fyrir sveitarfélögin og einnig sparar
þetta útgjöld rikisins. Öflug þjónusta
við fötluð börn leiðir til aukinnar
sjálfsbjargargetu fólks þegar það
verður fullorðið. Ef sjálfsbjargarget-
an eykst sem nemur einum þyngd-
arflokki samkvæmt ákv. þjónustmati
sparast að meðaltali kostnaður við
þjónustu sem nemur yfir einni milljón
á ári. Ráðgjafarþjónusta Svæðisskrif-
stofu Vesturlands sinnir í dag fjöl-
skyldum 60 barna. Ef þessi þjónusta í
dag dregur úr þörf 15 þessara barna
fyrir þjónustu síðar, að meðaltali um
einn þjónustuflokk, sem er varlega
áætlað, þá sparast um 700 milljónir í
þjónustu við þessa einstaklinga í
framtíðinni.
Góð þjónusta Svæðisskrifstofu
Vesturlands kostar fé í dag, en það er
fjárfesting sem skilar arði í framtíð-
inni.
Þjónusta við fatlaða á Vest-
urlandi er arðbær þjónusta
Eftir Magnús
Þorgrímsson
„Öll þjón-
usta svæð-
isskrifstof-
unnar skilar
auknum lífs-
gæðum.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Svæðisskrifstofu Vesturlands.