Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 58

Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 58
UMRÆÐAN 58 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORYSTUHÆFNI Sólveigar Pétursdóttur og pólitískir hæfi- leikar hafa notið sín til fulls þau rúmu þrjú ár sem hún hefur gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráð- herra. Þessi áður látlausu ráðuneyti hafa vaknað til nýs og betra lífs eftir að Sólveig tók við. Það er því vel við hæfi að þessi glæsilegi ráðherra bjóði sig fram í 3. sæti á lista sjálfstæðismanna í prófkjöri þeirra í Reykjavík 22. og 23. nóv. nk. Sem dæmi um þá mörgu og mikilvægu málaflokka er tekið hafa breytingum til hins betra undir forystu Sólveigar má nefna endurskoðun barnalaga, þyngri refsiákvæði vegna kynferð- isafbrota gegn börnum, hert við- urlög við fíkniefnabrotum, end- urskipulagningu löggæslu- og umferðarmála, aukið sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu og svo mætti lengi telja. Síðast en ekki síst hefur Sólveig verið ötull talsmaður þess að jafnræðis gæti á milli karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins. Tökum þátt í prófkjörinu og tryggjum Sólveigu glæsilega kosningu. Tryggjum Sólveigu glæsi- lega kosningu Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, skrifar: SIGURÐUR Kári er drengur góður sem ekki hefur látið sitt eftir liggja í baráttunni fyrir hugsjónum Sjálfstæðisflokksins á marg- víslegum vettvangi flokksstarfsins. Við sem fylkjum okkur um hann í yfirstand- andi prófkjöri gerum það ekki síst vegna eljusemi hans og drifkrafts, vissunnar um að hann muni reynast andstæð- ingum okkar skæður á þingi og sam- herjum okkar dugmikill liðsmaður. Sigurður Kári reyndist ung- liðahreyfingu flokksins öflugur for- maður og leiðtogi, óþreytandi í þeim baráttumálum sem Samband ungra sjálfstæðismanna setti á oddinn. Þegar við unga fólkið beiðumst þess af samherjum okkar af eldri kyn- slóðinni að þeir veiti ungum fram- bjóðanda atkvæði sitt þá er ekki að ófyrirsynju að við horfum til Sig- urðar Kára sem vonar Sjálfstæð- isflokksins á þingi. Hann mun reyn- ast verðugur fulltrúi okkar, drengskaparmaður með rétt hjarta- lag og áhersluna á réttu baráttu- málin. Sigurð Kára í 7. sætið Kristinn Vilbergsson, framkvæmdastjóri, skrifar: KONUR hafa lengi verið í minni- hluta í framvarðarsveit Sjálfstæð- isflokksins. Því er það sérstakt fagnaðarefni þegar ung kona með mikla þekkingu á hagfræði og reynslu úr fjármálalífinu stígur fram og býð- ur krafta sína og rödd til starfa í þágu Sjálfstæð- isflokksins og lands- manna allra. Guðrún Inga er ritari framkvæmdastjórnar SUS, situr í skattanefnd Sjálfstæðisflokksins og stýrði starfshópi um skattamálefni á síðasta landsfundi. Hún er jafn- framt varamaður í jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar. Guðrún hefur lengi verið þekkt fyrir skoðanir sín- ar á jafnréttismálum og er ein af þeim ungu konum sem standa að vefritinu www.tikin.is. Hennar áherslumál standa henni því nærri en hún leggur áherslu á lækkun skatta og gjalda, en vill einnig vinna að jafnréttismálum í víðum skilningi. Ég mæli því eindregið með Guðrúnu Ingu og treysti henni til góðra verka. Kjósum Guðrúnu Ingu í 9. sætið. Guðrúnu Ingu á þing Marta Guðjónsdóttir, varaformaður Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn er furðu- skepnan í íslenskum stjórnmálum: þar rúmast í samlyndi andstaða við alþjóðahernað og gegn landinu, fúlar frjálshyggjuöfgar og e.k. félagsleg rétt- sýni. Leiðtogadýrk- un hefur blómstrað í flokknum, sumir þeirra voru bara minni leiðtogar en aðrir. Sjálfbirgingsbelgingur ungs fólks í stjórnmálaflokkum veldur vantrú fjölda manna á heiðarleika íslenskra stjórnmálamanna. Birgir Ármannsson er skynsamur og mælskur stjórnmáladrengur án öfgafullra frjálshyggjuskoðana og ekki einsýnn á altækan mátt frels- isins. Hann er sjálfgert leiðtogaefni með heilbrigða skynsemi og pínulítið kennedískt yfirbragð og honum er treystandi til að vinsa hið góða úr for- tíðinni og henda draslinu úr nútíðinni. Og honum er sannarlega treyst- andi til góðra hluta í framtíðinni. Treystandi til góðra hluta Bragi Kristjónsson bókakaupmaður skrifar: UNGT fólk vill ekki aðeins láta til sín taka úti í þjóðfélaginu. Það vill að samviska Sjálfstæðisflokksins nái inn á Alþingi. Við verðum að tryggja að þing- flokkurinn end- urspegli þá vídd sem er meðal kjós- enda, endurspegli þau málefni sem brenna á ungu fólki, að rödd þeirra heyr- ist. Það eru mikil sóknarfæri fyrir flokkinn í Reykjavík í komandi þingkosningum. Kjördæmabreyt- ingin ein og sér veitir okkur færi á 2–3 þingsætum til viðbótar. Við göngum hins vegar ekki að þessum þingsætum vísum, við verðum að berjast fyrir þeim með kjafti og klóm eins og jafnan. Í þeim slag þurfum við á öllu okkar að halda, ekki síst liðsinni yngri kjósenda. Sigurður Kári Kristjánsson er öfl- ugur ungur einstaklingur sem hefur sannað sig á vettvangi flokksins og í störfum sínum. Það er svigrúm fyr- ir ungliða á Alþingi! Sigurð Kára í 7. sætið Þorvaldur Davíð Kristjánsson, nemi í VÍ og stjórnarmaður í Heimdalli, skrifar: MIG langar að lýsa yfir stuðningi við Stefaníu Óskarsdóttur sem býð- ur sig fram í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Stefanía hef- ur víðtæka reynslu á mörgum sviðum, en mig langar að vekja athygli á góðri þekk- ingu hennar á mennta- og fræðslu- málum. Hún hefur á undanförnum árum komið að málefnum framhaldsskóla með tvennum hætti; hún situr í skólanefnd Menntaskólans við Sund og kenndi um tíma við Versl- unarskólann. Fyrir utan þetta hefur Stefanía kennt stjórnmálafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, við háskóla í Bandaríkjunum og starfað í dómnefnd Kennaraháskóla Íslands. Menntamál eru ótvírætt einn mikilvægasti málaflokkurinn sem fjallað er um á Alþingi. Þess vegna er áríðandi að þar sé fólk með góða þekkingu á skólastarfi. Kennslu- og stjórnunarreynsla Stef- aníu Óskarsdóttur er henni afar gott veganesti og ég hvet kjósendur til að tryggja henni 6. sætið í prófkjörinu. Stefaníu í 6. sætið Kristrún Lilja Daðadóttir, kennari og knattspyrnukona, skrifar: UNGT fólk á erindi á þing. Yngstu þingmenn þjóðarinnar standa á fertugu og því ljóst að þau mál sem helst brenna á ungu fólki eiga sér engan mál- svara. Ungar konur eiga erindi á þing enda er hlutfall kvenna á þingi enn ekki við- unandi. Mikilvægt er að Sjálfstæð- isflokkurinn tefli fram ungum kon- um í næstu alþingiskosningum. Tvær öflugar konur hafa boðið fram krafta sína, þær Guðrún Inga hagfræðingur og Soffía Kristín hugbúnaðrsérfræðingur. Báðar hafa þær starfað innan SUS og báðar eru þær þekktar fyrir dugn- að og skörungsskap. Stefnumál Guðrúnar eru m.a. að afnema tolla og lækka með því matvælaverð. Hún hefur lagt áherslu á að hægja á endurgreiðslu námslána og setur jafnréttismál í víðustu merkingu á oddinn. Bar- áttumál Soffíu eru m.a. harðari refsingar við kynferðisbrotum en það er brýnt að þyngja dóma í þeim málaflokki verulega. Hún hef- ur einnig lagt til niðurfellingu styrkja í landbúnaði. Sjálfstæð- isflokkurinn yrði tvímælalaust sterkari með þessum tveimur atorkusömu konum innanborðs. Kjósum Guðrúnu Ingu og Soffíu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir laganemi skrifar: STEFANÍA Óskarsdóttir er glæsileg og vel menntuð kona. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi í stjórnmálafræði. Stjórnmál hafa verið hennar áhugamál frá unga aldri. Hún er öflugur talsmaður jafnréttis og kjör aldraðra og öryrkja og þeirra er minna mega sín eru henni hugleikin. T.d. hefur hún verið for- maður Hvatar, félags sjálfstæð- iskvenna, og hún er varamaður á Al- þingi. Stefanía lærði stjórnmálafræði í Bandaríkjunum og hún hefur víða farið og er víðsýn og traust. Konur, kjósið fleiri konur á Alþingi Íslendinga. Kjósið Stef- aníu Óskarsdóttur í öruggt sæti. Kjósið Stefaníu Óskarsdóttur í öruggt sæti Helga Berndsen, eldri borgari, skrifar: NÚ líður senn að prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Þá gefst öllum flokksmönnum tækifæri til að hafa áhrif á hvernig fram- boðslistinn raðast upp og hverjir fá að berjast fyrir mál- efnum borgarbúa á þingi. Upp á síðkastið hefur mér verið of- arlega í huga hversu vægir dómar í kynferð- isglæpum eru og þá sérstaklega gegn börnum. Nú er komin fram ung og sterk kona, Soffía Kristín Þórðardóttir, sem hefur það að leiðarljósi að breyta þessu. Hennar málflutningur virkar þannig á mig, að ég treysti henni til að koma þessu í verk og laga það sem þarf. Því fær Soffía Krist- ín atkvæði mitt í prófkjörinu og ég skora á þig lesandi góður að gera slíkt hið sama. Soffía fær mitt atkvæði Helga Lára Haarde menntaskólanemi skrifar: UMFERÐARÞING var sett í gær og ánægjulegt var að sjá hve fjöl- mennt var á þinginu sem standa mun í tvo daga. Á þinginu er samankom- inn hópur fólks sem býr yfir ómet- anlegri þekkingu og reynslu í þess- um mikilvæga málaflokki. Þeir, sem starfa að umferðaröryggismálum á Íslandi, hafa lyft grettistaki á und- anförnum áratugum. Samhliða ört vaxandi umferðarþunga og aukinni bifreiðaeign landsmanna hefur slys- um fjölgað með alvarlegum afleið- ingum fyrir margar fjölskyldur. Umferðaröryggisáætlanir hafa verið samþykktar á Alþingi, síðast hinn 29. apríl 2002, þegar samþykkt var þingsályktun um stefnumótum um aukið umferðaröryggi. Sam- kvæmt henni ályktar Alþingi að á næstu ellefu árum, eða fyrir lok árs- ins 2012, skuli stefnt að fækkun banaslysa og annarra alvarlegra um- ferðarslysa um 40% miðað við fjölda slysa árin 2000 og 2001. Þessu tak- marki verður náð með sameiginlegu átaki ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, áhugahópa um umferðaröryggismál og alls almennings. Samstarf allra þessara aðila er forsenda þess að markmiðinu um stórfellda fækkun umferðarslysa verði náð. Fyrrgreind tillaga gerir ráð fyrir að dómsmála- ráðherra kynni Alþingi í byrjun hvers árs stöðu umferðaröryggis- mála og hvernig miðar í átt að settu marki. Gert er ráð fyrir að starfs- og framkvæmdaáætlun verði endur- skoðuð árlega. Í starfi mínu sem dómsmálaráð- herra hef ég lagt ríka áherslu á bætt umferðaröryggi, m.a. með margvís- legum lagabreytingum, hækkun sekta og aukinni fræðslu. Miklum áfanga var náð þegar Umferðarstofa tók nýverið til starfa, en hún var mynduð með samruna stjórnsýslu og starfsemi á vegum Umferðarráðs, og starfsemi Skráningarstofunnar hf. Innan vébanda Umferðarstofu starf- ar stór hópur fólks sem býr yfir mik- illi sérþekkingu og reynslu í umferð- aröryggismálum. Þótt fagna beri öllum skrefum sem tekin eru til þess að bæta um- ferðaröryggi og draga úr alvarlegum slysum í umferðinni, er mikilvægt að við höldum vöku okkar og að allir sameinist um markmiðið að Íslend- ingar verði fyrirmynd annarra þjóða í umferðaröryggismálum. Slíkt sam- starf er forsenda þess að allir, sem um götur og þjóðvegi ferðast, komi heilir heim að kvöldi. Þetta er vissu- lega metnaðarfullt verkefni, en ís- lenska þjóðin hefur áður sýnt að henni er ekkert ómögulegt þegar all- ir leggjast á eitt! Umferðarör- yggi er mál allr- ar þjóðarinnar Eftir Sólveigu Pétursdóttur Höfundur er dómsmálaráðherra. „Allir sam- einist um markmiðið að Íslend- ingar verði fyrirmynd annarra þjóða í umferðaröryggismál- um.“ GUÐMUNDUR Hallvarðsson setur stefnuna á fimmta sætið í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík sem fram fer um helgina. Guðmundur hefur óneitanlega sérstöðu sem þing- maður. Hann kemur úr verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins – flokks sem nær til allra stétta í þjóðfélaginu. Enda hef- ur Guðmundur gamalt og gott slag- orð – stétt með stétt – að leiðarljósi. Með þeirri þekkingu sem henn hefur öðlast sem sjómaður átti hann far- sælt starf sem formaður hafn- arstjórnar Reykjavíkurhafnar á miklum uppgangstímum. Verkin tala og sanna uppbygging hafn- armannvirkja í Reykajvík á árunum 1986–1994 það. Með því að setja Guðmund í fimmta sætið í prófkjör- inu stuðlum við að því að rödd sjó- manna, aldraðra og verkalýðsins fái notið sín á Alþingi. Stétt með stétt Sigurður Þ. Árnason, fv. skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, skrifar: C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekumSkólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.